Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 2

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, varpar fram þeirri hug- mynd í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í dag, hvort endurskoðun á EES-samningnum geti falið í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins á þeim nótum sem fram koma í hug- myndum Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra um sérstöðu Íslands varðandi sjávarútveg. Í ummælum utanríkisráðherra um sjávarútvegsstefnu ESB í Berlín 14. mars sl., kom fram að séraðstæður á fiskveiðisvæði Íslands geri að verkum að það hljóti að vera skilgreint sem sérstakt svæði sameiginlegrar sjáv- arútvegsstefnu, þar sem ekki væri um að ræða undanþágu frá sameig- inlegri stefnu heldur sértæka beit- ingu hennar. Samkvæmt hugmynd- um Halldórs byggja Íslendingar tilveru sína ekki á nýtingu sameigin- legra stofna því fiskigengd á Íslands- miðum eigi hvergi heima nema í haf- inu umhverfis Ísland. Þeir stofnar séu því ekki sameiginlegir með öðrum frekar en skógar Finnlands eða olía Bretlands. Í framhaldi af því sem Einar Bene- diktsson kallar „frjóar hugmyndir ráðherrans“ varpar hann fram þeirri hugmynd hvort endurskoðun á EES- samningnum gæti ekki falið í sér þátt- töku í sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu ESB á þessum nótum og tryggt fullt og varanlegt viðskipta- frelsi fyrir sjávarafurðir í stækkuðu ESB. „Þetta kallar á nýja stofnana- lausn, en er þá ekki sá þáttur Scheng- en-samkomulagsins einmitt fordæmi fyrir því?“ segir í grein Einars. Einar Benediktsson, fv. sendiherra, um Ísland og sjávarútvegsstefnu ESB Séraðstæður tekn- ar inn í endurnýjun EES-samningsins  Sjávarútvegsstefna/34 Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Heimsferð- um, „Prag-Búdapest“. Blaðinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „VÍS-fréttir“ frá Vátryggingafélagi Íslands. Blaðinu verður dreift um allt land. „ÞAÐ er mokfiskirí hjá netabát- unum og bullandi löndun,“ sagði Torfi Friðfinnsson, á hafnarvog- inni á Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið. Netabátar hafa fengið mjög góðan afla suður af landinu að undanförnu, allt upp í 30 tonn á dag. Sjómenn segja þó minni fiskigengd á miðunum en áður og óttast að vertíðin geti orðið endaslepp. Alls eru 10 bátar frá Hornafirði á netum, auk þess sem þar landa fjölmargir aðkomubátar. Torfi sagði að vel á fjórða hundrað tonn hafi farið um hafnarvogina á fimmtudag. „Það er vor í lofti og mönnum og hér er vertíð- arstemmningin að ná hámarki,“ sagði Torfi. Netabátarnir fengu ágætan afla á svokölluðum Þverhausamiðum, skammt undan Hornafirði, fyrir páska en hafa síðustu viku verið að veiðum við Ingólfshöfða og á Meðallandsbugt. Örn Þór Þor- björnsson, skipstjóri á netabátn- um Garðey SF frá Hornafirði, segir aflabrögðin hafa verið góð framan af en heldur væri farið að draga úr þeim. Garðey SF landaði 62 tonnum á Hornafirði í vikunni, eftir þriggja daga veiðiferð. „Við fengum mjög gott í netin fyrstu dagana eftir páskafríið, um 33 tonn fyrsta daginn, en það hafa nú sennilega verið einhverjir legugemlingar. Aflinn fór síðan niður í 17 tonn annan daginn og í 12 tonn þann þriðja. Fiskurinn heldur sig á afmörkuðum svæðum og stendur undir góðu fiskiríi í fáa daga. Ég hef því áhyggjur af því að vertíðin geti orðið nokkuð endaslepp. Það segja mér fróðir menn að nú sé minni fiskigengd á slóðinni en oft áður.“ Örn Þór segir að nú fáist hátt verð fyrir netafiskinn á fiskmörk- uðum en kvótaleysi sé farið að há mörgum útgerðum. „Það er að skapast ófremdarástand í öllum flotanum. Þorskkvótinn var skor- inn mikið niður og margir eru langt komnir eða hreinlega búnir með kvótann. Það hefur einnig verið mjög góð veiði hjá tog- urunum allt árið og því er sáralít- ið framboð á leigumarkaðnum,“ segir Örn Þór. „Netaveiðin hefur nú ekkert verið til að hrópa húrra fyrir. Það er sjaldgæft að sjá tveggja stafa löndunartölur hjá netabátunum,“ sagði Jóna Kristín Engilberts- dóttir, hafnarvörður í Þorláks- höfn, í samtali við Morgunblaðið. Alls landa um 15 netabátar í Þor- lákshöfn og sagði Jóna Kristín að dagamunur væri á aflabrögð- unum, bátarnir fengju góðan afla annan daginn en lítið hinn. Hinsvegar væru trollbátarnir að fá ágætan afla, sem og drag- nótabátarnir sem lönduðu allt að 70 tonnum eftir 8 daga veiðiferð- ir. „Það er því að koma töluvert af fiski á land hérna en okkur vant- ar neistann í netaveiðarnar. Það er oft mjög gott fiskirí í netin eft- ir að loðnan gengur yfir miðin en það virðist ætla að bregðast núna,“ sagði Jóna Kristín. Mokafli hjá netabátum fyr- ir sunnan land Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Ágústa Arnardóttir, háseti á Hafdísi SF 75, með myndarlegan þorsk við löndun úr Hafdísi við Hornafjarðarhöfn í gær. GREINING Íslandsbanka telur það vera áleitna spurningu