Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 42

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               ! "#$ %& ' & ()*  '+ & ' & ())& ,&*!& ' -.&& . ' & ()*   &) -& ))& &- ' & ()*  $  &))&  ) && ' & ())& &&  . )*  &&/ &* 0 $ *  1 &1+ & - 1 &1 &1+ & Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Halla Sigurjónsfæddist í Reykjavík 15.11. 1937. Hún lést á heimili sínu, Víði- grund 59, Kópavogi, 31. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Elín Þorláks- dóttir ljósmóðir, f. 29.10. 1904, d. 10.7. 1997, og Sigurður Jónsson rafvirkja- meistari, f. 10.4. 1894, d. 4.6. 1938. Stjúpfaðir Höllu var Sigurður Grímsson verkstjóri, f. 10.5. 1888 d. 1.6. 1980. Hálfsystk- ini Höllu, samfeðra: Sigurveig, maki Hjalti Þorvarðarson, þau eiga fjögur börn; Gísli Þór, maki Sigrún Jónsdóttir, látin, þau eiga þrjú börn; Jóhanna, maki Guð- mundur Hansen, látinn, þau eign- uðust fimm börn; Jón, maki I: Guðfinna Erla Jörundsdóttir, þau slitu samvistum, þau eiga fjögur börn, maki II: Dagmar Guð- mundsdóttir; Sigurður, maki Sig- ríður Ása Guðmundsdóttir, þau eiga tvo syni. Uppeldisbróðir Höllu er Olgeir Skúli Sverrisson, Dentistry 1982-1984. Hlaut sér- fræðileyfi í tannfyllingu og tann- sjúkdómafræðum 1987. Starfaði sem aðstoðartannlæknir hjá Jón- asi Thorarensen í Reykjavík 1964-1966 og 1972-1978. Gegndi kandídatsstöðu í tannlækningum við Memorial Hospital í Worcest- er 1967-1968. Starfaði sem tann- læknir á eigin stofu í Reykjavík frá 1978-1982 og frá 1984 til dauðadags. Halla var stunda- kennari við tannlæknadeild HÍ 1976-1979, aðjúnkt 1979-1982, lektor 1984-1997 og dósent frá 1997 til æviloka. Í stjórn tann- læknafélags Íslands (TFÍ) frá 1978-1980 og gjaldkeri 1991- 1993. Í stjórn Nordisk Odontolog- isk Forening (NOF) 1990-1996 og International Association of Dental Researchers (IADR) 1990- 1996. Í stjórn vísindasjóðs TFÍ frá 1993-2001. Kjörin félagi í Aca- demy of Operative Dentistry og American Goldfoil Operators. Meðlimur í Félagi kvenna í fræðslustörfum, Delta Kappa Gamma. Hún stundaði rannsóknir í samvinnu við erlendar rann- sóknarstofnanir og ritaði fjölda greina í vísinda- og fræðiritum, innlendum sem erlendum í sér- grein sinni, sem var tannfylling, efnisfræði og tannsjúkdómafræði. Útför Höllu fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 8. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. maki Sigurrós Her- mannsdóttir, hann á fimm börn og tvær stjúpdætur. Hinn 7. mars 1959 giftist Halla Sigurgeiri Kjartanssyni lækni, f. 7.3. 1938. Foreldrar hans eru Þorgerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901, og Kjartan Ein- arsson bóndi í Þóris- holti í Mýrdal, f. 27.8. 1893, d. 28.7. 1970. Börn Höllu og Sig- urgeirs eru: 1) Aðal- steinn, forstöðumað- ur Rannsóknarstöðvar skóg- ræktar á Mógilsá, f. 12.6. 1962. Maki Steinunn Geirsdóttir, f. 28.9. 1963, leiðsögumaður og kennari. Börn þeirra: Hugrún, Borghildur og Geir. 2) Elín tann- læknir, f. 9.2. 1967. Maki Kristján Hallvarðsson rafmagnsverkfræð- ingur, f. 4.5. 1967. Börn þeirra: Halla, Katla og Embla. Halla varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1958, lauk tannlæknaprófi frá HÍ 1964 og framhaldsnámi í Bandaríkjun- um, Memorial Hospital 1967-1968 og Indiana University School of Ég sat við efans byrgðu bogadyr og beið, ég vissi ei hvers, og tíminn leið á þungum væng um þetta dapra svið en þó of hratt því sífellt skyggði meir af dimmri nótt með gráan geig í för, glámeygan vom er sýndi mér og bauð mér inn um hrímað hlið, en bak við það var haustleg rökkurauðn. Þá komu boð frá þér og orð þitt strauk af himni húmsins ryk og hliðið varð að grænna skóga sveig þar suðrænn blær með söng og angan lék um sorgarbörn að leik, um þig og mig; og langþráð von mín, sál