Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 1
AP
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, takast í hendur á fréttamannafundi í Moskvu í gær.
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti
Rússlands, undirrituðu í gær tíma-
mótasamning um kjarnorkuafvopn-
un. Fögnuðu þeir þessum áfanga í
samskiptum ríkjanna og sögðu hann
mundu leiða til „ótrúlega mikils
samstarfs“.
Bush sagði að undirrituninni lok-
inni, að gagnkvæmur ótti við kjarn-
orkuárás væri nú úr sögunni, en
samkvæmt samningnum munu ríkin
fækka kjarnaoddum sínum um tvo
þriðju á 10 árum, úr 6.000 til 7.000 í
1.700 til 2.200.
Samningurinn um kjarnorku-
vopnin og aðrir samstarfssamning-
ar, sem nú hafa verið undirritaðir,
sýna vel hvað samvinna ríkjanna
hefur orðið náin eftir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september síð-
astliðinn. Pútín hefur stutt Bush
heilshugar í stríðinu gegn hryðju-
verkamönnum og það hefur borið
góðan ávöxt á mörgum öðrum svið-
um.
Eina eiginlega ágreiningsmálið í
viðræðum þeirra Bush og Pútíns
var aðstoð Rússa við smíði kjarn-
orkuvers í Íran en Bush skipar Íran
á bekk með Írak og Norður-Kóreu í
„hinum illa öxli“. Kvaðst Bush hafa
áhyggjur af, að klerkarnir misnot-
uðu tæknina, en Pútín fullvissaði
hann um, að á því væri engin hætta.
Samstarf í orkumálum
Bush olli reyndar Rússum von-
brigðum með því að lýsa ekki yfir,
að kaldastríðs-takmörkunum á við-
skiptum við Rússland hefði verið af-
létt, og enn er deilt um innflutning á
bandarískum kjúklingum til Rúss-
lands og tollana, sem Bandaríkja-
menn hafa sett á stálinnflutning.
Bush skýrði einnig frá því, að rík-
in ætluðu að stórauka samstarf sitt
í orkumálum, meðal annars með
aukinni þátttöku bandarískra fyr-
irtækja í olíuvinnslu Rússa, en
fréttaskýrendur segja, að með því
vilji Bandaríkjamenn verða óháðari
olíunni frá Miðausturlöndum.
Tímamótasamningur um
fækkun kjarnavopna
George W. Bush
og Vladímír
Pútín boða
„mikið samstarf“
Moskvu. AP, AFP.
121. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 25. MAÍ 2002
MARTA Lovísa Noregsprinsessa og
rithöfundurinn Ari Behn voru gefin
saman í hjónaband í gær í dómkirkj-
unni í Niðarósi. Kom prinsessan til
vígslunnar ásamt föður sínum, Har-
aldi konungi, sem leiddi hana upp
að altarinu. Úti fyrir söfnuðust sam-
an tugþúsundir manna til að fagna
brúðhjónunum og létu ekkert á sig
fá háðulegar umsagnir fjölmiðla um
brúðgumann. Í könnun kemur fram,
að 24% Norðmanna telja, að Behn sé
slæm fyrirmynd fyrir norska æsku,
og 43% álíta, að val þeirra systkina,
Mörtu og Hákonar, á lífsförunaut
hafi veikt norska konungdæmið.
Reuters
Hátíð í Niðarósi
DEILUR
Micks
McCarthys,
þjálfara írska
landsliðsins í
knattspyrnu,
og Roys Kean-
es, fyrirliða
liðsins, rötuðu
alla leið inn á
borð Berties Aherns, forsætis-
ráðherra Írlands, í fyrradag
en The Irish Times segir frá
því í gær að Ahern hafi verið
reiðubúinn að blanda sér í
deilurnar ef það mætti verða
til að lægja öldur í herbúðum
liðsins.
Brotthvarf Keanes hefur
vakið sterk viðbrögð á Írlandi
en flestir eru sammála um að
hann hafi verið eini leikmaður
landsliðsins, sem hefði staðist
þeim allra bestu á HM í knatt-
spyrnu snúning. Mótið er
haldið í Japan og S-Kóreu og
hefst á föstudag.
Síminn hjá Ahern mun ekki
hafa stoppað eftir að þær
fréttir bárust í fyrradag að
McCarthy hefði rekið Keane
úr landsliðinu. Munu bæði
fulltrúar írska knattspyrnu-
sambandsins og kunningjar
Keanes hafa viljað að forsætis-
ráðherrann skærist í leikinn.
