Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT könnun Gallup á
áfengis- og vímuefnaneyslu Íslend-
inga telur 51% svarenda að það eigi
að leyfa sölu á léttvíni og bjór í mat-
vörubúðum. Þetta er töluvert lægra
hlutfall en fékkst í nýlegri könnun
PricewaterhouseCoopers, en þar
kom fram að 67% svarenda voru
fylgjandi sölu áfengs bjórs og léttvíns
í matvöruverslunum.
Könnun Gallup var gerð fyrir
Áfengis- og vímuvarnaráð í nóvem-
ber 2001 og er að hluta til sambærileg
könnunum sem gerðar voru árin 1984
og 1992. Eftir á að vinna samanburð á
könnunum þessum.
Mun lægra hlutfall svarenda er
hlynnt því að selja eigi sterkt áfengi í
matvöruverslunum, eða 11%, og 81%
sagðist vera því andvígt.
Í könnuninni var einnig spurt um
notkun og viðhorf til fíkniefna og
sýna niðurstöður að 7% svarenda
voru hlynnt því að leyfa neyslu hass á
Íslandi en 88% sögðust vera því and-
víg.
„Það er mjög gleðilegt fyrir okkur
hversu fólk er andvígt lögleiðingu
hass og því að selja sterkt vín í mat-
vöruverslunum,“ segir Þorgerður
Ragnarsdóttir hjá Áfengis- og vímu-
varnaráði. „Þá fannst okkur mjög at-
hyglisvert að það er miklu lægra hlut-
fall úr þessari könnun sem er
fylgjandi því að áfengi fari í matvöru-
búðir en í nýlegri könnun Pricewater-
houseCoopers.“
Rúmlega 23% þátttakenda hafa
einhvern tíma notað eða prófað hass
eða marijúana og um 7,5% amfetamín
eða kókaín. E-töflu sögðust 2,3% hafa
notað eða prófað. Heil 42% segjast
hins vegar þekkja einhvern sem hef-
ur prófað eða notað ólögleg vímuefni
síðustu tólf mánuði.
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur í ljós að 66,4% aðspurðra hafa
notað verkjalyf á síðustu tólf mánuð-
um. „Nú er talað um vímuefni í víðara
samhengi en oft áður,“ segir Þor-
gerður. „Sumir nota verkjalyf sem
vímugjafa og það var ákveðið í þess-
ari könnun að spyrja mjög breitt.“
Einnig var spurt um notkun ann-
arra lyfja og sögðust 13% svarenda
hafa notað svefnlyf á síðustu tólf
mánuðum, 8,3% þunglyndislyf og
6,9% kvíðalyf.
Hefur áfengisneysla þín haft
skaðleg áhrif á hjónabandið?
Í könnuninni er spurt út í ýmsa
skaðsemisþætti af völdum áfengis-
neyslu. „Það verður fróðlegt að sjá
hvaða raun sú greining gefur, en það
á eftir að vinna úr þeim gögnum að
fullu,“ segir Þorgerður. „Þá er hluti
spurninganna sambærilegur útlend-
um könnunum og það verður spenn-
andi að sjá hvaða raun það gefur
líka.“
Tæplega 7% svarenda hafa ein-
hvern tímann leitað sér aðstoðar
vegna áfengisneyslu sinnar en aðeins
3,8% telja þó áfengisneyslu sína vera
vandamál. Þá var spurt í könnuninni
hvort maki hefði á síðustu tólf mán-
uðum reynt að fá viðkomandi til að
draga úr eða hætta neyslu áfengis og
svöruðu rúmlega 7% því játandi. Um
5% sögðu aðra fjölskyldumeðlimi
hafa reynt að fá þá til þess sama.
Tæplega 4% þeirra sem neyta áfengis
hafa tekið þátt í slagsmálum eftir að
hafa neytt áfengis á undanförnum
tólf mánuðum og er þátttaka í slags-
málum algengust hjá aldurshópnum
18–24 ára. Það vekur athygli að rúm-
lega 25% þátttakenda sögðust hafa
orðið fyrir áreitni af hendi drukkins
fólks úti á götu eða almannafæri sl.
tólf mánuði. Þá telja 7,4% þátttak-
enda að áfengisneysla þess hafi haft
skaðleg áhrif á hjónaband eða náið
samband annað en vinasamband und-
anfarna tólf mánuði.
Rétt tæpur fjórðungur þeirra sem
neyta áfengis sagðist hafa drukkið
heimatilbúið áfengi undanfarið ár.
Neysla heimatilbúins áfengis var al-
gengari meðal karla en kvenna og
unga fólkið drekkur meira af slíku
áfengi en það eldra. Þá sögðust 10%
þeirra sem neyta áfengis hafa ekið
undir áhrifum þess einhvern tímann
undanfarna tólf mánuði.
