Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ D ÓMUR Hæstaréttar 14. mars síðastliðinn um aðgang Öryrkja- bandalagsins að minn- isblaði sem samið var í kjölfar dóms Hæstaréttar um rétt til örorkulífeyris hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þótt ágrein- ingsefnið sé fremur lítilfjörlegt, þá á dómurinn sjálfur örugglega eftir að verða mörgum lögfræðingum tilefni til heilabrota. Atvik málsins eru í stuttu máli þau að eftir að kveðinn var upp dómur Hæstaréttar 19. desember 2000 um að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap taldi ríkisstjórnin nauðsyn- legt að fara gaumgæfilega yfir dóm- inn því ekki væri ljóst hvernig ætti að bregðast við. Var fyrst settur á fót vinnuhópur tveggja ráðuneytis- stjóra, ríkislögmanns og aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Sá vinnuhópur skilaði af sér minnis- blaðinu fræga. Í kjölfarið var skip- aður starfshópur undir forystu Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. sem hafði það hlutverk „að greina hvaða leiðir væru færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar“. Öryrkjabandalagið fékk afhent af- rit af skipunarbréfi þeirra sem valdir voru í starfshópinn. Í skipunarbréf- inu var vísað í fyrrnefnt minnisblað og óskaði Öryrkjabandalagið einnig eftir að fá afrit af því en þeirri ósk var synjað. Öryrkjabandalagið leit- aði fyrst til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en hún staðfesti synj- un forsætisráðuneytisins. Héraðs- dómur Reykjavíkur féllst heldur ekki á kröfur Öryrkjabandalagsins en meirihluti Hæstaréttar, 4 dómar- ar af 5, var á öðru máli. Var þetta allt og sumt? Þegar blessað minnisblaðið er les- ið, eru fyrstu viðbrögðin: Var þetta allt og sumt? Hafi einhver átt von á safaríkum afhjúpunum þá hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigðum. Það mætti því spyrja hvort þörf var á að eyða tíma, orku og al- mannafé vegna úrskurðarnefndar um upplýsingamál, starfs ríkislög- manns og meðferðar málsins á tveimur dómstigum í það sem virðist heldur fánýt þræta. Það er ekki við Öryrkjabandalagið að sakast að sækjast eftir að sjá minnisblaðið, það gat auðvitað ekki vitað fyrirfram hvort þar væri eftir miklu að slægjast. Hitt er erfiðara að skilja, hvers vegna það var ekki af- hent strax, sérstaklega úr því að í það var vitnað í gögnum sem voru af- hent Öryrkjabandalaginu. Upplýs- ingalögin eða önnur lög banna rík- isstjórn ekki að afhenda nein gögn að minnsta kosti þegar þau geyma eng- ar persónuupplýsingar. Virðist því þarna hafa verið slíkt prinsippmál á ferð að láta yrði á það reyna fyrir dómstólum. Öryrkjabandagið reynir skiljan- lega að gera sér mat úr minnis- blaðinu eftir alla fyrirhöfnina. Þar sé að finna sönnun þess að starfshóp- urinn hafi fengið fyrirmæli um nið- urstöðuna. Þessu hefur Jón Steinar vísað á bug. Burtséð frá þessu orða- skaki þá verður að hafa í huga að frá sjónarhóli almennings skiptir það harla litlu máli að hvaða marki starfshópurinn fékk leiðsögn eða ekki. Sama á við þegar leyst verður úr ágreiningi milli Öryrkjabanda- lagsins og ríkisins fyrir dómstólum um það hvort breytingarnar á al- mannatryggingalögunum gengu nógu langt miðað við kröfur stjórn- arskrárinnar. Eftir sem áður er það ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn sem bera pólitíska ábyrgð á þeim breytingum sem gerðar voru á al- mannatryggingalögunum. Það væri ástæða