Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur. www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunar- æfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá 1994. Hefst 9. apríl — Þri. og fim. kl. 20.00. Jóga fyrir konur sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Arnhildur Magnúsdóttir starfaði sem jógakennari þegar hún greind- ist með krabbamein og reyndist jóga mikill styrkur í meðferðinni. Í framhaldi fæddist með henni hugmynd að námskeiði sérsniðnu að þörfum kvenna sem eru að ganga í gegnum það sama. (Sjá nánar á www.yogastudio.is) Hefst 16. apríl – Þri. og fim. kl. 12.00 í 4 vikur.  UMMÆLI Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra um sjávar- útvegsstefnu Evrópu- sambandsins í Berlín á dögunum gefa tilefni til vangaveltu um þau mál og nokkurrar sögulegrar upprifjun- ar. Upphaf þessa máls árið 1957 eru ákvæði Rómarsamningsins um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í starfsemi Efnahags- bandalags Evrópu, sem þá var hleypt af stokkunum. Samnings- ákvæðin voru sniðin eftir þörfum landbúnaðarins, sem þá eins og nú var einn af höf- uðatvinnuvegum þessara landa og hafði mikið pólitískt vægi. Þetta átti sérstaklega við um Frakkland, sem einkum hlaut ávinninginn. Á þeim árum var talað um Efnahags- bandalagið sem hjúskap þýsks iðn- aðar og fransks landbúnaðar. Rómarsamningurinn kvað á um af- nám tolla og hafta fyrir búvörur meðal aðildarríkjanna og að sett skyldi sameiginlega stefna í land- búnaðarmálum fyrir lok aðlögunar- tímabilsins. Það kom fljótt í ljós að höfundar Rómarsamningsins höfðu ákveðnar hugmyndir um heildar- kerfi til hagsbóta fyrir landbúnað aðildarríkjanna. Hvað svo sem segja má um hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu verður því ekki neitað að þar var gengið til verks. Það varð hins vegar annað og óskylt verkefni fyrir þátttökuríkin og fljótlega sérstakt vandamál fyr- ir önnur Evrópulönd að það voru landbúnaðarákvæði Rómarsamn- ingsins, en ekki þau hin almennu um stofnun sameiginlegs markaðs sem náðu til sjávarútvegsins. Um þetta fyrirkomulag hefur vafalaust ríkt samstaða í upphafi vegna þess að sjávarútvegur var yfirleitt tengdur landbúnaði pólitískt og stjórnsýslulega í sama ráðuneyti. Danmörk, Ísland og Noregur voru ein um að vera með sérstök sjáv- arútvegsráðuneyti, enda þar um að ræða mikilvæga atvinnugrein, gagnstætt því sem var í ríkjum Efnahagsbandalagsins. Strandmið- in í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Þýskalandi eru rýr, að ekki sé talað um Ítalíu í hinu fiskisnauða Miðjarðarhafi. Þýðing sjávarút- vegs í Cuxhaven, Bremerhaven, Oostende eða bæjum á Bretagne- skaga var aðallega vegna útgerðar á fjarlæg mið, sem svo hétu þar en voru hins vegar heimamið annarra. Hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu þessara ríkja var inn- an við 1%, en sjötti stofnaðilinn, Lúxem- borg, var eðlilega stikkfrír í sjósókn. Þótt sjávarútvegur hefði þannig stað- bundna þýðingu á meginlandinu, eins og í Bretlandi með Grimsby og Hull, voru málefni hans aldrei með í þjóðar- umræðu um stórmál. Það lá með öðrum orðum ekkert á varðandi sjávarútvegsmál í Efnahagsbanda- laginu, fyrsta áratuginn eða svo, annað en að taka ákvarðanir um sameiginlegan ytri toll. Það hafði hins vegar þær óheppilegu afleið- ingar fyrir okkur, að 18% sameig- inlegur tollur á freðfiski, sem var fenginn sem beint meðaltal fyrri tolla landanna, þýddi hækkun þar sem síst skyldi. Í Hollandi hafði ekki verið neinn tollur, en þar hafði Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna ráðagerðir um að reisa fisk- vinnsluverksmiðju