Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 49
SÍÐASTA vikan fyrirpáska hefur í tímans rásgengið undir ýmsumnöfnum. Þ.á m. erudymbildagar, dymb-
ildagavika, dymbildægur, dymb-
ilvika, efsta vika, helga vika,
helgu dagar, kyrravika, píning-
arvika og páskavika.
Orðið dymbildagar finnst í rit-
uðu máli frá því laust eftir 1300,
en getur að sjálfsögðu verið mun
eldra. Merkilegt er, að það kemur
ekki fyrir í íslenskum lögbókum,
hvorki í Kristinna laga þætti Grá-
gásar, sem var lögtekinn á Al-
þingi um 1130, né Kristinrétti hin-
um nýja, 1275, og ekki heldur í
Jónsbók, 1281. Gæti það bent til,
að þetta hafi í upphafi verið al-
þýðuorð, sem ekki kemst í op-
inber skjöl fyrr en tiltölulega
seint. Orðið dymbilvika sést þó
ekki í íslensku fyrr en í kirkju-
ordinansíu Kristjáns 3, frá 1537,
sem Gissur biskup Einarsson
þýddi árið 1541.
Úr vöndu er að ráða, þegar
leita á skýringa á þessari nafngift,
dymbilviku. Sennilegast er talið,
að hún sé dregin af einhverju
áhaldi, sem kallað var dymbill og
notað var í kaþólskum sið við
guðsþjónustur, undir lok sjö-
viknaföstu, enda finnast hlutir
með þessu heiti í upptalningu
kirkjugripa í máldögum. Þessi
dymbil-orð þekkjast einnig í
gömlum norskum og sænskum
textum, og í hjaltlensku, en eiga
sér enga einhlíta hliðstæðu í öðr-
um málum. Í umræddri viku
deyfðu menn öll ljós og hringdu
ekki klukkum. Eftirfarandi til-
gátur hafa komið fram um hvað
þetta var:
Klukkukólfur, vafinn tusk-
um í því skyni að dempa
hljóminn.
Trékólfur, settur í kirkju-
klukku, í stað málmkólfs
(sbr. framannefnt).
Barefli til að lemja kirkju-
klukkurnar utan.
Ljósastjaki, er stóð á kirkju-
gólfi og var notaður í stað
ljósahjálms.
Áhald til að slökkva á kert-
um (sbr. þýska orðið
Dümpfel).
Einhvers konar handskella
úr tré, notuð í stað málm-
bjöllu við guðsþjónustur á
umræddum dögum.
Við þetta má svo bæta, að Hall-
dór Laxness taldi dymbil vera
hljóðdeyfi á strengjahljóðfæri.
Jón Grunnvíkingur ritar orðið
dynbildægur, og skýrir það á eft-
irfarandi hátt: „Nætur og dagar,
þegar hlé er á hávaða.“ Eða m.ö.o.
þegar dynur bilar. Og hann bætir
við, að það sé einnig notað í al-
mennu tali um óróatíma, myrka,
og að nokkru skelfilega.
Þá segir Ásgeir Blöndal Magn-
ússon í Orðsifjabók sinni, að orðið
dymbill sé oftast talið skylt dumb-
ur (þögull, mállaus, hljóðdaufur),
en gæti eins verið í ætt við demba
og dumpa, og eiginleg merking
þá: slagkólfur.
