Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 27 Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 Flugsæti til Alicante Flugsæti til Billund Danmörku 33.240kr. Beint leiguflug me› Fluglei›um. Takmarka› sætaframbo›. Beint leiguflug me› Fluglei›um. Takmarka› sætaframbo›. Flugsæti, ver› frá Flugdagar eru 18. apríl, 22. maí og sí›an alla mi›vikudaga í sumar. Verðdæmi m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. Verð fyrir einn fullorðinn, 37.630 kr. með flugvallarsköttum. 33.240kr. Flugsæti, ver› frá Flogi› er alla mánudaga frá 27. maí - 2. september. Verðdæmi m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. Verð fyrir einn fullorðinn, 30.440 kr. með flugvallarsköttum. Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a me› Atlasávísunum 5.000 kr. og Fríkortspunktum a› eigin vild og lækka flannig fer›akostna›inn. www.plusferdir.is 14 dagar+ Flokkur Kóði Bíltegund eða sambærilegur bíll 3 dagar á dag 7 dagar á dag 14 dagar á dag A ecmn Peugeot 206 11.820 3.940 19.050 2.970 36.370 2.620 B ccmn Renault Megane a/c 13.610 4.537 20.370 3.176 39.100 2.820 C* idmr Ford Mondeo 16.090 5.363 25.140 3.919 49.220 3.540 D sdmr Audi A4 a/c 19.800 6.600 29.770 4.640 58.790 4.230 E pdmr Audi A6 a/c 41.150 13.717 62.840 9.797 121.680 8.760 F cwmr Renault Megane a/c Station 15.160 5.053 23.150 3.610 45.120 3.250 K iwmr Nissan Almera A 26.610 8.870 39.030 6.084 75.200 5.410 L pwmr Volvo S60 A 45.790 15.263 74.750 11.653 140.820 10.140 G ivmr Ford Mondeo a/c Station 20.110 6.703 30.430 4.744 60.160 4.330 H pvmr Volvo V70 a/c Station 35.270 11.757 47.630 7.426 84.770 6.100 I5 svmn Renault Megane Scenic a/c 17.020 5.673 25.800 4.021 49.220 3.540 I5 pdar Chrysler Voyager a/c 7px 35.270 11.757 54.900 8.560 105.270 7.580 J9 fvmr Fiat Ducato Minibus 9px 33.720 11.240 51.600 8.044 101.170 7.280 Innifalið er ótakmarkaður kílómetrafjöldi, CDW, þjófavarnatrygging og virðisaukaskattur. Flugvallarþjónustugjald í Billund er 1.500 kr. og í Kaupmannahöfn 3.000 kr. Barnastóll og barnapúðar fást leigðir gegn 1.500 kr. gjaldi, bókist við pöntun. Aukagjald fyrir ökumann 21-24 ára DDK 700 greiðist við afhendingu bifreiðar. a/c = loftkæling, A=sjálfskiptur, px=farþegi, CDW=kaskótrygging. Þjónustuaðili er Europcar. Lágmarksleiga er 3 dagar. C*= Sértilboð, þeir sem bóka bíl f. 1. júni fá bíl í G flokki án aukagj. Verð miðast við flugverð og gengi 11. janúar 2002. Ótrúlega ód‡rir bílaleigubílar í Danmörku „VIÐ erum hérna efst uppi,“ segir kunnugleg röddin þegar ég er kominn inn í stigaganginn í Miðstræti 3, þar sem Guðni Kolbeinsson og Lilja Bergsteinsdóttir hafa búið frá því árið 1978 er þau keyptu efstu hæðina og risið í húsinu. Það brakar notalega í stiganum þegar ég geng upp og á stiga- pallinum stendur Guðni og tekur á móti með þéttu handabandi. Án skeggsins sæist vafalaust betur hversu líkur föður sínum sonurinn Hilmir Snær er. Húsið er gamalt og vinalegt, þiljað furupanel í hólf og gólf. „Þetta kom í ljós þegar við vorum búin að rífa burt nokkur lög af veggfóðri og loftklæðn- ingu. Vinir barnanna höfðu reyndar á orði stundum að þetta liti út eins og sumarbústaður en hér hefur okkur liðið vel enda er þetta eina íbúðin sem við hjónin höfum fjárfest í um ævina,“ segir Guðni. „Við eigum fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Yngsta dóttirin fæddist viku eftir að við fluttum hingað inn og nú eru þau öll flutt að