sem urðu að engu vegna tollabreytingarinnar. Það er við fyrstu stækkun bandalagsins á 8. áratugnum að mótun sameiginlegrar sjávarút- vegsstefnu hefst með afdrifaríkri stefnumörkun. Rétt áður en aðild- arviðræður Breta, Dana, Norð- manna og Íra hófust árið 1971, kemur sú ákvörðun, reyndar um- sækjendum alveg að óvörum, að fiskiskip bandalagsríkja skuli njóta jafnra réttinda til veiða innan lög- sögu allra aðildarríkja sem og í samningsbundnum veiðiréttindum við þriðju ríki. Í bók minni „ Ísland og Evrópuþróunin 1950–2000“ var bent á að þetta kom sem skollinn úr sauðarleggnum að Írum, að ekki sé talað um Norðmenn, enda varð þetta beinlínis til þess að að- ildarsamningurinn var felldur þar í þjóðaratkvæði 1972. En það er vert að hafa í huga, að sjálf ákvæði Rómarsamningsins snerta þessi mál ekki né kveða þau á um sam- eiginlega nýtingu fiskistofna frem- ur en neins annars í lögsögu ríkjanna. Þetta vissu að sjálfsögðu hinir fyrstu aðildarumsækjendur. Ákvarðanir varðandi sjávarútveg- inn eru síðan teknar í tímans rás en þeim hafa aðildarríkin í hendi sér að breyta eða laga að nýjum aðstæðum. Ástæðan fyrir þessari afdrifaríku ákvörðun um opnun fiskveiðilögsögunnar á fundi ráð- herraráðs Efnahagsbandalagsins í Lúxemborg árið 1971, sem Róm- arsamningurinn kallaði ekki á, til- heyrir nú sögunni. En það hefur yfirleitt verið haft fyrir satt, að þetta mál hafi verið lítt undirbúið en samþykkt að frumkvæði Frakka, til að herða á aðildarskil- málunum við hina tvístígandi Breta. Nú kann vel að vera að Bretar hafi ekki litið á þetta sem gagnstætt sínum hagsmunum um veiðar á fjarlægum slóðum og það gat hentað Dönum vegna nýrra möguleika í Norðursjávarveiðum. Írar töpuðu en höfðu ávinning í landbúnaði. Hið raunverulega fórnarlamb voru Norðmenn, sem vel hefðu sómt sér í innsta kjarna Evrópusamvinnunnar. II Það gat að sjálfsögðu ekki farið á annan veg en að Íslendingar litu á það með furðu hve hér var á snið gengið við rétt strandríkja, sem háð voru fiskveiðum um eigin nýt- ingu auðlindarinnar. Þetta hafði verið það fyrsta og fremsta af bar- áttumálum okkar frá stofnun ís- lensks lýðveldis. Og ekki þarf að fjölyrða um að stjórnmálaflokkar sem og landsmenn voru þá þegar eindregið þeirrar skoðunar, að tenging fiskveiðréttinda útlendinga innan lögsögu okkar við markaðs- aðgang kæmi undir engum kring- umstæðum til greina. Árið 1976 unnum við fullnaðarsigurinn í landhelgisbaráttunni en þá gekk í gildi bókun 6 við fríverslunarsamn- inginn við Efnahagsbandalagið sem tryggði mikilsverð fríverslun- arréttindi fyrir sjávarafurðir. Áð- ur, eða árið 1970, urðum við aðilar að EFTA með umtalsverðri frí- verslun fyrir sjávarafurðir í því bandalagi. Við vorum á þessum ár- um í senn aðalhöfundar á alþjóða- vettvengi að 200 mílna fiskveiði- lögsögu sem þjóðréttarreglu og sömdum jafnframt um þátttöku í fríverslun í Vestur-Evrópu á gagn- kvæmisgrundvelli án neinnar teng- ingar við fiskveiðiréttindi hér við land. Það var að sjálfsögðu grund- vallaratriði í EES-samningsgerð- inni. Þetta hefur verið svo ræki- lega kynnt fyrr og síðar að þeir aðilar sem okkur skipta máli í Evr- ópulöndum og ekki hafa fullan skilning á málefnum okkar hljóta að vera býsna torfundnir. En svo gott sem það er, leysir það ekki vandann vegna sjávarútvegsstefnu ESB, sem er hinn raunverulegi þrándur í götu þess að við njótum fullra viðskiptafríðinda fyrir út- flutning sjávarafurða í núverandi og verðandi Evrópusambandi. Þótt það sé naumast við hæfi í þeim vinsamlegu og traustu sam- skiptum, sem við eigum við ESB að fella dóma um starfsemi þess, verður þó að segja eins og er, að ekki muni sameiginleg stefna þess í sjávarútvegsmálum eiga erindi á afrekaskrá Evrópusamvinnu. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að ESB hefur alls ekki tekist að stilla veiðiálagi í neitt það hóf sem eðlilegur afrakstur fiskistofnanna þolir. Við hefur blasað slíkt hrun nytjastofna í Norðursjó að helsta ráðið væri algjört veiðibann. Um er að ræða það mikinn beinan stuðning við fiskiflotann að veiði- getan er langt umfram það sem er ákjósanlegt frá sjónarmiði arð- semi. Vandamálin eru slík, að það er í mesta máta vafasamt hvort sú endurskoðun sjávarútvegsstefn- unnar, sem nú fer fram, verði til að leysa vanda greinarinnar. Boðað er, að þeirri vinnu verði lokið á árinu og verður fróðlegt að sjá hverju það skilar öðru en óbreyttu fyrirkomulagi. Þó nú sé t.d. um það að ræða að hugsanlega megi afnema einkarétt strandríkis til veiða innan 12 mílnanna, má það heita ólíklegt. Sama máli gegnir væntanlega um regluna um hlut- fallslegan stöðugleika, sem er afar veigamikið atriði í sjávarútvegs- stefnunni. Í umræðunni um Ísland og Evr- ópusambandið er sjávarútvegs- stefnan að sjálfsögðu aðalmálið. Grundvallaratriðið er þá hvort hugsanleg framkvæmd þessarar stefnu við Ísland þýddi að ákvarð- anir um hagnýtingu undirstöðu- auðlindarinnar færu úr höndum okkar sjálfra. Bent er á að svo ætti ekki að vera því óbreytt stefna um hlutfallslegan stöðugleika tryggði Íslandi nýtingu eigin fiskistofna. Engin þjóð hefur veiðireynslu á þeim stofnum, sem falla undir fisk- veiðistjórnunarkerfi og kvóta- ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Um flökkustofnana, síld, loðnu og kolmunna gegnir öðru máli hver sem staða Íslands yrði. Samkvæmt þessu er um að ræða óbreytta stöðu fyrir Ísland innan ESB hvað snertir veiðar í fiskveiðilögsögunni, þ.e. ef ákvörðunin um heildarafla yrði svo sem við óskuðum eftir, en hún yrði tekin sameiginlega af öll- um félagsríkjunum. Þetta getur þó ekki talist fullkomlega tryggt og ákvörðun um heildarmagnið, sem væri okkur óhagstæð er a.m.k. fræðilegur möguleiki. Enn verra væri þó ef sjálft kerfið um hlut- fallslegan stöðugleika yrði afnumið gegn vilja okkar eða þá að afla- hlutfallinu yrði breytt. Nú yrði að teljast harla ósennilegt að slíkt yrði gert gegn vilja aðila, sem hefði lífshagsmuna („vital inter- ests“) að gæta. Saga ESB, sér- staklega að því er varðar stöðu minnstu aðildaríkjanna, bendir síð- ur en svo til slíks. Má þar benda á reynslu Lúxemborgar, sem nú er eitt auðugusta ríki heims vegna þróunar fjármálaþjónustu. Sú þró- un byggðist algjörlega á undan- þágu frá samþykktum ESB sem þeir einir nutu. Hvað sem því og öðru líður, er það þó svo að sam- eiginlega sjávarútvegsstefnan, svo sem hún er nú í framkvæmd, tryggir ekki tvímælalaust hags- muni okkar, enda aldrei ætlað það hlutverk. III Nýtt frumkvæði um skilgrein- ingu á sérstöðu Íslands í Evrópu- samvinnunni eru hugmyndir Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra í ræðu sem hann flutti í Berlín 14. mars sl. Þar var útskýrt hvers vegna Ísland getur ekki und- irgengist framkvæmd sameigin- legu sjávarútvegsstefnunnar og viðraðar nýjar hugmyndir um það hver geti veri raunhæf aðkoma Ís- lands að Evrópusambandinu á sviði sjávarútvegs. Ráðherrann tekur þar skorinort fram, að aldrei geti það komið til greina að Íslend- ingar feli öðrum stjórn þeirrar auðlindar sem tilvera landsins byggist á. Menn hljóti að skilja hverjir séu erfiðleikar Íslendinga um að samþykkja að ráð 30 ráð- herra, sem ábyrgð hafa á sjáv- arútvegsmálum og þeirra á meðal nokkurra þeirra, sem landlukt eru, fjalli