Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hafsteinn Auð-unsson fæddist í
Dalseli í V-Eyja-
fjallahreppi í Rang-
árvallasýslu 29.
september 1908 og
ólst þar upp. Hann
lést á Landspítala
Landakoti 5. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðlaug Helga
Hafliðadóttir frá
Fjósum í Mýrdal, f.
17.1. 1877, d. 28.12.
1941, og Auðunn
Ingvarsson frá
Neðra-Dal, V-Eyjafjöllum, f. 6.8.
1869, d. 10.5. 1961, lengst af bóndi
og kaupmaður í Dalseli. Hafsteinn
var fjórði elstur alsystkina sinna
Þau eru, í aldursröð: Guðrún,
Ólafur, Leifur, Ingigerður, Hálf-
dan, Margrét, Valdimar, Konráð
og Guðrún Ingibjörg, öll látin. Áð-
ur átti Auðunn einn son, Markús,
með fyrri eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Sigurðardóttur er lést frá
syni þeirra eins árs gömlum.
Hinn 29.9. 1945 gekk Hafsteinn
að eiga eftirlifandi eiginkonu sína
Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur,
f. 28.12. 1920. Börn þeirra Haf-
steins og Sigríðar eru: 1) Haf-
steinn Auðunn, f. 27.12. 1945,
maki Klara Margrét Arnarsdóttir,
f. 12.7. 1946, d. 10.5. 1990, börn
þeirra eru: a) Sigurður, f. 3.9.
1966, m. Maríanna Björg Arnar-
dóttir, f. 4.2. 1968, búsett á Jót-
landi, þeirra börn eru: Hafrún
dóttir, f. 15.4. 1957, búsett í
Reykjavík, börn þeirra eru: a)
Hafsteinn Þór, f. 21.6. 1978, bú-
settur í Rvík, hans sonur er Hörð-
ur Þór, f. 11.7. 2000; b) Hinrik Þór,
f. 19.11. 1984; c) Anna Rósa, f.
24.1. 1986; 4 ) Haukur, f. 25.5.
1958, búsettur í Rvík.
Hafsteinn sinnti almennum bú-
störfum á æskuheimili sínu ásamt
systkinum sínum. Hann stundaði
hefðbundið barnaskólanám þess
tíma. Hann fór á vetrarvertíð til
Vestmannaeyja þrjú ár í röð frá
1928–1931. Auðunn faðir Haf-
steins var nýjungagjarn maður og
kom t.d. fyrsti bíll sýslunnar í
hlaðið á Dalseli 1928 og varð þá
ekki aftur snúið, ævistarfið var
fundið. Hafsteinn tók bílpróf í
Vestmannaeyjum í maí 1931.
Hann ók fyrir föður sinn og sinnti
ýmsum störfum í sveitinni þar til
hann fluttist til Reykjavíkur ásamt
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig-
ríði Þorsteinsdóttur, og hóf með
henni sambúð haustið 1945. Fyrst
bjuggu þau á Ránargötu 7, síðan í
Gnoðarvogi 26 og síðast í Glað-
heimum 14. Hafsteinn var vörubif-
reiðarstjóri og rak eigin bíl á
Vörubílastöðinni Þrótti frá 1945.
Ók hann fyrir hina og þessa en þó
lengst af fyrir Eimskip hf. Hann
lét af störfum í mars árið 1988, þá
79 ára að aldri. Hafsteinn veiktist
23. september sl. og var lagður inn
á Borgarspítalann og þaðan á
Landakotsspítala þar sem hann
naut umönnunar starfsfólks á báð-
um stöðum. Vilja aðstandendur
hans þakka starfsfólkinu innilega
fyrir góða aðhlynningu allt þar til
hann lést að kvöldi 5. apríl sl.
Hafsteinn verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Freyja, f. 28.12. 1985,
d. 31.3. 2001, Magný
Þóra, f. 9.9. 1989, Haf-
steinn, f. 17.3. 1991,
og Birkir Örn, f. 4.8.
1995; b) Arnar, f. 29.3.
1972, hans dóttir er
Klara Margrét, f.