heiman en við Lilja verðum hér áfram,“ segir Guðni sem ber það ekki með sér að eiga fjög- ur uppkomin börn og barnabörn að auki, jafn grannur og spengilegur og hann er, enda sjálfur enn á besta aldri. „Ég er fæddur 1946 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1965. Kenndi síðan í tvö ár við gagnfræðaskóla Keflavíkur, ungling- um sem ég hafði unnið með í fiski sum- arið áður. Það var dálítið skrýtið. Það- an fór ég til Patreksfjarðar til kennslu og kynntist konu minni í Leikfélagi Patreksfjarðar þar sem við lékum elskendur í fremur óminnisstæðu gamanleikriti.“ Seinna í samtalinu kemur upp úr dúrnum að Hilmir Snær kom undir í kjölfar frumsýningar svo ekki er að undra þótt leiklistarbakterían hafi tek- ið sér bólfestu í drengnum. „Hann ætl- aði sér að verða leikari frá þrettán ára aldri og hvikaði aldrei frá þeirri ákvörðun.“ Sjálfur segist Guðni hafa hrifist af íslensku strax í frumbernsku og verið snemma læs með þeim árangri að átta ára gamall var hann búinn að lesa sig í gegnum alla Íslendingasagnaútgáfu Guðna Jónssonar. „Ég las þetta eins og hasarbækur og því fleiri sem voru drepnir því betri fannst mér sögurnar. Svo varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kennari minn í barnaskóla á Laug- arvatni var Rósa B. Blöndals, sem bók- staflega dýrkaði fornsögurnar. Hún var af aldamótakynslóðinni sem ólst upp með biblíuna í annarri hendi og fornsögurnar í hinni. Í menntaskólan- um tók Ólafur Briem við mér og það var nú ekki slæmt. Reyndar ætlaði ég mér að verða efnaverkfræðingur og var búinn að fá skólavist í háskóla í Bretlandi en það féll um sjálft sig þeg- ar ég náði ekki tilskildri einkunn í eðl- isfræði. Þetta nám var í tísku á þessum tíma og ungir menn töldu að þeir yrðu sterkríkir ef þeir legðu þetta fyrir sig. Ég hugsaði síðan sem svo að úr því að maður þyrfti að eyða mestum tíma af vöku sinni við starfið þá væri eins gott að það væri eitthvað sem maður hefði áhuga og ánægju af. Ég las því íslensku, sögu og heimspeki við Háskóla Ís- lands og sé ekki eftir því.“ Starfsvettvangur Guðna hefur verið á sviði kennslu og þýðinga og hefur hann komið víða við í þeim efnum. „Frá 1973–82 starfaði ég á handrita- deild Árnastofnunar og kenndi útlendingum ís- lensku við Háskólann. Eftir það réðst ég sem ís- lenskukennari að Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði þar í átján ár. Síðustu árin hef ég kennt við Fjölbrautaskólann í Garðabæ en þar kenni ég ekki íslensku heldur stærðfræði.“ Ég rek upp stór augu og hvái, held fyrst að mér hafi misheyrst. „Nei, þetta á sér sínar skýringar en mér líkar stærðfræðikennslan vel og í rauninni er það mjög ólíkt starf að kenna stærðfræði í stað ís- lensku. Ég get orðað það þannig að kennslustund- irnar séu meira krefjandi og byggist meira á ein- staklingsaðstoð, en heimavinnan er minni þar sem ekki þarf að fara yfir ritgerðir. Ég er reyndar sjálf- ur að dunda við að læra meiri stærðfræði og hef mjög gaman af þessu. Það er líka hverjum manni hollt að takast á við eitthvað nýtt, ekki síst þegar maður er kominn á besta aldur.