Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 32

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Djassklúbburinn Múlinn, Kaffi- leikhúsinu Kvintett Tómasar R. Einarssonar leikur nýja tónlist Tómasar kl. 21, en hún var að hluta til frumflutt á Jazzhátíð Reykjavík- ur s.l. haust, en nokkur laganna hafa ekki heyrst áður. Músíkin er inn- blásin af kúb- önskum tónlistar- arfi og er flutt af slagverksmönn- unum Matthíasi M.D. Hemstock og Pétri Grét- arssyni, gítarleik- aranum Hilmari Jenssyni, píanist- anum og slag- verksleikaranum Eyþóri Gunn- arssyni og Tómasi á kontrabassa. Stofnun Dante Aligheri Ólafur Gíslason listgagnrýnandi heldur fyr- irlestur kl. 20.30 í Námu, sal Endur- menntunarstofnunar HÍ. Ólafur fjallar um napolítanska sönglagið, með tóndæmum og myndum. Skartgripaverslunin Aurum, Laugavegi 27 Sýning á skart- gripum Ásu Gunnlaugsdóttur og Guðbjörgar Kr. Ingvarsdóttur verð- ur frá kl. 18-21. Í hönnun sinni nota þær báðar einföld náttúruleg form. Hver einstakur skartgripur er hannaður sem hluti af stærri heild, en virkar einnig sem sérstæð eining. Skartgripalínurnar sem kynntar verða eru hannaðar á undanförnum mánuðum og eru ekki komnir í sölu enn. Hugmyndin er að kynna tvær nýjar línur á ári. Fyrst hér á Íslandi en síðar á árinu í Evrópu. Guðbjörg útskrifaðist sem skart- gripahönnuður frá Institut for Ædelmetal í Danmörku árið 1996. Frá þeim tíma hefur hún unnið sjálf- stætt að skartgripahönnun. Haustið 1999 fluttist hún til Íslands og hóf rekstur á verkstæði og skart- gripaverslun, Aurum, Laugavegi 27. Eftir að hafa lokið námi í silf- ursmíðum við Lahti design Institute í Finnlandi hóf Ása MA nám við University of Art and Design, UIAH í Helsinki. Ása hefur bæði rekið eigið skartgripahönnunarfyr- irtæki og unnið fyrir aðra. Síðast- liðið haust kom hún heim til Íslands og leigir nú vinnuaðstöðu í Aurum. Kynningin verður einnig á morgun frá kl. 10-22, laugardag og sunnudag kl. 11-16. Tónlistarskóli Ísafjarðar Tón- leikar verða í Hömrum kl. 20. Alls koma fram um 20 nemendur á efri stigum tónlistarnámsins. Yfirskriftin á tónleikunum er Vor- vindar glaðir. Undirleik með nem- endum annast kennarar skólans. Flutt verða verk eftir Bach, Mozart, Beethoven, Dvorák, íslensk og er- lend sönglög, frumsamin tónlist o.fl. Tómas R. Einarsson Í DAG HÖRÐUR Ágústsson er eini raunverulegi tengiliðurinn í íslenskri myndlist milli geometríska abstraktmálverksins á sjötta ára- tugnum og skarpjaðralistarinnar – Hard Edge – sem leysti hana af hólmi á sjöunda áratugn- um. Það er ekki svo lítið þegar tillit er tekið til þess að alla ákveðna röksemdafærslu skorti hér á landi til að þróa abstraktmálverkið í þá átt sem Hörður hélt eftir að draga fór úr geo- metrískum áhrifum. Þeir voru ekki margir sem sáu fyrir sér þró- unina sem verða mundi í myndlistinni þegar formalismanum sleppti. Lítið dæmi um það hve Hörður var vel með á nótunum var val hans á límböndum í stað olíulita og harðplasts í stað striga. Listamenn á sjöunda áratugnum stóðu frammi fyrir þeirri áskorun að nýta sér iðnaðarefni í list sína í stað hefðbundins list- varnings sem sérlega var framleiddur til list- sköpunar. Jafn breiður hópur listamanna og þeir sem aðhylltust optíska list, eða sömdu sig að naumhyggju minimallistarinnar kusu frem- ur iðnaðarefni en hefðbundnar listvörur. Þegar á miðjum sjötta áratugnum var Hörð- ur farinn að vinna tússteikningar sem hann kallaði einu nafni Úr formsmiðju. Þessar óvenjusterku formgerðarteikningar áttu eftir að verða undirstaða límbandsmyndanna tveim áratugum síðar. Svo virðist sem Hörður hafi fylgst grannt með þeim hræringum sem leiddu til stofnunar GRAV-hópsins – Groupe de recherche d́art visuel – í París, árið 1960, með listamenn á borð við François Morellet í broddi fylkingar. Þessi hópur var hluti af mun stærra mengi sem gekk almennt undir