Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 32
32 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
7. apríl 1992: „Ekkert gjald
má greiða af hendi, nema
heimild sé til þess í fjárlögum
eða fjáraukalögum, segir í 41.
grein stjórnarskrár lýðveld-
isins Íslands.
Ætlun stjórnarskrárgjaf-
ans með þessum skýru og
ótvíræðu fyrirmælum er ber-
sýnilega sú að heimildar til
fjárveitingar úr ríkissjóði sé
ævinlega aflað fyrirfram
hverju sinni, annaðhvort í
fjárlögum eða fjáraukalögum
á hverju fjárlagaári.
Því miður hefur fram-
kvæmdin orðið allt önnur.
„Um árabil hafa svokallaðar
aukafjárveitingar fjár-
málaráðherra tíðkast,“ segja
fjárlaganefndarmenn í grein-
argerð með frumvarpi um
greiðslur úr ríkissjóði, „og þá
ýmist með eða án samráðs við
ríkisstjórn eða fjárveit-
inganefnd. Framkvæmd þessi
styðst, að sjálfsögðu hvorki
við fyrirmæli í almennum lög-
um né aðrar skráðar rétt-
arheimildir, enda ekki furða
þar sem slík fyrirmæli hlytu
eðli sínu samkvæmt að vera í
hróplegu ósamræmi við skýr
ákvæði stjórnarskrárinnar.“ Í
þessum efnum hefur því ein af
grundvallarreglum íslenzkrar
stjórnskipunar verið brotin,
sem sagt sú, að Alþingi fari
með fjárveitingavaldið.“
. . . . . . . . . .
7. apríl 1982: „Sagan sýnir að
varnir eyríkja geta verið erf-
iðar. Á sínum tíma gerðu
Japanir skyndiárás á Pearl
Harbor á Hawaii-eyjum og
grönduðu stórum hluta banda-
ríska flotans. Japanir gengu
ekki á land á Hawaii, til þess
skorti þá afl, þótt þeir gætu
komið Bandaríkjamönnum á
óvart með loftárásum. Falk-
landseyjar eru 400 til 500 míl-
ur frá Argentínu, en stjórn-
völd þar hafa gert kröfu til
yfirráða á þeim síðan 1833.
Eyjarnar eru hins vegar hluti
af Bretlandi, sem er í um 8000
mílna fjarlægð. [ ... ] Breska
stjórnin taldi víst, að með
samningum væri unnt að leysa
ágreiningsmál við ríkisstjórn
Argentínu út af yfirráðum yfir
Falklandseyjum. Trú Breta á
það kom meðal annars fram í
því, að þeir sendu ekki aukinn
liðsafla til Falklandseyja,
þrátt fyrir hótanir Argent-
ínumanna. Á eyjunum var því
sama og engin andstaða, þeg-
ar argentínski herinn lét til
skarar skríða. Nú hafa Bretar
gert út öflugan sóknarflota,
yfir tug skipa og nokkur þús-
und hermenn, til að end-
urheimta eyjarnar. “
. . . . . . . . . .
7. apríl 1972: „Eins og alkunna
er boðaði vinstri stjórnin í
málefnasamningi sínum, að
vinnutími yrði styttur, orlof
lengt, og auk þess yrðu
tryggðar 20% kjarabætur á
tveimur árum. Samninga-
nefndir launþega og vinnu-
veitenda stóðu þess vegna
frammi fyrir því á sl. hausti,
að fyrst yrði að semja um
vinnutímastyttingu og leng-
ingu orlofs, sem þýddu allt að
15% útgjaldaaukningu fyrir
atvinnuvegina, en síðan yrði
að takast á um hugsanlega
kaupgjaldshækkun. Þessar
óskynsamlegu yfirlýsingar
vinstri stjórnarinnar ollu því,
að samningar drógust á lang-
inn og mjög illa horfði um
skeið, þótt aðilar vinnumark-
aðarins tækju höndum saman
á lokastigi til að leysa málin.
