Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ E kki skil ég hvernig blaðamenn fóru að áður en tölvurnar komu til sögunnar. Reyndar man ég óljóst eftir ritgerðarsmíðum í gagnfræðaskóla og menntó þar sem maður sat sveittur við skrift- ir, útbíaður í blekklessum og löngu kominn með krampa í hægri höndina. Það þurfti nánast dulmálssérfræðing til að ráða í fyrsta uppkastið, svo uppfullt var það af inn- skotum, stjörnum, tengikössum og tilvísunum og það var ekki fyrr en eftir að búið var að skrifa herlegheitin upp fjórum, fimm sinnum sem maður vogaði sér að ráðast til atlögu við ritvélina. Vélritunin var ávallt einn krít- ískasti hluti ritgerðarsmíð- arinnar. Það brást sjaldnast að þegar maður átti aðeins örfáar línur eftir af hinni vélrituðu blað- síðu gerði maður mistök sem voru svo afdrifarík að ekki einu sinni tippex gat komið til bjargar. Og þá var ekkert annað en að bíta á jaxlinn, byrja upp á nýtt á blaðsíðunni og lofa sjálfum sér að fara hægar í sakirnar í næstu til- raun. Reyndar var ég svo ein- staklega lánsöm á unglingsárun- um að hafa til umráða rafmagns- ritvél. Þennan kostagrip fékk ég í fermingargjöf frá foreldrum mín- um sem vildu gjarnan ýta undir skriftartilburði mína og gátu ekki hugsað sér betri eign til fram- tíðar fyrir táninginn sinn. Í dag kaupa foreldrar tölvur fyrir börn- in sín í fermingargjöf og dettur ekki í hug að þær muni endast nema allra næstu árin, slíkur er ofurkraftur úreldingarinnar. En ég var alsæl með raf- magnsritvélina mína, ekki síst af því að hún var með leiðrétting- arborða og þótt hún hafi örugg- lega vegið 10–15 kíló rogaðist ég með hana um langan veg á leið í skóla á hverjum miðvikudegi því þá voru vélritunartímarnir. Og þegar á áfangastað var komið var ég orðin svo handlama af burð- inum að áslátturinn á lyklaborðið varð bæði höktandi og ómarkviss þannig að notagildi leiðrétting- arborðans sannaði sig ótvírætt. Ég lét það þó ekkert slá mig út af laginu. Ég vissi sem var að ég tók mig vel út með rafmagns- ritvélina að maður tali nú ekki um blessaðan borðann sem fáir í bekknum gátu státað sig af. Kannski blaðamenn í denn hafi haft slík tryllitæki til afnota en hvað sem því líður hefur úr- vinnslan verið óneitanlega sein- virk miðað við leifturhraða nú- tímans. Að maður tali nú ekki um alla upplýsingaleitina. Þarna sátu þeir sjálfsagt með skrifborð sín yfirfull af pappírum og um- kringdir uppflettiritum og al- fræðiritum sem úreltust jafn- óðum og þau voru gefin út. „Hver er nú aftur formaður upp- græðslunefndar Landbún- aðarfélagsins?“ hugsaði kannski einhver þeirra. „Hvaða starfs- heiti er hann Gulli hjá Útvegs- bankanum með?“ velti annar fyr- ir sér. Og ef enginn af kollegunum var búinn slíku stál- minni að hann gæti hjálpað til með þessar upplýsingar var ekki um annað að ræða en að leggjast í tímafrek símtöl til að komast að hinu sanna í málinu. Nei, það líður varla sá dagur að ég þakki ekki mínum sæla fyr- ir Netið og fyrir blaðamenn sem eru að byrja feril sinn er það sannkölluð lífsnauðsyn. Ekki nóg með að þar megi töfra fram alls kyns upplýsingar með nánast engri fyrirhöfn heldur gerir það okkur nýliðunum gerlegt að dylja fákunnáttu okkar eins og ekkert sé því það er sjaldnast að maður þurfi að spyrja að nokkur sköp- uðum hlut. Þetta er alltsaman á Netinu. Þvílíkur lúxus! Í daglega lífinu hefur Netið ekki síður sannað sig og það svo um munar. Við skulum taka nokkur dæmi. Sé maður að velta fyrir sér kaupum á notuðum bíl er mesti óþarfi að fara úr húsi til að þræða bílasölurnar