Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 21
reistu sitt framtíðarheimili á Sel-
tjarnarnesi á stríðsárunum – á tímum
þegar skömmtun á nauðsynjum var í
algleymingi og efni og lánsfé til hús-
bygginga af skornum skammti.
Fyrsta barnið, Sigríður, leit dagsins
ljós árið 1944 og síðan komu Bryndís
(1948) Jóhann (1949) og Björn (1951).
Sveinn var vélstjóri og sótti sjóinn en
Unnur sá um heimilið. Lífið gekk sinn
vanagang þar til rétt fyrir jólin 1955.
,,Ég var í Gufunesi að lesta áburð í
skipið sem ég var vélstjóri á og á leið
til Húsavíkur þegar mér voru færðar
þær fréttir að Unnur væri lögst fár-
veik í rúmið og að nærveru minnar
væri óskað heima,“ segir Sveinn. ,,Ég
vissi að hún var búin að vera lasin,
sem og strákarnir okkar, en á þeim
tíma tíðkaðist ekki að húsmæður eða
vinnandi fólk legðist í rúmið fyrr en
það stóð ekki lengur á fótunum og þá
var stundum í óefni komið. Unnur
hafði því verið á fótum og séð um
heimilið eins og venjulega þrátt fyrir
veikindin sem án efa hefur gert sótt-
ina verri. Þegar ég kom heim nokkr-
um klukkustundum síðar var Unnur
búin að missa máttinn í fótunum.Við
áttuðum okkur ekki á því sem var að
gerast og það gerði heimilislæknirinn
okkar ekki heldur og taldi þetta vera
einhvers konar inflúensu. Við höfðum
ekkert heyrt um að skæður mænu-
sóttarfaraldur gengi í Reykjavík og
nágrenni og því hvarflaði ekki að okk-
ur að um mænusótt gæti verið að
ræða.
Heilsu Unnar hélt hins vegar
áfram að hraka og tveimur dögum
síðar kom Alma Þórarinsson læknir í
vitjun og hún var í engum vafa um að
hér væri á ferðinni mænusótt og
Unnur var flutt á Heilsuverndarstöð-
ina þar sem hún dvaldi fram á mitt ár
1957.“
Mænusóttarfaraldrar tíðir alla öldina
Heilsuverndarstöðin var þá ný-
byggð og átti aldrei að verða spítali.
Heilbrigðiskerfið var hins vegar illa í
stakk búið til þess að taka á móti þeim
mikla fjölda sjúklinga sem veiktust í
faraldrinum 1955. Þá var brugðið á
það ráð að leggja alla mikið veika
mænusóttarsjúklinga inn á Heilsu-
verndarstöðina sem var um leið
breytt í nokkurs konar bráðaspítala.
Mænusótt var ekki ný af nálinni,
hérlendis eða í nágrannalöndum okk-
ar, en það er ekki fyrr en komið var
langt fram á 19. öld sem læknar fóru
að veita henni verulega athygli. Yf-
irleitt bar ekki mikið á mænusóttinni
fyrr en komið var fram yfir 1900 en
þá fara faraldrar að verða tíðari og
stærri bæði hér á landi og erlendis og
var svo þar til vísindamönnum tókst
að þróa bóluefni gegn mænusóttinni í
kringum 1950 og farið var að bólu-
setja fólk.
Í grein sinni um mænusóttarfar-
aldra á Íslandi 1904–1947, sem birtist
í Læknablaðinu árið 1948, segir Júl-
íus Sigurjónsson að mænusóttar sé
fyrst getið í skýrslum lækna hér á
landi árið 1904 en þá hafi komið upp
faraldur í Reykjavík. Af lýsingum af
dæma í öðrum heimildum megi þó
ætla að mænusóttartilfelli hafi komið
upp fyrir þann tíma. Sennilega voru
einungis skráð í heilbrigðisskýrslur
mænusóttartilfelli þar sem lömunar
varð vart fram til ársins 1951 en þá
var farið var að skrá alla sem sýktust,
einnig þá sem ekki lömuðust.
Þessi vitneskja skekkir töluvert
heildarmyndina af gangi mænusóttar
hér á landi á fyrstu áratugunum en
samkvæmt heilbrigðisskýrslum virð-
ast mænusóttarfaraldrar, reyndar
misstórir, ganga á um tíu ára fresti.
Fyrstu faraldrarnir, 1904–1905 og
1914–1915 virðast ekki stórir miðað
við það sem síðar gerðist, en þess ber
þó að gæta að talsverður munur var á
fólksfjölda á Íslandi á fyrstu áratug-
um aldarinnar og um hana miðja sem
og að skráningunni gæti hafa verið
ábótavant. Þegar leið á öldina urðu
samgöngur einnig greiðari og sýkill-
inn þá eflaust borist hraðar á milli
manna og landshluta en í flestum til-
fellum voru mænusóttarfaraldrarnir
bundnir við landsvæði eða landshluta.
Mænusóttarfaraldurinn 1955–56
var sá síðasti sem hér gekk en alls
voru þá 833 skráðir með mænusótt
samkvæmt heilbrigðisskýrslum og
þar af lömuðust 133 en tveir dóu í
kjölfar lömunar á öndunarfærum.
Konur sem lömuðust voru nokkru
fleiri en karlar og flestir sem lömuð-
ust voru á aldursbilinu 20–40 ára.
Bar harm sinn í hljóði
Unnur var 33 ára þegar hún
tók sóttina. ,,Henni hrakaði allt-
Mænusóttarveiran. Yfir 800 tilfelli greindust á Íslandi 1955.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 21
Símar: 515 1735 og 515 1731
Bréfasími: 515 1739
Farsími: 898 1720
Netfang: oskar@xd.is
Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna
sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin.
Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt.
Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.30 – 15.30.
Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar
og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar.
Utankjörsta›askrifstofa
Sjálfstæ›isflokksins
Sjálfstæ›isfólk!
Láti› okkur vita um stu›ningsmenn
sem ekki ver›a heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík