Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 13 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. skynjurum, en þeir tryggja gangandi vegfarandanum öruggt grænt ljós eins lengi og hann þarf á því að halda. Verulegur árangur hefur náðst í umferðaröryggismálum í Reykjavík síðastliðin 20 ár, ekki síst ef haft er í huga hve umferðin hefur aukist mikið í borginni á þessum tíma. Reykjavík er með helming af öllum umferðar- UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hefur staðið yfir vinna vegna nýrrar um- ferðaröryggisáætlunar fyrir Reykja- vík. Þetta er í annað sinn sem ráðist er í slíkt verkefni, en hin fyrri náði yf- ir árin 1996–2000. Að sögn Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa, sem er formaður starfshóps sem vinnur að áætluninni að tilskipan samgöngu- nefndar, er markmið áætlunarinnar að skilgreina helstu viðfangsefni í um- ferðaröryggismálum borgarbúa og koma með tillögur til úrbóta. Einnig að samræma og skipuleggja aðgerðir allra aðila sem sinna umferðarörygg- ismálum á einhvern hátt. „Samvinna borgarstjórnarflokk- anna í nefndinni hefur verið góð og vinnunni við áætlunina er senn lokið og verður hún kynnt borgarbúum á næstunni. Þá hefst kynningarferli og á meðan á því stendur gefst borg- arbúum tækifæri til að koma með at- hugasemdir og ábendingar. Þannig er ætlunin að láta borgarbúa taka virkan þátt í lokavinnslunni,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði enn fremur að tillögur nefndarinnar væru mjög víðtækar og umfangsmiklar. Eitt sem væri ofar á baugi en margt annað væri þörfin fyr- ir forgangsröðun verkefna. „Sam- göngunefnd hefur raunar samþykkt að gangast fyrir verkefni þar sem reiknaður er út heildarkostnaður vegna umferðarslysa á einstökum stöðum í borginni. Niðurstöðurnar verða notaðar til að forgangsraða verkefnum í vegagerð.“ Þjálfun, fækkun slysa og skynjarar Kjartan sagði nefndina hafa komist að því að ökuþjálfun mætti bæta veru- lega frá því sem nú er. Benti hann á góða reynslu, t.d. Breta, af notkun á ökuhermum. „Menn sjá brotalamirn- ar ef þeir vilja, ungmenni sem læra t.d. á bíl að sumarlagi eru eins og belj- ur á svelli þegar þau þurfa að kljást við hálku og snjó. Ég hef enn fremur tekið eftir því, eins og svo margir, að óþolinmæði og frekja í umferðinni er að aukast. Það er áhyggjuefni fyrir gangandi vegfarendur en því miður verða of mörg alvarleg slys á gang- brautum, jafnvel þótt þar séu sérstök gangbrautarljós. Bendir raunar margt til að slík gangbrautarljós veiti falskt öryggi í mörgum tilvikum. Sú var tíðin að bílstjórar virtu ljósin á meðan gula ljósið blikkar, en gang- andi vegfarandinn heldur þá enn rétt- inum. Annaðhvort hafa menn gleymt því eða þeir hugsa ekki um það, en nú virðast margir bílstjórar telja að þeir eigi réttinn um leið og ljósin fara að blikka. Hefur nefndin til athugunar uppsetningu gangbrautarljósa með slysum, enda hvergi meiri umferð. Dauðaslys í umferðinni í Reykjavík eru nú aðeins 15–20% af dauðaslysum í landinu og hefur farið fækkandi. Það segir okkur að eitthvað hafa menn verið að gera rétt. Svokallaðir svartir blettir hafa verið skilgreindir, gatna- mót á stofnbrautum einfölduð og slys- um í hverfum hefur fækkað eftir að hámarkshraði var víða lækkaður í 30 km. Sjúkrahús og aðhlynning slas- aðra og sjúkrabílar mun betur búin en áður. Allt þetta hefur áhrif en þessi vinna þarf að halda áfram. T.d. mælir margt með því að 30 km svæðunum verði fjölgað og einnig að komið verði á reglulegri endurskoðun á sérstök- um svæðum, t.d. ef slysum fjölgar eða hraði eykst þá sé hægt að grípa í taumana.“ Áhersla á unga og aldraða Kjartan bætti við þetta að í áætl- uninni yrði sennilega lögð rík áhersla á aukið umferðaröryggi barna og ungmenna annars vegar og eldri borgara, öryrkja og fatlaðra hins veg- ar. Þar væru á ferðinni hópar sem væru í mikilli hættu í umferðinni. „Það er sorgleg staðreynd að í 20% dauðsfalla í umferðarslysum á Íslandi eru hinir látnu undir 17 ára aldri, en samsvarandi tala í nágrannalöndum okkar er 10%. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli og verður að taka á,“ sagði Kjartan. Vinna við nýja umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík stendur yfir Verulegur árangur sagður hafa náðst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.