Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BLÓMABÚÐ AKUREYRAR
Líka á Glerártorgi
Opnum í dag
Gjafavara frá SIA og HACKMAN
og margt fleira
Stórglæsileg opnunartilboð á kertum,
pottablómum og rósum
Glerártorgi - sími 462 2901
Vöru- og þjónustusýning
Nú gefst fyrirtækjum, stofnun-
um, félagasamtökum og öðrum
sem áhuga hafa kostur á að
kynna starfsemi sína á fjöl-
breyttri sýningu.
Vinsæl og vel sótt sýning
Sýnendur eiga þess kost að
kaupa sýningarpláss í aðalsal
íþróttahallarinnar, anddyri eða
á malbikuðu útisvæði.
Tryggðu fyrirtæki þínu
pláss á sýningunni
Allar nánari upplýsingar:
Fremri kynningarþjónusta
símar 461 3666 og 461 3668. Bréfasími 461 3667. Netfang: fremri@nett.is
í Íþróttahöllinni á Akureyri 10.–12. maí 2002
Frá fyrri sýningu
SAMFYLKINGIN fengi einn mann
kjörinn í bæjarstjórn Akureyrar ef
kosið væri nú, samkvæmt þjóðmála-
könnun Rannsóknarstofnunar Há-
skólans á Akureyri.
Könnunin var gerð dagana 2. til 14.
apríl síðastliðinn og náði úrtakið til
678 manns á aldrinum 18 til 75 ára
sem búsettir eru á Akureyri. Svör-
unin var 66%.
Afstaða til stjórnmálaflokkanna
skiptist þannig samkvæmt könnun-
inni að tæp 52% þeirra sem svöruðu
tilgreindu ákveðinn flokk, 6,6% kváð-
ust ekki ætla að kjósa og 41,5% voru
óákveðnir eða neituðu að svara.
Framsóknarflokkur fengi 21%
fylgi og 2 menn kjörna í bæjarstjórn,
en hefur nú 3 menn. Sjálfstæðisflokk-
ur héldi sínum 5 bæjarfulltrúum, en
flokkurinn fékk í könnuninni 41%
fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar er
10,5% sem þýðir að hún næði einum
manni inn í bæjarstjórn. Flokkurinn
bauð ekki fram við síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, en Akureyrarlisti
sem samsettur var úr Alþýðuflokki,
Alþýðubandalagi, Kvennalista og
óháðum fékk 2 menn kjörna þá. L-
listinn, listi fólksins, fékk í könnun-
inni 11,8% fylgi og einn mann líkt og
við síðustu kosningar. Vinstri grænir
fengu 15,7% fylgi í könnuninni og þar
með tvo menn í bæjarstjórn.
Alls eiga 11 bæjarfulltrúar sæti í
bæjarstjórn Akureyrar og sam-
kvæmt könnuninni er 11. fulltrúinn
af lista Vinstri grænna, en næst á eft-
ir honum inn er þriðji fulltrúi Fram-
sóknarflokks og þar á eftir sjötti
fulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Metum traust kjósenda mikils
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri, Sjálfstæðisflokki, sagði þessa
könnun sýna ákveðinn samhljóm
með þeim könnunum sem gerðar
hafa verið á fylgi flokkanna á Akur-
eyri að undanförnu. „Þær sýna að við
höfum gott traust meðal kjósenda og
við metum það mikils. Kosningabar-
átta D-listans hefur staðið óslitið frá
því í maí ’98 og henni lýkur 25. maí
næstkomandi. Fram að þeim tíma
munum við áfram vinna að því að fá
umboð kjósenda til áframhaldandi
vinnu,“ sagði Kristján Þór.
Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylk-
ingu, sagði eiginlega kosningabar-
áttu ekki komna í gang. Hún benti á
að stórt hlutfall kjósenda hefði ekki
gert upp hug sinn, „þannig að flokk-
arnir þurfa að sýna fleiri spil áður en
menn gera upp hug sinn,“ sagði Okt-
avía. Hún kvaðst vænta þess að Sam-
fylkingin fengi meira upp úr kjör-
kössunum en könnunin sýndi. „Þessi
könnun er á svipuðu róli og síðustu
kannanir, en hún gefur vissulega
sterkar vísbendingar um sterka
stöðu Sjálfstæðisflokksins. Við mun-
um eflaust sækja af krafti í þann hóp
sem enn er óákveðinn,“ sagði Jakob
Björnsson, Framsóknarflokki. Þá
sagði hann að þó nokkur hópur sem
kosið hefði flokkinn síðast væri efins
nú, „og við munum einhenda okkur í
að sannfæra það fólk. Nú er bara að
bretta upp ermarnar, baráttan er
rétt að hefjast.“
Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstri
grænum, sagðist bjartsýn og benti á
að fylgi við flokkinn hefði verið held-
ur meira í könnun Talnakönnunar
sem gerð var á svipuðum tíma. Kosn-
ingabaráttan væri að fara af stað um
þessar mundir og flokkarnir rétt að
hefja kynningu á stefnuskrá sínum.
Hún benti á að fulltrúar meirihlutans
í bæjarstjórn væru áberandi í fjöl-
miðlum, einkum bæjarsjónvarps-
stöðinni, en aðrir hefðu ekki fengið
svipaða kynningu. „Ég hef trú á að
þetta eigi eftir að breytast þegar
rödd okkar verður sterkari,“ sagði
Valgerður og benti á að hún væri
ánægð með gott fylgi bæði meðal
yngstu og elstu kjósendanna.
