Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 15 TILBOÐ ÓSKAST í Kia Sportage 4x4 árgerð 1999 sjálfskiptur (ekinn 25 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. apríl kl. 12-15. VINNUFLOKKABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Chevrolet P/U 6 manna árgerð 1988 m/ dieselvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Á VORDÖGUM verður íþrótta- minjasafn opnað í Safna- skálanum við Byggðasafn Akraness í Görðum. Hugmynd- in að íþróttasafni á Akranesi hefur verið lengi í umræðunni. Fyrst í stað var hugmyndin að sýna muni sem tengdust Íþróttabandalagi Akraness, ÍA, en þegar undirbúningur að slíkri sýningu hófst var stefnan tekin á að safna einnig hlutum sem tengdust íþróttasögu Ís- lands. Jón Allansson, forstöðumaður safnsins, sagði að mikil frum- og heimildavinna væri að baki sýning- unni en stefnt væri á að opna sýn- inguna í maí og mun hún verða hluti af safninu í nánustu framtíð og upp- færð reglulega. Björn G. Björnsson listfræðingur hefur haft umsjón með uppsetningu og heildaryfirbragði sýningarsvæðis- ins sem er í 130 m2 rými í Safnahúsinu sem reist var á sl. ári og hýsir m.a. Steinaríki Íslands. Jón sagði ennfremur að markmiðið væri að sýningin yrði myndræn, fjölbreytt og aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Ennfremur verða tölvur og sjónvarpsskjáir á svæðinu sem sýningargestir geta nýtt sér. Að sögn Jóns hefur aðsóknin að safninu verið góð undanfarin ár og starfsemin á svæðinu nú fjölbreyttari en áður. Nýverið gerði Akranes- kaupstaður samkomulag við Steina- ríki Íslands um að veita þjónustu og hafa umsjón með almennri upp- lýsingagjöf til ferðamanna sem heimsækja Akranes og ætti það að draga fleiri á svæðið. Byggðasafnið í Görðum var stofnað árið 1959 að frumkvæði sr. Jóns M. Guðjónssonar, þáverandi sóknarprests á Akranesi. Safnið er á fornu höfuðbóli og varðveitir heildstætt safn muna. Veglegasti gripur safnsins er Kútter Sigurfari, eikarseglskip frá árinu 1885. Skipið hefur verið fært í upprunalegt horf og er eini kútterinn sem varðveittur er úr fyrri tíðar þilskipastóli Íslendinga. Gamli prestsbústaðurinn í Görðum, Garðahúsið, frá árinu 1876, er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið sem byggt var hérlendis. Húsið hefur verið endurbyggt og er nú til sýnis ásamt ýmsum húsbúnaði. Neðri-Sýrupartur, frá árinu 1875, er elsta varðveitta íbúðarhúsið á Akranesi og var það flutt á safnasvæðið haustið 1990. „Háskólinn á Geirstöðum“ eða Geirstaðir, frá árinu 1903, var flutt á safnasvæðið vorið 1994. Er nú unnið að endurbyggingu þess á vegum safnsins en það er einna þekktast sem skólahús fyrir yngstu nemendur á Akranesi. Íþróttir bætast í fjöl- breytta flóru safnsins Neðri-Sýrupartur og Geirstaðir setja svip sinn á sýningarsvæði Byggðasafns Akraness. Akranesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Elvar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.