Voru þar fyrst og fremst að
verki stjórnarandstæðingar,
bæði í röðum launþega og
vinnuveitenda, sem vildu
forða þeirri þjóðarógæfu, að
allsherjarverkföll skyllu yfir.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AUÐLINDAGJALD
AF VATNSAFLI
Hinn 21. marz sl. kvaðóbyggðanefnd upp úrskurðum þjóðlendumörk og eign-
arrétt á þjóðlendum í sjö hreppum í
uppsveitum Árnessýslu. Athygli
vakti að nefndin taldi, að Landsvirkj-
un ætti ekki landsréttindi, þar með
talin vatnsréttindi innan þjóðlend-
unnar í uppsveitum Árnessýslu. Rík-
issjóður væri handhafi þeirra rétt-
inda.
Í úttekt, sem birtist í Morgun-
blaðinu hinn 2. apríl sl. um þessa nið-
urstöðu, sagði Helgi Bjarnason,
skrifstofustjóri orkusviðs iðnaðar-
ráðuneytisins m.a.: „Í þessari stöðu
þurfa ríkið og Landsvirkjun að ræð-
ast við um það á hvaða hátt menn
túlka þetta fyrir annars vegar þær
virkjanir, sem nú þegar eru í rekstri
og hins vegar fyrir virkjanir, sem
væntanlega verða byggðar eða eru í
bígerð.“
Helgi Bjarnason sagði ennfremur,
að „viðræðurnar muni líklega snúast
um hvort og þá hvernig gjald ríkið
muni taka af Landsvirkjun fyrir af-
not af vatnsréttindunum“ og bætti
við:
„Þær viðræður, sem ríkið og
Landsvirkjun þurfa að eiga munu
væntanlega snúast um einhvers kon-
ar gjald af vatnsréttindum. Annað-
hvort um gjald í formi eingreiðslu
eða gjald, sem tengt er framleiðsl-
unni.“
Í ræðu sem Þorkell Helgason
orkumálastjóri flutti á samráðsfundi
Landsvirkjunar í fyrradag fjallaði
hann m.a. um orkufyrirtækin í mark-
aðsvæddu umhverfi og sagði að við
þær aðstæður yrði ríkið að axla
auknar byrðar í orkurannsóknum. Til
þess að standa undir þeim kostnaði
benti orkumálastjóri á nokkrar leiðir
og m.a. þessa:
„Sala á nýtingarleyfum. Hér er átt
við að leyfi til nýtingar náttúruauð-
linda, a.m.k. þeim, sem eru á forræði
ríkisins, verði seld og þá helzt á e.k.
markaðsverði með uppboði. Hafi ver-
ið kostað til rannsókna á auðlindinni
þá mun það endurspeglast í því verði,
sem goldið verður fyrir leyfið.“
Í skýrslu auðlindanefndar, sem út
kom haustið 2000 var fjallað um þessi
mál og þar sagði m.a.:
„Sum réttindi til nýtingar á vatns-
afli eru eins og áður segir háð einka-
eignarrétti en önnur yrðu í þjóðar-
eign samkvæmt tillögum nefndarinn-
ar. Að teknu tilliti til þessa telur
nefndin að innheimta eigi auðlinda-
arð af vatnsafli í þjóðlendum, sem
enn hefur ekki verið selt eða fram-
selt svo skuldbindandi sé og yrði því
að þjóðareign með því að selja lang-
tíma nýtingarréttindi á uppboði, ef
nægileg samkeppni er fyrir hendi. Að
öðrum kosti skuli semja um greiðslu
auðlindagjalds á grundvelli þess um-
framarðs, sem gera má ráð fyrir að
falli til á samningstímanum.“
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
um auðlindagjald í sjávarútvegi, sem
gera má ráð fyrir að verði að lögum á
þessu þingi.
Í umræðum um þessi mál hefur rík
áherzla verið lögð á, að gjald fyrir
nýtingu auðlinda eigi að taka í öllum
atvinnugreinum en ekki bara í sjáv-
arútvegi. Það er m.a. forsenda fyrir
því, að sjávarútvegurinn hefur fallizt
á greiðslu slíks gjalds.
