Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 20

Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 20
20 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var fimb-ulkuldi útiog vetrar-hríð. Börninhennar fjög- ur stóðu álengdar, nak- in, en í draumnum náði hún ekki til þeirra. Það var sárt og á þeirri stundu ákvað Unnur Hrefna Guðmunds- dóttir að heim skyldi hún komast og hugsa um börnin sín fjögur og eiginmann. Þegar Unni dreymdi þennan draum, lá hún á Heilsu- verndarstöðinni mikið lömuð eftir mænusótt, og engin vissi hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. En með elju, viljastyrk og dugnaði komst hún heim til sín einu og hálfu ári síðar og sá um heimilið til dauðadags 1996. Amma mín og nafna var öðruvísi en flestar aðrar ömmur – hún var í hjóla- stól. En fyrir mér, litlu barninu, var það jafneðlilegt og að hin amma mín færi allra sinna ferða á tveimur jafn- fljótum. Það var ekki fyrr en síðar sem spurningarnar fóru að vakna. Hvers vegna ertu í hjólastól? Hvers vegna eru fæturnir þínir máttlausir en ekki hendurnar? Hvers vegna finnurðu lítið til þegar ég klíp þig í lærið? spurði ég ömmu og prófaði aft- ur að klípa sjálfa mig í lærið og það var sárt. Ég lagði við hlustir og var opin- mynnt þegar amma sagði mér frá hinum hræðilega mænusóttarfaraldri sem hér gekk haustið 1955 og fram á árið 1956 og fólkinu sem lamaðist og gat aldrei gengið framar. Ég kenndi mikið í brjósti um ömmu og óskaði þess oft heitt að hún gæti gengið á ný. Ég bað jafnvel Guð, sem ég trúði þá að væri bjargvættur í flestum raun- um, um að láta þá ósk rætast. En það gerðist nú ekki en amma reyndi að bjarga minni barnatrú og sagði að stundum væru óskir lítilla stelpna of stórar, jafnvel fyrir Guð. Amma var af þeirri kynslóð sem tók öllu af æðruleysi – jafnvel alvar- legum veikindum og örkumlun. Vel- ferðarkerfið var ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag og lífsbar- áttan var hörð. Það varð hver og einn að bjarga sér eins og hann best gat og það gerði amma og það gerði afi. Saman stóðu þau og tókust á við þær þrautir sem lífið lagði fyrir þau. Fólk lagðist ekki rúmið nema vera fárveikt Unnur Hrefna Guðmundsdóttir og Sveinn Samúelsson felldu hugi saman um 1940 austur í Landeyjum þar sem hún ólst upp og hann var í sveit. Þau ákváðu að ganga lífsveginn saman og Æðruleysið var akkeri hinna veiku og þjáðu Skæður mænusóttarfaraldur gekk í Reykjavík og nágrenni haustið 1955 og fram á árið 1956. Heilsugæslustöðinni var þá breytt í eins konar bráðabirgðaspítala, en heilbrigðiskerfið var illa í stakk búið til að taka á móti þeim mikla fjölda sem smitaðist. Unnur Hrefna Jóhannsdóttir rifjar upp sögu faraldursins. Unnur Hrefna Guðmundsdóttir fékk mænusóttina árið 1955 Unnur Hrefna Guðmundsdóttir Sveinn Samúelsson                  !        "    #     $ % &     $ % &      '        !                   !         Öndunarvélar, svonefnd stállungu, voru notaðar til að hjálpa þeim sem lamast höfðu í öndunarvegi. ÓLÖF Ríkarðsdóttir fékk mænusóttina þeg-ar hún var aðeins tveggja ára en hefurlíkt og margir aðrir sjúklingar sem misstu hreyfigetu ekki látið afleiðingarnar stöðva sig í líf- inu. Hún er einn af stofnendum Sjálfsbjargar og hefur starfað innan þeirra vébanda í mörg ár sem og Öryrkjabandalagsins að réttinda- og hags- munamálum fatlaðra. Ólöf sem er 79 ára fékk mænuveikina í faraldri sem gekk hér á landi á árunum 1924–1926. ,,Ég var svo lánsöm að foreldrar mínir höfðu verið langdvölum í Kaupmannahöfn þar sem faðir minn, Ríkarður Jónsson myndhöggvari, var við nám og störf. Danir höfðu meiri þekkingu á mænusóttinni en hér var hún nánast engin. Á þessum árum var lítil áhersla lögð á að þjálfa sjúklingana og bæta hreyfifærni þeirra eins og hægt var um leið og þeir höfðu heilsu til. Foreldrar mínir voru hins veg- ar mjög meðvitaðir um mikilvægi þjálfunar og ég naut góðs af því. Ég fór ásamt foreldrum mínum í nokkrar ferðir til Kaupmannahafnar í lækninga- skyni því þau vildu að ég fengi þá bestu meðferð sem völ væri á og hjálpartæki. Foreldrar