Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 7. APRÍL 2002 78. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Haustbæklingur Heimsferða um Prag og Búdapest er kominn út. STOFNAÐ 1913 ferðalögSigling um HvalfjörðbílarBreyttur DiscoverybörnPétur PanbíóVinnie Jones Sælkerar á sunnudegi Mýs á sunnudagsmorgni Um 300 manns æfa hnefaleika í sátt við landslög Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 7. apríl 2002 Morgunblaðið/Ásdís Í fjötrum fátæktar Fátækt er staðreynd í ís- lensku samfélagi. Í hverjum mánuði á fjöldi Íslendinga ekki fyrir mat ofan í sig og fjölskyldur sínar. Hærra matvöru- og lyfjaverð og þyngri greiðslubyrði af lánum í kjölfar verð- bólgu undanfarinna mánaða virðist hafa mikil áhrif á verst settu hópana og sífellt fleiri leita aðstoðar hjálpar- samtaka. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við öryrkja og einstæðar mæður sem ná ekki endum saman og kann- aði hvernig lífi þau lifa. B Farsælt og frið- samlegt 10 Deilt um keisarans skegg 14 Takmarkalaus virðing fyrir skilningarvitunum 18 TALIÐ er líklegt að stjórnendur þýsku fjölmiðlasamsteypunnar KirchMedia neyðist á morgun, mánudag, til að fara fram á það með formlegum hætti að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Upp úr slitnaði fyrir helgi í viðræðum eigendanna við lán- ardrottna og minni hluthafa í fyrir- tækinu, um að þeir fengju yfirráð þess í sínar hendur gegn því að þeir legðu til fé sem tryggði áframhald- andi rekstur þess. Skuldir KirchMedia, sem m.a. er rétthafi á sjónvarpsútsendingum frá Formúlu 1-kappakstrinum og heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, eru taldar nema um 6,5 milljörðum evra, eða um 600 millj- örðum króna. Fyrirtækið er fjöl- skyldufyrirtæki og eiga Leo Kirch og sonur hans, Thomas, samanlagt 79% hlut. Ríkisábyrgðir til að bjarga þýsku knattspyrnunni? Fari KirchMedia á hausinn er gert ráð fyrir að slegist verði um réttinn til að sjónvarpa frá Formúlu 1 og HM í knattspyrnu, sem fram fer í Japan og S-Kóreu í sumar. Margir óttast hins vegar að nokkur stærstu knattspyrnufélaganna í Þýskalandi fari á hausinn í kjölfar hruns Kirch- Media en samsteypan er helsti styrktaraðili þýsku úrvalsdeildar- innar. Þykir engan veginn víst að fé- lögin geti fjármagnað starfsemi sína án þeirra tekna sem samningur við KirchMedia um sjónvarpsútsend- ingar hefur aflað þeim. Eru uppi get- gátur um að stjórnvöld neyðist til að koma knattspyrnufélögunum til að- stoðar með því að veita þeim ríkis- ábyrgðir á skuldum þeirra. Gjaldþrot KirchMedia talið óum- flýjanlegt Frankfurt, München. AP, AFP. ÍSRAELSHER færði enn út kvíarn- ar á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna í gær en þá tóku Ísraelar á sitt vald bæina Yatta, suður af Hebron, og Qabatiya, norður af Nablus, þrátt fyr- ir mótspyrnu palestínskra bardaga- manna. Harðir bardagar geisuðu í fyrrinótt og í gærmorgun í Jenín og Nablus og fullyrtu Palestínumenn að Ísraelar hefðu fellt a.m.k. þrjátíu Pal- estínumenn í flóttamannabúðum í Jenín. „Þetta er dagur fjöldamorða í Jen- ín. Ég hef rétt í þessu fengið fréttir frá forstjóra sjúkrahússins í Jenín um að a.m.k. þrjátíu píslarvætti,“ sagði Yasser Abed Rabbo, ráðherra upp- lýsingamála í heimastjórn Palestínu- manna, á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera. Fyrr í gær hafði komið fram að a.m.k. tíu Palestínumenn hefðu fallið í aðgerðum Ísraela í fyrrinótt. Þá sögðu talsmenn Ísraelshers að sjö hermenn hefðu fallið undanfarna tvo daga í skærum í bænum Jenín. Svo virtist sem stjórnvöld í Ísrael létu sig engu varða skilaboð sem Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sendi þeim á föstudagskvöld en þá sagði hann að Ísraelum bæri að kalla her sinn frá heimastjórnarsvæð- um Palestínumanna „án tafar“. Ummæli Powells, sem eru í sam- ræmi við ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna frá því á föstudag, komu eftir mesta mannfall á einum degi í árásum Ísraela en alls biðu 35 Palestínumenn og einn Ísraeli bana á föstudag. Meðal þeirra sem féllu var Qais Idwan, liðsmaður Hamas-sam- takanna, sem Ísraelar segja hafa ver- ið ábyrgan fyrir sprengjutilræði sem kostaði 26 Ísraela lífið í páskavikunni. Hétu fulltrúar Hamas því í gær að þeir skyldu hefna dauða Idwans með slíkum hætti að hrikta myndi í stoðum Ísraelsríkis. Krefjast þess að Powell fundi með Arafat Powell heldur til Mið-Austurlanda í dag, sunnudag, en í gær hvatti Nabil Shaath, ráðherra í heimastjórn Pal- estínumanna, alla leiðtoga arabaríkj- anna til að virða Powell að vettugi neiti hann að hitta að máli Yasser Arafat. Sagði hann að þeir myndu fara fram á þetta enda væri Arafat réttkjörinn leiðtogi Palestínumanna. Útvarpsstöð í Ísrael greindi frá því, að stjórnvöld hefðu hafnað beiðni pal- estínskra embættismanna um að þeir fengju að hitta Yasser Arafat en honum hefur verið haldið í herkví í Ramallah. Fyrr um daginn hafði palestínskur embættismaður fullyrt að Ísraelar hefðu tekið allt rafmagn af skrif- stofum Arafats. Áfram mikið mannfall í Mið-Austurlöndum  Sharon/12 Jerúsalem, Nablus, Kaíró. AFP. ÞÚSUNDIR manna biðu í gær í biðröð fyrir framan Westminster Hall í London í því skyni að votta Elísabetu drottningarmóður hinstu virð- ingu. Kista með líki Elísabetar mun standa frammi í Westminster þar til á þriðjudag, en þá verður hún jörðuð. Hún lést 30. mars sl., 101 árs. Reuters Þúsundir kveðja Elísabetu drottningarmóður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.