15.3. 1997; c) Eva
Hrönn, f. 25.6. 1973,
m. Þórir Karl Braga-
son Celin, f. 25.6.
1971, þeirra dóttir er
Elin Kara Celin, f.
10.10. 2000.
Klara átti fyrir
Hjördísi M. Guð-
mundsdóttur, f. 26.4. 1964.
Sambýliskona Hafsteins Auðuns
er Guðlaug Ágústa Þorkelsdóttir,
f. 18.2. 1960, þau eru búsett í
Reykjavík; 2) Erla Guðrún, f. 28.8.
1948, m. Garðar Jóhannsson, f.
18.11. 1946, búsett á Hellu, börn
þeirra eru: a) Hafdís, f. 22.12.
1970, m. Sigfús Davíðsson, f. 18.1.
1968, búsett á Hellu, þeirra dætur
eru Erla Brá, f. 22.6. 1993, og Haf-
rún Hlín, f. 1.3. 1997; b) Hanna
Valdís, f. 25.1. 1973, m. Anton
Karl Þorsteinsson, f. 10.8. 1970,
búsett á Hvolsvelli, þeirra börn
eru Birta Rós, f. 5.5. 1994, og
Daníel Garðar, f. 11.3. 2001; c)
Sigrún Eydís, f. 5.3. 1974, m.
Rögnvaldur Jóhannesson, f. 16.12.
1970, búsett á Selfossi, þeirra dæt-
ur eru Aníta, f. 27.8. 1992, og Rak-
el Helga, f. 10.3. 2001; d) Garðar
Már, f. 11.1. 1981; 3) Hörður Þór,
f. 20.4. 1954, m. Guðrún Brands-
Ég geri mér nú fyrst fyllilega
grein fyrir hvað hann pabbi var mik-
ill áhrifavaldur í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur um ævina, nú þegar
hann er horfinn á braut, og minning-
arnar taka að hrannast upp á fleygi-
ferð um hugann.
Það má skipta langri ævi hans í
fjóra kafla, sá fyrsti var æskuskeiðið
sem leið í leik og léttum snúningum á
bernskuheimili hans að Dalseli, sem
var talið til mikils menningarheimilis
í faðmi ástríkra foreldra innan um
tíu systkini. Voru þau flest hvort-
tveggja, bæði hagmælt og músíkölsk
enda var Auðunn afi stórhuga maður
sem sá þeim fyrir menntun með því
að kaupa farandkennara til kennslu í
stærðfræði, lestri, skrift og íslensku
máli. Má geta nærri að fróðleiksfús
börnin þar á bæ hafi gleypt í sig
námsefnið, kennarinn því ekki þurft
að beita neinum fortölum við að
koma frá sér, því sem hans geta stóð
til, efast ég ekki um að þar hafi verið
færir menn á ferð. Á stóru sveita-
heimili á fyrrihluta síðustu aldar
þurfti á margmenni að halda við hin
algengu sveitastörf, mun hafa komið
sér vel að eiga mörg börn er undu
hag sínum vel í heimaranni og tóku
til hendinni við öll störf sem til féllu.
Auðunn afi var ávallt mjög fram-
sýnn, fylgdist hann mjög vel með öll-
um nýjungum sem gátu létt fólki
störfin, og hrifust synirnir af áhuga
með öllu því sem kom fram í „tækni-
nýjungum“, eins og hestasláttuvél,
hestarakstravél o.fl. o.fl.
Eftir unglingsárin hefst annar
kafli. Veit ég það að pabbi fór oft á
vetrarvertíð í „Eyjum“, eða vega-
vinnu og brúarsmíðar, meðfram
sveitastörfunum „heima“ eins og
hann kallaði það ávallt, og þannig
liðu árin fram að stríðslokum, störfin
á sumrin heima í Dalseli, en skroppið
á vertíð eða vegavinnu um haustin og
á veturna.
Þriðji kaflinn hefst er hann hleyp-
ir heimdraganum og flytur í bæinn
með unnustu sinni, móður minni
Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur,
með vörubifreið sem atvinnutæki
enda varð vörubifreiðarakstur hans
ævistarf, og var hann alla tíð á
Þrótti. Þessi tímamót urðu árið 1945
og gengu þau í hjónaband 29. sept.
