Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 12
12 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RAMALLAH, Ramallah,Ramallah,“ kalla leigu-bílastjórarnir við Dam-askus-hliðið í Jerúsalem.Það er laugardagsmorg-
unn og rúmlega einn sólarhringur er
liðinn frá því að skriðdrekar og her-
menn ísraelska hersins drógu sig út
úr Ramallah eftir stærstu innrás
hersins í 20 ár. Fólk fyllir á ný leigu-
bílana á leið til borgarinnar.
Að kvöldi þriðjudagsins 11. mars
réðst Ísraelsher inn í Ramallah og
nærliggjandi byggðir, en Ramallah
er stærsta borg Palestínumanna á
Vesturbakkanum. Flóttamannabúð-
irnar Al-Amari og Kadura urðu
einna verst úti, en einnig urðu tals-
verðar skemmdir á verslunum og
heimilum í miðborg Ramallah.
Þrettán Palestínumenn og einn er-
lendur fréttaljósmyndari létu lífið í
innrásinni, auk þess sem fjöldi al-
mennra borgara var lokaður inni á
heimilum sínum og vinnustöðum
dögum saman.
Þegar við komum til varðstöðvar
hersins við Qalandya, rétt utan við
Ramallah, bíða langar raðir af bif-
reiðum, fólki og vörubílum eftir inn-
göngu inn í borgina. Engin hreyfing
er á röðunum, svo við veljum þann
kost að ganga yfir hæðirnar rétt ut-
an við varðstöðina, rétt eins og
margir íbúar Ramallah hafa neyðst
til að gera undanfarnar vikur og
mánuði.
Í þetta sinn er andrúmsloftið við
stíginn rafmagnaðra en venjulega,
vegna þess að hermenn eru á ferli í
hæðunum í kring og sá orðrómur
gengur að þeir sem fara inn í Ram-
allah þennan daginn fái ekki að fara
út aftur. Fáir leggja því af stað eftir
stígnum, en við sláumst í för með
skrafhreifnum Palestínumanni og
ísraelsku hermennirnir láta það gott
heita.
Af hverju gerir enginn neitt?
Í miðbæ Ramallah eru verslanir
opnar í fyrsta sinn í marga daga og
bílar aka um götur þar sem aðeins
skriðdrekar voru á ferli fyrr í vik-
unni. Ummerkin eftir skriðdrekana
sjást þó enn, þar sem víða eru bogin
umferðarskilti, skemmdir bílar og
brotnir kantsteinar.
Fólkið, sem hafði verið innilokað í
húsum sínum, er aftur komið út á
göturnar og verslunareigendur sópa
upp glerbrotum og kanna skemmd-
irnar sem orðið hafa á húsnæði og
varningi.
Með reglulegu millibili fara bíla-
lestir framhjá í fylgd fjölda fótgang-
andi manna. Skotið er úr byssum
upp í loftið og slagorð hljóma úr há-
tölurum. Verið að bera til grafar þá
sem dóu í innrásinni, en alls létu
fjórtán manns lífið. Jarðarfarirnar
minna að sumu leyti meira á mót-
mælasamkomur en líkfylgdir eins og
við þekkjum þær, en þó að fólk sé
reitt er sorgin líka augljós.
Einkennisklæddir lögreglumenn
bera líkið á börum síðasta spölinn og
karlmenn jafnt sem konur tárast.
Menn heilsast og sýna ættingjum og
vinum samúð. Þeir sem látið hafa líf-
ið í innrásinni eru álitnir píslarvottar
og fá því útför við hæfi. „Þetta er
hræðilegt,“ segir kona í hópi syrgj-
endanna. „Af hverju gerir enginn
neitt?“
Þremur dögum síðar er haldin
minningarathöfn um ítalska frétta-
ljósmyndarann Raf-
aele Ciriello, sem var
skotinn til bana 13.
mars. Hann er fjórði
fréttamaðurinn sem
lætur lífið frá því að
uppreisn Palestínu-
manna hófst. Daginn
áður en Rafaele lést
hafði Ísraelsher skotið
á City Inn Palace hót-
elið þar sem 50 palest-
ínskir og erlendir
fréttamenn voru innan
dyra, en engan sakaði.