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur, sem ritar um þetta langt
mál í Sögu daganna, fullyrðir, að
þrjár fyrstnefndu hugmyndirnar
megi afskrifa snarlega. Orðrétt
segir hann: „Að vísu hefði ekki
verið eins illframkvæmanlegt að
vefja kólfinn og skipta um kólf, en
báðar þessar tilgátur eru út í hött
þegar af þeirri ástæðu að klukk-
urnar áttu að steinþegja á þessum
dögum. Sama er að segja um þá
aðferð að berja klukkur utan eins
og alþekkt er til dæmis á Got-
landi. Slíkt var víðar gert við
jarðarfarir, en ekki í dymbilviku,
alltjent ekki á miðöldum. Auk
þess er ekki vitað að neitt sér-
stakt áhald sé notað til þess arna,
heldur venjuleg barefli úr tré eða
hnöttóttir steinar sem tuskum var
stundum vafið um til að deyfa
hljóðið.“
En hvað var þá dymbill? Áfram
segir Árni Björnsson: „Hvort sem
orðið dymbill er hljóðlíking við
latneska orðið tinnibulum eða
skylt orðinu dumbur, verður að
teljast líklegast að það eigi upp-
haflega við trétól þau sem notuð
voru í staðinn fyrir klukkur og
málmbjöllur á sorgardögum
kirkjunnar vegna píslarsögu Jesú
Krists. Hin hljómrænu umskipti í
guðsþjónustunni á þessum dögum
þykja ætíð mjög áhrifamikil og
eftirminnileg og hefðu hæglega
getað gefið dögunum alþýðlegt
nafn.
Eflaust hefur einnig þótt eft-
irminnilegt í guðsþjónustunni á
dymbildögum þegar slökkt var á
stórum kertastjökum með sér-
stakri viðhöfn. Við siðaskiptin
hurfu tréskellurnar vitaskuld með
öllu, en ljósastjakarnir hljóta að
hafa verið nýttir eftir sem áður,
hvort sem haldið var áfram að
slökkva á þeim eftir gömlum
kúnstarinnar reglum eður ei. Það
er því engan veginn útilokað að
nafnið dymbill hafi færst af tré-
skellum yfir á ljósastjaka.“
En nóg um þetta.
Að endingu skal þess getið, að
um árabil hefur verið boðið til
kyrrðardaga í Skálholti í dymb-
ilviku, og er það eins nú. Dag-
skráin markast af þeim atburðum
píslarsögunnar sem þá er minnst,
og felur þátttaka í sér að hverfa
frá erli og amstri hversdagsins, að
draga sig í hlé til að njóta friðar
og hvíldar í þögn. Dagarnir eru
ætlaðir til bæna og íhugunar, og
er þar í raun farið að dæmi meist-
arans, sem iðulega fór úr miklum
önnum og dró sig í hlé, einn eða
með lærisveinunum, í bæn og
hvíld.
Sigurbjörn Einarsson biskup
mun þar flytja íhuganir sínar
kvölds og morgna, boðið er upp á
fræðslustundir og trúnaðarsamtöl
og margvíslegt helgihald í Skál-
holtsdómkirkju.
Tími þagnar
Liðið er á sjöviknaföstu
og helgasta vika ársins
byrjuð. Mestu dagar
framundan eru skírdagur
og föstudagurinn langi, að
ógleymdum páskadegi.
Sigurður Ægisson lít-
ur á sögu þekktasta nafns
umræddrar viku, sem
kennt er við dymbil.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
KIRKJUSTARF
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Agnar Sæberg Sverrisson 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
OPIÐ HÚS - ENGJASEL 71
Í dag, sunnudag, verður til sýnis
gott endaraðhús í þessu barnvæna
hverfi. Húsið er rúml. 180 fm á 3
hæðum, innst í botnlanga og því fylgir
stæði í bílskýli. Á miðhæð er gengið
inn og þar er forstofa, gesta wc, borð-
stofa, stórt vandað eldhús, 2 rúmgóð
svefnherb. Á efri hæð er mjög
skemmtileg stofa með útg. á góðar
svalir. Á jarðhæð er vinnuhorn með
glugga sem hægt er að gera að herb., herbergi, hjónaherb. (með útg. í
sérgarð á hellulagða verönd), þvottahús og baðherb. Mjög góð geymsla.
Einnig fylgir húsinu gott stæði í bílgeymslu. Áhv. 10 millj. Mjög gott verð.
Guðmundur og Ingunn sýna eignina í dag milli kl. 15 og 17.
GRENSÁSVEGUR
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
Til sölu er 365 fm húsnæði á jarðhæð við Grensásveg.
Húsnæðið hentar vel sem iðnaðarhúsnæði eða geymsluhúsnæði.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Upplýsingar gefur
Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4,
símar 551 2600 og 552 1750.
IMG og Endurmenntun Háskóla Ís-
lands hafa tekið upp samstarf um
stjórnendanám sem hefst í apríl og
ber heitið Stjórnendur framtíðarinn-
ar. Kynningarfundur verður haldinn
þriðjudaginn 26. mars kl. 16 í húsa-
kynnum IMG, Laugavegi 170.
Námið er ætlað nýjum stjórnend-
um og öðrum með allt að fimm ára
stjórnendareynslu sem vilja auka
skilning sinn á hlutverki og aðferð-
um árangursríkra stjórnenda.
Námið er alls 112 klst. sem dreif-
ast á eitt ár. Leiðbeinendur í náminu
eru sérfræðingar IMG.
IMG og Endur-
menntun með
stjórnendanám
NÁMSKEIÐ á vegum Karuna hefst
þriðjudaginn 26. mars og stendur í
fjórar vikur.
Kennd verður hugleiðsla og ráð-
leggingar um hvernig hægt er að
bæta samband okkar við aðra. Hvert
skipti er sjálfstæð eining og hentar
bæði byrjendum og lengra komnum.
Kennari er Gen Kelsang Nyingpo.
Kennt verður kl. 20–21.30 í stofu
101 í Odda, Háskóla Íslands og fer
kennslan fram á ensku. Gjald er kr.
1.000 en kr. 500 fyrir atvinnulausa og
öryrkja. Allir eru velkomnir.
Fyrirlestrar
um búddisma
FYRIRLESTUR á vegum IEEE á
Íslandi, rafmagns- og tölvuverk-
fræðiskorar, verkfræðideildar Há-
skóla Íslands og Rafmagnsverk-
fræðideildar Verkfræðingafélags
Íslands (RVFÍ) verður þriðjudaginn
26. mars, kl. 17.15 í húsakynnum Há-
skóla Íslands, Odda, stofu 101.
Kristinn Andersen hjá Marel hf,
flytur fyrirlestur sem nefnist: Rönt-
genmyndgreining í matvælavinnslu.
Fjallað verður um innleiðingu nýrr-
ar tækni, röntgenmyndgreiningar,
hjá Marel hf. og tengd rannsóknar-
og þróunarverkefni, segir í fréttatil-
kynningu.
Röntgenmynd-
greining í mat-
vælavinnslu
FULLTRÚARÁÐ Framsóknar-
flokksins á Akranesi samþykkti ný-
lega tillögu uppstillingarnefndar að
lista flokksins fyrir bæjarstjórnar-
kosningar á Akranesi í vor. Tölu-
verðar breytingar eru á lista flokks-
ins miðað við síðustu bæjarstjórn-
arkosningar þar sem nýtt fólk
verður í 2., 3. og 4. sæti listans.
Framsóknarflokkurinn hefur nú 2
fulltrúa í bæjarstjórn og myndaði
meirihluta með Akraneslista eftir
síðustu kosningar.
Listi flokksins verður þannig skip-
aður: 1. Guðmundur Páll Jónsson,
starfsmannastjóri, 2. Magnús Guð-
mundsson, forstjóri, 3. Guðni
Tryggvason, verslunarmaður, 4.
Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskóla-
kennari, 5. Jóhanna Hallsdóttir, bók-
ari, 6. Valdimar Þorvaldsson, vél-
virki, 7. Jóhannes Snorrason,
tæknifræðingur, 8. Björn S. Lárus-
son, viðskiptafræðingur, 9. Katrín
Rós Baldursdóttir, háskólanemi, 10.
Sigurður Haraldsson, verkamaður,
11. Ella Þóra Jónsdóttir, háskóla-
nemi, 12. Njáll Vikar Smárason, fjöl-
brautaskólanemi, 13. Jóna Adolfs-
dóttir, skólaliði, 14. Karl Elíasson,
verkamaður, 15. Guðný Rún Sigurð-
ardóttir, rekstrarfræðingur, 16.
Kjartan Kjartansson, rekstrarfræð-
ingur, 17. Sigríður Gróa Kristjáns-
dóttir, sjúkraliði, 18. Ingibjörg
Pálmadóttir, fv. ráðherra.
Listi Fram-
sóknar-
flokksins á
Akranesi