Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ P P A .P A R IS P H O T O F . D IS E G N I LUMIERE DOR LeClerc förðunarvörurnar eru einstakar hvað efnisinnihald varðar, en það er einkum hrísgrjónapúður og hrísgrjónasterkja. Frábærir pastellitir • Gloss f. varir • Glans augnskuggar • Naglalökk • Fjölnotakrem „ÞAÐ ER allt að fara á fullt hjá okkur eftir fjögurra mánaða frí. Á fimmtudagskvöldið (í kvöld) verður nýja myndbandið okkar sýnt í þættinum hjá Andreu Ró- berts á Stöð 2, við erum síðan að spila í Keflavík á föstudags- kvöldið og á Gauk á Stöng um helgina. Við erum og búnir að leggja lokahönd á nýju plötuna sem kemur út í haust,“ sagði Hreimur, söngvari Lands og sona, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn í vikunni. Hreimur sagði að það væri búið að vera mikið ævintýri að vinna myndbandið nýja, sem m.a. væri tekið í Flotkvínni í Hafnarfirði. „Við vorum alla páskanóttina að klára tökurnar. Við höfum örugg- lega aldrei lagt annað eins í myndband og það er það dýrasta til þessa. Þarna voru settar upp heilu göturnar eins og klipptar út úr Gotham City.“ – Það dýrasta segirðu, hvað kostaði það? „Æ það má ekki segja frá því, en ég vil endilega koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem lögðu á einhvern hátt hönd á plóginn. Það hafa margir reynst okkur frábærlega í þessu verk- efni.“ Bíða lengur Bandaríkjaförin er í biðstöðu segir Hreimur: „Þetta er spurn- ing um að bíða eftir rétta augna- blikinu. Ég get ekki nefnt neinn tíma, en það kemur að því, í haust eða upp úr því. Þetta er sama ferli og strákarnir í Quar- ashi lentu í. Þeir þurftu að bíða nokkuð lengi, en nýttu tímann vel, kláruðu myndbandið. Þetta er eftir bókinni og vonandi geng- ur okkur eins vel og þeim þegar þar að kemur.“ – Hvað ætlið þið að bardúsa í sumar? „Við erum að rúlla af stað og erum í góðu formi eftir hléið. Við verðum heima og ætlum að spila eins mikið og við getum og vera í góðu formi þegar við förum út. Við bætum þremur lögum við í sumar, fjórum þá í allt, og mynd- bönd með öllum. Þetta verður skemmtilegt sumar.“ – Eruð þið ánægðir með nýju afurðina? „Já, við erum það. Sú breyting hefur reyndar orðið að platan er öll á ensku. Hún var unnin í svo náinni samvinnu við bandaríska aðila að það hefði verið hálf- ankannalegt að vera að syngja á íslensku á henni. En þetta er allt í lagi, við erum fyrstir til að við- urkenna að við erum ekki efni- legustu og bestu íslensku texta- smiðirnir. Platan hljómar hins vegar bara vel á ensku.“ Land og synir aftur á kreik Dýrasta myndbandið kynnt í kvöld Morgunblaðið/Sverrir Það er allt að gerast hjá Hreimi og félögum. Smitberinn (Contagion) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Góðar stundir VHS. (97 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leik- stjórn: John Murlowski. Aðalhlutverk: Bruce Boxleitner, Megan Gallagher og Lin Shaye. GERÐ er árás á forseta Bandaríkj- anna með allnýstárlegum hætti. Hann er sýktur af sérlega hættulegu afbrigði af ebóla- veirunni og heimta hryðjuverkamenn- irnir síðan háar fjárhæðir fyrir mót- eitrið. Í kjölfarið verður spítalinn, sem forsetinn er fluttur á, að gróðr- arstíu þessarar hættulegu veiru og er því einangraður og settur í sóttkví. Þetta er grunnhugmynd spennu- myndarinnar Smitberans sem þrátt fyrir að vera gerð af dálitlum áber- andi vanefnum, og eftir formúlunni, reynist hin allra sæmilegasta skemmtun. Bæði er umfjöllunarefnið nokkuð áleitið, þótt framsett sé í formi Hollywood-óraunsæis, og er sjónvarpsleikarinn góðkunni Bruce Boxleitner nokkuð trúverðugur í hlutverki forsetans. Ein ástæðan fyr- ir því gæti reyndar verið sú að hann lítur út eins og tölvugerður blending- ur af Al Gore og Bill Clinton, sem er nokkuð sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Í sóttkví
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.