heldur nægir að fletta upp í söluskrám þeirra á Netinu og skoða úrvalið. Leitarvélar hvers konar gera þetta enn léttara því með þeim má setja inn alls kyns leitarskil- yrði á borð við bíltegund, hversu mikið bíllinn má vera ekinn, hversu mikið hann má kosta og svo framvegis og hókuspókus – Netið töfrar fram þær bifreiðar sem falla undir þetta val. Hið sama gildir í fasteigna- viðskiptum því þar eru einnig leitarvélar á Netinu til að létta manni lífið. Maður tilgreinir hvaða verð maður hefur hugsað sér, hversu stóra íbúð, í hvaða hverfi, hvaða tegund íbúðar og svo framvegis og oftar en ekki er að finna fjölda ljósmynda á Net- inu af því úrvali sem til fellur. Sannkölluð snilld! Nýlega uppgötvaði vinkona mín svo nýja útfærslu af þessari netþjónustu. Á vef nokkrum, sem kenndur er við einkamál, má finna leitarvél þar sem hægt er að setja upp leitarskilyrði fyrir annan einstakling. Hægt er að tilgreina kyn, aldur, staðsetningu viðkomandi og kynhneigð hans og hvers kyns sambandi maður er á höttunum eftir (stefnumót, vinátta eða spjall, skyndikynni...). Í sönnum anda raungreinanna er hægt að biðja um tiltekna hæð, þyngd, hárlit og augnlit en óáþreifanlegri atriði á borð við áhugamál og innræti látin liggja milli hluta. Síðast en ekki síst er hægt að setja farsímanotkun sem skilyrði! Líklega er óhætt að segja að Netið láti sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Við getum verið okkar eigin bankastjórar á Net- inu, við skilum skattaskýrslunni okkar á Netinu, mörg okkar sinna vinnunni í gegnum Netið og flest viðskipti er hægt að stunda í gegnum Netið. Meira að segja matarinnkaupin er hæg- lega hægt að gera í gegnum Net- ið. Einhverntímann las ég um nýja tækni sem á að gera fólki mögulegt að stunda kynlíf í gegn- um Netið með aðstoð raf- eindabúnaðar og læknisþjónustu er jafnvel hægt að fá í gegnum Netið. Þá er bara eitt sem eftir er til að geta lifað lífinu að fullu og öllu í gegnum þetta þarfaþing og lýsi ég því hér með eftir aðila sem er tilbúinn til að útvega fólki lík- amsrækt á Netinu. Að njóta Netsins „En ég var alsæl með rafmagnsritvélina mína, ekki síst af því að hún var með leiðréttingarborða...“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is SUNNUDAGINN 7. apríl birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Jón H. Sigurðsson, líffræðing og fyrrverandi kennara við Verslunarskóla Ís- lands. Jón er fatlaður og hefur verið bundinn við hjólastól frá árinu 1977. Í viðtalinu segir Jón meðal annars frá úthlut- unarreglum Trygginga- stofnunar vegna bif- reiðastyrkja til fatlaðra fyrr og nú. Jón býr við yfir 75% örorku og átti rétt á bif- reiðastyrk sem nam um 40% af bílverði. Styrk- urinn var veittur á þriggja ára fresti og ekki tekjutengdur. Þannig voru reglur Tryggingastofnunar fram til ársins 1999. Eftir 1999 fór styrkurinn upp í 50% af bílverði og var úthlutað á fjögurra ára fresti, auk þess sem styrkurinn var tekjutengdur. Í dag er þessi bifreiðastyrkur bundinn við tekjumörk sem nema 2,3 miljóna króna í heildarárstekjur að hámarki fyrir einstaklinga, auk þess er hann einnig tengdur tekjum maka sé ein- staklingur giftur eða í sambúð. Jón segir í viðtalinu að hann hafi sagt upp kennarastarfi sínu sl. ár til að missa ekki bifreiðastyrkinn. Árstekjur hans voru fyrir ofan skilgreind tekju- mörk og því of háar til að hann ætti rétt á bifreiðastyrknum. En að sama skapi voru þær of lágar til að fjár- magna kaup á bifreið við hæfi. Eftir uppsögnina breyttist afkoma Jóns til hins verra eða sem nam um 100 þús- und