Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 41
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
!" # $%
" &
'(
)
' ' ' ' ' "
✝ Guðrún Ár-mannsdóttir
fæddist á Hofteigi á
Akranesi 19. ágúst
1929. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut mánu-
daginn 1. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ármann
Ingimagn Halldórs-
son skipstjóri, f.
31.12. 1892, d. 26.6.
1956, og Margrét Sól-
veig Sigurðardóttir,
f. 17.8. 1897, d. 26.2.
1989. Þau bjuggu á
Hofteigi á Akranesi. Systkini Guð-
rúnar eru Jórunn, f. 2.1. 1917, d.
8.11. 2000, maki Sighvatur
Bjarnason, d. 29.1. 1991, Sigríður
Ásta, f. 3.7. 1918, maki Elías Jón
Guðjónsson, d. 14.9. 1989, Valdi-
mar, f. 26.4. 1920, d. 2.10. 1925,
Ármann, f. 27.4. 1922, maki Ingi-
björg Elín Þórðardóttir, Sigurður,
f. 21.2. 1924, d. 3.1. 1925, Sigvaldi,
f. 28.8. 1928, maki Jóna Katrín
Guðnadóttir, Halldór, f. 31.5.
1932, maki Sigríður Jóna Sigþórs-
dóttir, d. 7.6. 1991, og Margrét, f.
5.2. 1937, maki Sigurður Ólafsson.
Árið 1954 giftist Guðrún Þor-
keli Kristinssyni raf-
virkja, f. 14.6. 1929 í
Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru Júnía
Stefánsdóttir, d.
31.10. 1998, og Krist-
inn Sveinsson, d.
15.10. 1991. Börn
Guðrúnar og Þor-
kels eru: 1) Margrét
Sólveig Traustadótt-
ir, f. 12.10. 1951
(stjúpdóttir Þor-
kels), maki Gísli
Freysteinsson, sonur
þeirra Björgvin, fyr-
ir átti Margrét einn
son, Þorkel, sonur hans er Patrek-
ur Sveinn. 2) Júnía, f. 16.6. 1955,
sonur hennar Jón Gunnar, dóttir
hans er Thelma Björk. 3) Málfríð-
ur, f. 16.6. 1955, maki Sigurður M.
Jónsson, börn Ingvar Ágúst og
Ragnar Lárus. 4) Sveinn, f. 7.5.
1959, maki Guðbjörg Vestmann.
5) Sigríður, f. 9.4. 1964, maki Þor-
finnur Ísleifsson. Guðrún og Þor-
kell bjuggu allan sinn búskap á
Akranesi.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Akraneskirkju á morgun, mánu-
daginn 8. apríl, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Á morgun mun ég kveðja ástkæra
ömmu mína Guðrúnu Ármannsdótt-
ur sem lést á Landspítalanum við
Hringbraut eftir stutta sjúkdóms-
legu.
Það var í marsbyrjun sem hún var
lögð inn á sjúkrahús og átti því mið-
ur ekki afturkvæmt. Hún var svo
sterk að hún ætlaði heim aftur, en
því miður snerist blaðið við og sú
barátta tapaðist við þennan illvíga
sjúkdóm. Það er margs að minnast
en ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Þegar mér var tilkynnt úti á sjó að
hún hefði verið lögð inn á sjúkrahús
og væri mikið veik langaði mig að
fara heim strax, en það fannst henni
rugl að vera taka sér frí á miðri
loðnuvertíð út af sér, þannig er henni
best lýst.
Amma og afi hafa alltaf haft fjöl-
skylduna í fyrirrúmi, öllum tekið
með ást og hlýju, og öll þau jóla- og
kaffiboð sem þar hafa verið eru ótelj-
andi, þar er mikið skarð komið þar
sem hana ömmu vantar nú í hópinn,
þessar stundir hafa haldið fjölskyld-
unni saman.