hvort ekki sé ákjósanlegast fyrir hluthafa Baugs að félagið leiti leiða til þess að selja um 20% hlut félagsins í Arcadia, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Jón Ásgeir Jóhannsson, forstjóri Baugs, segist vilja benda á að síðan starfsmenn Íslandsbanka sömdu þessa greiningu hafi verðmæti hluta- bréfa Baugs í Arcadia hækkað um heilar 900 milljónir króna. Jón segir Arcadia eiga mikið inni og því sé ekki heppilegt að selja núna. Aðspurður segir Jón að ekki sé nokkurt mál að selja bréf Baugs í Arcadia og það á einum degi, það sé ekki vandamál. „Fyrirtækið mun birta afkomutölur 18. apríl. Félagið er mjög sterkt og þróunin á gengi bréfa félagsins hefur verið jákvæð. Gengið var 3,20 á miðvikudag 3,32 í gær að ég held sem þýðir 900 millj- ónir fyrir Baug á tveim dögum. Það er ágætis afli og við tökum því öllu með ró.“ Forstjóri Baugs um sölu í Arcadia Verðmætið jókst um 900 milljónir á tveim dögum VEGNA erfiðrar fjárhagsstöðu Kvikmyndasafns Íslands verður ekki ráðinn nýr forstöðumaður að safninu. Safnið fór 20 milljónum króna fram úr fjárveitingum á síð- asta ári og lét forstöðumaður af störfum í framhaldi af því. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs Íslands, sem safnið heyrir undir, er fjárhagsstaða safnsins af- ar slæm og því verður starfsemin í lágmarki á þessu ári. Þessi erfiða fjárhagsstaða veldur því að Kvik- myndasafnið verður skuldsett til a.m.k. næstu fjögurra ára, nema gripið verði til einhverra ráðstafana til að rétta af fjárhag safnsins, að sögn Þorfinns. Kvikmyndasafn Íslands Enginn ráðinn í stöðu for- stöðumanns  Starfsemin lömuð/B24 ♦ ♦ ♦ SAMGÖNGURÁÐHERRA og Ferðamálaráð kynntu í gær mark- aðsátak sem hleypt var af stokk- unum í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist vilja taka fram að hér sé um að ræða aðgerðir til viðbótar við venjulega kynningarstarfsemi og markaðsvinnu í ferðageiranum. Við afgreiðslu fjárlaga var ákveð- ið að úthluta samgönguráðuneytinu 150 milljónum sem varið yrði til þess að draga úr yfirvofandi sam- drætti í ferðaþjónustunni. Ferða- málastjóri segir að það sé skoðun þeirra, sem þekki best til á mark- aðssvæðunum, að með þessum við- bótarfjármunum hafi mönnum tek- ist þokkalega að verja þann árangur sem lagt var upp með að verja. Mönnum hafi tekist að bregðast mjög fljótt við breyttum aðstæðum; Flugleiðir hafi brugðist mjög fljótt við og minnkað framboð, síðan hafi stjórnvöld verið snögg að taka við sér með því að veita aukið fjármagn til kynningarstarfsemi. „Þannig að ég held að miðað við þá stöðu sem var framundan í október séu menn hægt og bítandi að vinna sig betur út úr þessu en leit út fyrir.“ Langstærstum hluta fjárins í er- lenda kynningu var varið í vegg- spjaldaauglýsingar á lestarstöðvum. Magnús segir að það séu þær kynn- ingar sem hafi skilað hvað mestum árangri. Þá var ákveðið að verja fimm milljónum króna til fram- leiðslu efnis sem dreift yrði í sam- vinnu við íslensk fyrirtæki í rekstri erlendis. Mæta samdrætti í ferðaþjónustunni ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að einstakling- urinn sem kært hafi álagningu gjalds vegna fráveituvatns hafi kært það til úrskurðarnefndar en hún hafi hins vegar hafnað kröfum hans og þá hafi maðurinn leitað til umboðsmanns alþingis. „Hann er því ekki að svara okkur enda feng- um við einungis afrit af úrskurði hans. Hann er hins vegar að svara úrskurðarnefndinni. Þetta mál verð- ur þó tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudaginn en við eigum eftir að kynna okkur úrskurð hans betur.“ Ellert segir að gjaldið hafi verið ákveðið lögum samkvæmt og að bestu manna vitund. Það sé síður en svo að þetta hafi verið einhver geð- þóttaákvörðun af hálfu bæjarstjórn- arinnar: „Við máttum innheimta það sem við vildum í holræsagjöld- um og auðvitað hefðum við getað hækkað þá prósentu. Við vildum hafa þetta verkefni um hreinsun á fráveituvatni alveg sér. Það vill oft verða þannig,“ segir Ellert, „að þegar lagður er á skattur í prósent- um vill oft verða erfitt að lækka hann þegar fram líða tímar. Því var það okkar skoðun og þótti í raun nýbreytni að setja sérstaka reglu- gerð um sérstakan tekjustofn til þess að vinna að þessu þannig að ljóst væri í hvað tekjur færu og hvernig þeim væri ráðstafað. Bæj- arstjórnin var sammála um að inn- heimta gjald meðan á þessu stæði og allir töldu að þetta væri gert með réttum hætti.“ Ellert segir ljóst að skattgreið- endur í Reykjanesbæ hefðu ekki sloppið við að borga þessar 125 milljónir. Málið snúist ekki um það að verið sé að taka fé sem að öðrum kosti hefði ekki verið tekið. „Við munum setjast yfir þetta en bíðum auðvitað eftir því hvað úrskurðar- nefndin gerir. Það er ekki víst að hún fallist á álit umboðsmanns.“ Vildu sérstak- an tekjustofn Hreinsun fráveituvatns í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.