þín sæl og rík, úr sólhyl augna þinna í breiddan faðm minn steig. (Snorri Hjartarson.) Með sorg í hjarta kveð ég elsku- lega tengdamóður mína, Höllu Sig- urjóns, eftir 18 ára nána samfylgd, en á þá samleið lít ég sem sérstök for- réttindi. Hún tók mér opnum örmum við okkar fyrstu kynni, opnari og ein- lægari en ég átti að venjast. Hún vildi svo vel og gaf svo ríkulega að stund- um hafði ég ekki við að taka á móti. Við vorum ólíkar í mörgu, en lærðum fljótt að meta hvor aðra og virða án skilyrða. Halla hafði persónueigin- leika sem gerðu hana ósjálfrátt að miðpunkti fjölskyldunnar. Það mun- aði mikið um hana og engin samkoma eða samverustund í fjölskyldunni var fullskipuð nema að Halla væri mætt. Hún var sterkur bakhjarl í tilveru barna sinna og ekki síst barnabarna og veitti þeim ómetanlegt veganesti út í lífið með margvíslegum hætti. Halla lét sér afskaplega annt um sitt fólk og þrátt fyrir langa vinnudaga hafði hún ætíð tíma fyrir fjölskyld- una. Hún kom miklu í verk, gaf mikið af sér og maður fylltist krafti við að hafa hana nálæga. Hún geislaði líka af lífskrafti allt til æviloka. Mér finnst ég rík að hafa átt hana að og er ég sérstaklega þakklát fyrir árin þrjú sem við bjuggum öll undir sama þaki á Langholtsvegi, en sú nána sambúð reyndist okkur öllum vel, ekki síst dætrum mínum sem sjá á eftir ömmu sinni með ómældum söknuði barns- sálarinnar. En það var ekki bara fjölskyldan sem naut umhyggju og áhuga Höllu. Hún bar mikla hlýju til samferðafólks síns og var vinamörg með eindæm- um. Það var gaman að fylgjast með henni á tannlæknastofunni, um- hyggja og velvild í garð sjúklinganna er mér minnisstæð. Hún hlúði vel að öllu sem lifir og ræktaði fólk af kappi. Hún gat töfrað fram veislur við öll möguleg tækifæri og af litlu tilefni. Minnisstætt er mér þegar dóttir mín vildi endilega hafa barbíköku í fjög- urra ára afmæli sínu og vafðist fyrir mér að uppfylla þá ósk. Halla amma frétti af þessum vandræðagangi okk- ar mæðgna og að vörmu spori var hún mætt til að útbúa óskakökuna. Þarna sat hún við eldhúsborðið heima hjá mér með ömmustelpurnar eins og fjögurra ára gamlar uppi á borði og töfraði fram bleika barbíköku með bros á vör. Núna þegar lífseldur Höllu er slokknaður og söknuðurinn er sem sárastur, þá veit ég að við sem sitjum við næturglóðina af lífi hennar hér munum finna vorið á ný og ylinn af dýrmætum minningum. Ég kveð Höllu tengdamóður mína með djúpum söknuði, en fyrst og fremst með þakklæti, hlýhug og virð- ingu. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Geirsdóttir. Elsku besta Halla frænka mín, vin- kona mín, móðir mín og amma barns- ins míns. Nú er komið að erfiðustu stund sem ég hef þurft að takast á við – að kveðja þig. Aðeins þeir sem þekktu þig vita hvað ég á við þegar ég segi að það eru ekki til nógu falleg orð til að lýsa þér. Þeir sem voru nógu heppnir að fá að kynnast þér vissu að þeir vildu aldrei sleppa þér. Heima hjá þér var alltaf fullt hús af vinum og vandamönnum, fólki sem leitaði til þín – í þennan fallega og notalega geisla sem var alltaf í kringum þig. Þú hafðir einstaka hæfileika til að láta mér líða eins og ég væri eina manneskjan í öllum heiminum sem skipti máli þegar ég var hjá þér. Þannig varst þú bara. Dauðinn kemur óumbeðinn þegar um svona ungt fólk er að ræða en ég veit að þú getur horft til baka á líf þitt með stolti. Þú áttir eiginmann, börn, barnabörn, fjölskyldu og vini sem dýrkuðu þig af fullri virðingu og ást. Því miður leitar Guð að besta fólkinu þegar hann vantar engla. Hann hefur haft mjög sérstakan engil í huga þeg- ar hann leitaði að þér. Ég veit að ég á að vera ánægð að þú sért farin í hend- ur Guðs, það var bara svo gott að hafa þig hjá okkur. Þú kenndir mér og gafst mér svo margt sem aldrei er hægt