Raunhæfur möguleiki á
að ná inn öðrum manni
„Við höfum fundið fyrir miklum
meðbyr að undanförnu og sam-
kvæmt þessari könnun erum við á
hraðri uppleið. Fólk veit nú að við er-
um komin til að vera,“ sagði Oddur
Helgi Halldórsson, Lista fólksins, og
kvað könnunina fylla sitt fólk eld-
móði. Sagði hann að könnunin sýndi
fram á raunhæfan möguleika á að ná
öðrum manni inn í bæjarstjórn. „Við
bendum á um hvaða fólk verið er að
kjósa, hverjir eru næstir því að kom-
ast inn og spyrjum hverja fólk vill sjá
inni,“ sagði Oddur. Hann sagði það
koma sér á óvart hversu mikið fylgi
flokkurinn hefði, en það fyllti sig
bjartsýni.
Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálakönnun RHA
Vinstri grænir fá tvo menn
og Framsókn tapar einum
Morgunblaðið/Kristján
Oddvitar flokkanna fjögurra sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í vor skoða niðurstöður
könnunarinnar. Frá vinstri eru þau Oktavía Jóhannesdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Jakob Björnsson og Val-
gerður H. Bjarnadóttir. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-lista, var ekki viðstaddur kynningarfundinn.
!
!
"
"
#
#
$
$
%
#$& %
"" "
#
'
#
$
$
$ $
$
$
# #
!$& %
$ &% $$&(%
$&)%
*+ ,-+
,
.
$//(
0
*+
1*
.2.#
1*
.2.# $
1*
.2.# #
"
#
$
STOFNFUNDUR systursamtaka
Stígamóta á Norðurlandi verður
haldinn í sal Lundarskóla á Akureyri
í kvöld, 18. apríl kl. 20.30.
Á fundinum verður farið yfir starf
undirbúningshópsins og næstu skref
ákveðin. Á fundinum mun kona segja
sögu sína og Birna Sigurbjörnsdóttir
hjúkrunarfræðingur greinir frá
starfsemi Neyðarmótttöku.
Tímabundið verkefni á vegum
Stígamóta var sett af stað á Akur-
eyri fyrir rúmu ári til að kanna hvort
þörf væri á þjónustu sem fólst í
sjálfshjálparhópum fyrir þá sem orð-
ið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þriðji
hópurinn er nú kominn af stað. Ætla
má að um 7000 Norðlendingar hafi
orðið fyrir einhvers konar kynferðis-
ofbeldi fyrir 18 ára aldur, segir í frétt
vegna stofnfundarins. Ennfremur að
samkvæmt erlendum rannsóknum
verði tvær af hverjum átta stúlkum
og einn af hverjum tíu piltum fyrir
einhvers konar kynferðisofbeldi fyr-
ir átján ára aldur.
Systursamtök
Stígamóta
stofnuð
ÁRSÞING Íþróttabandalags Akur-
eyrar, ÍBA, verður haldið í kvöld,
fimmtudagskvöldið 18. apríl, og
hefst það kl. 18 í kaffiteríu Íþrótta-
hallarinnar.
Ársþing ÍBA eru haldin annað
hvert ár. Alls eru 15 íþróttafélög inn-
an vébanda ÍBA og verða árs-
skýrslur þeirra allra fyrir tvö síðustu
ár lögð fram á þinginu. Þá verður
einnig rætt um málefni hreyfingar-
innar á þinginu. Um 40 manns hafa
seturétt á ársþinginu.
Ársþing ÍBA
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
fær í dag, fimmtudaginn 18. apríl, af-
hent nýtt skip sem félagið festi kaup
á fyrir nokkru.
Bæjarbúum verður af því tilefni
boðið að koma og skoða skipið á milli
kl. 16.30 og 18.30, en það liggur við
Úgerðarfélagsbryggjuna. Formleg
vígsluathöfn hefst kl. 17.15.
Um er að ræða fjögurra ára gam-
alt frystiskip sem kemur í stað Slétt-
baks EA. Skipið er 58 metra langt,
13,5 metra breitt og aðalvél þess er
4.000 hestöfl. Hér er því á ferðinni
mjög öflugt frystiskip sem er góð
viðbót við flota ÚA.
Sléttbakur til sýnis
ÞRJÁR aukasýningar verða á söng-
leiknum Hárinu sem Leikfélag MA
sýnir um þessar mundir í Samkomu-
húsinu. Aðsókn á sýninguna hefur
verið afar mikil og uppselt á allar
sýningar sem áætlaðar voru í þessari
viku. Fyrsta aukasýningin er í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 23 og þá verða
tvær sýningar á föstudagskvöld, kl.
20 og 23.
Sýningin hefur fengið góðar við-
tökur og hefur glæsileg ljósahönnun
Róberts Lee Evensen, nemanda í 4.
bekk, og Andra Gunnarssonar í 3.
bekk vakið verðskuldaða athygli. Þá
hafa áhorfendur einnig lokið lofsorði
á leik hljómsveitarinnar.
Hárið
Þremur aukasýn-
ingum bætt við
NÁMSKEIÐIÐ FjármálaAuður
verður haldið í húsnæði Háskólans á
Akureyri í Sólborg og hefst það á
morgun, föstudaginn 19. apríl, og
stendur til laugardags.
Um er að ræða námskeið fyrir
konur og er það hluti af verkefninu
„Auður í krafti kvenna“. Þetta er í
fyrsta skipti sem námskeiðið er hald-
ið utan höfuðborgarsvæðisins og er
mikill áhugi fyrir því norðan heiða.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað
um skipulag fjármála, verðbréfa-
markaðinn, skattamál og lánamark-
aðinn.
FjármálaAuður
fyrir norðan