til að amast við því ef dóm- stóll fengi fyrirmæli frá stjórnvöld- um en að starfshópur á vegum rík- isstjórnar fái leiðsögn, hvort sem því var svo háttað í þessu tilfelli eða ekki, getur vart talist tiltökumál. Gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar Víkjum þá að hinni lögfræðilegu hlið mála. Páll Hreinsson, prófessor og einn helsti höfundur upplýsingalaganna, hefur gagnrýnt niðurstöðu Hæsta- réttar í álitsgerð fyrir forsætisráðu- neytið. Í fyrsta lagi túlki Hæstiréttur undanþáguheimild laganna mjög þröngt. Ágreiningurinn í málinu snerist um það hvort minnisblaðið félli undir 1. tölulið 4. greinar upplýs- ingalaga þar sem segir að réttur al- mennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráð- herrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi“. Þessi undanþága þjónar því mark- miði að slá skjaldborg um pólitíska stefnumótun sem ella myndi flytjast í „reykfyllt bakherbergi úti í bæ“ svo vitnað sé í Pál. Hæstiréttur taldi að minnisblaðið hefði verið gert að hluta erindisbréfs til starfshópsins og því hefði það hætt að falla undir þetta ákvæði. Samkvæmt upplýsingalögunum eru ekki aðrar undantekningar frá 1. tölulið 4. greinar en þær að veita beri aðgang að gögnunum þegar þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Hæstiréttur taldi hins vegar að tak- mörkun á aðgangi gæti einnig fallið niður við breyttar aðstæður. „Er því ljóst að Hæstiréttur hefur túlkað efni undanþágu 1. tölul. 4. gr. upplýs- ingalaga mun þrengra heldur en gert er um sambærilegt undanþágu- ákvæði í dönskum rétti, sem er fyr- irmynd íslenska ákvæðisins,“ segir Páll. Í öðru lagi er Páll Hreinsson ósammála því að Hæstiréttur skyldi leggja upp úr því hvort forsætisráð- herra hefði gert fyrirvara um að minnisblaðið skyldi áfram heyra undir 1. tölulið 4. greinar upplýsinga- laganna. Lögin séu byggð á því grundvallarviðhorfi „að það séu ákvæði laganna og heimfærsla efnis og eðlis skjalanna til þeirra, sem ráði því hvort skjal falli undir undanþágu- ákvæðin en ekki merkingar stjórn- valda á sjálfum skjölunum“. Blasi þá við hin óvænta afleiðing af dómnum að stjórnvöld virðist hafa það í hendi sér með merkingu fyrirvara á skjöl að viðhalda nánast óbreyttri stjórn- sýsluframkvæmd. „Þar sem reynsl- an sýnir að ávallt er hætt við að stjórnvöld fari offari við merkingar á skjölum og undanþiggi þá fleiri skjöl en heimil er, hefur framangreind lög- gjafarstefna verið talin til einkenna á þróaðri upplýsingalöggjöf. Með þeim nýjum reglum, sem Hæstiréttur hef- ur mótað á þessu sviði, er höggvið skarð í þessa stefnu,“ segir Páll. Stjórnarskrá og alþjóðasáttmálar Til þess að réttlæta þá niðurstöðu sína að þrengja undantekningar- heimild 1. tölul. 4. greinar upplýs- ingalaga vísar Hæstiréttur til 73. greinar stjórnarskrárinnar og 10. greinar Mannréttindasáttmála Evr- ópu (MSE) sem báðar standa vörð um tjáningarfrelsi. Þessi tilvísun telst til nokkurra tíðinda. Af henni má draga þá ályktun að Hæstiréttur túlki þessi ákvæði svo að þau verndi rétt manna til að fá aðgang að gögn- um í fórum hins opinbera. Svo und- arlega sem það kann að hljóma hefur Mannréttindadómstóll Evrópu aldr- ei viljað ganga svona langt í túlkun á 10. grein sáttmálans. Í 1. mgr. 10. greinar segir: „Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoð- anir, taka við og skila áfram upplýs- ingum og hugmyndum heima og er- lendis án afskipta stjórnvalda.“ Dómstóllinn hefur hafnað því að í þessum orðum felist meira en réttur til að taka við upplýsingum sem aðrir eru viljugir að afhenda (samanber til dæmis Leander gegn Svíþjóð, 1987). Ákvæðið verndar semsagt ekki, sam- kvæmt túlkun dómstólsins, rétt manna til að krefjast gagna úr fórum ríkisvaldsins. 73. grein stjórnarskrárinnar er knappar orðuð en 10. grein MSE og ekki er þar einu sinni minnst á rétt- inn til að taka við og skila áfram upp- lýsingum. Vert er að geta þess að 19. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er víðtækari en 10. grein MSE að því leyti að hún stendur vörð um rétt til aðgangs að gögnum í fórum hins opinbera. Stundum hefur Hæstiréttur vísað til þessa samnings, þótt hann hafi reyndar ekki verið lögfestur hér á landi, en gerir það ekki í þessu til- felli. Önnur þróun á alþjóðavettvangi Aukin áhersla hefur að undan- förnu verið lögð á að ná samkomulagi á alþjóðavettangi um aðgang al- mennings að gögnum hins opinbera. Er það þáttur í viðleitni til að auka gagnsæi í opinberri stjórnsýslu, draga þar með úr spillingu og auka traust almennings til lýðræðislegra valdastofnana. Má í þessu sambandi geta nýlegra tilmæla Ráðherranefndar Evrópu- ráðsins nr. R (2002) 2 um aðgang að opinberum skjölum. Ekki verður betur séð en íslensku upplýsingalög- in séu í samræmi við ákvæði tilmæl- anna. Í tilmælunum er til dæmis heimiluð undanþága vegna trúnaðar sem undirbúningur ákvarðana hjá stjórnvöldum þurfi að geta notið. Ennfremur segir þar að allar tak- markanir á upplýsingarétti skuli vera skilgreindar nákvæmlega í lög- um, nauðsynlegar í lýðræðisþjóð- félagi og í réttu hlutfalli við það markmið sem að er stefnt. Þessi til- mæli eru ekki bindandi í lagalegum skilningi og eru fyrst og fremst til leiðsagnar fyrir ríki sem enn hafa ekki sér upplýsingalög. En þau geta einnig gegnt hlutverki til skýringar á meginsjónarmiðum Evrópuréttarins að þessu leyti. Reglur Evrópusambandsins nr. 1049/2001 um aðgang almennings að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar eru einn- ig allrar athygli verðar. Þar segir í 4. grein að synja beri um aðgang að skjölum til innanhússnota sem varði efni þar sem ákvörðun hafi ekki verið tekin ef aðgangur myndi spilla veru- lega fyrir ákvarðanatöku, nema yf- irgnæfandi almannahagsmunir mæli með að leynd sé aflétt. Jafnvel megi synja um aðgang eftir að ákvörðun hafi verið tekin að teknu tilliti til sömu sjónarmiða. Að lokum má benda á að ný rétt- indaskrá Evrópusambandsins hefur að geyma sérstakt ákvæði, 42. grein, um rétt almennings til aðgangs að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar. Ekkert af þessum Evrópusam- bandsreglum bindur auðvitað íslensk stjórnvöld. Er einnig vert að undir- strika að þær eiga við um alþjóða- stofnanir en ekki innlend stjórnvöld enda kunna ólík sjónarmið að ráða þar sem sérstök þörf hefur verið tal- in á að auka gagnsæi hjá Evrópu- sambandinu og ávinna þannig traust evrópsks almennings. Umburðarbréfið Í kjölfar dómsins og álits Páls Hreinssonar sá forsætisráðherra sig knúinn til að gefa út umburðarbréf um gögn sem undirbúin eru fyrir ráðherrafundi og áritun þeirra um trúnað. Þar segir að þegar „gögn, sem undirbúin hafa verið fyrir rík- isstjórn eða fundi tveggja eða fleiri ráðherra, eru send stjórnvöldum ut- an stjórnarráðsins til frekari vinnslu í þágu stjórnarstefnunnar, skulu þau árituð um trúnað skv. 