krónum á mánuði. Hér liggur vandinn. Bíllinn er fætur hins fatlaða Til að útskýra hvað átt er við með bifreið við hæfi, er fyrst að nefna að fatlaðir einstaklingar þurfa oftast stærri bíla en aðrir, til að auðvelda þeim að komast inn í bílana. Þeir sem bundir eru við hjólastól eiga erfitt með að skáskjóta hjólastólunum inn í bíl- ana aftur fyrir sig, sitjandi. Það reynir mjög á axlir og fer illa með efri hluta líkamans sem raunar er undir miklu álagi, því ekki bera fæturnir þá ein- staklinga sem bundnir eru við hjóla- stólinn. Þeir sem ekki hafa kraft að hefja sig með handafli úr hjólastól í bíl- stjórasætið verða að hafa enn stærri bíla, með hjólastólalyftu. Við lestur þessa viðtals við Jón H. Sigurðsson fór ég að velta fyrir mér því skilningsleysi og vanvirðingu sem felst í þessum úthlutunarreglum og raunar þeim takmarkaða skilningi sem virðast ríkja hjá op- inberum aðilum gagn- vart málefnum fatlaðra. Takmark endurhæfingar Fólk sem missir heilsu vegna slyss eða sjúkdóms hlýtur oft var- anlegan líkamsskaða og fötlun. Að lokinni sjúkrahúslegu hefst endurhæfingarferli, sem tekur mislangan tíma, og fer eftir fötlun hvers og eins. Að endurhæfingar- ferlinu kemur fjöldi fag- fólks. Læknar, hjúkrun- arfræðingar, sjúkra- og iðjuþjálfarar, talmeina- og félagsfræðingar. Teymi er myndað um sérhvern sjúkling. Endurhæfingarferlið miðast að því að gera hvern og einn sem mest sjálf- bjarga svo fremi að það sé hægt. Takmarkið er að gera fólki kleift að vera þátttakendur í samfélaginu, geta stundað vinnu, geta séð sér farborða á sómasamlegan hátt og tekið þátt í fé- lagslífi, jafnvel íþróttum og útivist. Tryggingakerfið á að virka þannig að það styðji sérhvern einstakling, sem hlotið hefur varanlega örorku til þátt- töku í samfélaginu og auðveldi honum hana á allan hátt. Um þetta eru miklir lagabálkar. Þetta gerist með ýmsum styrkjum, beinum fjárframlögum og gegnum bótakerfið. Einstaklingurinn getur þurft ýmis hjálpartæki eða lyf til aðjafna þann aðstöðumun sem mynd- ast í kjölfar stórslysa eða sjúkdóma. Það er vissulega vel staðið að fjöl- mörgum þáttum í tryggingakerfinu. Bifreiðastyrkur fatlaðra er gott dæmi um það. En úthlutunarreglurnar og ákvæði tekjutengingarinnar sæta furðu. Það er vægast sagt sérkenni- legt að tryggingakerfið skuli vinna svo augljóslega og markvisst gegn sjálfu sér og heilbrigðiskerfinu eins og raun ber vitni. Það fagfólk sem kemur að endur- hæfingarferli einstaklingsins er van- virt og um leið sú mikla vinna sem að baki liggur í sérhverju tilfelli. Miklum fjármunum hefur verið varið í þetta endurhæfingarferli sem miðast að því, að koma einstaklingnum út í samfélag- ið á nýjan leik. Sérhver einstaklingur er hluti af hinu kristna samfélagi sem við búum í, og öll erum við, sérhvert okkar, hlekkur í þessari samfélags- keðju. Eða hvað? Afarkostir Þó ótrúlegt sé búa fatlaðir einstak- lingar yfir þekkingu, hæfni, reynslu og menntun. Margir eru langskólagengn- ir, jafnvel með sérnám, sem nýst getur samfélaginu. Þetta er sá auður sem at- vinnulífið sækist eftir á vinnumarkaði. Líkamleg fötlun ein og sér þurrkar ekki út vilja til vinnu og sjálfsvirðingu. Þar er við aðra að sakast. Þeim miklu fjármunum og vinnu sem varið hefur verið í sérhvert end- urhæfingarferli er nú skyndilega varpað fyrir róða. Styrkja- og bóta- kerfið sem hugsað var til stuðnings og styrktar hinum fatlaða einstak- lingi til jafnrar þátttöku í samfélaginu snýst nú upp í andhverfu sína og vísar fötluðum einstaklingum kinnroða- laust af almennum vinnumarkaði. Skilaboðin