Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 17 PR AG H A U S T I Ð Í S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r. i s 29.950 kr. Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 7. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. 25.450 kr. Flugsæti til Prag, 14. október, með 8.000 kr. afslætti ef bókað er fyrir 30. júní. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Prag Flug fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember frá 25.450 kr. með Heimsferðum Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörghundruðára sögu á hverju götuhorni og mannlíf og andrúmsloft sem ekki á sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að Prag hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 30. júní, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 9 5 1 / si a. is verið endanlega lokað en víst er um það að víða í umhverfi Hierapolis hafa jarðfræðingar orðið varir við banvæn- ar gastegundir, einkum eftir jarð- skjálfta sem eru tíðir á svæðinu. Um- hverfis Plutonium hafa verið reistar miklar steinblokkir sem eru vel sjáan- legar í dag, rétt við hliðina á hofi Apollons um miðbik borgarinnar. Meðal þeirra rómversku minja sem eru að finna í borginni er nymphae- um, minnisvarði sem byggður var kringum uppsprettu fyrir framan Apollons-hofið í lok 2. aldar og var heitu vatni veitt frá uppsprettu þess- ari um borgina. Á 5. öld þegar borgin var orðin kristin var síðan byggður veggur umhverfis uppsprettuna, án efa til að hylja útsýni til Apollons- hofsins, sem kristnir menn litu á sem minnisvarða um „heiðna“ siðmenn- ingu. Það sem eftir stendur af þessum mannvirkjum í dag er einungis vegg- urinn sem hefur verið settur lág- myndum, skreytingum og áletrunum. Um miðbik borgarinnar við rætur aflíðandi fjallshlíðarinnar upp af Hierapolis er eitt best varðveitta leik- hús fornaldarinnar í Litlu-Asíu. Upp- haflega voru það Grikkir sem byggðu þarna leikhús sem mun hafa eyðilagst í jarðskjálfta, en var síðan endurreist á 2. öld á tímum Hadrian keisara. Er litið á leikhús þetta sem gersemi hvað varðar rómverska list og húsagerð. Sjálft svið leikhússins var endur- gert á 3. öld á tíð Septímus Severus og er til stytta af keisaranum í leikhús- inu, krýndum sem Júpíter. Septimus var annars mjög örlátur við borgina og lét hann byggja ótal nýjar bygg- ingar og skreyta ríkulega. Í leikhús- inu hefur verið sæti fyrir 15 þúsund manns og afar vel skipulagt. Sviðið sjálft er tveggja hæða og veit móti hæðunum en hálfhringlöguðu sæta- raðirnar falla síðan einstaklega vel inn í hallann fyrir ofan. Ljóst er að staðsetning leikhússins hefur verið valin af kostgæfni, einkum með tilliti til útsýnisins sem hefur verið einskon- ar framhald af þeim dramatísku átök- um sem fram hafa farið á sviðinu. Áhorfendur gátu þar séð yfir alla Meander-sléttuna með Cadmus-fjöll- in í fjarska en allt þetta skapar sér- stætt, dulrænt andrúmsloft. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á und- anförnum árum að grafa upp leikhús- ið og endurreisa í sinni upprunalegu mynd og hafa nú styttur, skreytingar ýmsar og nánast allt sviðið verið graf- ið upp og fært til upprunans. Í dag er hin árlega Hierapolis-hátíð haldin í þessu forna leikhúsi. Frigidarium og caldarium Sé gengið upp frá hinum sérstæðu kalksteinsbollum Pamukkale rekur gesturinn fyrst augun í stórbrotnar rústir hinna miklu heilsulinda frá tím- um Rómverja í borginni. Þrátt fyrir jarðskjálfta og aðrar hremmingar þá standa enn bogagöng og veggir þessa mikla mannvirkis sem reist var fólki til andlegrar sem líkamlegrar upp- byggingar. Hluti byggingarinnar hef- ur síðan verið notaður fyrir tignarfólk og höfðingja, annar hluti fyrir íþrótta- iðkanir unglinga borgarinnar sem opnaðist síðan inn í sjálf heilsuböðin. Þar mátti m.a. finna frigidarium, her- bergi sem var kælt niður að ákveðnu hitastigi og beint inn af því caldarium, þar sem hátt hitastig var allsráðandi, trúlega það sem við þekkjum í dag sem venjulegt gufubað eða jafnvel sánabað. Lögð hefur verið alúð við skreytingar