Morgunblaðið - 18.04.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 18.04.2002, Síða 64
64 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ VIRÐIST allt ætla að vera á sömu bókina lært þegar afskipti Bandaríkjamanna að deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs eru skoðuð. Nú er deila sú, sem þeir eru að mestu leyti höfundar að, komin á það stig að enginn fær neitt við ráðið, ekki einu sinni þeir sem halda á byss- unum. Ísraelsher undir forustu eins almesta stríðsglæpamans síðari tíma ætlar sér nú í eitt skipti fyrir öll að kreista síðasta blóðdropann úr því fólki sem hefur að einhverju leyti barist fyrir frjálsri Palestínu og stinga restinni í pyntingastofu- skreytt ísraelsk fangelsi. Þeir hafa herstyrkinn sem þarf til að sópa upp öllum þeim mönnum sem þeir hafa skilgreint sem hryðjuverka- menn og sprengja um leið í loft upp sem flest mannvirki sem á einhvern hátt gætu nýst palestínsku þjóðinni til að halda uppi eðlilegu samfélagi. Þetta geta þeir gert á skömmum tíma, komið sér út og þá mun heimsbyggðin öll fagna þeim sem heiðursmönnum sem hlustuðu á vilja annarra þjóða. Það þarf enginn að halda annað en að þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar með fullri vitund bandarískra ráðamanna. Þetta er leiksýning sem bæði Ísraelsmenn og Bandaríkin græða á. Herra Col- in Powell dregur lappirnar í spássi- túr um Spán og Norður-Afríku og reynir eftir megni að gefa Sharon tíma til þess að drepa sem flesta og fullkomna ætlunarverk sitt. Þetta fær hann að gera með því skilyrði að Powell fái að koma niður eftir og segja hingað og ekki lengra. Það er það sem Bandaríkjamenn fá í sinn hlut og sjálfsagt telja þeir ekki veita af, því á frelsis- og friðarreikning þeirra hefur fallið árum saman. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa menn í sjónvarpsviðtölum til þess að gera sér ljóst hversu mikil alvara er í orðum þeirra. Bush kom fram og bað Sharon að stoppa blóð- baðið með álíka þunga í orðum sín- um og þegar verkakonurnar á síld- arplaninu í gamla daga kölluðu eftir meira salti, það eina sem hann vant- aði var hálfur pakki af PK-tyggjói, svunta og skupla yfir kollinn. Enn hjákátlegra var þó að hlusta á þeg- ar hann varaði aðrar þjóðir við að notfæra sér ástandið. Þvílíkt og annað eins að hlusta á að aðrar þjóðir ætli að „notfæra“ sér ástand- ið eins og það er. Þeir einu sem geta notfært sér ástandið eru Banda- ríkjamenn og það ætla þeir sér svo sannarlega að gera. En restin af heimsbyggðinni verður að horfa upp á þetta og get- ur ekkert gert nema lýsa andstyggð á hernaðinum. Allt tal um viðskipta- bann er bara máttlaus tilraun til að gera stríðsaðilum ljóst að mönnum stendur ekki á sama um blóðbaðið. Sharon og Bush klára þessa leik- sýningu, koma á einhverskonar vopnahléi og svo verða hinar raun- verulega friðelskandi þjóðir að sópa upp skítnum eftir þá. Grimmdar- verkin falla í gleymskunnar dá og Ísraelsmenn þurfa aldrei að svara til saka fyrir þessar aðgerðir, ekki frekar en aðra stríðsglæpi sem þeir hafa hingað til framið. BÖÐVAR ÞÓR UNNARSSON, Króktúni 13, Hvolsvelli. Samkomulag um blóðbað Frá Böðvari Þór Unnarssyni: NÝLEGA bárust fréttir af tapi Flugleiða. Þetta tap nam á seinasta ári hálfum öðrum milljarði króna. Mér sýnist að hægt sé þarna að breyta tapi í gróða með einföldum hætti. Lengja flugvélarnar um svona tíu til fimmtán metra, stytta bilið á milli um s.s. tíu sentimetra. Með þessu mætti fjölga farþegum í hverri ferð verulega. Auk þess mætti stytta vængina um tvo til þrjá metra. Með því mætti auka flughraðann töluvert og bæta við einni ferð á sólarhring. Þessar aðgerðir myndu að vísu draga verulega úr öryggi en hvað gera menn ekki fyrir bættan efna- hag? Nú er það svo að Íslendingar ráða ekki einir breytingum á flug- vélakosti sínum og fengju ekki að fara í þessar framangreindu breyt- ingar jafnvel þótt fljúga mætti flug- vélunum eftir breytingarnar. Þetta er nú bara vegna þess að fullsmíðuð farartæki eru ávöxtur ártuga þróun- ar og verða í flestum tilfellum ekki betri en í þeirri mynd sem framleið- andinn skilar þeim af sér. Fyrir nokkrum árum tóku menn upp á því að fara að endurbæta s.k. jeppa og gera þá með því heppilegri til óbyggðaferða. Þessir bílar eru yfir- leitt minnst í óbyggðum en framan- greindar breytingar aðallega til þess að auglýsa ríkidæmi eða fátækt eig- andans. Allt eftir því hvernig á þetta er litið. Fyrir nokkrum árum var ég á ferð í Finnlandi. Tók ég eftir því að s.k. jeppar voru þar með merki sem gaf til kynna hámarks ökuhraða enda eru þeir óbreyttir erfiðari í stjórn en vanalegir fólksbílar. Nýjar flugvélagerðir eru oft árum saman í prófunum og fá að þeim loknum flug- hæfisskírteini. Ný skip fara í ýmsar prófanir og fá haffærisskírteini. Nýj- ar gerðir bifreiða fara gegnum margháttuð próf og fá oftast á end- anum ökuhæfisskírteini (certificate of trafficability). Samkvæmt upplýs- ingum í Morgunblaðinu 16. mars sl. hafa níu manns farist í umferðarslys- um hér á landi frá áramótum. Fjórir þessara fórust í árekstrum þar sem stórir aldrifsbílar koma við sögu og einn þar sem slíkt ökutæki tolldi ekki á veginum. Í ljósi þessara alvarlegu staðreynda verður að gera þá kröfu að þessi mál verði tekin föstum tök- um þegar í stað. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Torfærutröll Frá Gesti Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.