Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 15 TILBOÐ ÓSKAST í Kia Sportage 4x4 árgerð 1999 sjálfskiptur (ekinn 25 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. apríl kl. 12-15. VINNUFLOKKABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Chevrolet P/U 6 manna árgerð 1988 m/ dieselvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Á VORDÖGUM verður íþrótta- minjasafn opnað í Safna- skálanum við Byggðasafn Akraness í Görðum. Hugmynd- in að íþróttasafni á Akranesi hefur verið lengi í umræðunni. Fyrst í stað var hugmyndin að sýna muni sem tengdust Íþróttabandalagi Akraness, ÍA, en þegar undirbúningur að slíkri sýningu hófst var stefnan tekin á að safna einnig hlutum sem tengdust íþróttasögu Ís- lands. Jón Allansson, forstöðumaður safnsins, sagði að mikil frum- og heimildavinna væri að baki sýning- unni en stefnt væri á að opna sýn- inguna í maí og mun hún verða hluti af safninu í nánustu framtíð og upp- færð reglulega. Björn G. Björnsson listfræðingur hefur haft umsjón með uppsetningu og heildaryfirbragði sýningarsvæðis- ins sem er í 130 m2 rými í Safnahúsinu sem reist var á sl. ári og hýsir m.a. Steinaríki Íslands. Jón sagði ennfremur að markmiðið væri að sýningin yrði myndræn, fjölbreytt og aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Ennfremur verða tölvur og sjónvarpsskjáir á svæðinu sem sýningargestir geta nýtt sér. Að sögn Jóns hefur aðsóknin að safninu verið góð undanfarin ár og starfsemin á svæðinu nú fjölbreyttari en áður. Nýverið gerði Akranes- kaupstaður samkomulag við Steina- ríki Íslands um að veita þjónustu og hafa umsjón með almennri upp- lýsingagjöf til ferðamanna sem heimsækja Akranes og ætti það að draga fleiri á svæðið. Byggðasafnið í Görðum var stofnað árið 1959 að frumkvæði sr. Jóns M. Guðjónssonar, þáverandi sóknarprests á Akranesi. Safnið er á fornu höfuðbóli og varðveitir heildstætt safn muna. Veglegasti gripur safnsins er Kútter Sigurfari, eikarseglskip frá árinu 1885. Skipið hefur verið fært í upprunalegt horf og er eini kútterinn sem varðveittur er úr fyrri tíðar þilskipastóli Íslendinga. Gamli prestsbústaðurinn í Görðum, Garðahúsið, frá árinu 1876, er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið sem byggt var hérlendis. Húsið hefur verið endurbyggt og er nú til sýnis ásamt ýmsum húsbúnaði. Neðri-Sýrupartur, frá árinu 1875, er elsta varðveitta íbúðarhúsið á Akranesi og var það flutt á safnasvæðið haustið 1990. „Háskólinn á Geirstöðum“ eða Geirstaðir, frá árinu 1903, var flutt á safnasvæðið vorið 1994. Er nú unnið að endurbyggingu þess á vegum safnsins en það er einna þekktast sem skólahús fyrir yngstu nemendur á Akranesi. Íþróttir bætast í fjöl- breytta flóru safnsins Neðri-Sýrupartur og Geirstaðir setja svip sinn á sýningarsvæði Byggðasafns Akraness. Akranesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.