Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 28

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 28
Þ ORVALDUR kveðst enga ábyrgð vilja taka á þessu viðtali þar sem hann er nýlentur eftir langt ferðalag alla leið frá Kaliforníu. Viðtalið fór fram á föstudagsmorgni kl. 9 en Þorvaldur lenti kl. 6 þann sama morgun. „Ég er mjög þeyttur eftir ferðalagið, en þetta orð, þeyta, er samsett úr þota og þreyttur. Mér finnst það eiga mjög vel við,“ segir Þorvaldur til skýringar og neitar því að hann sé bara svona þvoglumæltur. Ekki um Íslendinga í útlöndum Orðsifjar eru þó ekki umræðu- efni þessa viðtals heldur nýtt leik- rit Þorvaldar „And Björk of course...“ sem verður frumsýnt í kvöld, sunnudag, á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Þorvaldur veit ekkert hvað við höfum verið að gera við leikritið hans undanfarnar vikur þar sem hann hefur verið í Kaliforníu og notið lífsins á meðan við höfum sveist við að ljá þessu verki hans form og merkingu,“ segir Benedikt. „Öll samtöl mín í síma við Þorvald hafa endað á þann veg að hann hefur sagt að nú væri honum orðið svo heitt upp á þaki að hann verði að fara inn og kæla sig svolítið. Sjálfur hef ég ekki tek- ið ofan loðhúfuna í tvo mánuði,“ segir Benedikt og hrósar Þorvaldi fyrir hversu útitekinn hann hafi orðið í útlegðinni. „Já, þakka þér fyrir. Veðrið var mjög gott. Alltaf,“ segir Þorvaldur vingjarnlega. „Titill verksins vísar til þess hversu áhrifamikil Björk er orðin í kynningu á landi og þjóð. Þessi frasi er orðinn jafngildur og how do you like Iceland og útlendingar þekkja Ísland af Björk,“ segir Benedikt. „Þetta er þó ekki leikrit um Íslendinga í útlöndum heldur bregður þessari setningu fyrir í munni einnar persónunnar, Þráins leigubílstjóra, sem starfs síns vegna þarf að hafa ýmis samskipti við útlendinga.“ „Þetta er ein hlið á sjálfsmynd okkar Íslendinga,“ segir Þorvaldur. Hann neitar því alfarið að með þessu leikriti sé hann að brjóta blað í höfundarferli sínum. Ég spyr hann að því að hvort aðdáendum hans sem höfundar hugljúfra barnabóka muni ekki bregða í brún þegar rennur upp fyrir þeim hvert er efni þessa nýja leikrits. „Þeir sem muna eftir vasaleik- húsinu mínu, Maríusögum og Beinni útsendingu munu þekkja mig fyrir sama mann,“ segir hann. „Það er rétt að þarna fer ég aðra leið en í barnabókunum enda er þetta ekki leikrit fyrir börn. Þetta er verk fyrir fullorðna áhorfendur.“ Það vefst fyrir manni að rekja söguþráð verksins, enda kannski ástæðulaust. Rétt er þó að upplýsa að í verkinu er samankominn hóp- ur fólks á námskeiði sem snýst um leit þeirra að sínum innri manni; alls kyns fólk með ýmsar sögur að baki sem komið er saman af ólíkum ástæðum og með óskyld markmið. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, ung glaðbeitt kona, Ásta að nafni, hefur útskrifast með láði af námskeiði hjá gúrunum Will Johnson og telur sig færa í flestan sjó. Hvernig þessu fólki reiðir af og hvaða sögur það dregur með sér er viðfangsefni leikritsins auk ýmislegs annars sem slæðist með eins og gengur. „Mig langaði til að skrifa leikrit um ástand. Mig var lengi búið að langa til þess en treysti mér aldrei almennilega til þess. Með ástandi á ég við leikrit án eiginlegs sögu- þráðar. Ekkert eiginlegt upphaf, miðja eða endir. Heldur ástand. Ég fékk svo þetta tækifæri upp í hend- urnar þegar Þórhildur Þorleifs- dóttir bauð mér að skrifa leikrit fyrir Borgarleikhúsið haustið 1998. Verkið hefur verið í vinnslu síðan sem er óvenju langur tími fyrir mig og sérstaklega þykir mér gott að þrátt fyrir að leikritið hafi þróast og tekið breytingum á þessum tíma þá hefur það ekki glatað þessu upprunalegu markmiði, að fjalla um ástand. Tilhneiging mín sem höfundar er að móta leikrit útfrá formhugsun og gefa því skýra lög- un, upphaf, miðju og endi. Bene- dikt sló alltaf á puttana á mér þeg- ar ég ætlaði að fara að gera eitthvað svoleiðis og líklega hefur það verið til stórra bóta að ég hef verið fjarverandi allan æfingatím- ann. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sýningin lítur út og veit ekki hverju ég má eiga von á.“ Allir í hamingjuleit Þeir leggja báðir mikla áherslu á að þrátt fyrir að námskeiðið sé eins konar rammi um sýninguna, þá sé þetta ekki paródía um námskeiða- áráttu Íslendinga. Þeir taka þó undir tilgátu blaðamanns um að í verkinu sé tekið á því fúski sem viðgangist á ýmsum sviðum sam- félagsins og hin lítt menntaða Ásta sé að fúska með líf og tilfinningar fólks sem hún hefur engar for- sendur til að fást við þegar koma upp á yfirborðið. „Hamingjufúsk, getum við kallað það,“ segir Bene- dikt og vísar til þess að persón- urnar eru allar í leit að hamingj- unni í einhverri mynd eða eins og Hulda segir; „Ég er að leita að við- miðun við eigin hamingju, svo ég viti hvort ég hefði orðið hamingju- samari í öðru húsi og með öðrum manni.