Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 30

Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum M AÐUR að nafni Alfred H. Barr mun öllum öðr- um fremur hafa mótað ímynd hins heims- þekkta Nútíma- listasafns, MoMA, í New York, sem millj- ónir manna víða að úr heiminum heimsækja ár hvert. Safnið einnig vettvangur margra tíma- mótandi stórsýninga og firnalangra biðraða listnjótenda sem forvitinna ferðalanga. Til frásagnar, að þegar hinn þefvísi sjáandi á nútímalist tyllti tá í Reykjavík snemma á sjö- unda áratugnum mun hann hafa fallið fyrir því magnaða málverki Kjarvals, er upprunalega nefndist Flosagjá en seinna Fjallamjólk. Mála- vextir voru, að helstur brimbrjótur íslenskra lista á síðustu öld, Ragnar Jónsson í Smára, vildi opinbera áhrifavaldinum vettvang fram- sækinnar íslenskrar samtímalistar, og vænti mikils af þeim kynnum. Í því skyni safnaði hann saman miklum fjölda myndverka í Hlíðaskóla, sem þá var nýbyggður, og bauð hinum nafn- kennda listjöfur í sjónveislu. Árangurinn mun þó ekki hafa orðið sá er Ragnar vænti, kannski ekki nema von, hrá skólabyggingin ekki upp á marga fiska til kynningar á myndlist og und- irbúningurinn knappur. Hins vegar varð Barr uppnuminn er hann leit málverkið Fjallamjólk eftir Kjarval, sem hékk þá á heimili Ragnars, og var mjög í mun að festa þessa mynd til safns- ins, trúlega hefur hann boðið drjúgan skilding í hana. Þó telst öllu athyglisverðara, að Barr mun hafa heitið því að myndin yrði jafnan til sýnis á safninu, jafnvel á ákveðnum og áberandi stað sem var óvenjulegt boð að ekki sé fastar að orði kveðið. En Ragnar tók ekki í mál að selja málverkið úr landi, ekki frekar en Fjallkonuna, hefði hann haft umboð til þess, vissi sem svo að um þjóðargersemi var að ræða og slíkar skyldu síður á sölutorg heimsins. Barr á að hafa orðið meira en lítið undrandi er hinu einstaka kosta- boði hans var hafnað og meðtók að hér dyggðu engar fortölur, Ragnar fastur fyrir. Mun jafn- vel hafa þótt sér misboðið, en sagan hermir að hann hafi hið skjótasta horfið af landi brott. Hver sem kórrétt sagan er, og þótt ekki væri nema helmingur hennar staðreyndum sam- kvæm, er hún í meira lagi athyglisverð fyrir þá sök í hve ríkum mæli hún afhjúpar einstakan kraftbirting myndarinnar. Einnegin að útlendir eru ekki síður móttækilegir fyrir þeim óskýrðu mögnum en við Íslendingar, þótt andblærinn sem streymir úr málverkinu höfði sérstaklega til okkar sem holdtekja þeirra töfra sem hinn sögufrægi og helgi staður býr yfir. Er sem myndin persónugeri samanlagða sögu Þing- valla frá þjóðveldisöld fram á daginn er hún var máluð, mitt í hinum ógnarlegu stríðsátökum úti í heimi. Líkt og andi á skoðandann tímalaus ró og friðhelgi, Íslands þúsund ár. Ekki ósennilegt að listamaðurinn hafi eitt sumarkvöld verið uppnuminn af sértækri silfraðri sjónspeglun sem við blasti í Flosa- og Nikulásargjám, sem eru mjög djúpar og skyggni í vatni þeirra töfr- um líkast. Lifunin skorðast í heilakirnu hans, og með hugann að hinum hrikalegu hern- aðarátökum í heimsbyggðinni hafi viljað móta fullkomna andstæðu þeirra. Kyrja um leið með málaragræum sínum lofsöng til þjóðar sinnar, yst við eilífðar útsæ. Nærtækt að eitthvað í þá áttina komi upp í hugann hjá skoðandanum, en annars er mun hversdagslegri saga að baki sköpunarferlinu, eins og mörgum miklum lista- verkum. Þau koma til gerenda sinna líkt og fljótandi á fjöl eftir elfi