Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 51

Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 51 DAGBÓK LJÓÐABROT STÖKUR Nóttin heldur heimleið þar himins feldur blánar; logar eldur ársólar yzt í veldi Ránar. Erlingur Friðjónsson Þolið blæinn þrýtur senn, þagnar Ægis harpa. Geislar bægja grímu enn, gulli’ á sæinn varpa. Upp á dranga, hnjúk og hól hallast langir skuggar; rjóð á vanga runna sól Rán í fangi huggar. Adam Þorgrímsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hugrekki, ákveðni og djörfung. Þú tekur lífinu með ástríðu- fullum ákafa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mælt er með því að fólk fari sér gætilega í samningavið- ræðum um fasteignir eða í viðræðum um málefni fjöl- skyldunnar. Í dag gætu hrút- ar bitið í fleira en þeir geta kyngt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér hættir til að gefa loforð sem þér gæti reynst erfitt að efna. Þú ættir að hugsa þig um tvisvar áður en þú sam- þykkir eitthvað í óhóflegu bjartsýniskasti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinir þínir gætu hvatt þig til að eyða um efni fram í dag. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með pen- ingana, þá er það í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu þín á löngun þinni til að geðjast öðrum. Þú ert líklega að ofmeta getu þína og ættir að hemja langanir þínar til að forða þér frá eftirsjá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur ekki staðist áform um að ferðast til heillandi staða. Því miður er ekki víst að draumórarnir og raunveru- legir möguleikar fari saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þegar einhver segir þér að þú getir reitt þig á viðkomandi, þá skaltu deila í með tveimur. Fjárhagslegur sem og annar hagnýtur stuðningur er kannski ekki það sem hann virðist vera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla hvöt til að geðjast öðrum. Þessi hvöt get- ur komið þér í vandræði í dag ef þú samþykkir eitthvað sem þú getur ekki staðið við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Peningunum sem varið er til auglýsinga og kynningar gæti verið illa varið í dag. Ekki er allt gull sem glóir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú sýnir rómantíkinni og daðri mikinn áhuga í dag. Gættu að þér og ekki trúa öllu sem þú heyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú lofar einhverjum í fjöl- skyldunni einhverju. Það sem kann að virðast auðvelt í dag gæti verið nánast ómögulegt seinna meir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir glatað virðingu sam- starfsfólks þíns með hvatvís- um og ónærgætnum aðgerð- um eða orðum. Þér er ráðlagt að ígrunda vel aðgerðir þínar í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér hættir til að eyða um efni fram í skemmtanir og afþrey- ingu í dag. Þér væri nær að eyða peningum í skó – nokkuð sem þér líkar mjög og munt líklega nota. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 c5 8. Re5 Rd7 9. Bb5 Bd6 10. Dg4 Kf8 11. O-O Rxe5 12. dxe5 Bxe5 13. Bg5 Bf6 14. Had1 Dc7 15. Dh4 Bxg5 16. Dxg5 f6 17. Dh5 g6 18. Dh6+ Kf7 19. Hd3 a6 20. Hh3 De7 21. Bd3 f5 22. g4 Df6 23. Hd1 b5 24. Be2 e5 25. Hhd3 Ha7 26. Hd6 Dg7 27. De3 Hc7 28. a4 e4 29. axb5 axb5 30. Bxb5 De5 31. Dg5 De7 32. Dh6 Be6 33. Df4 Bc8 34. Dh6 Be6 35. gxf5 gxf5 36. Be2 Df6 37. Bh5+ Ke7 Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares sem lauk fyrir skömmu. Heims- meistari FIDE, Rusl- an Ponomarjov (2.727), svart, atti kappi við stigahæsta skákmann heims, Garry Kasparov (2.838). Skrímslið með þúsund augun tefldi af mikilli hugkvæmni og dirfsku og uppskar í samræmi við það. 38. Hxe6+! glæsilegur lokahnykkur og svart- ur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Garry Kasparov 8 vinningar af 12 mögulegum. 2. Ruslan Pon- omarjov 6½ v. 3.–5. Vassily Ivansjúk, Viswanathan An- and og Michael Adams 6 v. 6. Fransisco Ponz Vallejo 5 v. 7. Alexey Shirov 4½ v. 6. um- ferð Reykjavíkurskákmóts- ins hefst kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12. mars, er sjötugur Ármann Jakob Lárusson, glímu- kappi, Digranesvegi 20, Kópavogi. Eiginkona hans er Björg R. Árnadóttir. Þau taka á móti gestum í safn- aðarheimili Kefas, Vatns- endabletti 601, í kvöld frá kl. 20. NORÐMAÐURINN Tor Helness gekk á hólm við gröndin þrjú og hafði sigur, þrátt fyrir dökkt útlit í upp- hafi. Spilið er frá sýningar- leikunum í Salt Lake City í síðasta mánuði: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K53 ♥ ÁD94 ♦ D943 ♣32 Vestur Austur ♠ DG1076 ♠ 82 ♥ KG32 ♥ 85 ♦ 75 ♦ KG10 ♣65 ♣ÁG10987 Suður ♠ Á94 ♥ 1076 ♦ Á862 ♣KD4 Helness og félagi hans Furunes voru í NS gegn Kanadamönnunum Silver og Gitelman: Vestur Norður Austur Suður Silver Furunes Gitelman Helness – Pass Pass 1 tígull Pass 1 hjarta 2 lauf Pass Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Silver kom út með lauf- sexu í lit makkers og Helness átti fyrsta slaginn á kónginn heima. Hann tók sér langan umhugsunarfrest áður en hann dró upp næsta spil – HJARTATÍUNA! Silver lét kónginn, sem Helness tók með ás og spilaði LAUFI úr borði. Gitelman drap á ásinn og fríaði laufið. Helness spil- aði næst hjarta á níuna (og felldi áttuna). Þá fór hann heim á spaðaás, spilaði hjartasjöu og lét hana fara hringinn. Í blindum var inn- koma á spaðakóng til að taka níunda slaginn á hjarta. Það er freistandi að fara strax í tígulinn í upphafi, en þá tapast spilið alltaf. En Helness sá að hann þyrfti alltaf að fá a.m.k. einn auka- slag á hjartalitinn og vildi taka hugsanlega innkomu af austri strax, áður en vörnin næði að fríspila laufið. Einn möguleiki var að austur ætti hjartakóng (en ekki gosann) og vestur tígulkónginn annan eða þriðja. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Með morgunkaffinu Pennavinir AMANDA, sem er 28 ára gömul frá Bretlandi, óskar eftir íslenskum pennavinum. Áhugamál hennar eru lestur, skriftir og listir. Amanda Miller, 168 Market Street, Clay Cross, Chesterfield, Derbyshire, S45 9LY England. CAMILA, sem er 17 ára gömul stúlka frá Brasilíu, óskar eftir íslenskum penna- vinum. Hún hefur áhuga á öllu er viðkemur Íslandi. Camila Daniel, Lúcio José Filho, 568 Anchieta, 21630-250 RJ - RJ, Brasil. MARK, sem er 19 ára bandarískur piltur af brasil- ískum ættum, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur mikinn áhuga á að fræðast um Ísland. Mark Bandeira 1507 SE 139th Ave, Portland OR 97233, USA. CHIEKO, sem er 17 ára japönsk stúlka, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á skopmynda- teikningu, matreiðslu og kvikmyndum. Chieko Kyozuka, 4-27 Shimodakita, Amakusa-machi, Amakusa-gun, Kumamoto-ken, 863-2803, Japan. Hann kom syndandi og ég bara greip hann. Jafnvel ímynd- unarveikir geta lagst í rúmið...!!! SJÖGRENSHÓPUR gigtarfélags Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fimmtudaginn 14. mars kl. 19.30 í húsnæði Gigtarfélag Íslands, Ár- múla 5, 2. hæð. Benedikt Sveinsson kvensjúk- dómalæknir fjallar um slímhúðar- vanda og hormónameðferð. Heilsuverslun Íslands verður með fræðslu um Vivag skeiðarhylki, sápu og Natracare dömubindi, segir í fréttatilkynningu. Heilkenni Sjögrens FRÉTTIR LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð við gatnamót Sæbrautar og Snorra- brautar, laugardaginn 9. mars sl. klukkan 17.24. Þar rákust saman hvít Fiat Fiorino, sendibifreið með skrán- ingarnúmerið KP-958, sem ekið var vestur Sæbraut í vinstri beygju áleið- is suður Snorrabraut og rauð VW- Golf bifreið, SI-410, sem ekið var austur Sæbraut. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar varðandi málið og þá sérstaklega stöðu umferðarljós- anna þegar óhappið varð eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Þá er lýst eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á bifreiðaplani við verslun IKEA í Holtagörðum, laug- ardaginn 9. mars á milli kl. 10.30 og 12.05. Þar var ekið utan í rauða Toyota Corolla fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Lýst eftir vitnum Netyfirlit á fjármálavef Íslandsbanka Röng fyrirsögn var í frétt frá Ís- landsbanka á sunnudag, um vinn- ingshafa sem skráðu sig fyrir net- yfirlitum á fjármálavef Íslands- banka, isb.is. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Bankastræti 14, sími 552 1555 Ef útlitið skiptir máli? Þá eigum við úrval af fatnaði Gott verð LÆKNALIND Bæjarlind 12, 201 Kópavogur Sími 520 3600 Almenn læknisþjónusta og heilsuvernd Vaktþjónusta 08-18, virka daga Sverrir Jónsson, heimilislæknir RISA ÚTSALA á ANTIK er hafin Húsgögn, silfur og postulín 20-50% afsláttur Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið alla daga frá kl. 11-18 og sunnud. 13-17. Dönsk gæði fyrir betri mat á borðið  Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Mjög auðvelt að þrífa  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni  Málmáhöld leyfileg  Þvoist með sápu  2 ára ábyrgð Hin fitulausa panna Síon ehf. - GASTROLUX Íslandi Smiðjuvegi 11e, Gul gata, Kópavogi, sími 568 2770 og 898 2865 - www. gastrolux.is ein sta ka Margar stærðir og gerðir. Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista Tilvalin brúðkaupsgjöf                       

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.