Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 55 ✝ Ingibergur Gest-ur Helgason fæddist á Patreks- firði 9. apríl 1939. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 9. apríl sl. Foreldrar hans voru Helgi Gestsson frá Kollsvík og Sig- ríður Ingveldur Brynjólfsdóttir frá Þingeyri. Systkini Ingibergs eru: Sigríður Bryn- dís; Jósep; Jónína Þóra sem er látin; Hrönn; Einar; og Kristrún. Ingibergur kvæntist Sigríði Óskarsdóttur 24. apríl 1958. Þau slitu samvistum 1994. Ingibergur og Sigríður eignuðust fjögur börn. Þau eru 1) Helgi Sigurður, f. 20. júlí 1958. Maki hans er Anna B. Aðalsteinsdóttir. Börn þeirra eru Hanna Sóley, Aðal- steinn Gestur og Atli Dagur; 2) Sylvía, f. 18. júní 1961. Maki hennar er Magnús Ingþórs- son. Synir þeirra eru Bergþór Ingi og Óðinn; 3) Arna, f. 7. nóvember 1975. Maki hennar er Magnús Emil Bech. Börn þeirra eru Arnþór Friðrik, Thomas Ari og Lise- lotte Emilie; 4) Alda, f. 31. ágúst 1978. Sonur hennar er Anton Pétur. Ingibergur ólst upp á Patreks- firði fram á unglingsár en flutti þá til Reykjavíkur. Hann tók sveinspróf í húsasmíði og fékk síðan meistararéttindi. Hann vann alla tíð við smíðar. Útför Ingibergs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Nú þegar leiðir okkar skiljast er mér tvennt efst í huga, þakklæti og léttir. Léttir yfir því að þú skulir loks fá að halda áfram för þinni eftir þessi erfiðu veikindi, sem þú tókst þó alltaf með svo miklu jafnaðargeði og gríð- arlegum kjarki. En fyrst og fremst þakklæti. Takk, elsku pabbi, fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Takk fyrir að hafa verið visku- brunnur sem ég gat alltaf leitað til og takk fyrir að hafa kennt mér að mað- ur getur unnið markvisst að því að þroska og bæta sjálfan sig og náð ár- angri. Elsku pabbi, ég bíð og hlakka til að leiðir okkar mætist á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín dóttir, Alda. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns í fáum orðum. Ég kynntist Inga, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir 24 árum þegar ég kom inn í fjölskylduna sem stelpukjáni, þá tvítug að aldri. Síðar kom í ljós að fjölskyldur okkar Helga voru nokkuð kunnugar, svo ekki þurfti að kvíða því að foreldrarnir hittust. Við bjuggum fyrir vestan fyrstu búskaparár okkar, svo segja má að ég hafi ekki kynnst Inga vel fyrr en við fluttum suður. Ingi var glæsileg- ur maður, alltaf mjög snyrtilegur og vel til hafður og allt sem hann tók sér fyrir hendur var mjög vel gert, heim- ilið hans snyrtilegt og alveg örugg- lega allt á sínum stað í röð og reglu. Ingi var eini afinn sem börnin mín hafa kynnst svo söknuður þeirra er mikill. Ingi kom oft á heimili okkar og var skemmtilegur sögumaður og sagði mjög oft frá ýmsu sem við höfðum gaman af að heyra. Hann gat verið mjög stríðinn og hafði oft gam- an af að hneyksla mig smávegis. Það tókst honum oft, en alltaf var það vel meint og ekki tók ég það nærri mér. Undanfarin ár kom Ingi í skötu á Þorláksmessu og hvað honum þótti það gott, þá voru þeir í stuði feðg- arnir, borðuðu mikið og þefuðu af þessu öllu og var rúgbrauð með í kílóavís. Nú verður breyting á því, Ingi kemur ekki aftur í heimsókn, stundvíslega eins og hann var vanur. Í fyrra var haldið ættarmót fyrir vestan og komu margir og þar var Ingi í góðum félgsskap með nærri alla ættingjana hjá sér. Honum fannst mjög gaman og var auðséð að þarna leið honum afar vel og áttu þau systkinin góðar stundir saman. Í fyrrahaust greindist Ingi með krabbamein og þá hófst mikil þrautaganga. Hann var sterkur og duglegur, en ekki var þetta auðvelt fyrir hann, þennan mann sem var svo sjálfstæður og vildi alltaf gera allt sjálfur. En allt tekur enda að lokum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast Inga. Guð blessi minningu hans. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Anna B. Aðalsteins. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Mikið á ég eftir að sakna þín, kæri afi minn. Óðinn. Ég á alltaf eftir að muna eftir hon- um afa mínum sitja við eldhúsborðið hjá okkur í matnum í hádeginu á sunnudögum. Hann var fróður og sagði okkur ýmislegt frá æsku sinni og hvernig var að alast upp á Pat- reksfirði. Hann var hjá okkur um bæði jól og áramót síðastliðin ár. Afi er orðinn nátengdur þessum hátíð- um og ógleymanlegt þegar hann hjálpaði mér að setja saman jólagjaf- irnar. Í minningunni var afi glað- hlakkalegur á jólunum og hlakkaði til jólamatarins. Afi var mjög hjálpsamur og hafði áhuga á að heyra af áhugamálum mínum. Þegar ég var tíu ára hjálpaði hann mér að smíða kassabíl, sem var sterkur og vel smíðaður og nýttist litla bróður mínum líka. Áhugamálið síðustu mánuðina var bíllinn sem ég og pabbi höfum verið að gera upp, en afi spurði alltaf eftir honum og skoð- aði hvernig gekk þegar hann kom. Því miður lifði afi ekki að sjá bílinn tilbúinn, það hefði ég svo gjarnan viljað. Ég á alltaf eftir að sakna afa og sunnudagarnir verða aldrei eins og áður. Bergþór. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, Hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti Hann. „Mitt barn,“ Hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. – Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ ( Sigurbj. Ein.) Þegar ég sá Inga síðast, á páska- dag, var verulega af honum dregið og ég vissi að þetta var kveðjustund- in. Í þessari erfiðu baráttu við krabbameinið, er lauk á 63 ára af- mælisdegi hans, sýndi hann alveg ótrúlegan styrk og æðruleysi. Áður en til þessara veikinda kom hafði ég alltaf staðið í þeirri trú að Ingi yrði langlífur. Hann hafði ættir til langlífis, var sterkbyggður, hraustur og lifði mjög reglusömu lífi. Því miður reyndist ég ekki sannspá. Inga kynntist ég fyrir tæpum 13 árum er ég hóf sambúð með Einari bróður hans. Fyrstu árin var sam- gangurinn á milli okkar ekki mikill en eftir að Ingi og Sigga skildu urðu heimsóknirnar tíðari og varð sam- band þeirra bræðra æ nánara eftir því sem árin liðu. Ingi var gæddur mörgum góðum eiginleikum, hann var hreinskilinn, hlýr, greiðvikinn, sérvitur og jarð- bundinn. Eitt það sem einkenndi hann sérstaklega var vanafesta, ef hann til að mynda fann eitthvað sem honum féll við hélt hann sig við það. Hann gekk til dæmis alltaf í sömu sort af skóm, þar sem honum fannst þeir þægilegir sá hann ekki ástæðu til að breyta. Þar sem Ingi var jarð- bundinn kom það mér enn meir á óvart að þær kvikmyndir sem hann hafði einna mest dálæti á voru æv- intýri og framtíðarmyndir. Það voru fleiri andstæður sem ein- kenndu Inga. Að öllu jöfnu var hann mjög dulur á tilfinningar sínar og hlédrægur en átti þó til alveg óvænt og þegar síst var við að búast að segja frá ansi persónulegum hlutum af þeirri sérstöku hreinskilni sem einkenndi hann. Slíkar frásagnir vöktu yfirleitt undrun en almenna kátínu þeirra sem til hans þekktu. Ég hef alltaf dáðst að því fólki sem skarar fram úr á sínu sviði og nýtir þá hæfileika er Guð gaf þeim og var Ingi einn af þeim. Ingi var lærður húsasmiður og vann við þá iðn alla ævi. Að mínu mati var hann einn sá allra besti í faginu og hafði allt það til að bera sem þurfti; útsjónarsemi, einstaklega gott verksvit og metnað til að gera vel. Skildi hann aldrei við verk nema að vera ánægður með af- raksturinn. Það sem hann byggði var byggt til að standa og munu verk hans bera góðu handbragði hans vitni um ókomin ár. Og þar sem Ingi var einstaklega greiðvikinn var hann ætíð reiðubúinn til aðstoðar við ým- iss konar smíðavinnu. Naut ég góðs af þessari greiðvikni eins og svo margir aðrir. Sagt er að þegar á reyni viti mað- ur hverjir eru vinir manns. Ingi hafði einstaklega gott hjartalag og var sannur vinur vina sinna. Þegar ég þarfnaðist hans brást hann mér ekki og sýndi hvaða mann hann hafði að geyma. Fyrir þann stuðning og skilning verð ég honum ævinlega þakklát. Elsku Ingi minn ég þakka þér samfylgdina, ég vildi að hún hefði orðið lengri. Ég veit að Guð geymir þig og að Nína og foreldrar þínir hafa tekið vel á móti þér. Aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð, missir ykkar er mikill en minningin um góðan mann lifir. Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir. Nú kveðjum við þig, kæri vinur, og minnumst þín sem dugnaðarforks. Þú varst alltaf duglegur að kíkja í heimsókn til okkar vestur í Dýra- fjörð og urðu heimsóknirnar tíðari þegar þú fórst að vinna á Ísafirði. Þú komst oft með stuttum fyrir- vara öllum að óvörum og þá var hún Binna systir þín fljót að hafa til steikurnar sem þér þóttu svo góðar. Oft var nú hlegið og gert grín að öllu og engu þegar þið bræðurnir þrír voruð mættir. Þú hafðir gaman af tónlist og dansi, og gleymi ég aldrei hvað þú dillaðir þér við Jennifer Rush með Power of Love. Þú hafðir sterkar skoðanir á mörgu og vorum við ekki alltaf sammála en hreinskil- inn varstu. Þú lentir oft í erfiðum glímum á lífsleiðinni og þá glímdir þú af mikilli hörku og stóðst oftast uppi sem sigurvegari. En erfiðasta glím- an var við krabbameinið sem sigraði þig að lokum. Guð hefur vantað góð- an smið. Húsasmíðin var þitt líf og yndi og þar varstu meistari, og sannast það á því að vinnuna stundaðir þú af kappi þótt veikur værir orðinn. Elsku Ingi, þú varst góður hlustandi og þú varst góður vinur. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Sofðu rótt. Þú átt þér góðan ástvin sem er farinn á undan þér í dýrðarinnar rann. Og hann er núna vel hjá guði varinn svo veröldin ei getur þjakað hann. Og þó um stund oss þyrmi sorgin yfir mun þýður drottinn lækna öll þau sár því eitt er víst þinn ljúfur vinur lifir í ljóssins hæðum eilífðar um ár. Því guð er ávallt gæskuríkur, mildur, þó getum við ei skilið öll hans ráð og ef í trú við okkar rækjum skyldur þá aldrei bregðast mun hans hjálp og náð. (Hilmar Jósefsson frá Strandhöfn.) Megi góður guð styrkja fjölskyldu þína og ástvini í þessari miklu sorg. Edda Björk og Steinþór Auðunn. INGIBERGUR GESTUR HELGASON Með vinar- og samúðarkveðju til eftirlifandi eiginmanns Hjördísar, Þórðar Jónssonar, og barna þeirra. Þorkell St. Ellertsson. Hún Dísa var systir Guðrúnar, mömmu okkar, tveimur árum yngri og á einhvern órjúfanlegan hátt tengd mörgum skemmtilegustu æskuminningum mömmu. Sögurnar hennar mömmu af þeim tveimur voru sveipaðar ævintýra- bjarma. Þegar þær sungu hvora aðra í svefn á kvöldin á Sandi. Þegar þær fóru saman á sveitaböllin, ljóshærðar á rokkskóm, til að dansa fram á morgun. Þegar þær voru kaupakonur á sumrin og saman í síldinni þegar hún var. Þegar þær leigðu saman á Aragötunni, voru báðar í Kennara- skólanum og reyndu að drýgja aur- ana með því að sauma á sig hverja spjör. Lífsgleði og sumarangan fylgdu þessum minningum mömmu um tímana sem elstu systurnar áttu saman ungar. Dísa var líka frænkan sem við heimsóttum í hvert skipti sem við átt- um leið til Akureyrar í bernsku, og að koma norður var eins og að koma heim. Alltaf var Dísa svo góð og um- hyggjusöm og húsið hennar fullt af hlýju. Heima hjá Dísu vorum við örugg fyrir vonsku heimsins. Við vitum að Dísa trúði því að það væri tilgangur með öllu, jafnvel því að hún væri hrifin burt svo snögglega úr þessu lífi. Hún trúði því líka að annað líf tæki við að þessu loknu og að þar myndi m.a. Rúna systir hennar taka á móti henni og leiða hana inn í nýjan heim – kannski syngjandi sönginn sem þær sungu svo oft saman, og mamma söng fyrir okkur þegar hún leiddi okkur inn í draumaheiminn. Vertu hjá mér Dísa, þegar kvöldsins klukkur hringja og kaldir stormar næða um skóg og eyðisand; þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka syngja heim í dalinn, þar sem ég ætla að byggja og nema land. (Davíð Stefánsson.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra aðstandenda. Þið hafið misst mikið. Álfrún og Teitur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við áttum saman góða stund á föstudaginn langa. Þú vissir vel að hverju stefndi og gast talað um það af ótrúlegu hugrekki og mikilli lífsvisku. Þakklæti var þér efst í huga, þakk- læti til skapara okkar, fyrir að fá að lifa, þó þetta lengi. Páskahátíðin var mikil hátíð í huga þínum og von þín var sú að fá að hlýða á messu á páskadag, og þér varð að ósk þinni. Þau ár sem við þekktumst og unn- um saman var okkar samvinna ein- staklega góð og ánægjuleg. Þín hljóð- láta framkoma, hlýlega viðmót og góðvild var mér og okkur öllum sem störfuðum með þér mikils virði. Handavinnufólkið okkar og vefn- aðarfólkið þitt ber ákaflega hlýjan hug til þín. Þú barst mikla umhyggju og vænt- umþykju til fjölskyldu þinnar og ég vona að væntumþykja þín til þeirra verði þeim styrkur og leiðarljós um ókomin ár. Við samstarfsfólk þitt í Félags- og þjónustumiðstöðinni í Bólstaðarhlíð 43 þökkum þér gott samstarf og sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Hjördís mín, þakka þér fyrir vin- áttu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hrafnhildur S. Ólafsdóttir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.