Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 37
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
4. flokkur, 17. apríl 2002
Kr. 1.000.000,-
2106B
2898H
7630B
8286G
12653F
22989B
24937E
42996G
43251E
47085F
Hæð: 1
80cm -
Breidd:
150cm
- Dýpt:
40cm
STJÓRNVÖLD hafa á undan-
förnum árum leitað ýmissa leiða til
að draga úr útgjöldum ríkissjóðs
vegna lyfjakostnaðar. Þessi viðleitni
felur í sér sjálfsagt og nauðsynlegt
aðhald, þar sem skattfé borgaranna
á í hlut. Á móti hljótum við að gera
þá eðlilegu kröfu að um raunhæfar
og rökréttar aðgerðir sé að ræða,
sem leiði til raunsparnaðar, án þess
að það komi niður á gæðum heil-
brigðisþjónustunnar eða aðgengi
hennar að nýjum og betri lyfjum.
Ný lyf sett í bið
Því miður sjást stjórnvöld ekki
alltaf fyrir í þessari viðleitni sinni
við að lækka lyfjakostnað. Eitt ný-
legasta dæmi þess, er svonefnd
greiðsluþátttökunefnd, sem eins og
nafngiftin gefur til kynna á að skera
úr um hvort og að hve miklu leyti
ríkið tekur þátt í kostnaði einstakra
lyfja. Þrátt fyrir þetta þungavigt-
arhlutverk nefndarinnar, hefur hún
verið óstarfhæf í hátt á annað ár,
þar sem engin reglugerð lá fyrir um
starfsemi hennar. Það gefur auga
leið að fyrir vikið hefur ringulreið
hefur verið ríkjandi um stöðu nýrra
lyfja þennan tíma, sem hefur haft
alvarlegar hindranir í för með sér
við innleiðingu nýjunga í lyfjameð-
ferð.
Úr öskunni í eldinn
Umrædd reglugerð leit loksins
dagsins ljós í febrúar sl. Í stað þess
að greiða úr þeirri óvissu sem
óhemju langur aðdragandi að setn-
ingu hennar olli, bættu ákvæði
hennar gráu ofan á svart. Einkum
er um þá alvarlegu annmarka að
ræða að auk þess sem reglugerðin
er á köflum óljós eða jafnvel tor-
skilin, má færa fyrir því gild rök að
hún sé að verulegu leyti ófram-
kvæmanleg með góðu móti. Það er
a.m.k. alveg ljóst að reglugerðin
mun í óbreyttri mynd kalla á gíf-
urlegan kostnað af hálfu lyfjafram-
leiðenda og -innflytjenda, sem mun
að litlu eða engu leyti skila sér í
lægra lyfjaverði eða aukinni neyt-
endavernd.
Sem dæmi má nefna að sam-
kvæmt reglugerðinni eru öll lyfja-
fyrirtæki krafin um tæmandi upp-
lýsingar um sambærilega
greiðsluþátttöku í öðrum aðildar-
ríkjum Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Þessar upplýsingar er afar erf-
itt að nálgast, hvað þá að þær séu
fáanlegar í samanburðarhæfu
formi. Þetta þýðir því að nýju lyfi
getur verið synjað um greiðsluþátt-
töku, á þeirri forsendu að ekki liggi
fyrir upplýsingar, sem nánast er
ógerningur að nálgast! Við þetta má
jafnframt bæta að innan flestra
ríkja EES endurspeglar greiðslu-
þátttaka í lyfjum ákveðnar áherslur
í heilbrigðisstefnu viðkomandi
stjórnvalda. Upplýsingar um ein-
stakt lyf og greiðsluþáttttöku í
verði þess segir af þessum sökum
afar takmarkaða sögu. Þannig eru
reykingalyf niðurgreidd í Bretlandi
en ekki hér á landi svo að dæmi sé
nefnt.
Í þágu hvers?
Séu aðgerðir stjórnvalda ekki að
skila sér raunsparnaði, án þess að
það komi niður á þjónustu heil-
brigðiskerfisins eða skjólstæðingum
þess, hljótum við að spyrja hvaða
tilgangi þær eigi að þjóna? Það er
a.m.k. með öllu óásættanlegt fyrir
lyfjaframleiðendur og -innflytjend-
ur að stjórnvöld séu í vafasömum
tilgangi að auka álögur á lyfjageir-
ann til muna, á sama tíma og gerð
er krafa um að útgjöld þeirra til
málaflokksins standi í stað eða
lækki. Það stríðir gegn heilbrigðri
skynsemi, svo að ekki sé minnst á
réttindi sjúklinga í þessu sambandi.
Aukin útgjöld
sparnaðarins
Hjörleifur
Þórarinsson
Höfundur er formaður lyfjahóps
Samtaka verslunarinnar – FÍS.
Lyf
Innan flestra ríkja
EES, segir Hjörleifur
Þórarinsson, end-
urspeglar greiðslu-
þátttaka í lyfjum
ákveðnar áherslur í
heilbrigðisstefnu.