Í ljósi þess, sem hér hefur verið
rakið er tímabært að umræður hefj-
ist um gjaldtöku vegna nýtingar
vatnsafls.
E
FTIR ræðu George Bush
Bandaríkjaforseta á fimmtu-
dag um málefni Miðaustur-
landa hugsuðu margir með
sér að loks hefðu Banda-
ríkjamenn tekið af skarið
eftir stefnuleysi, hik og fum
á meðan ofbeldi og blóðsút-
hellingar hafa farið vaxandi í átökum Ísraela og
Palestínumanna. Fréttaskýrendur hjuggu þó
samstundis eftir því að Bush nefndi engar tíma-
takmarkanir er hann skoraði á Ísraela að draga
herlið sitt til baka frá heimastjórnarsvæðum Pal-
estínumanna og var leitt að því getum að Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels, myndi túlka það
sem svo að hann hefði frítt spil þar til Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur til við-
ræðna við Ísraela og Palestínumenn í lok næstu
viku. Í gærmorgun, föstudag, samþykkti örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna síðan ályktun þar sem
Ísraelar voru hvattir til að draga herlið sitt til baka
„án tafar“. Powell notaði sama orðalag þegar hann
var spurður um þetta atriði á blaðamannafundi í
gær: „Væntingar forsetans eru þær að innrásun-
um linni og hafist verði handa með brottflutning
eins fljótt og hægt er eða án tafar, hvort orðalagið
sem þið kjósið.“
Það hefur iðulega sýnt sig að þegar Bandaríkja-
menn sýna að þeim sé alvara láti Ísraelar undan
þrýstingi þeirra og binda margir vonir við að það
sé að gerast nú. Stjórn Bush hefur hins vegar ekki
aðeins beint spjótum sínum að Ísraelum heldur er
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, beittur
þrýstingi um leið. Powell hefur ekki látið uppi
hvort hann muni ræða við Arafat í næstu viku og
segja starfsmenn í utanríkisráðuneytinu að það sé
með vilja gert. Stefnan sé að bíða og sjá hvort Ara-
fat verðskuldi slíkan fund. Bandaríkjastjórn hafi
skorað á hann að stöðva ofbeldi í garð Ísraela og
hann þurfi að standa sig. Einnig hefur verið tekið
fram að Powell muni ræða við aðra leiðtoga Pal-
estínumanna hvort sem hann hitti Arafat eða ekki.
Ísraelar hafa lagt allt kapp á að einangra Arafat
undanfarið, en Bush gætti þess í ræðu sinni á
fimmtudag að vísa til hans sem leiðtoga heima-
stjórnar Palestínumanna. Í samtali við bresku
sjónvarpsstöðina ITV, sem sýnt var í gær, föstu-
dag, var Bush hins vegar ómyrkur í máli og sagði
að Arafat væri ótraustur samningsaðili. Þegar
Bush var spurður hvort Arafat hefði fyrirgert
trausti sínu svaraði Bush: „Hann hefur vissulega
ekki verðskuldað það. Ég á við, þetta er maður,
sem sagði þegar hann skrifaði undir Óslóarsam-
komulagið að hann myndi berjast gegn hryðju-
verkum. Við héldum að komið hefði verið á vopna-
hléi. Við vorum við það að ná vopnahléi og þá er
framin sjálfsmorðsárás.“ Síðan bætti forsetinn við
að það væru aðrir á þessum slóðum, sem gegnt
gætu forystuhlutverki og nefndi Abdullah krón-
prins í Sádi-Arabíu, Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands, og Abdullah Jórdaníukonung. Þessi
ummæli hafa verið túlkuð sem svo að Bush vilji
knýja arabaleiðtoga til að þrýsta á Palestínumenn
og var haft eftir bandarískum embættismanni að
Bandaríkjamenn gengju út frá því að Palestínu-
menn vildu ekki hlusta.
Víðtækt umboð
Powells
Powell hefur nokkuð
víðtækt umboð í ferð
sinni í næstu viku.