verundarinnar, eiga sér aðdraganda í rökréttu vinnuferli og óskil- greindri straumiðu skynrænna kennda. Ólafur Þórðarson, systursonur, aðdáandi, vinur og velunnari Kjarvals, kom til meistarans í kauphugleiðingum þegar hann var orðinn nógu efnaður til slíkra athafna. Áður hafði Kjarval margoft vilja víkja að frænda sínum myndverkum, en Ólafur síður hugnast að taka við þeim þótt ekki skorti viljann, iðulega um úr- valsverk að ræða. Hér er á ferð gagnkvæmt ættarstolt og virðing, sagði móðurbróður sínum að selja frekar sköpunarverk sín, milli þeirra skyldu engar ölmusur, takk. En í upphafi fjórða áratugarins taldi Ólafur sig loks nógu fjáðan og skundaði á fund Kjarvals, sem einmitt í sama mund var að koma frá Þingvöllum og var ásamt öðrum að bera málverkastranga upp á vinnu- stofu sína á Austurstræti. En veðrið hafði verið hryssingslegt á Þingvöllum svo málverkin sem Kjarval lagði fyrir hann nokkuð gróf í útfærslu. Ólafi leist ekki nógu vel á þær en á leiðinni út og kominn fram á stigaganginn, rekur hann augun í svartkrítarriss í hálfluktum litakassa, opnar betur og skoðar uppkastið, kennir þar Ár- mannsfell og Flosagjá með gamla Lögberg fyr- ir miðju. Þetta gróft frumriss sem Kjarval hafði einmitt komið með að austan, en sagði hafa dagað upp vegna veðurs. Ósjálfrátt kom þá upp í huga Ólafs, frásögn af því hvernig amma Mós- es í Bandaríkjunum skorðaði léreftið á trön- urnar, horfði svo um stund á auðan flötinn lok- aði þvínæst augunum og úthugsaði næsta viðfangsefni, opnaði þau svo aftur og mundaði verkfærin. Velti því fyrir sér hvort Kjarval skyldi geta málað með þessari aðferð, og án þess að minnast á Moses, rekur hann upp skylt vinnuferli og spyr Kjarval hvort hann geti á þann hátt málað myndefnið í sumarskrúða. Þetta annars gömul og þekkt aðferð í sögu list- arinnar til að þjálfa sjónminnið. Hressileg og jákvæð viðbrögð Kjarvals því mjög skiljanleg, hefur séð hér nýjan og rólegri flöt á sköp- unarferli Þingvallamyndar en fram kom í offari dagsins. Að viku liðinni var Kjarval búinn að mála nokkuð í myndina, en biður Ólaf að líta inn, ekki á morgun heldur hinn. Innlitin urðu mörg, enda hér um mikla nákvæmnisvinnu að ræða sem þurfti tímann sinn áður en hlutirnir færu að fá á sig markað form, eitt lag tók við af öðru. Stundum lenti þeim saman um einstaka þætti, þótt allt væri í góðu, hér þurfti að fara að öllu með mikilli gát svo ekki hlypi í listamann- inn, eins og skeði stundum, hann tæki klút og þurkaði allt út með aðstoð tilheyrandi vessa. Kjarval fikaði sig áfram að endanlegri lausn og gerði ýmsar tilraunir, einn daginn var vatnið orðið blátt svo formin runnu saman í eina heild og þá fór heldur um Ólaf. Gerði hér at- hugasemdir og deildu þeir um hríð, en tóku enga ákvörðun um framhaldið, Ólafur krafðist einskis og Kjarval lofaði engu, sagði einungis; líttu til mín aftur, ekki á morgun heldur hinn. Er Ólafur kom næst var vatnið orðið hvítt aftur, og ný vídd hafði haldið innreið sína inn í mynd- skipanina. Í þá veru hélt Kjarval áfram að vinna myndina, þótt hann væri búinn að fara eina yfirferð yfir heildina með ýmsum lit- brigðum. Tók nú að fínmála hana með annarri yfirferð og byrjaði á smáatriðunum í klettinum vinstra megin, hélt svo áfram alla myndina upp til hægri þar til komið var að neðra horninu þeim megin. Þar hætti hann, en í þeim hluta er myndin eins og hún var eftir fyrstu umferð, sagði; Nú er stopp... Eins