heitinu Nouvelle tendence – Ný viðleitni – og hélt á lofti hvers konar ný-konstrúktífum hugmynd- um. Flest verkin í Gallerí i8 byggjast á láréttum áherslum þó þau séu að megninu til meiri á hæðina en breidd. Hið mjög svo sérstæða við þessar láréttu límbandamyndir Harðar er að þær fylgja ekki stöðluðu mynstri út allan flöt- inn. Ferlið er brotið upp með ýmsum frávik- um, oft um miðbik verksins, þar sem inn í reglubundið línuferlið skjóta sér önnur lím- bönd með öðrum litum. Þetta sýnir að Hörður varðveitti myndbyggingu upp að vissu marki í límbandaverkum sínum. Ólíkt flestum þeim listamönnum sem fengust við reglulega rað- bundna myndgerð af naumhugulum toga, og fórnuðu öllum frávikum á altari fullkominnar útjöfnunar í mynsturgerð, hugði Hörður að sögulegum tengslum við fyrri stefnur. Þetta er mikilvægt og sýnir ótvíræða sér- stöðu Harðar. Í staðinn fyrir að hamast við að þvo af list sinni öll ummerki um samhangandi, sögulega framvindu, ítrekaði hann órofa tengsl sín við abstraktlistina sem á undan var gengin, um leið og hann vísaði brautina til frekara landnáms. Þetta er merkilegt því það undirstrikar hvernig Hörður hugsar og hefur ávallt gert. Hann kaus að staðsetja sig í sög- unni í stað þess að standa utan hennar, senni- lega vegna þess að hann hefur alltaf skilið að enginn einn listamaður stendur ofar mengi fagsins. Þannig bera límbandaverk Harðar vott um skilning hans á samhengi hlutanna. En í stað þess að standa á samhenginu eins og hundur á roði hélt Hörður áfram landnámi íslenskrar listar með þessum óvenjulegu verkum sínum. Hann hætti ekki að þróast þótt hann stæði við þröskuld nýrra tíma, en hann gleymdi heldur ekki því sem hann hafði þegar lagt af mörkum. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Tala verkin á veggjum Gallerís i8 ekki sínu máli? Þau eru tvímælalaust það skeleggasta sem geometrísk abstraktlist gat af sér hér á landi og einstæð tilraun til að brúa bil tveggja ólíkra tíma, módernísks formalisma og naumhugull- ar raðlistar samtímans. Lit- bandalist MYNDLIST Gallerí i8, Klapparstíg Til 5. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13– 17. LÍMBÖND Á HARÐPLAST HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Hörður Ágústsson: Strikalotur, 1974. Lím- band á spónaplötur, 82 x 120 cm. Halldór Björn Runólfsson ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 1 74 35 04 /2 00 2 Fr áb æ r st að se tn in g - B etr i að staða - Enn betri þjónusta fyrir h eim iliog fyrirtæki. N ýt t og gl æ si le gt Árb æjarútibú að Hraunbæ 119 Heitt á könnunni allan dag inn . Opið hús í sparisjóðnum 19. ap ríl kl . 1 5. - 1 9 . VEGNA FLUTNINGS VERÐUR LOKAÐ Í ROFABÆNUM Í DAG Afgreiðsla SPV í Rofabæ 39 verður lokuð í dag, fimmtudaginn 18. apríl. OPNAÐ Í HRAUNBÆ 119 Á MORGUN, FÖSTUDAG Nýtt útibú SPV opnar í nýjum og glæsi legum húsakynnum að Hraunbæ 119 á morgun. Viðskiptavinum SPV í Árbæ er vinsamlegast bent á að nýta sér þjónustu Sparisjóðsins í Borgartúni 18 eða Síðumúla 1 eða þjónustuver SPV í síma 575 4100. Verið velkomin í ný húsakynni. Njótið betri þjónustu á betri stað.                                     !"            !" #  $% "& "' ( $ )& (  * + '() # ",  ( -. + " $ () "" /! "0           !" ($& $/! " # ,, ' ( *  "" 1  )&2 3"" &3&"  %" (" /", REYNIR Axelsson heldur áfram að kynna æskuverk Richards Wagner, í Norræna húsinu á laug- ardag kl. 14. Að þessu sinni óp- eruna Das Liebesverbot, sem hann lauk við að semja árið 1835. Óper- an er byggð á gamanleikriti Shakespeares Measure for Meas- ure. Das Liebesverbot var frum- sýnd í Magdeburg 1835. Sýningar á óperunni urðu þó ekki fleiri í tíð Wagners, en óperan hefur verið flutt nokkrum sinnum eftir að Wagner féll frá og er til geisla- diskupptaka af styttri útgáfu hennar. Aðgangur ókeypis. Wagner í Nor- ræna húsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.