Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 21 Í snertingu vi› flig og páskana Me› öllum seldum GSM-símum er hægt a› velja á milli eftirfarandi*: Símafrelsisstartpakki og 1.500 kr. inneign Aukahlutapakki (ver›mæti 1.980 kr.) 2.000 kr. inneign í Símafrelsi G S M 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Nokia 3310 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 18.001 kr. fiú sparar: 1.021 kr. kr.1.980 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. Motorola T191 Léttkaupsútborgun Ver›: 16.980 kr. Léttkaup Ver› á›ur: 20.980 kr. fiú sparar: 4.000 kr. kr.1.980 *Á me›an birg›ir endast. Tilbo›in gilda til 30. apríl í verslunum Símans um allt land N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 8 4 7 • s ia .i s var í klúbbhúsinu. Þjónar og þjón- ustumeyjar þutu fram og aftur með pantanir og veitingar. Starfsmenn mótsins stikuðu um alvöruþrungnir og með mikilvægissvip. Starfsmenn klúbbsins reyndu hins vegar meira til þess að vingast við gestina og gæta þess að þeim liði vel. Við bestu borðin sátu gjarnan klúbbmeðlim- irnir, augljóslega vel efnaðir, verald- arvanir og hafnir yfir smámuni. At- vinnukylfingarnir skiptust í þá vönu, sem vildu sýnast sjálfsöruggir og svalir, og þá óvönu sem litu hikandi í kringum sig og fóru með hægð. Há- talarakerfið gall með reglulegu milli- bili og kallaði menn á teig. Utan við klúbbhúsið stóðu inn- fæddir kylfusveinar með golfpokana og biðu eftir sínum mönnum. Þeir fengu venjulega sem svaraði 300– 500 krónum í dagslaun, en við þessa miklu eftirspurn hafði verðið hækk- að í 1.300 krónur. Flestir reyndust föla, íslenska kylfusveininum vel, eftir að þeir sannfærðust um að hann ætlaði alls ekki að gefa frá sér starfið. Rétt fyrir framan klúbbhús- in voru æfingaflatir og þar var pútt- að af kappi. Á æfingasvæðinu lengra frá stóðu að jafnaði 25 kylfingar og slógu golf- kúlurnar sínar af kappi og yfirvegun. Við hinn enda æfingasvæðisins stóðu kylfusveinar þeirra, fylgdust með því hvar kúlurnar lentu og söfnuðu þeim jafnóðum saman fyrir hvern kylfing. Síðan hlupu þeir til baka með allar kúlurnar og ferillinn end- urtók sig. Íslenski kylfusveinninn slapp við þetta og fékk að halda sig í skugganum á meðan. Kylfingarnir Milli kylfinganna ríkti yfirleitt kurteisleg vinsemd. Menn röðuðust gjarnan í hópa eftir tungumálum og hnyttnar athugasemdir og létt stríðni gall við öðru hverju. Þegar nær dró leiktíma færðist alvaran yf- ir. Menn urðu fjarrænir og hugsuðu hver um sig. Þögnin á fyrsta teig var algjör og ekkert mátti trufla. Góðlát- legar samræður fóru þó oftast fram meðan á leik stóð og menn gættu þess að fagna góðum höggum hinna hæfilega. Þeir gættu þess jafnframt að segja ekki orð og jafnvel að þykj- ast ekki taka eftir þegar einhver mistök voru gerð. Kylfusveinarnir sinntu hver sín- um manni og lítið var um að skap- brigði væru sýnd. Að hverjum hring loknum var rætt um leikinn. Kylf- ingarnir röktu öll höggin á hverri braut og lýstu í smáatriðum hvernig til hafði tekist. Miklu skipti að finna þolinmóðan hlustanda því að hver vildi tala um sinn leik. Íslenska kylfusveininum þótti skemmtilegt að heyra sagt frá því hvað kylfingarnir hans höfðu ætlað sér, því að hann hafði þegar góða humynd um hvern- ig til hafði tekist. Stundum hafði honum fundist að slá ætti öðruvísi, en áttaði sig svo á því að þessir menn voru ekki fyrst og fremst að spila öruggt, þeir ætluðu sér mikið og nutu þess að taka áhættu til að krækja sér í eina og eina braut undir pari, fugl eða örn. Veðrið Veðrið var með afbrigðum gott all- an tímann. Hiti á daginn var á bilinu 24–32º, en svalara var á nóttunni, einkum í Nairobi sem liggur á há- sléttu. Raki var lítill og ekki til baga en sólskinið afar heitt. Flesta daga var hæg gola sem svalaði ótrúlega vel. Það var sérkennilegt að hafa sól- ina beint yfir hvirflinum og að ganga nánast alltaf á skugganum sínum. Nauðsynlegt var að drekka að minnsta kosti 2 lítra af vatni á hverj- um golfhring og það varð hlutverk kylfusveinsins að bera vatnið og að minna sinn mann á að fá sér sopa, helst á hverri braut. Við notuðum sólkrem með hárri varnartölu, urð- um ekki fyrir teljandi sólbruna og sannfærðumst algerlega um að kremið gerði sitt gagn. Regntímabil- ið var að hefjast og oft hellirigndi á nóttunni þó ekki kæmi deigur dropi að deginum. Aðeins einu sinni varð að fresta golfkeppni vegna rigning- ar. Þó að landið væri enn þurrt og skrælnað var fallegt að horfa yfir fjölbreyttan gróðurinn í hrjóstrugu landslaginu. Himinninn var oftast heiðblár og með fjölda af drifhvítum skýjabólstrum sem sigldu hægt yfir. Oft var hugsað um aðstöðuna til golf- iðkunar á þessu svæði og borið sam- an við þann takmarkaða tíma sem hægt er að leika golf heima og ekki dró það úr ánægjunni með ferðina. golf! Minjagripir voru víða til sölu. Litauðgi og frumleiki einkenndi handverkið. Höfundur er áhugamaður í golfi og tengdafaðir Björgvins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.