og um öll mikil listaverk sem menn standa bergnumdir frammi fyrir, er farsælast að gára ekki tilfinningaflæðið með löngum fag- legum útskýringum, meðtaka þau frekar sem hvert annað náttúruundur, sem þau og eru. Sagan að baki þeirra heillar meira, hvort heldur um tónsmíð, ljóð eða myndverk sé að ræða, meðfædd og þroskuð skynkenndin er fyrir öllu. En samsetning myndarinnar er afar slungin og flókin gerð, vinnuferlið framber jafnt hugs- anir málarans sem pensilsins eftir því sem hlut- vakin opinberunin öðlaðist meiri sjónvíddir. Löng leið frá frumrissi að endanlegri gerð, en hyggja mín er að listamanninum hafi tekist að varðveita ferskleika þess til síðustu pens- ilstroku, sem er hinn óviðjafnlegi galdur. Það er einmitt hinn náttúrulegi ferskleiki sem hrífur, yfirhafin kyrrð og eilífðarró eru aðal miðlægrar og samhverfrar myndbyggingarinnar. Lita- spilið fjölþættara í sínum jafna mettaða stíg- andi en augun nema í fyrstu, og nokkrar dökkbláar doppur í skugganum í enda gjár- innar hér mikilvægt innlegg, þótt engin taki eft- ir þeim nema í návígi, líkast þvottabláma er stigmagnar hið hvítasta hvíta. Málarinn hefur farið að ráðum systursonar síns, treyst minninu betur en auganu, talið mikilvægara að festa innri hugblæ og lifun á grunnflötinn, færa í raunsannan búning. Hér ráða lögmál myndflat- arins og skynjunarinnar ferð pensilsins við að draga upp og stigmagna mikilvægustu áherslu- atriðin, heildina um leið. Þetta mun Alfred H. Barr hafa skynjað á augabragði, ennfremur hinn framstreymandi og sjálfsprottna fersk- leika, sem er kjarni allrar sannrar listsköpunar. Fjallamjólk Jóhannes Sveinsson Kjarval (1887–1972): Fjallamjólk, 1941, olía á léreft. Upprunalega í eigu Ólafs Þórðarsonar, síðan Ragnars Jónssonar, nú Listasafns Alþýðusambands Íslands. Bragi Ásgeirsson Samið í tilefni sýningarinnar Huglæg tjáning – máttur list- arinnar í Listasafni Íslands, fyrsti lestur af fjórum.  Lesið í málverk I ÞAÐ er ekki oft sem á fjörur manns rekur bók sem umsvifalaust er hægt að skipa í flokk með þeim verk- um er allir ættu að lesa. Þannig er því þó varið með bókina „Kynþáttafor- dómar – hvað er það, pabbi?“ eftir Tahar Ben Jelloun, en hún kom út í ís- lenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar fyrir skömmu. Verkið fjallar um eitt áleitnasta vandamál samtímans, for- dóma gagnvart „öðrum“ kynþáttum, en umfjöllunin er með þeim hætti að hún er vel til þess fallin að bæta sam- skipti lesandans við alla þá sem á vegi hans verða í lífinu, hvort sem hann samsamar sig þeim eða ekki. Í greinargóðum eftirmála þýðand- ans kemur fram að Jelloun er af norð- ur-afrískum uppruna, fæddur í Mar- okkó, en hefur um langt árabil búið í Frakklandi. „Hann hefur frá upphafi rithöfundarferils síns verið að byggja brýr á milli fólks og menningarheima, en jafnframt verið ötull við að rífa nið- ur múra misskilnings og haturs“ (bls. 81), segir Friðrik. Hann vísar einnig í orð Jelloun sjálfs í franska bók- menntatímaritinu Lire, þar sem rit- höfundurinn lýsir ferli sínum sem hægum og samkvæmum sjálfum sér: „Ég hef alla tíð skrifað um það sama, það er að segja um ofbeldið í lífinu.“ (Bls. 84). Verkið „Kynþáttafordómar – hvað er það, pabbi?“ spratt upp úr tilraun Jelloun til að útskýra þennan vanda fyrir tíu ára gamalli dóttur sinni. Í formálanum sem lýsir tilurð bókar- innar segir höfundurinn að hann hafi þurft að endurskrifa og slípa textann mikið þar til hann tók á sig endanlega mynd, enda var markmið hans að gera afar flókið félags- og sálfræði- legt ferli skiljanlegt börnum, í texta sem þau gætu sjálf lesið og tileinkað sér. Í textanum má sjá að hugtök sem nauðsynleg eru til að útskýra ákveðin atriði geta verið börnum illskiljanleg og vakið upp frekari spurningar sem Jelloun leggur sig einnig fram við að svara. Þannig er flestöllum þeim grundvallarhugtökum sem nauðsyn- legt er að þekkja í almennri siðfræði gerð skil með hætti (og oft dæmum) sem börn eiga auðvelt með að tileinka sér. Þýðandanum hefur tekist ákaf- lega vel að halda þessum eiginleikum til streitu í íslenska textanum, sem er bæði aðgengilegur og hnitmiðaður. Sá einfaldleiki sem við blasir í yfir- borði bókarinnar er henni því til framdráttar við að gera efniviðnum skil, en hann er bæði flókinn og vand- meðfarinn. Afstaða Jelloun til kyþáttafordóma byggist á þeirri staðreynd að enginn fæðist fordómafullur og fórdómar séu áunnir. Hann bendir á að með því að mennta börn með réttum hætti megi koma í veg fyrir mikinn vanda því mun erfiðara sé að uppræta áunna fordóma hjá fullorðnu fólki en börn- um. Það er athyglisvert hversu mikil áherslu Jelloun leggur á að útskýra fyrir dóttur sinni nauðsyn þess að greina á milli einstaklinga og hópa fólks – ekki síst þegar um framandi fólk er að ræða – vegna þess að þegar allt kemur til alls koma fordómar gagnvart hópnum alltaf beint niður á þeim einstaklingum sem hann mynda. Jafnframt er augljóst að mun auðveldara er að koma í veg fyrir for- dóma þegar einstaklingurinn er dæmdur á eigin verðleikum en ekki samkvæmt alhæfingum er tengjast þeim hópi er hann tilheyrir. Persónu- leg ábyrgð og virðing í samskiptum einstaklinga eru því lykillinn að upp- rætingu fordómanna, sem og mikil- vægi þess að skilgreina þær forsend- ur sem maður hefur fyrir að fella dóma, svo sem hæfileikann til að greina á milli þess að líka ekki við ein- hvern og vera fordómafullur gagn- vart honum. Tahar Ben Jelloun leggur til að við hættum að nota orðið „kynþáttur“ þar sem það „[...] eru ekki til kyn- þættir manna. Það er bara til eitt mannkyn og innan þess eru karlar og konur, þeldökkt fólk, hávaxið fólk og lágvaxið fólk, fólk sem gætt er ýms- um ólíkum hæfileikum. Síðan eru til ýmsar tegundir dýra. Það má ekki nota orðið „kynþáttur“ til þess að segja að menn séu mismunandi og ólíkir. Orðið „kynþáttur“ er ekki grundvallað á neinni vísindalegri þekkingu. Það hefur verið notað til þess að leggja sérstaka áherslu á ólík útlitseinkenni.“ (Bls. 26). Jalloun hef- ur hér mikið til síns máls, því orðið „kynþáttur“ ýtir óneitanlega undir tilfinningu fólks fyrir því að það sem greinir ólíka hópa mannkyns að risti mun dýpra en útlit mannanna barna segir til um, þó fyrir því séu engin rök. Þannig vekur verkið mann til um- hugsunar um allar hliðar fordóma – jafnvel það hvernig þeir endurspegl- ast ómeðvitað í hversdaglegri orða- notkun. Allir sem hafa uppeldislegar skyldur gagnvart börnum, svo sem foreldrar og kennarar ættu að kynna sér þessa bók – þar er tekist á við spursmál sem við komumst ekki hjá að kljást við og iðulega skipta sköpum í velfarnaði okkar og skilningi á lífinu. BÆKUR Samtalsbók Eftir Tahar Bel Jelloun. Friðrik Rafnsson þýddi. Útgefandi Mál og menning 2002. 85 bls. KYNÞÁTTAFORDÓMAR – HVAÐ ER ÞAÐ, PABBI? Einungis eitt mannkyn Fríða Björk Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.