eru skýr og afdráttar- laus: Þú verður heima og gerir ekki neitt. Þátttöku þinni í samfélaginu er lokið. Þú verður ekki styrktur til frekari þátttöku. Þú færð styrk til að vera heima. Líf þitt verður einangrað og tilbreytingarlaust. Þú hefur tæp- lega til hnífs og skeiðar. Þú færð styrk til bílakaupa með þessum skil- yrðum. Niðurstaða: Öll sú endurhæfing sem ætlað var að gera okkur sjálf- bjarga, vinnufær og þátttakendur í samfélaginu var gagnlaus og nánast unnin til einskis. Bótagreiðslurnar til framfærslu eru smánarlegar og efni í aðra grein. Í orði kveðnu teljast Íslendingar kristin þjóð. Hátíðarræðurnar eru uppfullar af hitaþrungnum náunga- kærleika, umhyggju og samhjálpar- vilja. Manngildishugsjónin víkur þó í skuggann þegar reikningshaldararn- ir upphefja kúnstir sínar, enda unnið með tölur en ekki fólk. Ég skora á stjórnvöld að breyta þessu skaðlega og mannskemmandi ákvæði þegar í stað. Ég skora á fjölmiðla, dagblöð, út- varp og sjónvarp að kynna sér málið og fjalla um það með dæmum. Ég skora á samtök fatlaðra að herða enn opinbera umræðu um mál- efni fatlaðra. Úthlutun bifreiðastyrkja til fatlaðra og bótakerfi Guðmundur Blöndal Höfundur er fv. kaupmaður og býr við fötlun af völdum slyss. Fötlun Takmarkið er, segir Guðmundur Blöndal, að gera fólki kleift að vera þátttakendur í sam- félaginu. SÍÐASTLIÐIÐ ár hafa verið miklar um- ræður um réttmæti ómskoðunar á 12. viku meðgöngu og þess að greina ýmis heilkenni eins og Down’s á með- göngu. Í mörg ár eða frá 1978 hafa flestar konur 35 ára og eldri á Ís- landi látið rannsaka litninga fósturs á 16. viku með legvatns- ástungu. Vitað er að með hækkandi aldri mæðra eykst áhætta að eignast barn með litningagalla, ekki að- eins Down’s heilkenni heldur einnig önnur heilkenni með alvarlegri göll- um sem leitt geta til dauða eftir fæð- ingu. Ómskoðun á 12. viku hefur gefið möguleika á að greina þessi heilkenni fyrr á meðgöngu þannig að um minni aðgerð verði að ræða velji foreldar fóstureyðingu. Í rökum þeirra sem móti eru þessum rannsóknum hefur komið fram að þrýstingur hafi verið frá heilbrigðisstarfsfólki að stöðva meðgöngu, greinist fóstrið með litningagalla. Ekki hafi nægilega verið bent á að margir þessir ein- staklingar auðgi líf sinna nánustu. Þeir eigi fullan rétt á að fá að verða til eins og við hin, sem „eðlileg“ séum. Það vita allir sem vilja vita að t.d. ein- staklingar með Down’s heilkenni eru hinar ljúfustu manneskjur og hafa mikið að gefa um- hverfinu. Um það snýst málið einfaldlega ekki. Það snýst um hvers þeir eigi að gjalda sem taka ákvörðun um að stöðva meðgöngu hafi þeir fengið vitneskju um t.d. fóstur með Down’s heil- kenni? Hafi áður verið þrýstingur að eyða fóstrum með litningagalla eru öfgarnar algerlega í hina áttina þessa dagana. Nú eiga allir að taka á sig þá byrði að eiga þroskaheft barn sem aldrei verður fært um að sjá um sig sjálft og sem kemur til með að þarfnast umönnunar annarra alla sína ævi. Aðstæður og eða annað skipti ekki máli. Er ekki réttara að flytja umræðuna aðeins meira á vit- rænt plan án allrar viðkvæmni og gefa hverjum og einum tækifæri til að taka sína afdrifamiklu ákvörðun út frá sínum eigin forsendum óháð fordómum umhverfisins? Öfgar í báðar áttir Halla Hauksdóttir Höfundur er meinatæknir og vann í mörg ár við litningarannsóknir. Ómskoðun Hafi áður verið þrýst- ingur að eyða fóstrum með litningagalla, segir Halla Hauksdóttir, eru öfgarnar algerlega í hina áttina þessa dagana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.