Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 17 Alltaf á þriðjudögum Flogið með varning og lyf til Afg- anistans RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að styðja frekar við hjálparstarf í Afganistan. Á næstunni verður m.a. flogið með varning og lyf frá Króatíu og Egyptalandi til Afganistans og Pakistans. Í janúar ákvað ríkisstjórnin að veita aðstoð til Afganistans. Fólst hún í því að Flugfélagið Atlanta sá um flutninga frá Evrópu á tækjum, varningi og lyfjum til hjálparstarfs þar. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að þessi að- stoð hafi almennt mælst vel fyr- ir. Fræðslunámskeið fyrir nýbakaða foreldra Í VIKUNNI eftir páska hefst nám- skeið fyrir nýbakaða foreldra með því markmiði að veita foreldrum fræðslu og leiðsögn svo þeir geti not- ið foreldrahlutverksins sem best. Námskeiðið er fyrir þá sem eiga barn á aldrinum 0 til 12 mánaða og er algjör nýjung hér á landi, að sögn Herthu W. Jónsdóttur, leiðbeinanda. Námskeiðið er hugsað sem viðbót við aðra þá fræðslu sem foreldrum býðst frá starfsfólki heilbrigðiskerf- isins. Meðal annars verður fjallað um fjölskylduna og foreldrahlut- verkið, um vöxt og þroska barnsins, næringu, svefn o.fl. Auk þess er stuðlað að meiri ánægju og vellíðan foreldra ungra barna með umræðu um tengda þætti s.s. siðfræði og samskipti og áhersla lögð á samstill- ingu, slökun og hugarró. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristín Guðmundsdóttir og Hertha W. Jónsdóttir sem eru báðar barna- hjúkrunarfræðingar með mikla reynslu og þekkingu á umönnun barna. Námskeiðið stendur í 2½ klst. í tvö skipti og hefst næsta námskeið þann 4. apríl í safnaðarheimili Kárs- nessóknar, Borgum í Kópavogi. AUGLÝSING á sjónvarpsstöðinni Sýn sem birtist undir fyrirsögninni „Tveir veikindadagar í mánuði! Veldu vel,“ braut í bága við siðaregl- ur Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, SÍA. Þetta er niðurstaða siðanefndar SÍA eftir að hafa fjallað um kæru Samtaka verslunarinnar og Banda- lags háskólamanna vegna auglýsing- arinnar sem birtist 12. mars sl. Í fréttatilkynningu frá nefndinni segir að auglýsingin hafi brotið í bága við ákvæði siðareglnanna um velsæmi og heiðarleika. Í ljósi þess að auglýsingastofa sjónvarpsstöðvarinnar hafi hætt birtingu umræddrar auglýsingar voru ekki talin efni til frekari að- gerða. Braut í bága við siðareglur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.