Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 29
VORMENN
ÍSLANDS
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Háskólabíó við Hagatorg
Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is
www.sinfonia.is
Það mun engin lognmolla ríkja á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói
26. og 27. apríl. Þá leiða saman hesta sína tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson
og Jón Rúnar Arason og baritóninn Ólafur Kjartan Sigurðarson. Fluttar verða margar
af vinsælustu aríum og dúettum tónbókmenntanna. Þetta verður sannkölluð tónlistarveisla
með söng í gæðaflokki sem ekki á sinn líkan hér á landi.
Verða þetta skemmtilegustu tónleikar ársins?
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUNNAR
Munið eftir tónleikunum í gulu röðinni 2. maí
með einleik Erlings Blöndals Bengtssonar.
Athugið breytta dagsetningu.
föstudaginn 26. apríl
kl. 19:30 í háskólabíói
laugardaginn 27. apríl
kl. 17:00 í háskólabíói
Græn áskriftaröð
Hljómsveitarstjóri: Paul McGrath
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
VERK listmálarans
Sigurðar Þóris eru flest-
um kunn. Bjartir litir,
svipbrigðalitlar persón-
ur, stöku fjall og form og
einstaka dýr sitja í önd-
vegi í myndheimi lista-
mannsins og gestir á sýn-
ingu hans í Listhúsi
Ófeigs vita að hverju þeir
ganga. Verkin á sýning-
unni eru máluð í sama stíl
og Sigurður hefur verið að vinna í síð-
an á níunda áratug síðustu aldar og
tekur hægfara breytingum. Í bók sem
liggur frammi á sýningunni segir Sig-
urður eitthvað á þá leið að það sé eitt
einkenni á ferli góðs myndlistar-
manns að verk hans taki hægfara
breytingum frá einni sýningu til
þeirrar næstu frekar en að stökk-
breytast með reglulegu millibili, og
get ég verið sammála Sigurði þar. Þó
verð ég að segja að gaman væri að sjá
Sigurð fara að hugleiða eitt stökk
fram á við, kannski eitthvað í líkingu
við það sem hann gerði eftir umdeilda
sýningu 1980 þar sem hann sýndi
reglulega athyglisverðar atvinnulífs-
myndir, sem eru allt annars eðlis en
sú myndgerð sem hann fæst við í dag.
En ef rýnt er í verkin á sýningunni
hjá Ófeigi má skipta þeim í flokka, t.d.
eru myndirnar þar sem Sigurður opn-
ar myndheiminn út til sjóndeildar-
hringsins afmarkaður flokkur. Flest-
ar aðrar myndir á sýningunni eru nær
tvívíðar að gerð, þ.e. lítið þrívítt rými
er skapað á myndfletinum, en í þess-
um fyrrnefndu myndum skapar hann
dýpt og frásögn. Þetta á einkum við
um myndir númer 2, 13, 14, 15 og 16.
Mynd nr. 13 heitir t.d. Á lífssiglingu.
Þar er saga sem hægt er að lesa í:
Skip siglir hjá, þú horfir framhjá því
og út til sjóndeildarhringsins og
vinstra megin á myndinni er huldu-
maður í felum á bak við leikhústjald.
Þessar myndir eru áhugaverðari
en önnur málverk á sýningunni að
einu undanskildu, verki nr. 18, Þorps-
vörðunni, sem er afar vel uppbyggt,
með klasa af geómetrískum formum á
miðri mynd.
Myndir Sigurðar hafa engan sýni-
legan stað í þjóðfélagsumræðunni,
honum virðist mest í mun að mála fal-
legar myndir með rómantískum heit-
um. Sem slíkar þjóna þær sínu hlut-
verki en gaman væri að sjá
listamanninn taka djarfari skref fram
á við.
Hægfara þróun
Þóroddur Bjarnason
MYNDLIST
Listhús Ófeigs
Opið frá kl. 10–18 alla virka
daga og frá kl. 11–16 á
laugardögum. Til 24. apríl.
MÁLVERK
SIGURÐUR ÞÓRIR
Þorpsvarðan
Á ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐINNI í
Siglufirði 1.–7. júlí í sumar
verður í fyrsta sinn boðið upp
á alþjóðlegt námskeið í ís-
lenskum og
norrænum
þjóðlögum.
Námskeiðið
er einkum
ætlað tónlist-
arnemum og
koma þeir frá
öllum Norð-
urlöndunum.
Kennarar á
námskeiðinu
verða Minna
Raskinen
kantele-
leikari og
Antti Koir-
anen fiðluleik-
ari, bæði frá
Finnlandi og
Bára Gríms-
dóttir tón-
skáld.
Að sögn
Gunnsteins
Ólafssonar
framkvæmda-
stjóra hátíð-
arinnar er 10
íslenskum
tónlist-
arnemum
boðinn ókeyp-
is aðgangur
að námskeið-
inu og 10
nemendum frá Norðurlönd-
unum. Mikill áhugi er á nám-
skeiðinu meðal norrænna
tónlistarnema og er einsýnt
að færri komast að en vilja.
Ennþá eru laus pláss fyrir ís-
lenska tónlistarnema.
Alþjóðlegt
þjóðlaga-
námskeið í
Siglufirði
Antti
Koiranen
Bára
Grímsdóttir
Minna
Raskinen
BIODROGA
Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi.
Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri.
Jurta - snyrtivörur
Nýr farði
Silkimjúk,
semi-mött áferð.
4 litir.
Póstkröfusendum