að taka frá mér. Þú átt svo ríkan þátt í mér og allri minni tilveru. Takk fyrir það. Þú komst alltaf upp í huga minn þegar ég þurfti leiðbeiningar í lífinu. Svo oft hafðirðu stappað í mig stálinu þegar móti blés, staðið með mér og bent mér á réttar leiðir þegar þær virtust hvað fjarlægastar. Það var svo gott að leita til þín. Þú áttir falleg svör við öllu. Ég mun aldrei hætta að leita til þín eða tala við þig. Ég þarf bara að finna nýja leið til að heyra í þér. Þú verður alltaf lifandi í hjarta mínu. Takk fyrir að gefa mér svona góða fyllingu í hjartað mitt. Þú baðst mig um eina ósk. Þú baðst mig um að passa upp á að hún Elín þín hefði alltaf einhvern til þess að tala við þegar þú værir farin. Ég lofa þér því að við höfum alltaf hvor aðra. Takk fyrir að gefa mér svona góða systur. Elsku besta Halla frænka mín, takk fyrir allar góðu minningarnar og fyrir að taka mig inn í þína fjölskyldu sem dóttur. Í öðrum orðum, takk fyr- ir að vera þú. Sofðu rótt, elsku fallegi engillinn minn. Þín Sigríður (Sirrý). Halla, elsku vinkona mín, er látin eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Halla var kjarkmikil, dugleg og greind kona með lifandi hugsjónir. Í fáum orðum sagt frábær manneskja. Kynni okkar hófust í Hlíðunum fyrir 50 árum og það var gæfa mín hve sambandið hefur verið náið og traust þrátt fyrir fjarlægðina okkar í milli. Heimili Sigurgeirs og Höllu er sér- lega glæsilegt og hlýlegt. Gestrisni þeirra var mér ómetanleg. Þau voru ætíð höfðingjar heim að sækja. Halla og Sigurgeir dvöldu nokkr- um sinnum á heimili mínu í Kaliforn- íu og við áttum frábærar samveru- stundir með fjölskyldum okkar bæði á Íslandi, í Evrópu og Kaliforníu og þá minnist ég helst skíðaferðanna okkar til Austurríkis og Sun Valley. Við Halla áttum þess kost að hitt- ast og eiga samverustundir í júlí í fyrra og það var mér mjög dýrmætt. Við röbbuðum um gamlar og góðar stundir, um æskuvinkonu okkar Ást- hildi sem lést 1993. Og við ræddum líka hve lífið hefur verið okkur gjöf- ult, um börnin okkar og barnabörnin. Halla var ákaflega vongóð um að hún mundi yfirstíga þennan alvarlega sjúkdóm. Það lýsir kannski best þreki hennar og viljastyrk. Megi Guð blessa Höllu mína og veita aðstandendum hennar stuðn- ing. Ég og synir mínir Gunnar og Leifur sendum Sigurgeiri, Aðalsteini, Elínu og börnum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Bið ég Guð að geyma þig góða vininn bjarta. Ég mun alltaf muna þig innst í mínu hjarta. (Höf. ók.) Dóra Hjartar, Kaliforníu. Það var sem ég fengi þungt högg þegar ég frétti á páskadagsmorgun að Halla frænka væri dáin. Jafnvel hún, þessi sterka kona, varð að lúta í lægra haldi fyrir þessari óvætti sem krabbameinið er. Í gamalli minningu var Halla sigld. Hún fór í langskólanám til Ameríku og fyrir sveitastrák á síðustu öld var það harla merkilegt. Þau Halla og Sigurgeir og börn þeirra komu oft í sveitina austur fyrir fjall. Þau urðu góðir vinir foreldra minna og okkar systkina. Nærvera þeirra var jafnan hlý og kímin, traust og blönduð virð- ingu. Halla minnti mig á móður sína El- ínu, sem reyndist mér svo vel. Í þeim báðum fann maður sterka konu sem var hægt að treysta á. Glaðværa konu sem gott var að vera nálægt. Það er komið að því að kveðja Höllu frænku. Konuna sem var traust sem bjargið og hlý sem sand- urinn. Við hjónin höfum mikla samúð með Sigurgeiri og börnum hans, Að- alsteini og Elínu, mökum þeirra og börnum. Megi sorgin reynast ykkur vel. Þorlákur Karlsson, Kristjana Skúladóttir. Við vottum fjölskyldu Höllu samúð okkar um leið og við þökkum Höllu fyrir ánægjulegar stundir í skólan- um. Nemar við tannlæknadeild Háskóla Íslands. HALLA SIGURJÓNS  Fleiri minningargreinar um Höllu Sigurjóns bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.