Á mínum uppvaxtarárum eyddi ég
mörgum stundum hjá þeim, þó að
stundirnar hefðu verið færri hin síð-
ari ár, sökum starfs míns, þá voru
þær bara betri. Það var margt brall-
að á þeim árum, þegar ég var u.þ.b.
fimm ára á Jaðarsbrautinni taldi ég
ömmu á að búa til túttubyssu fyrir
mig, ég fór auðvitað beint út með
nýja vopnið og skaut að sjálfsögðu í
nærstatt fólk. Þá var lögreglan
kvödd til og ég hljóp heim til hennar
logandi hræddur yfir gjörðum mín-
um og henti byssunni og snerti ekki í
bráð. Ekki minnist ég þess að hún
hafi kjaftað frá þessu, sagði bara:
Þér var nær.
Eitt skipti fórum við frændur nið-
ur í vinnu til hennar og biðum eftir
að hún væri búin. Vorum við með
forláta gamalt hjól með okkur og
plötuðum hana upp á það og létum
hana hjóla, að sjálfsögðu grétum við
úr hlátri, því hún tók alla götuna til
þess, var það mildi að hún datt ekki
eða mætti bíl, að sjálfsögðu var ég í
forystu með þetta uppátæki.
Hún hefur alltaf staðið með mér,
sama hvað ég hef tekið mér fyrir
hendur, og neitað að trúa að ég hafi
gert eitthvað rangt, svoleiðis tali
eyddi hún strax, auðvitað veit ég bet-
ur.
Mér þykir sárast að hún geti ekki
verið viðstödd þegar stóra stundin
hjá mér verður í sumar, en ég veit að
hún fylgist með úr fjarlægð.
Þetta var yndisleg manneskja í
alla staði sem ég sakna sárlega.
Elsku afi, missir þinn er mikill, þú
átt hug okkar allra og vona ég að þú
standir upp úr þessu og haldir áfram
því sem þú og amma hafið gert. Ég
votta ykkur öllum mína dýpstu sam-
úð.
Þorkell Pétursson.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmungáog rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá Lambsins stól.
(Hallgr. Pét.)
Hún Gunna frænka lést á annan í
páskum sl. eftir snörp og erfið veik-
indi. Við vonuðum öll að hún hefði
betur með sínum meðfædda dugn-
aði, en það dugði ekki til í þetta sinn,
því miður.
Við vitum líka að hún var svo mik-
ið veik og þreytt . Hún var umvafin
af fjölskyldu sinni og starfsfólkið á
deildinni var einstakt og hún ánægð
með allt sem fyrir hana var gert.
Hún Gunna frænka var frænka
allra í fjölskyldunni, jafnt skyldra
sem tengdra og lét sér annt um okk-
ur öll. Hún var mikil dugnaðarkona
og nutum við svo iðulega góðs af því.
Hvort sem þurfti aðstoð við sauma-
eða prjónaskap var alltaf vel tekið á
móti manni og flíkin jafnvel kláruð
meðan stoppað var við. Og dúkkuföt-
in, þau voru nú heldur betur vinsæl,
vettlingar með þumli og allt fullkom-
ið.
Hún var gædd þeim einstöku
hæfileikum að vera bæði vandvirk og
hraðvirk, sem nýttust henni svo
sannarlega gegnum ævina. Þau Keli
maðurinn hennar ólu upp börnin sín
fimm, sem öll eru dugleg, góð og
trygg og hafa þau stutt foreldra sína
á allan hátt, ekki síst þessar erfiðu
vikur.
Heimili þeirra var alltaf einstak-
lega notalegt og snyrtilegt og oft erf-
itt að skilja hvernig það var hægt
með sjö manna fjölskyldu, en snyrti-
mennskan er þeim öllum í blóð borin.
Gunna frænka ræktaði sína fjöl-
skyldu vel og mikið er erfitt fyrir
systur hennar, Siggu og Grétu, að
sjá á eftir henni. Það er ómetanlegt
hve mikla tryggð og umhyggju hún
hefur sýnt þeim alla tíð til hinstu
stundar. Hún krafðist ekki neins fyr-
ir sig en var alltaf tilbúin að búa í
haginn fyrir aðra.
Gunna frænka var ekki með fag-
urgala né hégóma, maður vissi alltaf
hvar maður hafði hana og það var
gott.