Hann leggur af stað á
morgun, sunnudag, og mun ræða við arabaleið-
toga í Marokkó, Egyptalandi og Jórdaníu og evr-
ópska embættismenn í Madrid áður en hann held-
ur til Ísraels. Meðal þess, sem gæti legið á borðinu,
er að haldin verði einhvers konar friðarráðstefna
eða leiðtogafundur. Til þess mun þó sennilega ekki
koma nema miklar líkur séu á að slíkur fundur
skili árangri. Að minnsta kosti var ekki hægt að
skilja orð Bush í ITV-viðtalinu öðru vísi en að hann
hefði miklar efasemdir um ágæti þess að halda
friðarráðstefnu. Einnig gaf hann fyrsta sinni í
skyn að hin misheppnaða tilraun Bills Clintons,
forvera síns í embætti, til að stilla til friðar í Mið-
austurlöndum þegar hann efndi til leiðtogafundar
í Camp David í júlí árið 2000, hefði átt þátt í upp-
reisn Palestínumanna tveimur mánuðum síðar.
„Við höfum áður reynt leiðtogafundi eins og þú
kannski manst,“ sagði Bush við spyrjanda sinn.
„Það er ekki langt síðan boðað var til leiðtoga-
fundar og ekkert gerðist. Fyrir vikið varð veruleg
intifada á svæðinu.“ Síðan bætti hann við: „Hve-
nær er við hæfi að boða til leiðtogafundar? Þegar
útlit er fyrir að hægt verði að koma einhverju í
verk.“
Ari Fleisher, talsmaður Bush, kallaði fram hörð
mótmæli frá aðstoðarmönnum Clintons þegar
hann viðhafði svipuð ummæli í mars og gaf þá for-
setaembættið út yfirlýsingu þar sem sagði að
Clinton bæri enga ábyrgð á ofbeldinu.
Ýmsir hafa viljað vísa til fundar Clintons með
Arafat og Ehud Barak, þáverandi forsætisráð-
herra Ísraels, þegar rætt er um upphaf yfirstand-
andi uppreisnar Palestínumanna, en ef finna á
beint orsakasamhengi væri þó nærtækara að
benda á för Sharons á staðinn, sem gyðingar kalla
Musterishæðina í Jerúsalem, en arabar nefna al
Haram al Sharif, sem var bein ögrun við Palest-
ínumenn og arabaheiminn. Khalil Shikaki stjórn-
málafræðingur skrifar í janúar/febrúarhefti tíma-
ritsins Foreign Affairs að sannleikurinn sé sá að
uppreisnina beri ekki aðeins að rekja til þessara
tveggja atburða heldur einnig þess að ungliðarnir í
þjóðernishreyfingu Palestínumanna séu ósáttir
við gömlu kynslóðina og telji að ráðamenn í Frels-
issamtökum Palestínu, PLO, hafi brugðist vegna
þess að þeir hafi hvorki knúið fram sjálfstæði Pal-
estínu né stundað góða stjórnarhætti. Tilgangur
uppreisnarinnar hafi verið tvíþættur, annars veg-
ar að fá Ísraela til að láta Vesturbakkann og Gaza
af hendi líkt og þeir kölluðu herlið sitt til baka frá
Suður-Líbanon í maí árið 2000 og hins vegar
veikja forystu Palestínumanna og koma nýjum
mönnum að í staðinn. Hið síðarnefnda hefur að
nokkru leyti tekist og hefur yngri mönnum tekist
að koma sér fyrir víða í stjórnkerfi heimastjórn-
arinnar.
Sharon hefur aftur tekist að kynda undir reiði í
arabaheiminum með aðgerðum sínum á herteknu
svæðunum undanfarna daga og vikur. Á sama
tíma ríkir ótti og skelfing í Ísrael. Frá því Sharon
komst til valda hefur skollið á alda hryðjuverka.
Nánast hverri árás Ísraela er svarað með aðgerð
og Ísraelar svara með ofbeldi. Síðan önnur upp-
reisn Palestínumanna hófst í september 2000 hafa
að talið er 1140 Palestínumenn látið lífið og 400
Ísraelar. Í síðasta mánuði var gífurlegt mannfall.