það ár og bjuggu um sig til bráða-
birgða í lítilli kjallaraholu á Ránar-
götu 7. Fyrstu jólin í þeirra búskap
fæddist þeim svo frumburðurinn,
sem var undirritaður. Í þessu húsi
bjuggu á tímabili fimm systkini
pabba, hann í kjallaranum, Donna á
fyrstu hæð, Ólafur á annarri hæð,
Valdimar á þriðju, og Ingigerður
ógift hafði herbergi á sömu hæð.
Þarna var búið þröngt en öllum leið
vel. Það var ekki vani að banka á
hæðunum, og gekk maður inn og út á
milli hæða eftir því sem þurfa þótti.
Ingigerður frænka var mikið sótt
heim, þar sem hún var alltaf svo
barngóð. Þarna í kjallaranum stækk-
aði fjölskyldan í fulla stærð, yngsti
bróðirinn fæddist að vori 1958 en
sama haust var flutt úr „bráða-
birgðahúsnæðinu“, og inn að Gnoð-
arvogi 26, sem auðvitað var mjög
stór stund í lífi pabba og mömmu, ég
leyfði mér samt að sakna Ránargöt-
unnar sem hafði líka verið minn leik-
völlur frá fæðingu, með sitt heillandi
umhverfi eins og höfnina, Örfirisey,
með tjörnina á henni miðri til að
sigla á, Landakotstún fyrir fótbolt-
ann, bæjarvinnuportið neðst í Garða-
strætinu o.fl. o.fl.
Pabbi fór fljótt að aka hjá Eimskip
vörum úr skipum félagsins, og var ég
ekki ekki hár í loftinu þegar ég fór að
sitja í hjá honum, það voru góðar
stundir að mér fannst, og sótti ég
mjög oft í það. Tilbreytingin var líka
oft mikil því að öll vöruhúsaaðstaða
var með öðru sniði en í dag, þeim var
dreift um allan bæ, frá Haga vestur á
Melum, í Skúlaskála, í Borgarskála,
og einnig voru heimkeyrslur beint til
viðtakenda á heilförmum, að
ógleymdum Keflavíkurtúrunum suð-
ur á flugvöll á bandaríska hernáms-
svæðið. Man ég hvað hann var oft að
kenna mér hin ýmsu heiti á hlutum
er tilheyrðu skipunum, er við biðum
eftir að fá vörurnar á pallinn. Hann
hefur ekki verið mjög bjartsýnn á
það að flokkurinn sem fór með völd í
bæjarstjórn myndi greiða götu hans
varðandi húsnæðismál, þótt hann
væri alla tíð bundinn honum sem og
faðir hans, Auðunn afi í Dalseli. Því
að hann fékk sér á leigu landskika í
Vatnsendalandi til 50 ára í félagi við
vin sinn, og byggðu þeir hvor sinn
sumarbústaðinn í þessu landi. Síðar
seldi félaginn honum sinn hlut, og
eftir það var hann einn með bústað
þar. En þarna var dvalist öll sumur
framundir árið 1957 þar sem þörfin
var svo knýjandi á að komast upp úr
bráðabirgðakjallaranum strax og
skólum lauk og hlýna tók á vorin.
Entist þetta ástand í um full þrettán
ár, eða þar til úr rættist og þeim var
úthlutað 3ja herb. íbúð eins og áður
sagði í Gnoðarvoginum. Ég var að
vísu í sveit seinni hlutann af þessu
tímabili eins og tíðkaðist á þeim ár-
um með stráka á mínum aldri. En
þarna í Vatnsendalandi stundaði
pabbi alla tíð garðrækt til búdrýg-
inda, voru alltaf á borðum allan árs-
ins hring „nýjar“ kartöflur ásamt
rófum og gulrótum, meina ég þá eins
og nýjar, út úr jarðhúsi sem hann
byggði þarna á staðnum og stendur
það enn, hélt það garðávöxtunum
ferskum allt árið. Efa ég ekki að
þessi iðja hans, til hliðar við hans að-
alstarf sem var aksturinn, hafi gefið
honum það sem við köllum í dag lík-
amsrækt, og þar til viðbótar var
hann að færa til heimilisins mikla bú-
bót sem var honum mjög í mun.