þessara mannvirkja þar sem veggir voru úr hvítum marmara og mósaíki, með innfelldum lágmynd- um og styttum. Heillegasti hluti baðanna er nú minjasafn Hierapolis, þar sem allar helstu lausar minjar sem fundist hafa í borginni eru varðveittar. Við hlið baðanna og þeim tengt voru síðan sal- arkynni (gymnasium) til íþróttaiðk- ana sem og til funda og fyrirlestra- halds þar sem leikfimi huga og líkama var gert jafnhátt undir höfði. Þar skammt frá hafa einnig fundist sal- arkynni með þykkum veggjum þar sem varðveist hefur mikill fjöldi stór- fenglegra og risavaxinna marmara- líkneskja, m.a. af nöktum konum og körlum sem sýnir að þar hefur verið kennd höggmyndalist eins og hún hefur gerst glæsilegust. Þessar styttur hafa vafalítið þótt hneykslanlegar í augum þeirra kristnu manna sem byggðu borgina, og af þeim sökum hefur mikið verið eyðilagt af þeim í tímans rás, en þó hefur stór hluti þeirra verið endur- gerður og forvarinn og er nú að mest- um hluta varðveittur í safninu í Hiera- polis en einnig hafa þær dreifst um listasöfn heimsins í einhverju magni. Kirkja postulans og píslarvottsins Í kjölfar kristninnar fóru hof og aðrar „heiðnar“ rústir Hierapolis í niðurníðslu eða þeim var jafnað við jörðu. Í þeirra stað var reistur fjöldi kirkna og er kirkja postulans og písl- arvottsins Filippusar þeirra þekktust, einkum sökum þess að hún er talin reist yfir gröf hans. Filippus var þekktur sem helgur maður á þessum slóðum, sem ásamt heilögum Jóhann- esi frá Efesus átti stærstan þátt í út- breiðslu kristninnar í Litlu-Asíu. Kirkjan stendur uppi í hlíðum Hiera- polis, skammt frá leikhúsinu og hefur verið vegleg að allri gerð og enn má þar sjá miðhluta hennar um 20 metra í þvermál. Út frá sjálfu kirkjuskipinu hafa síð- an verið minni kapellur og hvíldarher- bergi fyrir þreytta pílagríma, allt fag- urlega skreytt mósaíki og úr marmara. Greinilegt er að hér hefur því staðið glæsileg kirkja í rómversk- um stíl. Kirkju heilags Filippusar auðnaðist þó ekki að standa lengi, því fornleifafræðingum ber saman um að hún hafi eyðilagst í miklum eldi við lok 5. aldar eða við upphaf 6. aldar. Eftir standa einungis tvær kapellur upprunalegu kirkjunnar. Gröf Filipp- usar hefur hins vegar ekki fundist enn. Það eru að minnsta kosti fimm rústir til viðbótar af kirkjum með bas- ilikusniði í Hierapolis sem allar hafa verið byggðar á grunni fornra grískra og rómverskra bygginga. Má þar nefna tvær basilikur í norðurhluta borgarinnar. Önnur þeirra var reist á grunni annars rómversks baðhúss, þar sem varðveist hafa merkar fresk- ur frá býsönskum tíma, en hin er þriðju aldar basilika, Caesareum, þar sem grafið hefur verið upp mikið magn súlna og veggbrota í jónískum og korinþskum stíl, allt fagurlega skreytt og meitlað. Rústir þriggja annara basilika hafa ennfremur fund- ist í Hierapolis, sumar mjög nýlega og eru þær að öllum líkindum frá 5. og 6. öld. Ein þeirra hefur verið helguð Maríu mey. Af öðrum merkum minjum í Hiera- polis eru leifar markaðstorgs, agora, um miðbik borgarinnar skammt frá stærstu böðunum, núverandi minja- safni. Lítið er eftir af minjum þessa mikla torgs annað en súlubrot og steinar, en ljóst er þó að það hefur ekki einungis þjónað fólki sem mark- aðstorg, heldur má ráða af minjum þess að við það hefur einnig verið samkomustaður leiðtoga borgarinn- ar, eins og títt er raunar um flest borgartorg. Ríkidæmið ráðið af fjölda grafreita Sem fyrr segir hafa sérfræðingar ráðið ríkidæmi og íbúafjölda Hiera- polis að miklu leyti af þeim fjölda grafreita sem nánast umlykur norð- vesturhluta borgarinnar. Þessir graf- reitir eru einstakir og afar sjaldgæfir í því magni sem hér getur að líta. Stórar steinkistur (sarcophagus) oft með fagurlega meitluðum lágmynd- um eru í hundraðatali á þessu svæði, þótt grafarræningjar hafi í gegnum tíðina komið þar við, en oftast þó sinnt meira um innihald kistanna en þær sjálfar og hafa þær því varðveist ótrú- lega vel. Sambærilegar kistur hefur undir- rituð m.a. séð í etrúskum söfnum á Ítalíu, sem er raunar ekki að undra þar sem talið