Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 45 TINDRANDI STJÖRNUR THE STELLARS GLITRANDI HÁMARKSGLJÁI Stellars eru skrefinu framar hvað varðar gljáa varanna vegna þúsunda tindrandi ljósa. Silfurhúðaðar, glitrandi agnir, létt áferð og glampandi gljái. sími: 568 5170 Ráðgjafar frá Helena Rubinstein kynna nýjungar í dag og á morgun. Amazonia, vor- og sumarlitirnir eru komnir. Prodigy, glænýtt krem sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar. Stellars, nýir, ómótstæðilegir varalitir. Við gleðjum viðskiptavini Helena Rubinstein með glæsilegum kaupaukum. Háholti Mosfellsbæ, sími 586 8000 af 30 gerðum af hurðarhúnum 27.399 24.928 Innihurðir á tilboðsverði Sími 525 3000 • www.husa.is kr. kr. Fjögurra spjalda 80 cm furufulningahurð, 10 cm breiður furu karmur og gerefti. Tveggja spjalda 80 cm hvítfulningahurð, 9,5 cm breiður MDF karmur og gerefti. 25% afsláttur ÞAÐ var ömurlegt fyrir Hafnfirðinga að heyra það í fréttum að svo væri komið fyrir bæjarfélaginu að Hafn- arfjörður væri á válista sem eitt af skuldugustu sveitarfélögum landsins og fjárhagsgetan væri komin á hættumörk. Ég hef áður látið í ljós áhyggjur mínar út af fjármálum bæjarins en áfram hefur sigið á ógæfuhlið. Ég var skoð- unarmaður bæjarsjóðs 1990–1994 og varaði þá við mikilli skuldasöfnun. En hvað er að gerast? Bæjarstjórnin ræður ekki við fjár- málin, og ekkert heyrist í skoðunar- mönnum. Hver er þeirra ábyrgð? Skuldir bæjarsjóðs eru nálega 9 milljarðar króna og hafa aukist um nær 5 milljarða króna á kjörtíma- bilinu. Alvarlegt er að þetta gerist í miklu góðæri. Auk þess eru skuldir vatnsveitu og hafnar á þriðja milljarð. Hvað duga skatttekjurnar? Undir þessum skuldum bæjar- sjóðs þurfa skatttekjurnar að standa. Samkvæmt áætlun 2002 verða skatt- tekjurnar 4,9 milljarðar króna árið 2002 eða um 250 þúsund krónur á íbúa. Skuldirnar eru aftur á móti um 450 þúsund krónur á íbúa. Þessi skuldasöfnun kallar á miklar vaxta- greiðslur. Séu samningar um einka- framkvæmdir um 6–7 milljarðar króna teknir inn í myndina er varlega talið að vaxtagreiðslur geti orðið um 10 þúsund milljónir króna, 10 millj- arðar, á næstu 20 árum. Ekki vegna skólanna Fjárskuldbindingar eru það mikl- ar að það má ætla að búið sé að ráð- stafa öllum skatttekjum bæjarsjóðs um fjögur ár fram í tímann. Það er um 1.000.000 krónur á hvern íbúa. Engar eignir myndast á móti öllu þessu fé. Kostnaði vegna einsetningar grunnskólans er kennt um þessa skuldasöfnun en það er rangt því ekki hefur verið eytt nema 1.300 milljónum króna til skólabygg- inga á kjörtímabilinu. Sú metnaðarfulla hug- sjón að setja einsetn- ingu grunnskólans í forgang varð í minni- hluta og náði ekki fram að ganga. Einkaframkvæmdir Til þess að einsetn- ingamál og leikskóla- byggingar yrðu minna klúður var gripið til vafasamra einkafram- kvæmda. Rekstrarpró- sentan í áætlun næsta árs jaðrar við 80% af tekjum sem er leyfilegt hámark. Það hefur komið fram að prósentan er ekki nema rúm 75% ef frá er dregin leiga vegna einkaframkvæmda sem er kostnaður vegna fjárfestinga. Það er ugglaust rétt að þau 4–4,5% sem munar séu að stórum hluta fasteignakostnaður. En sá kostnaður myndar ekki eign hjá bænum eins og hann hefði gert ef kaupleigusamningar hefðu verið gerðir eða bærinn hefði tekið lán og byggt sjálfur. Þessi 4–4,5% eru að mynda eign fyrir eigendur bygging- anna og samsvarandi tap fyrir bæ- inn. Stefna Sjálfstæðisflokksins Árið 1962 urðu kaflaskil í stjórn bæjarmála Hafnarfjarðar. Þá hófst endurreisn fjárhags bæjarins undir forystu Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Þá voru fjármálin tek- in föstum tökum og var þeirri stefnu fylgt fast eftir í samstarfi Sjálfstæð- isflokks og Óháðra borgara fram til miðs árs 1986. Skuldir höfðu þá verið greiddar nær að fullu. Voru heildar- skuldir bæjarsjóðs komnar niður í 86 milljónir króna. Þá voru vaxtatekjur hærri en vaxtagjöld. Hafnarfjörður var talinn eitt rík- asta sveitarfélag landsins. Allan þennan viðreisnartíma voru bæjarstjórar embættismenn en ekki pólitískir forystumenn. Pólitískir bæjarstjórar Við kosningarnar 1986 breyttist þetta og þá hófst skuldasöfnun á ný og hafa skuldir aukist öll árin síðan nema árið 1996. Það ár stóðst fjár- hagsáætlun án endurskoðunar. Allan tímann frá 1986 voru bæjarstjórar jafnframt bæjarfulltrúar, úr Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi og Sjálf- stæðisflokki. Þetta segir þá sögu að forðast beri að bæjarstjóri sé úr hópi bæjarfull- trúa. Þetta er ömurleg staðreynd, ekki síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem nú á stóran hlut í skuldasöfnuninni. Stjórn flokksins kemst ekki hjá því að axla ábyrgð og taka þessi mál til alvarlegrar íhugunar og leggja þær línur sem stöðva þessa óstjórn og breyta um stjórnarhætti. Það þolir enga bið. Samstillt átak Hvernig sem kosningar fara þurfa stóru flokkarnir að taka höndum saman og mynda sterka heild til að komast út úr þeim alvarlegu fjár- skuldbindingum sem búið er að fjötra bæjarfélagið í næsta aldar- fjórðung. Fimm ára áætlanir eru blekkingaleikur á meðan óbeislaðir skuldadraugar geta risið upp fram undan. Það verður að hætta pólitískum bæjarstjóraleik og fá sterka fjár- málamenn sem bæjarstjóra. Nú reynir á hvort nýja fólkið á list- um flokkanna getur breytt stefnunni til bjargar Hafnfirðingum frá frek- ara tjóni og vanvirðu. Fjárhagsvandi Hafnarfjarðar Páll V. Daníelsson Skuldir Fimm ára áætlanir eru blekkingaleikur, segir Páll V. Daní- elsson, á meðan óbeisl- aðir skuldadraugar geta risið upp. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.