Þarna komst hann frá stýrinu til að
rétta úr sér og finna í sér bóndann og
sveitamanninn sem bjó í honum frá
því hann yfirgaf sveitina tæplega
fertugur. Þarna tók hann til hendi
við vorstörfin, t.d. að pæla garðana,
setja niður kartöflur og sá fyrir róf-
um og gulrótum, einnig dútl við girð-
ingar, og viðhalda bústaðnum, þarna
má setja samasemmerki við þessi
störf og líkamsrækt nútímans, veitti
þetta honum örugglega mikla lífs-
fyllingu. Vinnan var honum allt og
samviskusemi og heiðarleiki voru
hans aðalsmerki, veit ég aðeins um
eitt virkilegt sumarfrí sem tekið var.
Þá var farið í langferð með tveim
systrum mömmu og þeirra mönnum,
þeim Ingu og Boda og Imbu og Ein-
ari Báðir voru þeir leigubílstjórar,
farið var á þeirra bílum, gist í tjöld-
um og ferðarinnar notið til hins ýtr-
asta. Önnur frí gegnum tíðina voru
bara stuttar ferðir austur í sveit í
heimsóknir til ættingja eins og geng-
ur. Þó komst hann eina sjóferð með
mér ásamt móður minni og Arnari
syni mínum, sú ferð var til Murm-
ansk af öllum stöðum, og hafði hann
á orði að hann hefði fyrir alla muni
ekki viljað missa af neinu því sem
þar fyrir augu bar, þetta var fyrsta
sigling hans síðan fyrir stríð, þarna
sá hann með eigin augum Rússland á
tímum ráðstjórnar, þar sem skipu-
lagðar voru ferðir af sjómanna-
klúbbnum í allar áttir í nokkurra
daga stoppi. Síðan var komið við á
ýmsum höfnum á ströndinni eftir
landtöku á Raufarhöfn, og siglt suð-
ur með Austfjörðunum. Meðal ann-
ars stoppað um helgi á Seyðisfirði,
fórum við í ferð upp á Hérað og alla
leið norður í Borgarfjörð eystri, til
þess að heimsækja Sólrúnu bróður-
dóttur hans sem bjó þá í Njarðvík.
Síðasta viðkoma var síðan Vest-
mannaeyjar, voru þá liðin yfir fimm-
tíu ár síðan hann hafði verið þar á
vertíðum, hafði hann mikla ánægju
af þeirri viðkomu. Þarna í Eyjum
hafði hann tekið bílpróf 7.5. 1931,
skírteini nr. 106. Man ég að hann fór
á meðan við stöldruðum við í Eyjum í
skoðunarferð um bæinn, og eftir
rúmlega hálfrar aldar fjarveru síðan
hann hafði verið þar á vertíð, hafði
hann á orði að margt hefði breyst á
þeim tíma sem von var, þar á meðal
var eldgosið og mörg húsin farin
undir hraun.
Sumarið sem pabbi varð áttræður,
fengum við Klara heitin þá hugmynd
að bjóða foreldrum mínum í ferðalag
til Þýskalands í tilefni af þeim tíma-
mótum, en hann var hinn þverasti að
vilja koma með. Bar hann allt mögu-
legt og ómögulegt fyrir sig, Klara
átti nú alltaf frekar gott með að tala
hann til en í þessu tilfelli virtist allt
vera strand, þar til fresturinn var að
renna út til að staðfesta ferðina, þá
komum við aðeins við í Glaðheimum
sem endranær í kaffi um eftirmið-
dag. Kemur þá pabbi fram í eldhús
okkur til samlætis, og slær fram
spurningu til Klöru um hvernig föt
hann eigi að taka með sér til Þýska-
lands. Gleymi ég ekki hvað það
gladdi Klöru að björninn væri unn-
inn, hann hafði borið fyrir sig ýmist
flughræðslu, eða að hann væri alltof
gamall til að standa í svona ferðalag-
astússi o.fl. En þetta varð honum
ógleymanleg ferð, þarna flaug hann í
fyrsta sinn og átti aðeins eftir þrjá
mánuði í áttrætt. Fórum við í sum-
arhús í Saarbrugge með bílaleigubíl,
og keyrðum víða um nágrennið í all-
ar áttir, allt upp í heilsdagsferðir t.d.