“ Margir sem nú eru á milli tvítugs og þrítugs þekkja Guðna best af röddinni frá því hann starfaði mikið við þýðingar á sjónvarpsefni og talsetti barnaefni á 9. áratugnum. „Það er nú ekki víst að leikarar séu hrifnir af því að ég rifji þetta upp en ástæðan fyrir því að ég fór að lesa inn á barnaefni var að leikarar voru í verkfalli og ég var beðinn að hlaupa í skarðið. Leikarafélagið var auðvitað ekki nema miðlungi hrifið af þessu. En upphaf þess að ég fór að vinna við sjónvarpið var að Bjarni Fel- ixson fékk mig til að aðstoða sig við lýsingar á körfuboltaleikjum þar sem ég hafði leikið með Íþróttafélagi stúdenta í körfuboltanum. Þá var það Baldur Hermannsson sem stakk upp á því að ég yrði fenginn sem þulur við fræðslumyndir og í kjöl- far þess stakk yfirþýðandi Sjónvarpsins upp á því að ég þýddi myndirnar líka. Þannig leiddi eitt af öðru og ég hef verið viðloðandi þetta síðan. Geri reyndar lítið af því núorðið að lesa inn á myndir en þýði alltaf eitthvað.“ Hann getur auðvitað ekki annað en haft þá skoð- un að menntaðir leikarar eigi að ganga fyrir við tal- setningu á barnaefni. „Það er heldur ekki nema sjálfsagt að til þess menntað fólk geri þetta en aðalatriðið er þó að allt myndefni í sjónvarpi og á mynd- böndum fyrir lítt læs eða ólæs börn sé talsett. Það er lykilatriði í mál- farsuppeldi þeirra í nútímaum- hverfi.“ Guðni hefur einnig þýtt talsvert af bókum og þá einkum barna- og ung- lingabækur. „Ég er auðvitað á þeirri skoðun að sérstaklega eigi að vanda til þýðinga á efni fyrir börn og ung- linga. Ég held reyndar að gæði þýð- inga séu mun meiri nú en áður var og get tekið sem dæmi að meðal uppáhaldsbóka minna í æsku voru Tarsanbækurnar. Þegar ég hef gluggað í þær bækur á fullorðins- árum rekur mig í rogastans yfir því hversu frámunalega illa þýddar þær eru. Þetta myndi enginn útgefandi komast upp með í dag. Það sem hins vegar þarf að gæta vel að eru þýðingar á efni myndmiðlanna. Þar hefur orðið breyting á sem ég er ekki viss um að sé til góðs. Nú fara allar þýðingar, og reyndar talsetningar líka, á barnaefni fram á vegum einkafyrirtækis úti í bæ. Sjónvarpið hefur ekki lengur yfirumsjón með þýð- ingum og auðvitað reynir verktakinn að gera þetta með sem minnstum tilkostnaði. Það er hætta á að það bitni á gæðunum. Hið sama á við um þýðingar og textun á kvikmyndum og myndböndum. Þar er í mörgum tilfellum einungis verið að uppfylla laga- skyldu um að textaræma á íslensku fylgi mynd- skeiðunum en lítið er lagt upp úr gæðunum. Þetta er engu að síður það málfarsumhverfi sem börn og unglingar læra hvað mest af í dag. Mín kynslóð stóð að mörgu leyti sterkar að vígi þrátt fyrir vond- ar þýðingar á Tarsanbókunum og fleiri slíkum.“ Guðni hlaut á sínum tíma barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir þýðingar sínar á bókaflokknum Ógnaröfl sem Æskan gefur út. „Þær þýðingar urðu mér tilefni til umhugsunar um hversu rangt hugs- aðir þýðingartaxtar Rithöfundasambandsins eru. Þar er greitt eftir tveimur flokkum; fyrir „fagur- bókmenntir“ er greitt 70% meira en fyrir „annað“, sem getur verið hvað sem er. Sannleikurinn er þó sá að það þarf ekki að fylgjast að í réttum hlut- föllum hversu „góð“ bók er og hversu erfið hún er í þýðingu. Sumar öndvegisbækur er mjög auðvelt að þýða en svo getur maður fengið bækur upp í hend- urnar sem eru fjandanum strembnari í þýðingu en teljast líklega seint til heimsbókmennta. Að þessu mætti huga því ekki eru þýðingar of vel launaðar, svo mikið er víst.“ „Elskendur í óminnis- stæðu gamanleikriti …“ Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart GUÐNI KOLBEINSSON fékk barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína á bóka- flokknum Ógnaröfl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.