Segir The Irish Times að
Ahern hafi lýst sig reiðubúinn
til að miðla málum, teldu
menn líklegt að það skilaði
árangri.
HM í knattspyrnu
Ahern
vill
sættir
Roy Keane
ATAL Behari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, hélt til fjalla í gær í
stutt frí, er heldur dró úr ótta við að
styrjöld milli Indverja og Pakistana
væri yfirvofandi. Alþjóðlegur þrýst-
ingur á báða aðila hefur verið mikill.
Sú ákvörðun Vajpayees að fara í
þriggja daga leyfi til ferðamannastað-
arins Manali í Himalæjafjöllum er af
fréttaskýrendum talin til marks um
að stríð sé ekki yfirvofandi, þrátt fyrir
að hart hafi verið lagt að indversku
stjórninni innanlands að gera árás á
samtök múslíma er hafa aðsetur í
Pakistan.
„Þetta eru greinilegustu merkin
um friðarhorfur sem sést hafa lengi,“
sagði stjórnmálaskýrandinn Mahesh
Rangarajan í Nýju-Delhí. „Forsætis-
ráðherrann færi ekki í ferðalag ef
Indland væri um það bil að lýsa stríði
á hendur Pakistönum.“
Chris Patten, sem fer með utanrík-
ismál í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, átti í gær fund með
Brajesh Mishra, sem er öryggisráð-
gjafi indversku stjórnarinnar og einn
helsti ráðgjafi Vajpayees, og Jaswant
Singh, utanríkisráðherra Indlands.
Patten er sá fyrsti af þremur
þekktum vestrænum stjórnmála-
mönnum sem heldur til S-Asíu í því
augnamiði að reyna að stilla til friðar.
Í næstu viku heldur Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, þangað, og
Richard Armitage, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, fer þang-
að í þarnæstu viku.
Vajpayee forsætisráðherra farinn í frí
Dregur úr
stríðsótta
Nýju-Delhí. AFP.
Pakistanar sæta/26
KJELL Inge Røkke, kunnasti kaup-
sýslumaður í Noregi, hefur verið
ákærður fyrir að múta sænskum
embættismanni og verða sér þannig
úti um réttindi til að stjórna stórri
lystisnekkju.
Røkke og þrír menn aðrir, Robert
Matos vélstjóri, skipamiðlarinn Erik
Øye og John Inge Valand, aðstoð-
armaður Røkkes, eru sakaðir um að
hafa mútað sænskum skipaeftirlits-
manni til að fá réttindin án þess að
gangast undir próf. Hámarksrefsing
við því er árs fangelsi auk sekta.
Røkke er einn af ríkustu mönnum
í Noregi en hann kom á sínum tíma
undir sig fótunum með ufsaveiðum
við Alaska. Eftir að hann sneri heim
á síðasta áratug náði hann undir sig
Aker-samsteypunni og gekkst fyrir
því að hún var sameinuð Kværner-
samsteypunni á síðasta ári. Upphaf
málsins er, að snekkja Røkkes
strandaði við Svíþjóð í júlí í fyrra.
Røkke ákærður
fyrir mútur
Ósló. AP.
OTTO Schily, innanríkisráðherra
Þýskalands, sagði í gær, að verið
væri að kanna fréttir um, að liðs-
mönnum al-Qaeda-hryðjuverkasam-
takanna og talibönum hefði verið
smyglað til Evrópu þar sem þeir
væru að undirbúa hryðjuverk.
Frankfurter Allgemeine Zeitung
sagði í gær, að 30 talibanar og al-
Qaeda-liðar, sem horfið hefðu spor-
laust í Slóvakíu fyrir tveimur mán-
uðum, hefðu líklega ætlað til Bret-
lands þar sem þeir hygðu á nýjar
árásir. Staðfesti Schily, að fréttir um
þetta hefðu borist, og hvatti almenn-
ing til að vera vel á verði.
Blaðið sagði, að mennirnir hefðu
verið í búðum í Slóvakíu þar sem þeir
hefðu beðið hælis. Það hefði þó vakið
grunsemdir að þeir voru allir skil-
ríkjalausir.
Varað við
árásum í
Evrópu
Frankfurt. AP.