Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 23 Antikhúsgögn og listmunir Antik Kuriosa Grensásvegi 14 s. 588 9595 og 660 3509 Opið mán-fös. frá kl. 12-18 Lau. frá kl 12-17 afsláttur 20-40% eldavélar flvottavélar flurrkarar frystikistur o.fl. 122 cm á hæ› Ver› á›ur 46.995 kr. Ver› nú 33.995 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is Raftækjadagar BLANDARI Moulinex Ver› á›ur 5.529 kr. Ver› nú 3.690 kr. ÞURRKARI Tricity Bendix, 5kg Ver› á›ur 39.900 kr. Ver› nú 27.990 kr. Ver› á›ur 4.395 kr. Ver› nú 2.595 kr. Amica KÆLISKÁPUR BRAU‹RIST Moulinex KÆLIR/FRYSTIR Electrolux 200 cm á hæ›, 3 ára ábyrg›. Ver› á›ur 99.990 kr. Ver› nú 79.920 kr. TRJÁKLIPPUR WOLF Garten ÓVENJUHEITT er nú, miðað við árstíma, í norðausturhluta Banda- ríkjanna og Suðaustur-Kanada. Í Washington, þar sem þessi skokk- ari var á ferð í grennd við þing- húsið, var 34 stiga hiti síðdegis í gær, og horfur á að áframhald yrði á þessu veðurfari næstu daga. Hlýindin teygðu sig mun norð- ar, því að í Ottawa, höfuðborg Kanada, voru 30 gráður og horf- ur á þrumuveðri. Meðalhiti þar á þessum árstíma er um tólf gráð- ur. Reuters Óvenjuheitt í Washington YFIRMAÐUR hollenska hersins, Ad van Baal, sagði af sér í gær, í kjölfar afsagnar hollensku ríkis- stjórnarinnar í fyrradag vegna gagnrýni á hollensk stjórnvöld og yfirstjórn hollenska hersins, er sett er fram í nýrri skýrslu um fjöldamorð Bosníu-Serba á músl- ímum í bænum Srebrenica í Bosníu 1995. Svo átti að heita að bærinn nyti verndar hollenskra friðar- gæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna. En margir Hollendingar segja að viðbrögð opinberra aðila við skýrslunni séu ekki nægjanleg yf- irbót vegna morðanna. Hefur mikil gagnrýni komið fram í kjölfar út- komu skýrslunnar, og í gær til- kynnti hollenski ríkissaksóknarinn að ákveðið hefði verið að grann- skoða skýrsluna og athuga hvort grundvöllur væri fyrir ákærum. Fulltrúi saksóknarans vildi þó ekkert segja um það hvers konar ákærur kynnu að verða lagðar fram, en staðfesti að hollensku friðargæsluliðarnir hafi heyrt und- ir hollensk lög er atburðirnir í Srebrenica áttu sér stað. Van Baal var þá næstæðsti yfirmaður hol- lenska hersins. Eftirmálar Srebrenica-skýrslunnar Yfirmaður hollenska hersins segir af sér Haag. AFP. BRESKI fjármálaráð- herrann, Gordon Brown, tilkynnti í gær að skattar yrðu hækk- aðir svo efla mætti heil- brigðisþjónustuna í Bretlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem ríkis- stjórn Verkamanna- flokksins tilkynnir beinar skattahækkanir frá því að hún komst til valda vorið 1997. Brown kynnti fjárlög bresku stjórnarinnar í ræðu sem hann hélt í gær í breska þinginu. Sagði hann að frá og með apríl 2003 skyldu framlög fólks til heilbrigðisþjónust- unnar hækka um eitt prósent en með því mætti afla ríkissjóði ríf- lega 6 milljarða punda aukalega, eða um 840 milljarða ísl. króna. Hækkunin tekur til allra þeirra sem hafa meira en 4.615 pund í tekjur á ári, þ.e. um 650 þúsund ísl. krónur, og þýðir hún að allir þeir sem hafa meira en 30 þúsund pund í árslaun, um fjórar milljónir króna, greiða 250 pund aukalega til ríkisins á ári, eða um þrjátíu og fimm þúsund ísl. krónur. Heilsugæslan verði sú besta „Þessi fjárlög miða að því að gera heilbrigðisþjónustu okkar þá bestu í heiminum,“ sagði Brown og bætti við: „Það er verkefni þeirrar kynslóðar sem nú lifir að ákveða hvort hún vilji halda áfram að tryggja að ókeypis heilbrigðisþjón- usta sé til staðar fyrir alla þegna samfélagsins, en um það hefur ríkt sátt undanfarna hálfa öld.“ Ákvörðunin um að hækka skatta þykir nokkuð áhættusöm en fréttaskýrendur segja að Brown og forsætisráðherrann, Tony Blair, hafi ákveðið að veðja á að almenningur í Bret- landi sé ekki jafn mótfallinn beinum skattahækkunum og hann áður hefur ver- ið, a.m.k. ekki ef pen- ingarnir séu nýttir til að bæta þjónustu hins opinbera. Sagði Brown enda í gær að kom- inn væri tími til að snúa við þeirri þróun, sem staðið hefði um ára- tugaskeið, að allt of litlu fé væri eytt til uppbyggingar heilbrigðis- þjónustunnar. Brown tilkynnti jafnframt að reykingamenn þyrftu framvegis að greiða sex pensum meira fyrir hvern pakka af sígar- ettum. Spáir 2–2,5% hagvexti á árinu Brown sagði að það væri einnig markmið stjórnarinnar að auka framlög til menntamála. Til að stuðla að aukinni framleiðni í iðnaði og fjárfestingum verða skattar á smærri fyrirtæki hins vegar lækk- aðir lítillega. Fram kom í ræðu fjármálaráð- herrans að gert væri ráð fyrir 2– 2,5% hagvexti á þessu ári og sagði hann að á næsta ári myndi hag- vöxtur verða á bilinu 3 til 3,5% en örlítið minni á árinu 2004. Bresk stjórn- völd boða hærri skatta London. AFP. Brown með fjár- lagatösku sína. Aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.