Á að herða refsingar til að ná
meiri árangri í forvörnum?
Um 27% þátttakenda könnunar-
innar reykja. Á hinn bóginn var tölu-
verður munur á tíðni reykinga eftir
menntun. Til dæmis reykja aðeins
14% þeirra sem lokið hafa háskóla-
prófi en sú tala hækkar í 36% á meðal
þeirra sem eingöngu hafa lokið
grunnskóla. „Í útlöndum hefur hlut-
fall reykinga farið eftir félagslegri
stöðu fólks, ég veit ekki hvort þetta er
vísbending um að svo sé einnig hér á
landi,“ segir Þorgerður.
Einnig var spurt um viðhorf til for-
varna. „Töluverð umræða hefur verið
um það í fjölmiðlum að fólk krefjist
hertra refsinga. En það kemur í ljós í
þessari könnun að fólk er alls ekki
hlynnt því að herða refsingar,“ segir
Þorgerður. Flestir þátttakendur telja
að forvarnir meðal barna og unglinga
skili bestum árangri í baráttunni
gegn fíkniefnum en aðeins 9,6% telja
hertar refsingar bestu forvörnina.
Áfengis- og vímuvarnaráð leggur
áherslu á forvarnir barna og ung-
linga. „Ekki síst í gegnum foreldra
með aðstoð stofnana svo sem heilsu-
gæslu, skóla, félagsþjónustu og
íþrótta- og æskulýðsstarfsemi,“ út-
skýrir Þorgerður. „Við höfum reynt
að hafa áhrif á að sveitarstjórnir hugi
að forvörnum í nærumhverfi sínu og
reyni að taka ákvarðanir með tilliti til
forvarna.“
Ráðið hefur umsjón með forvarna-
sjóði. Hann er notaður til ýmissa ný-
sköpunarverkefna á sviði forvarna.
„Við reynum að leggja áherslu á að
peningarnir nýtist sem næst grasrót-
inni, í beinu starfi með börnum og
unglingum.“
Stærstu verkefnin sem hafa verið
styrkt af forvarnasjóði eru samstarfs-
verkefni sveitarfélaga, SÁÁ og heil-
brigðisráðuneytisins og verkefnið Ís-
land án eiturlyfja sem lauk á
dögunum. Árangur af þessum báðum
verkefnum hefur verið metinn. „Það
sem er gott við matið er að glögglega
má sjá hvaða þættir takast vel og
hvað hefði mátt betur fara. Miðað við
niðurstöður mats á verkefninu Ísland
án eiturlyfja tel ég að aðstandendur
þess megi vel við una. Við munum
læra af fyrri reynslu og halda áfram
með það sem hefur reynst vel.“
Úrtak könnunarinnar var 4.000
manns á aldrinum 18–75 ára. Helm-
ingur úrtaksins fékk spurningalista
sendan í pósti en hinn helmingurinn
var spurður í síma. Svarhlutfall úr
póstkönnun var 56,3% og úr síma-
könnun 71%.
51% hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum samkvæmt nýrri könnun Gallup
25% verið áreitt
af drukknu fólki
NÚ standa yfir sýningar Ljósmynd-
arafélags Íslands og Félags blaða-
ljósmyndara í Gerðarsafni í Kópa-
vogi. Við opnunarathöfn sl. laugar-
dag voru félögum í báðum félögun-
um veittar viðurkenningar fyrir
bestu myndirnar í ýmsum flokkum
og bestu myndina á hvorri sýningu
um sig. Auk áðurnefndra sýninga
sýnir Sigurður Jökull Ólafsson ljós-
myndari myndaröð.
Á myndinni eru frá vinstri: Hreinn
Hreinsson á Fróða, Þorvaldur Örn
Kristmundsson, DV, Gunnar V.
Andrésson, DV, Bragi Þór Jósefs-
son, Fróða, Gunnar Gunnarsson hjá
Fróða, Kjartan Þorbjörnsson, Morg-
unblaðinu, Arnaldur Halldórsson,
sem átti bestu mynd á sýningu Ljós-
myndarafélagsins, Inger Helene
Bóasson, Kristinn Ingvarsson, Morg-
unblaðinu, og Gréta S. Guðjóns-
dóttir.
Myndir
verðlaunaðar
á sýningu
Morgunblaðið/Ásdís
AÐALHEIÐUR Birgisdóttir, fram-
kvæmdastjóri SMS-samskipta með
síma á Stöðvarfirði, segist undrandi
á þeim málalyktum sem urðu eftir
beiðni hennar til Alþingis um verk-
efni í rafrænni ræðuritun þing-
manna. Hún segist hafa sent forsæt-
isnefnd Alþingis þrjú bréf í janúar,
febrúar og október 2001, en aldrei
fengið formlegt svar frá nefndinni.