er að hin forna þjóð et- rúska hafi komið til Ítalíu frá Litlu- Asíu á árhundruðunum fyrir Krists- burð. Sérfræðingar þeir sem unnið hafa við uppgröft og rannsóknir í Hierapolis hafa flokkað grafirnar í fjóra flokka: Í fyrsta flokknum eru grafir alþýðufólks sem þó var veitt sú virðing að vera grafið í litlum stein- kistum, oftast skreyttum, sem voru síðan jarðsettar rétt undir eða við yf- irborð jarðar. Öðrum flokknum til- heyrðu síðan efnafólk og hetjur og aðrir sem afrekað höfðu eitthvað í lif- anda lífi. Voru líkin sett í stórar stein- kistur, skreyttar af helstu listamönn- um samtímans, með viðeigandi grafskrift ásamt nöfnum þeirra og at- vinnu. Oft voru líka gerðar högg- myndir af hinum látnu á kisturnar. Í þriðja lagi voru síðan þær grafir eða öllu heldur hringlaga grafhýsi með lágu þaki og þar inn af herbergi þar sem hinn látni var lagður til hinstu hvílu. Í slík grafhýsi voru einungis höfðingjar og æðstu menn lagðir. Af svipaðri gerð eru grafhýsin í fjórða flokknum, nema öllu stærri, og voru nánast fjölskyldugrafreitir hinna efn- aðri íbúa borgarinnar. Miklar endurbætur Hierapolis hefur tekið gagngerum breytingum á undanförnum árum sem ekki sér fyrir endann á. Þar stendur enn yfir mikill fornleifaupp- gröftur og rannsóknir, sem styrkt eru af UNESCO og ýmsum öðrum menn- ingarsamtökum, bæði í Tyrklandi og erlendis. Eru það að mestum hluta Ítalir sem vinna þá vinnu, enda vanir svipuðum fornleifarannsóknum frá sínu heimalandi. Hafa þessir sömu sérfræðingar meðal annarra unnið um áratugaskeið að endurreisn ná- grannaborgarinnar Efesus úti við ströndina þar sem gerst hafa nánast kraftaverk á þessu sviði á tiltölulega stuttum tíma og nægir þar að nefna endurreisn hins fagra Celsus-bóka- safns, sem í dag er gjarnan notað til nútímalistsýninga. Á síðari árum hefur sömuleiðis ver- ið byggt yfir hluta rústa hinna róm- versku baða og heitu uppsprettuvatni veitt yfir súlna- og veggjabrot sem liggja á víð og dreif á botni hinnar víð- feðmu laugar þar sem gestir geta nú baðað sig að vild og komist í nána snertingu við fortíðina. Til skamms tíma var gestum einnig leyft að baða sig í kalksteinsbollum Pamukkale, en aðgangur að þeim hefur nú verið tak- markaður, aðallega með tilliti til nátt- úruverndarsjónarmiða. Sá sem yfirgefur Hierapolis og Pamukkale fer þaðan ekki samur maður og hann var þegar hann kom. Gesturinn fyllist óskilgreindri lotn- ingu og virðingu fyrir þessum und- arlega stað sem á sér ekki sinn líkan í víðri veröld. Einhver yfirnáttúruleg fegurð hvílir hér yfir og líkt og klæðir staðinn í ósnertanlegan dulúðugan hjúp. Og það er kannski ein skýringin á því að saga þessa staðar, svo langt sem hún nær, greinir hvergi frá stríði og ófriði, heldur hefur fólk leitað þangað um aldir til að öðlast líkam- lega heilsu, en ekki síður andlegan frið í sál og sinni. Það sem varð borg- inni fyrst og fremst að falli voru sið- breytingar í þessum heimshluta og svo jarðskjálftar í kjölfarið. Um aldir hefur Hierapolis því bægt frá sér ófriði þar sem helgi hennar hefur ver- ið hennar eina vörn. Það er því von mín að borginni – sem ekki að ástæðulausu hefur verið skírð borgin heilaga – rísi aftur í sem upprunaleg- astri mynd svo enn betur megi njóta þeirrar undarlegu fegurðar og friðar sem hvílir yfir staðnum með Pam- ukkale – bómullarkastalann – við ræt- ur sínar líkt og risavaxin hvít perla til verndar öllu illu. Helstu heimildir Encyclopædia Britannica Online (2000). Leitarorð: Pamukkale, Hierapolis, Hell- enistic Age. Farson, Daniel: Tyrkiet. 1991. Kbh., Gyldendals. New Larousse encylclopedia of mythology (introduction by Robert Graves). 1989. London, Hamlyn. Stillwell, Richard [...et al.]: The Princton encyclopedia of classical sites. 1976. Princton, Princeton Univ. Press. Toksöz, Cemil: Pamukkale, Hierapolis. 1997. Istanbul, Eri Turizm. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur við Þjóð- minjasafn Íslands. Ljósmynd/Gróa Finnsdóttir Gestir geta enn baðað sig í hluta rústa rómversku baðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.