um viðkvæm mál varðandir veiðar við Íslandsstrendur, svo sem veiðileyfi, kvóta, möskva- stærðir o.s.frv. Sameiginleg sjáv- arútvegsstefna ESB fjallar um sameiginlega fiskistofna viðkom- andi landa. Íslendingar byggja ekki tilveru sína á nýtingu sameig- inlegra stofna því fiskgengdin á Ís- landsmiðum eigi hér heima og hvergi annars staðar. Þeir stofnar eru ekki sameiginlegir með öðrum fremur en er um skóga Finnlands eða olíu Bretlands. Aðrir fiskstofn- ar, svo sem síld og loðna, eru sam- eiginlegir með öðrum þjóðum og þá séu ákvarðanir um nýtingu teknar með þeim. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB var byggð á því að stofnar væru sameiginleg- ir og engum kom í hug að fiski- stofn tilheyrði aðeins einu landi. Er þá hægt með nokkurri sann- girni að að ætlast til þess að Ís- landi, eða reyndar öðrum þjóðum við Norður-Atlantshaf, sé troðið inn í stefnu sem þeim var aldrei ætluð? Getur nokkur maður gert sér það í hugarlund, að Íslendingar gangi í samtök, sem taka að sér að stjórna helstu auðlind landsins? Þá tók ráðherrann fram að sér- aðstæður á fiskveiðisvæði Íslands geri það að verkum að það hlyti að skilgreinast sem sérstakt svæði sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu. Um væri ekki að ræða undanþágu frá sameiginlegri stefnu heldur sértæka beitingu hennar. Ákvarð- anir um nýtingu þessarar náttúru- auðlindar, sem væri ekki sameign við önnur aðildarríki ESB, yrðu teknar af Íslendingum. Einnig mætti benda á nálægðarregluna („principle of subsidiarity“) sem ESB hefði skilgreint til ákvörð- unartöku sem næst vettvangi og þá til að forðast sameiginlegar reglur, sem ekki eiga við. Þetta mætti segja að ætti við allt Norð- vestur-Atlantshafssvæði Evrópu, sem hefði verið útilokað úr Evr- ópusambandinu, ekki vegna sjáv- arútvegsstefnunnar sem slíkrar heldur framkvæmdar hennar. Þessar frjóu hugmyndir ráð- herrans hljóta að vekja til umhugs- unar. Gæti ekki endurskoðun á EES-samningnum falið það í sér þátttöku í sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu á þessum nótum og tryggt fullt og varanlegt viðskipta- frelsi fyrir sjávarafurðir í stækk- uðu ESB? Þetta kallar á nýja stofnanalausn, en er þá ekki sá þáttur Schengen-samkomulagsins einmitt fordæmi fyrir því? Það heyrist stundum sagt, að við hin örsmáa þjóð nyrst í höfum, megum okkar lítils eða að við séum með öllu áhrifalaus. En er þetta nú alveg rétt? Gleymum því ekki að fyrri baráttumálum okkar hefur ekki alltaf verið tekið með fögnuði. Hver vildi vera bandamaður okkar þegar hafist var handa um að helga okkur íslenska landgrunnið? Þeir sem aðhylltust 200 mílurnar bættust síðar í hópinn og nú er þetta sjálfsögð regla samfélags þjóðanna. Viðurkenning á þeirri sérstöðu Íslands í Evrópusamvinn- unni, sem Halldór Ásgrímsson bar upp í Berlín, yrði merkur áfangi um að tryggja stöðu landsins til frambúðar. Ef til vill ekki minna mál en 200 mílurnar. Hvernig væri nú að við tækjum okkur til fyr- irmyndar franska heimspekinginn Rousseau, sem er sagður hafa byrjað daginn á því að líta í spegil með þessum orðum: Drífðu þig nú af stað, Jean Jacques. Heimurinn væntir mikils af þér! SJÁVARÚTVEGSSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS Einar Benediktsson Í umræðunni um Ísland og Evrópusambandið er sjávarútvegsstefnan að sjálfsögðu aðalmálið, segir Einar Benedikts- son. Grundvallaratriðið er þá hvort hugsanleg framkvæmd þessarar stefnu við Ísland þýddi að ákvarðanir um hag- nýtingu undirstöðuauð- lindarinnar færu úr höndum okkar sjálfra. Höfundur er fv. sendiherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.