Öllum er sama um
Palestínumenn
Stór hluti þeirra
rúmlega 200 þúsund
íbúa sem búa í Ram-
allah og nágrenni eru
flóttamenn frá Ísrael
og afkomendur þeirra.
Þeir komu til Ramall-
ah í stríðinu 1948 og
hafa verið í borginni
síðan. Þar á meðal er Mohamad Ali
Abu Amouneh, 75 ára vefnaðarvöru-
kaupmaður, sem rekur verslun í
miðbæ Ramallah ásamt tveimur son-
um sínum.
Sonur hans, Wahib Abu Amoun-
eh, afgreiðir viðskiptavini á milli
þess sem hann sýnir mér skemmd-
irnar sem orðið hafa á versluninni.
Allir gluggar verslunarinnar eru
brotnir og málmhlerar sem voru fyr-
ir verslunargluggunum eru sundur-
skotnir. Flestir klæðisstrangarnir í
versluninni eru með kúlnagötum og
feðgarnir sýna mér fjölbreytt safn af
kúlum og sprengjubrotum sem þeir
hafa tínt saman úr búðinni „Það tek-
ur okkur mörg ár að vinna þetta
upp,“ segir Wahib, sem metur tjónið
á rúmlega 10.000 bandaríkjadali eða
yfir eina milljón íslenskra króna.
Wahib var, eins og aðrir íbúar í
Ramallah, fastur á heimili sínu
ásamt fjölskyldu sinni á meðan á
innrás Ísraelshers stóð. Hann á
þrjár dætur og sú yngsta er aðeins
sólarhrings gömul. „Við ætluðum að
fara á sjúkrahúsið í fyrradag, en
enginn sjúkrabíll vildi koma. Ég
hringdi í bandaríska sendiráðið af
því að ég er bandarískur ríkisborg-
ari. Þeir sögðust hugsanlega geta
fengið sjúkrabíl til að flytja okkur á
Ramallah-sjúkrahúsið, en það var
umkringt af skriðdrekum. Sem bet-
ur fer fór herinn áður en dóttir mín
fæddist, annars veit ég ekki hvað
hefði getað gerst.“
Eins og margir aðrir Palestínu-
menn er Wahib ekki vongóður um að
þjóð hans fái sjálfstæði. „Öllum er
sama um Palestínumenn,“ segir
hann. „Við erum búnir að vera í
sömu stöðu frá 1948. Kannski þurf-
um við 50 ár í viðbót áður en friður
kemst á.“
Ég bað til Allah að vernda okkur
Í nálægri götu er fatahreinsun
sem varð fyrir miklum skemmdum í
árásinni þegar eldur kviknaði í
henni. Við hliðina er lítill veitinga-
staður sem heitir því skemmtilega
nafni Mickey Mouse Restaurant, en
eigandi hans er Zakaria Farhat.
Zakaria býr í þorpinu Yarbroud,
sem er um 500 manna þorp 12 km
frá Ramallah.
Zakaria og 22ja ára gamall sonur
hans urðu að liggja á gólfinu á efri
„Innra með
mér græt ég“
Ísraelsher hefur verið kallaður frá borg-
inni Ramallah og nærliggjandi byggðum
en eftir sitja íbúarnir skelfingu lostnir
líkt og Svala Jónsdóttir komst að er hún
tók þá tali. Khamees Aba Ataya og börn í Al-Amari-flóttamannabúðunum.
Börn og fullorðnir virða fyrir sér eina af mörgum ónýtum bifreiðum í Kadura-flóttamannabúðunum.
Wahib Abu Amouneh við sundurskotna hlera og búð-
arglugga vefnaðarvöruverslunar í miðbæ Ramallah.
Æskulýðsmiðstöðin í Al-Amari-flóttamannabúðunum varð sérstaklega illa úti í
innrás ísraelska hersins.
’ Við erum búnir að vera í sömu
stöðu frá 1948.
Kannski þurfum
við 50 ár í viðbót
áður en friður
kemst á ‘