yfir til Frakklands, til Kölnar, Lúx-
emborgar, og víðar, sem var mikil
upplifun fyrir þau gömlu hjónin, þótt
hann vildi nú ekki viðurkenna þá að
hann væri neitt gamall. Þessa ferð
geymdi hann vel í minningunni og
við öll sem fórum í hana, þ.e. for-
eldrar mínir, við hjónin, og Eva
Hrönn dóttir okkar.
Þegar hér var komið sögu var
þriðja kaflanum í lífi hans að ljúka,
rétt að verða áttræður að leggja nið-
ur störf, sem átti ekki alveg fyllilega
við hann þá, nýbúinn að hleypa sér í
„skuldir“ að hans dómi við það að
færa sig aðeins um set í hverfinu og
flytja í Glaðheima 14. En þar má
segja að fjórði kaflinn hefjist á hans
lífsferli. Byrjar hann þá að eyða ell-
inni, og þetta tímabil hélt hann all-
góðri heilsu þar til sl. haust, nánar
tiltekið 24. sept. eða fimm dögum
fyrir 93ja ára afmælið, að hann veikt-
ist, fékk vægt heilablóðfall og var
bundinn við hjólastól upp frá því og
þurfti á fullri umönnun að halda.
Eðlilega var hann ekki sáttur við
þessi umskipti og þráði að komast
heim á ný, eða allavega á eitthvert
þessara nýju heimila fyrir aldraða,
en hann var búinn að viðurkenna að
hann væri kominn í þeirra hóp.
Lagðar voru strax inn umsóknir um
vistun á ákveðnu heimili og með ann-
að til vara, og var hann á sjúkra-
stofnunum á meðan. Veit ég að fyrir
mann eins og pabba, sem aldrei hafði
orðið misdægurt á sinni löngu ævi,
var það að verða svona ósjálfbjarga
og bundinn við hjólastól mjög þung-
bært. En þetta er víst leiðin okkar
allra, og eins og komið var fyrir þess-
um öldungi, en honum hafði hrakað
mjög á síðustu tveim mánuðum, var
þetta sennilega eina og besta leiðin,
það að kveðja saddur lífdaga, þó að
ég í minni eigingirni hefði viljað hafa
hann lengur á meðal okkar og halda
helst uppá aldarafmæli hans. En við
getum aðeins beygt okkur fyrir Hon-
um sem öllu ræður í þessum heimi.
Öll eigum við ættingjarnir um sárt
að binda, en mamma þó mest, og
verðum við að fylgjast sem best með
hennar velferð á komandi árum.
Kveð ég þig, elsku pabbi minn, með
þeirri ósk að fá að hittast á ný.
Auðunn.
Mig langar til að minnast móður-
afa míns, Hafsteins Auðunssonar, í
nokkrum orðum. Afi var af alda-
mótakynslóðinni. Hann var mjög
hraustur og vinnusamur maður, þar
til allra síðustu ár að heilsan fór að
gefa sig. Hann keyrði sinn eigin
vörubíl í tugi ára, þar til hann var að
verða áttræður, og tók sér helst ekki
sumarfrí, svo mikið var kappið. Eftir
vinnu á daginn fór hann iðulega upp
að Vatnsenda þar sem hann og
amma voru með landspildu þar sem
þau ræktuðu grænmeti fyrir heimilið
í nær hálfa öld. Það voru góðar
stundir þegar ég kom til Reykjavík-
ur sem krakki og fékk að fara með
afa upp að Vatnsenda á vörubílnum.
Hvergi fékk ég betri gulrætur en
beint upp úr garðinum hjá afa.
