Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 1
89. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. APRÍL 2002 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lauk 10 daga ferð sinni um Mið-Austurlönd í gær, án mikils árangurs að því er virðist. Á blaða- mannafundi í Jerúsalem hvatti hann Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, til að herða barátt- una gegn hryðjuverkum og fullyrti, að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefði heitið að kalla allt ísraelska herliðið heim frá Vesturbakk- anum innan viku. Palestínumenn segja aftur á móti, að Powell hafi aðeins verið leiksoppur í höndum Sharons, sem sé að herða hernaðinn en ekki að draga úr honum. Powell sagði, að friður ylti á svörum deiluaðila við nokkrum grundvallarspurningum. Palestínu- menn yrðu að taka afdráttarlausa afstöðu gegn hryðjuverkum og Ísraelar yrðu að horfast í augu við skelfilegar afleiðingar hernámsins og gyðinga- byggðanna á palestínsku landi. Hvorugt ætti rétt á sér. Aðstoðarmenn Arafats segja, að tveggja tíma fundur hans með Powell í Ramallah í gær hafi verið „algjörlega misheppnaður“. Sökuðu Palest- ínumenn Powell um að blekkja þá með innantóm- um loforðum Sharons auk þess að krefjast stöð- ugt aðgerða af hálfu Arafats, sem væri fangi Ísraela. Bush ekki óánægður George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að árangur hefði orðið af för Powells en ým- islegt væri þó ógert. Heimastjórn Palestínu- manna yrði að fylgja eftir fordæmingu sinni á hryðjuverkum og Ísraelar yrðu að flytja herinn burt. Haft var eftir palestínskum embættismanni í gær, að George Tenet, yfirmaður CIA, banda- rísku leyniþjónustunnar, myndi fara til Mið-Aust- urlanda innan viku en hann reyndi að koma á vopnahléi þar á síðasta ári. Powell kvaðst einnig ætla að koma aftur en nefndi ekki hvenær. Stjórn- völd í arabaríkjunum eru lítt hrifin af frammistöðu Powells í ferðinni og telja, að stefna Bandaríkj- anna í Mið-Austurlöndum hafi beðið skipbrot. Aflýsti fundi með Powell Til marks um það er, að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, aflýsti í gær fundi með Powell og Ahmed Maher, utanríkisráðherra landsins, vísaði á bug áskorunum Bush Bandaríkjaforseta um að baráttan gegn hryðjuverkum í Mið-Austurlöndum yrði hert. Sagði hann, að fyrst yrðu Ísraelar að láta af árásum sínum á Palestínumenn. Ísraelar skutu til bana tvo Palestínumenn í gær og ekkert bendir enn til, að þeir hyggist draga herinn burt á næstu dögum. Chris Patten, sem sér um samskiptin við önnur ríki í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, skoraði í gær á Ísraelsstjórn að heimila rannsókn á framferði hersins í Jenín eins og ýmis mannrétt- indasamtök hafa krafist. Powell tómhentur heim Jerúsalem. AP, AFP. Arabaríkin telja að stefna Bandaríkjanna hafi beðið skipbrot Breytingin á skipulagi herstjórnar- innar tekur til verkefna, ábyrgðar, samsetingar herafla og svæðisskipt- ingar. Um er að ræða bein viðbrögð Bandaríkjamanna við árás hryðju- verkamanna á New York og Wash- ington 11. september síðastliðinn. Embættismenn í varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna sögðu í viðtali við breska útvarpið BBC að endur- skipulagning herstjórna vísaði einnig til þeirra miklu umskipta, sem orðið hefðu um heim allan við lok kalda stríðsins. Hæst ber að ný herstjórn, Norður- herstjórnin, verður mynduð og mun hún annast heimavarnir Bandaríkja- manna auk þess að taka til Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafsins. Verk- efni hinnar Sameinuðu herstjórnar Bandaríkjanna (JFC), sem hefur að- setur í Norfolk í Virginíu, verða að hluta færð til Norðurherstjórnarinnar og Evrópuherstjórnar Bandaríkja- manna í Stuttgart í Þýskalandi. Yf- irstjórn varnarliðsins á Íslandi heyrir nú undir JFC en færist til Þýska- lands. Hið sama á við um yfirstjórn aðgerða á austanverðu Atlantshafi al- mennt auk Grænlands og Azor-eyja. Í fréttatilkynningu frá