Að leiðarlokum þökkum við sam-
fylgdina og óskum þess að Gunnu
frænku líði vel.
Elsku Keli, Margrét, Júna, Fríða,
Svenni , Sigga og fjölskyldur, Guð
veri með ykkur og veiti ykkur styrk.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgr. Pét.)
Hinsta kveðja.
Guðjón, Vigdís Gunnhildur
og börn.
Guðrún Ármannsdóttir, ömmu-
systir mín, er látin langt fyrir aldur
fram. Allt frá því ég man fyrst eftir
mér fyrir rúmum aldarfjórðungi hef-
ur Gunna verið fyrir mér Gunna
frænka með stóru f-i og það var svo
sannarlega engin tilviljun að fyrsta
dúkkan mín var látin heita í höfuðið á
henni.
Þegar litið er til baka koma fyrst
upp í huga minn minningar tengdar
kaffisopaheimsóknum mínum og
pabba sem við fórum oft í til Gunnu
frænku eftir að pabbi var búinn að
sækja mig á leikskólann. Það var
aldrei hætta á því að við kæmum að
tómum kofunum hjá Gunnu frænku í
þessum heimsóknum. Hún tók jafn-
an hressilega á móti okkur og reiddi
fram miklar kræsingar á mettíma.
Bestar voru þessar heimsóknir í des-
ember þegar Gunna frænka var búin
að baka hinar ómótstæðilegu loft-
kökur sem enginn bakaði eins góðar
og hún.
Eftir því sem árin liðu fækkaði
þessum heimsóknum en í staðinn
lágu leiðir okkar oftar saman yfir
kaffibolla hjá ömmu Siggu. Þar sem
margt var skrafað um landsins gagn
og nauðsynjar og spunnust oft fjör-
ugar umræður þar sem enginn lá á
skoðunum sínum.
Gunna frænka var fyrir mér ein-
stök kona sem sýndi sinni stóru fjöl-
skyldu og öðrum ættingjum mikla
umhyggju og hlýju. Hún er í mínum
huga ein að þessum persónum sem
gefa lífinu gildi með sínum skemmti-
lega persónuleika og skoðunum og
verður því sárt saknað af öllum sem
hana þekktu.
Elsku Keli, Magga, Fríða, Júna,
Svenni, Sigga og fjölskyldur, megi
góður Guð veita ykkur styrk sorg-
inni
Blessuð sé minning minnar kæru
frænku.
Sigríður Ásta.
Okkur langar að minnast móður-
systur okkar Guðrúnar Ármanns-
dóttur í nokkrum orðum. Hún lést 1.
apríl sl. eftir stutta sjúkrahúslegu,
annars hafði hún verið frekar heilsu-
hraust fram að þeim tíma.
Gunna frænka eins og við kölluð-
um hana var alltaf tilbúin að hjálpa
okkur öllum á einn eða annan hátt,
tók okkur ávallt opnum örmum. Hún
var fjölskyldunni okkar stoð og
stytta gegnum árin. Hún hafði létta
lund, gott skopskyn, var lítillát, um-
hyggjusöm og hjartahlý.
Fjölskyldan og heimilið var henni
allt. Það var sama hvað hún tók að
sér, allt lék í höndunum á henni,
bæði var hún fljótvirk og vandvirk.
Að leiðarlokum kveðjum við
frænku okkar með þakklæti og
hlýju.
Kela, eiginmanni hennar, börnum
og þeirra fjölskyldum, sem henni
voru svo einstaklega kær, sendum
við innilegar samúðarkveðjur á erf-
iðum tímum.
Blessuð sé minning frænku okkar.
Ólafur Frímann, Margrét
Sólveig, Emelía Petrea
og Ólína Ása.
GUÐRÚN
ÁRMANNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Ármannsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
!!"#$"%
!!"# &! $$' (" ) $"%
* +* , ! $"% & $$'
-. &'& -.
! "!
!" #
$%&' (!&
!" " #$
%&' '
()*+ ,- ).
))* ))
)-) + /*,- '.
*
). 0!))-)
,
)-) ()*1 )..
'
)-)
) )*-+* ) ) )
! "#$ !%&'
(('!#!((('
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.