Hins vegar hafi Halldór Blöndal,
forseti Alþingis, sent sér bréf þar
sem hann tjáir henni að hann hafi
ekki fundið nein verkefni á Alþingi
sem sé hægt að vinna á Stöðvarfirði.
Hann muni hins vegar taka málið
upp eftir hálfan mánuð.
„Síðan hélt Halldór Blöndal opin-
beran fund hér í janúar eða febrúar
sl. og segir mér að hingað sé að
koma eitt starf í símsvörun fyrir Al-
þingi og skönnun á þingskjölum
muni fara fram í Ólafsfirði. Ég gerði
mér hins vegar ekki grein fyrir því
að um væri að ræða þrjú störf til
þriggja ára sem hann ætlaði að flytja
til Ólafsfjarðar og er eilítið undrandi
á þessum málalyktum,“ segir Aðal-
heiður.
SMS var stofnað í apríl á síðasta
ári en áður hafði verið starfrækt á
Stöðvarfirði Íslensk miðlun, sem
varð gjaldþrota. Hjá fyrirtækinu
hafa starfað frá fimm og upp í fimm-
tán manns, á tvískiptum vöktum,
gegnum tíðina. Í dag vinnur Aðal-
heiður ein hjá fyrirtækinu þar til mál
skýrast og verkefnastaðan lagast.
Fyrirtækið tekur að sér skráningu á
hvers kyns gögnum, einnig skönnun,
símsvörun, úthringingar, auglýs-
ingasöfnun o.fl.
Hugmynd að skönnun Alþingis-
tíðinda komin upp fyrir 1999
Halldór Blöndal segir að þegar
hann var kosinn forseti Alþingis árið
1999 hafi verið komin upp sú hug-
mynd hvort rétt væri að skanna
gömul Alþingistíðindi og um það
vitni m.a. minnisblað frá 22. júní
1999. „Á hinn bóginn hóf Íslensk
miðlun á Stöðvarfirði starfsemi í
ágúst á sama ári. Það er því augljóst
mál að við vorum farnir að vinna að
því að undirbúa skönnun á Alþing-
istíðindum áður en við fengum slíkar
leiðbeiningar frá Íslenskri miðlun á
Stöðvarfirði,“ segir Halldór. Að-
spurður hví Aðalheiður hafi ekki
fengið svör frá forsætisnefndinni
bendir Halldór á að hann hafi skrifað
henni bréf og talað við hana í síma.
Bendir hann á að rétt um þremur
mánuðum eftir að hann fékk bréf frá
henni hafi hann átt fund með henni
og sveitarstjóra á Stöðvarfirði og
einhvern tíma á síðasta ári hafi hann
sent henni handskrifað bréf og sagst
vera að vinna að hennar máli.
Halldór segir Ólafsfirðinga og
Hríseyinga hafa staðið frammi fyrir
miklum vanda eftir að rekstur Sæ-
unnar Axels lagðist niður í desember
1999 og KEA lokaði frystihúsi sínu í
Hrísey í febrúar 2000.
„Á þessum tíma var haldinn mjög
fjölmennur fundur á Ólafsfirði þar
sem ég lýsti því yfir að ég vildi vinna
að því að reyna að koma fjarvinnslu-
verkefnum til Ólafsfjarðar. Við höf-
um unnið að því að koma þessu máli
fram og vorum auðvitað byrjaðir að
tala um það í tengslum við það at-
vinnuleysi sem var, en Íslensk miðl-
un rak fyrirtæki á Ólafsfirði og Hrís-
ey á þessum tíma. Ef við horfum á
atvinnuleysistölur nú í janúarmán-
uði, þá eru tíu manns atvinnulausir í
Hríseyjarhreppi, 59 á Ólafsfirði en
enginn á Stöðvarfirði, sem auðvitað
skýrir það sem ég hef áður sagt að
það er eðlilegt að maður skuli hafa
horft til þess hvort maður geti með
einhverjum hætti styrkt atvinnu-
grundvöllinn í Ólafsfirði og Hrísey.
Á hinn bóginn höfðum við talað um
að reyna að styrkja fyrirtækið á
Stöðvarfirði með því að flytja þang-
að starf í símsvörun, sem var eitt af
því sem Aðalheiður stakk upp á,“
segir Halldór og bætir við að á fundi
forsætisnefndar í haust hafi form-
lega verið gengið frá því að skönnun
alþingistíðainda færi fram á Ólafs-
firði og að ráðið yrði í eitt símsvör-
unarstarf fyrir Alþingi á Stöðvar-
firði.
Framkvæmdastjóri SMS-samskipta með síma á Stöðvarfirði
Undrandi á málalyktum
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
segir mikið atvinnuleysi í Hrísey og á
Ólafsfirði en ekkert á Stöðvarfirði