Evrópuher- stjórninni (U.S. European Command) segir að breytingar á stjórn heraflans hafi mest áhrif innan hennar. Um er að ræða flutning á um 4.000 hermönn- um og embættismönnum í varnar- málaráðuneytinu sem starfa á 14 stöð- um. Rúmur helmingur Atlantshafsins mun framvegis heyra undir Evrópu- herstjórnina auk Kaspíahafs-svæðis- ins og tiltekinna hluta Rússlands. Herstjórnarsvæðið tekur að auki til Kákasus-svæðisins, Ísraels og stærsta hluta Afríku. Yfirmaður Evr- ópuherstjórnarinnar er jafnframt yf- irmaður alls herliðs Bandaríkja- manna í Evrópu. Miklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna Ný herstjórn ann- ast heimavarnir Yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi flutt frá Bandaríkjunum til Þýskalands  Varnarsamstarf/38  Yfirstjórn/76 MOHAMMED Zahir Shah, fyrrver- andi konungur Afganistans, snýr aftur heim í dag eftir næstum þriggja áratuga útlegð. Með honum í för verður Hamid Karzai, formað- ur bráðabirgðastjórnarinnar í landinu, en hann fór til fundar við konunginn í Róm í fyrradag. Mikil öryggisgæsla verður í Kabúl vegna komunnar en vonast er til, að hún geti orðið til að auka á stöðugleik- ann í landinu. Abdullah Abdullah, utanríkisráðherra Afganistans, sagði í gær, að Norðurbandalagið myndi ekki setja sig upp á móti endurreisn konungdæmisins ef væntanlegt þjóðarráð samþykkti það. Hér er götusali í Kabúl að selja dagatöl með myndum af konung- inum og öðrum frammámönnum. Konung- urinn snýr aftur AP  Bin Laden/26 BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að koma á fót nýrri herstjórn, Norðurherstjórninni, sem ætlað er að annast varnir Bandaríkj- anna. Um er að ræða eina mestu breytingu á skipulagi og yfir- stjórn herafla Bandaríkjanna í tæp 40 ár. Breytingin felur í sér að yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi flyst frá Norfolk í Bandaríkjunum til Stuttgart í Þýskalandi. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, greindu frá breytingunum í gær. Franska AFP-fréttastofan hafði eftir Rumsfeld að um væri að ræða „sögulega breytingu“. MEIRA en 200 manns voru hand- tekin í Kaupmannahöfn í gær er fram fór vináttulandsleikur í knatt- spyrnu milli Dana og Ísraela. Neit- aði fólkið að láta af mótmælum fyr- ir utan Parken og nokkur hópur reyndi auk þess að ryðjast inn á leikvanginn. Um 3.000 lögreglu- menn voru kallaðir til að halda uppi öryggisgæslu en átökin voru miklu minni en óttast hafði verið. Hér standa lögreglumenn yfir Pal- estínumönnum, sem reyndu að hafa sig í frammi. Leiknum lauk með 3-1 sigri Dana. Voru áhorfendur innan við 10.000 og höfðu þá um 8.000 fengið miðann endurgreiddan. AP Átök við Parken STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu gáfu í gær tuttugu og þremur meintum stríðsglæpamönnum þrjá daga til að gefa sig fram við yfirvöld. Í þessum hópi eru m.a. þeir Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríð- inu 1992–1995, og Ratko Mladic hers- höfðingi en fulltrúar Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins í Haag hafa lagt mikla áherslu á að hafa hendur í hári þeirra tvímenninga. Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis Júgóslavíu sagði að ef mennirnir 23 hefðu gefið sig fram við yfirvöld á til- skildum tíma yrði þeim leyft að fara frjálsir ferða sinna uns fyrir lægi ákvörðun um að framselja þá til Haag. Engin merki eru hins vegar sögð á lofti um að mennirnir hyggist gefa sig fram sjálfviljugir. Hermönnum Atlantshafsbanda- lagsins í Bosníu mistókst fyrr á þessu ári að handsama Karadzic en hann er nú talinn í felum í Svartfjallalandi. Mladic er hins vegar sagður hafast við í Belgrad. Auk þeirra Mladic og Kar- adzic eru á lista yfir 23 eftirlýsta stríðsglæpamenn þeir Dragoljub Odj- anic, fyrrverandi yfirmaður júgóslav- neska hersins, og Milan Milutinovic, núverandi forseti Serbíu. Meintir stríðsglæpa- menn í Júgóslavíu Fá þriggja daga frest Belgrad. AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.