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, ef ástæða er til að undanþiggja þau aðgangi á þeim grundvelli. Slíka áritun má t.d. færa með svohljóðandi stimplun: Undan- þegið aðgangi skv. 1. tölul. 4. gr. uppl.“ Óvíst er hvort meirihluti Hæsta- réttar hafi hugsað ummæli sín svo að þau ættu að kollvarpa grundvallar- viðhorfum að baki uplýsingalögun- um. Það er sennilegra að meiningin hafi verið að tína til viðbótarrök fyrir því að afhenda skyldi minnisblaðið heldur en að verið væri að slá fastri nýrri almennri reglu. Samt býður Hæstiréttur óneitanlega upp á þessa túlkun og því fór sem fór. Forsætis- ráðherra gerir ekki annað en taka Hæstarétt á orðinu. Hins vegar er ekki víst að þessi nýja regla og framkvæmdin sem boðuð er í umburðarbréfinu sé al- vond. Hún á örugglega eftir að stuðla að því að starfsmenn stjórnsýslunn- ar velti því meira fyrir sér hvað eigi erindi við almenning og hvað ekki. Hún gengur heldur ekki lengra en upplýsingalögin sjálf, að minnsta kosti eins og þau stóðu fyrir dóm Hæstaréttar. Niðurstaða Þrátt fyrir lögfræðilega hnökra sem kunna að vera á röksemda- færslu meirihluta Hæstaréttar, er auðvitað jákvætt að dómurinn skuli vera fylgjandi ríkum rétti almenn- ings til upplýsinga. Með því að vísa í stjórnarskrá og Mannréttindasátt- mála Evrópu setur dómstóllinn upp- lýsingalögin í nýtt samhengi og gengur um leið lengra en til dæmis Mannréttindadómstóll Evrópu. Það er ekkert sem bannar aðildarríkjun- um að túlka réttindi sem þar er mælt fyrir um rýmra en dómstóllinn í Strassborg hefur treyst sér til að gera. Hæstiréttur hefur sjálfsagt fengið byr undir báða vængi frá ný- legri þróun á alþjóðavettvangi sem minnst hefur verið á. Þýðingarmesta afleiðingin af dómnum kann að vera sú að hin svo- kallaða meðalhófsregla sem á sér stoð í stjórnarskrá og Mannréttinda- sáttmála Evrópu nái fullum fetum til allra skriflegra gagna í vörslu hins opinbera. Upplýsingalögin eru þann- ig uppbyggð að í 4. grein eru tiltekin gögn alfarið undanþegin upplýsinga- réttinum í þrjátíu ár. Ekki er veitt svigrúm til mats í anda meðalhófs- reglu um hvort nauðsyn beri að halda gögnum leyndum svo lengi, til dæmis vegna þess að ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli undirbún- ingsgagna og ekki þurfi lengur að standa vörð um trúnað. Þetta ákvæði þarf því hugsanlega að endurskoða. Er það ábyggilega ærið verkefni fyr- ir nýjan starfshóp! Deilt um keisarans skegg Hæstiréttur umskrifar upp- lýsingalögin Morgunblaðið/Jim Smart Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem fram kunna að koma í greininni af hálfu höfundar eru eingöngu á hans ábyrgð. Vinsamlegast sendið ábend- ingar um efni til pall@evc.net . Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Gögn undanþegin upplýsingarétti. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til: fundargerða ríkisráðs og rík- isstjórnar, minnisgreina á ráð- herrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi; bréfaskipta stjórnvalda við sér- fróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað; vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars stað- ar frá; 4. umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða; þó er skylt að veita upp- lýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar um- sóknarfrestur er liðinn. 4. gr. upplýsinga- laga nr. 50/1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.