Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 15

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 15
Óskað eftir leyfi til að beita dagsektum SLÖKKVILIÐSSTJÓRI hefur óskað eftir heimild Garðabæjar til að beita eiganda Garðatorgs 1 dagsektum þar sem húsnæðið uppfyllir ekki kröfur Slökkvi- liðsins um brunavarnir. Í bréfi deildarstjóra forvarn- ardeildar Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins til bæjarins eru tí- undaðir ágallar á brunavörnum hússins, en það er hluti verslun- armiðstöðvar í miðbæ Garða- bæjar. Segir að ekki hafi verið unnið eftir samþykktri bruna- hönnun, ekki sé reyklosunar- búnaður í þaki, ekki sé vatns- úðakerfi í byggingunni og að rýmingarleiðir hússins uppfylli ekki lágmarkskröfur bygginga- reglugerðar hvað varðar merk- ingar, brunahólfanir og notkun. Segir í bréfinu að eðli og um- fang ofangreindra ágalla á eld- vörnum sé líklegt til að hafa um- talsverð áhrif á öryggi fólks ef eldsvoði verður í húsinu. Þá kemur fram að húseigand- inn hafi verið varaður við fyr- irhuguðum dagsektum og sam- hliða því hafi honum verið gefinn kostur á að ljúka málinu á viðunandi hátt eða semja um úr- lausn þess við slökkviliðið. Ekki hafi verið orðið við þeim tilmæl- um. Á fundi sínum á þriðjudag fól bæjarráð bæjarstjóra að ræða við húseiganda og fá fram sjón- armið hans vegna málsins. Bruna- vörnum ábótavant Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 15 MIKILL munur var á tilboðum í byggingu 6. áfanga Hlíðaskóla en borgarráð hefur samþykkt að taka tilboði Pálmatrés ehf. í verkið. Til- boð bárust frá 19 aðilum. Tilboð Pálmatrés var næstlægst og hljóðaði upp á tæpar 180 millj- ónir sem er um 91,4% af kostnaðar- áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá Innkaupastofnun skilaði eigandi lægsta tilboðsins, sem var rúmlega 160 milljónir, ekki tilskildum gögn- um um fjárhagsstöðu sína og var því ekki unnt að taka tilboði hans. Hæsta tilboðið var hins vegar tæplega 160% af kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á rúmlega 312 millj- ónir króna. Viðbygging að hluta til tekin í notkun í haust Að sögn Sigvalda Arnarsonar hjá Fasteignastofu Borgarverkfræðings felst verkið í því að ljúka við 1.900 fermetra viðbyggingu við skólann sem annar verktaki er nú að steypa upp. Áætlað er að nyrsta hluta byggingarinnar, sem í verða kennslustofur, verði lokið í haust og verður hann þá tekinn í notkun. Byggingin verður svo fullkláruð fyr- ir haustið 2003. Mun hún hýsa fjór- ar almennar kennslustofur, tón- menntastofu, myndmenntastofu, raungreinastofu, aðstöðu námsráð- gjafa, mötuneyti nemenda og fleira. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingarinnar er 360 milljónir en að sögn Sigvalda er það fyrir utan framkvæmdir við lóð skólans. Þá stendur til að breyta töluvert inni í gamla skólahúsinu að þessum fram- kvæmdum loknum. Að sögn Ingibjargar Möller að- stoðarskólastjóra stendur samein- ing Hlíðaskóla og Vesturhlíðaskóla, sem er sérskóli fyrir heyrnarlausa, einnig fyrir dyrum og verða nem- endur skólans þá alls um 600 tals- ins. Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir við nýja viðbyggingu skólans eru hafnar en heildar- kostnaður vegna hennar er áætlaður 360 milljónir króna. Hlíðaskóli tekur á sig nýja mynd Hlíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.