“ Ein persóna verksins, játar að vera barnaníðingur, sem vafalaust á eftir að vekja einhver viðbrögð. Það sem kemur á óvart í sýning- unni er að játningar hans vekja engin sjáanleg viðbrögð hinna per- sónanna. Kannski er þetta líking fyrir viðbrögð samfélagsins sem hefur tilhneigingu til að ræða alla hluti þar til þeir glata merkingu sinni; svo lengi má tala um hlutina að hvað felst í gjörðinni á bak við orðin verður nánast að abstrakt fyrirbrigði. Önnur persóna þylur upp langa romsu um hvað hann langar til að gera og hvað hann langar til að verða. Þetta verður að eins konar spegli þess hvað má gera og hvað má ekki. Hvað sam- félagið leyfir einstaklingnum að ganga langt. Í hugskotinu bærast þó ýmsar „ólögmætar“ og „ósið- legar“ kenndir. „Þetta verk er heiðarlegasta út- gáfan af því ástandi sem ég horfi á þegar ég virði samfélagið fyrir mér,“ segir Þorvaldur og kveðst þess fyllilega meðvitaður um að honum verði jafnvel legið á hálsi fyrir að vera svartsýnn. „Hvar er birtan? Hvar er ljósið við enda gangnanna? Eru vafalaust spurn- ingar sem eiga eftir að hljóma. Ég er einnig meðvitaður um að per- sónurnar eru einhliða. Ég vildi hafa þær svoleiðis. Ég hefði getað gert þær þrívíðari en svona vil ég hafa þær,“ segir hann og setur fingurinn á það sem gagnrýnend- um sést stundum yfir. Hvað ætlaði höfundur sér með verkinu og hvar stendur það í samhengi við önnur verk hans. Er verkið svona af því að höfundurinn vildi hafa það ná- kvæmlega svona og ekki öðruvísi, eða gat hann bara ekki betur? Er verkið sem um ræðir eina vitnið um sköpunargáfu höfundarins eða er það eitt af mörgum vitnum sem öll verður að yfirheyra til að kom- ast að endanlegri niðurstöðu? Sjálfur segist Þorvaldur vita mjög gjörla hvers konar verk þetta sé. „Þetta er mjög yfirvegaður reiðilestur þar sem formið hefur látið undan innihaldinu og höfund- urinn hefur treyst listamönnum leikhússins, leikstjóra, leikendum og öðrum listrænum stjórnendum til að gera úr því það sem hægt er.“ Skemmtileg og skapandi vinna Benedikt klykkir út með því að segja að hópurinn sem unnið hafi við Nýja sviðið í vetur búi að fjöl- þættri reynslu. „Við hófum leikinn með því að æfa danska leikritið Fyrst er að fæðast þar sem fyrir lá algjörlega tilbúið handrit sem okk- ur var falið að sviðsetja. Verkefni okkar núna er gerólíkt þar sem um frumuppfærslu á nýju leikriti er að ræða. Þar þarf að vinna mun meira með handritið og textann, prófa ýmsa hluti og ganga úr skugga um að okkur sé ekki að sjást yfir ein- hverja lykilþætti í verkinu. Þetta er auðvitað gríðarlega skemmtileg og skapandi vinna og það eru nán- ast forréttindi að njóta þess að vinna með sama hópnum í hverju verkefninu af öðru á sama leiksviði. Þetta er draumur sem íslenskt leikhúsfólk hefur lengi dreymt um en hefur ekki orðið að veruleika í stóru leikhúsi fyrr en nú, þó leik- hópar eins og Frú Emilía og Hafn- arfjarðarleikhúsið hafi gert þetta með góðum árangri hér áður sem hingað til.“ Hamingjuleit í blindgötu Nýtt leikrit, And Björk of course… eftir Þorvald Þorsteinsson, verður frumsýnt í kvöld á Nýjasviði Borgarleikhússins. Hávar Sigurjónsson átti samtal við höfundinn og leikstjórann. Morgunblaðið/Sverrir Harpa Arnardóttir, Þór Tulinius og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Golli „Leikrit um ástand,“ segir Þorvaldur og Benedikt samsinnir. havar@mbl.is LISTIR 28 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fermingarnáttföt Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Náttskyrtur - Sloppar Mikið úrval Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu Bessastaðahreppur, Garðabær, Gerðahreppur, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vatnsleysuströnd. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir hefur sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Vestfirðir, (Ísafjörður, Látrabjarg) 21. til 24. júní. Kaupmannahöfn 30. maí til 2. júní. Ítalska- og austurríska Tíról 1. til 8. september. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum fyrir 17. apríl: Svanhvít Jónsdóttir 565 3708 Ína Jónsdóttir 421 2876 Guðrún Sigurðardóttir 426 8217 Guðrún Eyvindsdóttir 422 7174 Valdís Ólafsdóttir 566 6635 Orlofsnefndin. And Björk, of course… Eftir Þorvald Þorsteinsson Leikarar: Sóley Elíasdóttir, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þór Tulinius, Halldóra Geirharðs- dóttir Hljóð: Jakob Tryggvason Tónlist og gjörningar: Ragnar Kjartansson Lýsing: Kári Gíslason Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir Leikmynd: Stígur Stein- þórsson Leikstjóri: Benedikt Erlings- son

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.