250 Palestínumenn létu lífið og 124 Ísraelar.
Varist bak við
járnvegg
Ísraelum hefur ekki
tekist að brjóta Palest-
ínumenn á bak aftur
eins og ætlunin var, en
fréttaskýrendur hafa haldið því fram að hið gagn-
stæða væri að gerast. Ísraelar væru að missa móð-
inn og farið væri að fjara undan Sharon. Það er
öðru nær ef marka má skoðanakönnun, sem birtist
í dagblaðinu Jerusalem Post og greint er frá í
Morgunblaðinu í dag, laugardag, þar sem kemur
fram að 72% Ísraela styðji hernaðaraðgerðirnar á
Vesturbakkanum. Þessi könnun bendir til þess að
ákveðin umpólun sé að eiga sér stað í Ísrael, sem
geri allar málamiðlanir illmögulegar. Hver sá
stjórnmálamaður, sem sé tilbúinn til að færa fórn-
ir til að ná samkomulagi við Palestínumenn, sé um
leið að fremja pólitískt sjálfsmorð. Það hefur
reyndar alla tíð verið sjónarmið Ísraela að öll sam-
skipti þeirra við arabaheiminn skuli byggjast á yf-
irburðum þeirra. Þessi hugsun nær lengra aftur
en stofnun Ísraels fyrir rúmlega hálfri öld. Árið
1923 skrifaði Ze’ev Jabotinsky tvær greinar sem
hann nefndi Járnvegginn. Þar segir hann að
hvorki arabar í Palestínu né arabar utan Palestínu
verði keyptir með loforðum og þeir muni ekki
ganga til samninga af fúsum og frjálsum vilja. „Við
verðum annaðhvort að hætta tilraunum til land-
náms eða halda þeim áfram án þess að veita af-
stöðu þeirra sem fyrir eru athygli,“ skrifar hann.
„Landnám getur þannig þróast undir vernd afls,
sem ekki er háð íbúunum á staðnum, bak við járn-
vegg, sem þeir munu ekki hafa afl til að brjóta nið-
ur.“
Í Ísrael er komin fram ný kynslóð sagnfræð-
inga, sem hefur fjallað um upphaf Ísraelsríkis á
gagnrýninn hátt og skrifað á skjön við hina op-
inberu hetjuútgáfu. Einn þessara sagnfræðinga
heitir Avi Shlaim, sem nýlega skrifaði fróðlega bók
um samskipti Ísraela við arabaheiminn og nefndi
hana Járnvegginn. Shlaim heldur því fram að
stefnumörkun ísraelskra ráðamanna hafi allt fram
á þennan dag grundvallast á hugmyndinni um
járnvegginn milli Ísraela og araba. Ísraelar muni
hvorki ná samningum við Palestínumenn, né
granna sína, nema að semja af styrkleika. Til þess
að það sé hægt þurfi Ísraelar að hafa hernaðarlega
yfirburði yfir nágranna sína og sýna þá í verki.
Þótt þessi hugmyndafræði hafi verið höfð að leið-
arljósi í Ísrael hefur hún alls ekki verið óumdeild.
Framan af var skýr ágreiningur milli þeirra, sem
aðhylltust hernaðarhyggju annars vegar og mál-
svara hófsemi hins vegar. Hinir síðarnefndu, sem
höfðu Moshe Sharett, sem var annar forsætisráð-
herra Ísraels, í broddi fylkingar, héldu því fram að
með hernaðarhyggjunni væri ekkert hugsað um
það hvaða áhrif aðgerðir Ísraela hefðu á araba.
Sharett hafnaði þeirri niðurstöðu að það væru ör-
lög Ísraela að lifa umsetnir í virki sínu og verjast
óvinum sínum og letja þá með því að reiða sig á
sverðið eingöngu og vildi fremur brjóta niður
múrana. Það sjónarmið varð undir.
Opinberlega hafa Ísraelar ávallt haldið því fram
að meginástæðan fyrir því að þeir hafi ekki getað