Lengi vel komu afi og amma aust-
ur flestar helgar á sumrin til að
heimsækja okkur á Hellu. Í þessum
ferðum fóru þau líka oft að heim-
sækja systkini afa sem bjuggu mörg
undir Eyjafjöllunum eða í Landeyj-
unum. Það var ósjaldan sem ég fékk
að fara með þeim í þessar ferðir. Við
fórum líka oft með nesti að Neðra-
Dal en afi og amma áttu lengi hluta
af þeirri jörð. Þessar ferðir voru allt-
af jafnskemmtilegar.
Þegar ég varð unglingur og byrj-
aði í framhaldsskóla voru afi og
amma svo höfðingleg að leyfa mér að
vera hjá sér svo að ég gæti verið í
skóla í Reykjavík. Síðan þá hefur
heimili þeirra verið mitt annað heim-
ili. Það hefur verið fastur punktur í
tilverunni að fara í Glaðheimana í öll-
um Reykjavíkurferðum. Það hefur
verið öðruvísi að koma þangað í vet-
ur því afi hefur ekki verið heima síð-
an í september er hann veiktist. Síð-
an þá hefur hann legið á spítala og
heilsunni smáhrakað þar til yfir lauk.
Elsku amma, afi átti langa og góða
ævi. Við getum þakkað guði fyrir að
hann þurfti ekki að kveljast lengur.
Skarð hans verður ekki fyllt en
minningarnar lifa.
Elsku afi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Hafdís.
Hafsteinn tengdafaðir minn hefur
kvatt þennan heim.
Ég hitti Hafstein og Siggu konuna
hans fyrst fyrir rúmum þrjátíu ár-
um, þegar ég hafði kynnst Erlu dótt-
ur þeirra sem síðan átti eftir að
verða konan mín.
Við Erla stofnuðum okkar heimili
á Hellu, þannig að nokkur spölur
varð á milli okkar og tengdaforeldra
minna, en það hefur þó ekki komið í
veg fyrir að samgangur okkar hefur
alla tíð verið mikill og heimili þeirra í
Reykjavík alltaf verið eins og annað
heimili okkar, barna okkar, og
barnabarna.
Hafsteinn var fæddur og uppalinn
Rangæingur og hafði alla tíð mjög
sterkar taugar til æskuslóða sinna
þótt meirihluta lífs síns byggi hann í
Reykjavík.
Þær voru margar ferðirnar austur
fyrir fjall hjá Hafsteini á meðan ald-
ur og heilsa leyfði. Bæði í heimsókn
til okkar og gjarnan líka á æskuslóð-
irnar í Landeyjum og Eyjafjöllum.
Hafsteinn lifði langa, og ég held,
góða ævi. Hann var mjög heilsu-
hraustur alla tíð nema allra síðustu
árin. Til marks um það stundaði
hann sitt ævistarf, vörubílaakstur,
nær óslitið þar til hann varð áttræð-
ur og var heldur ósáttur við að þurfa
að hætta þá.
Sá sem hefur lifað meira en níu
áratugi, eins og Hafsteinn, hefur
upplifað miklar breytingar og merka
atburði. Einhver nefndi nýlega sem
dæmi að þegar ég og mínir jafnaldr-
ar, sem komnir eru af léttasta skeiði,
vorum að fæðast þá hafði Hafsteinn
m.a. upplifað tvær heimsstyrjaldir.
Hafsteinn og Sigga höfðu um ára-
tuga skeið afnot af landspildu austan
Vatnsendahæðar þar sem sá út yfir
Elliðavatn. Þar komu þau sér upp
litlu sumarhúsi og annarri aðstöðu.
Þetta átti eftir að verða sælureitur
fyrir fjölskylduna sem hafði þarna
aðsetur meira og minna yfir sumarið
á meðan börnin voru að alast upp.
„Upp’ á Vatnsenda,“ eins og stað-
urinn var alltaf kallaður, ræktuðu
þau m.a. alls konar grænmeti. Í
minningunni verður það alltaf það
besta, hvort sem það voru kartöfl-
urnar, gulræturnar eða bara rabarb-
arinn.
Hafsteinn var hæglátur maður að
eðlisfari og flíkaði ekki mikið tilfinn-
HAFSTEINN
AUÐUNSSON