stofnuðu æfingastöð Þegar ég var fjögurra ára lagðist ég inn á spítala í borginni þar sem ég fékk spelkur. Þá þótti ekki við hæfi að foreldrar væru að heimsækja börnin sín eða sjá þau og annast á spítala en mamma fékk að fylgjast með mér í gegnum dyragættina. Einu sinni kom ég auga á hana og ætlaði auðvitað vitlaus að verða,“ segir Ólöf og brosir við endurminninguna. Faðir Ólafar gaf henni handsnúið þríhjól sem var nokkurs konar hjólastóll og á því gat hún farið flestra sinna ferða. Hún hafði öðrum fætinum og eftir nokkrar aðgerðir komst hún upp á lagið með að ganga með annan fótinn í spelkum og tvo stafi. ,,Nú er ég hins vegar komin í hjólastól því hand- leggirnir hafa gefið sig,“ segir hún og brosir enn. ,,Það leikur enginn vafi því að heilbrigðiskerfið var illa í stakk búið til þess að takast á við mænusótt- arfaraldra eins og svo marga aðra sjúkdóma. Það var engin sjúkraþjálfun í boði önnur en nudd enda fáir sjúkraþjálfarar starfandi og sár þörf á hjálp- artækjum. Ég man ekki eftir að hið opinbera hafi skipulagt aðstoð til þessa stóra hóps sem veikst hafði vegna mænusóttarinnar,“ segir hún alvar- legri á svip. „Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra keypti, að frumkvæði nokkurra foreldra og aðstandenda sem veiktust í faraldrinum 1955, húsið við Sjafn- argötu 14 og starfrækti þar endurhæfingarstöð með sundlaug á neðstu hæð sem notuð var í þjálf- unarskyni. Húsnæðið hentaði ef til vill ekki vel þessum hópi sjúklinga því það var á nokkrum hæðum en forystumenn þessara samtaka voru mjög duglegir og lögðu á sig mikla vinnu í þágu mænusóttarsjúklinga,“ segir Ólöf og það má greina þakklætistón í röddinni. „Það mátti teljast nokkuð öruggt að ef sjúklingar höfðu ekki fengið einhvern bata innan fárra mánaða frá því þeir veiktust þá var hans ekki að vænta og þess vegna var svo gífurlega mikilvægt að fólk fengi þjálfun sem allra fyrst. Heilbrigðiskerfið kom ekki að end- urhæfingu sjúklinga fyrr en löngu seinna.“ Duglegt fólk og drífandi Ólöf segir að lengi framan af hafi verið erfitt að fá nauðsynlegustu hjálpartæki eins og hjólastóla og stafi. „Þess voru mörg dæmi um að fólk væri rúmliggjandi, sat í stól eða skreið um á meðan það beið eftir viðeigandi hjálpartækjum. Það var um sex mánaða bið eftir hjólastólum sem fluttir voru inn af einkafyrirtæki. Okkur í Sjálfsbjörgu, sem stofnuð var árið 1958, þótti nóg um þessa bið og fórum nokkrum árum síðar sjálf að flytja inn hjóla- stóla ásamt öðrum hjálpartækjum.“ Hún segir að vissulega hafi verið erfitt um gjaldeyri á þess- um tíma en biðtíminn eftir hjólastólum hjá Sjálfs- björgu hafi aldrei orðið meiri en tveir mánuðir. „Við vorum engir sérfræðingar í hjálpartækjum en fórum út til þess að ná í sýnishorn og reynd- um að velja þau tæki sem við töldum að væri við hæfi okkar skjólstæðinga. Þegar sendingarnar bárust fylltust skrifstofuherbergi Sjálfsbjargar af hjálpartækjum,“ segir hún kímin á svip og bætir við að hjálpartækin hafi þróast geysilega mikið til hins betra frá þessum tíma. ,,Landssamband Sjálfsbjargar stofnaði síðan Hjálpartækjabank- ann árið 1976 í samvinnu við Rauða Kross Ís- lands og var það geysileg breyting til batnaðar. Sjálfsbjörg styrkti einnig sjúkraþjálfara til náms á Norðurlöndum en á starfskröftum þeirra var hér mikil þörf. Samtökin þrýstu á um að Íslendingar kæmust inn í skólana og gáfu þeim meðmæli.“ Sálfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á mænusóttarsjúklingum hafa sýnt að þeir eru óvenju sterkir persónuleikar og með já- kvæða skapgerðarþætti. Félagsleg staða margra þeirra vitnar einnig til um einbeitni og eljusemi í menntun og starfi. Þetta segir Ólöf alveg í sam- ræmi við sín kynni af þessum hópi. ,,Það tíðk- aðist ekki að tala um erfiðleikana og fólk leyfði sér sjaldnast að vera þungt í skapi vegna þeirra. Mænusóttarsjúklingar eru eintómt A-fólk, dug- legt og drífandi,“ eru lokaorð Ólafar og það er ekki annað hægt en að taka undir það. Mikil þörf á sjúkraþjálfun og hjálpartækjum Ólöf Ríkharðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.