Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR-ingar á toppinn eftir sigur á Skagamönnum / B2 Fyrsti sigur Íslendinga á Svíum í handknattleik í 14 ár / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r25. m a í ˜ 2 0 0 2 FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt á mbl.is á Netinu á kosninganótt og munu birtast þar fréttir af talningu og viðbrögðum frambjóðenda frá því kjörfundi lýkur klukkan 22 og fram á nótt. Fréttirnar munu birtast á almenn- um fréttasíðum vefjarins og á sér- stökum kosningavef, en þar verður einnig hægt að skoða stöðu mála í einstökum sveitarfélögum eftir því sem tölur berast. Hægt verður að koma upplýsing- um eða ábendingum á framfæri með því að senda tölvupóst á netfangið netfrett@mbl.is eða hringja í síma 861-7970. Fréttaþjón- usta mbl.is á kosninganótt HELGI Tómasson, stjórnandi San Francisco-ballettsins, var meðal þeirra sem sæmdir voru heið- ursdoktorsnafnbót við Juilliard- listaháskólann í New York í gær. Mikið fjölmenni var viðstatt út- skriftarathöfnina, en skólinn er einn fremsti háskóli Bandaríkjanna á sviði tónlistar, dans og leiklistar. Auk Helga fengu heiðursdoktors- nafnbót þau Edward Albee leik- skáld, Jimmy Heath saxófónleikari, Shirley Verret sópransöngkona og leikarinn Bill Cosby. Athöfnin hófst á því að allir við- staddir vottuðu virðingu sína þeim sem létu lífið í World Trade Center hinn 11. september síðastliðinn, en í opnunarávarpi sínu sagði Bruce Kovner, formaður stjórnar stuðn- ingsaðila skólans, að atburðurinn hefði leitt New York-búum fyrir sjónir hversu mikilvægt „samfélag mannanna væri“. Helgi Tómasson var fyrstur heið- ursdoktorsefnanna til að verða kallaður fram og fór Joseph W. Pol- isi, rektor háskólans, afar lofsam- legum orðum um framlag hans til danslistarinnar. „Sem einn örfárra dansara er sköruðu fram úr bæði í ballettum Jeromes Robbins og Georges Balanchines varðst þú þess heiðurs aðnjótandi að báðir sköp- uðu dansverk sérstaklega fyrir þig. Fágun hreyfinga þinna og útfærsla þeirra, tvinnuð saman við með- fædda sköpunargáfu og tæran stíl, komu þér á stall sem einum stór- kostlegasta listamanni þinnar kyn- slóðar. Og það er einmitt fyrir til- stuðlan þessara listrænu gilda, og staðfestu þinnar við að virða þau, sem ferill þinn sem stjórnanda og danshöfundar hefur einnig verið jafn fullkominn og raun ber vitni,“ sagði Polisi meðal annars. Helga var fagnað með dynjandi lófataki, enda leyndi sér ekki hversu vel áhorfendur voru kunnugir honum og rúmlega fjörutíu ára dansferli hans í Bandaríkjunum. Það kom í hlut hins ástsæla Bills Cosbys að ávarpa útskriftarnem- endur fyrir hönd heiðursdoktor- anna, en hann var mjög áberandi á sviðinu, ekki síst fyrir þá sök að í stað hinnar hefðbundnu rauðu flauelshúfu doktoranna bar hann á höfði ameríska derhúfu sem hann hafði nælt í lítið silkiskott, eins og það er útskriftarnemendur bera á sínum höfuðfötum. Hann fleygði ennfremur af sér heiðurskápunni áður en hann tók til máls, enda mik- ilvægt að skóli á borð við Juilliard sýni fram á „breidd í túlkun og list- rænum athöfnum“, eins og Polisi orðaði það er hann hleypti Cosby í pontu við mikinn fögnuð. Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins áður en athöfnin átti sér stað sagðist Helgi Tómasson hreint ekki hafa átt von á því að verða þessa heiðurs aðnjótandi. Juilliard- listaháskólinn hefur einkum lagt áherslu á nútímadans og Helgi sagði það því sérstaklega ánægju- legt fyrir sig að þeir sýndu með þessum afgerandi hætti mikilvægi persónulegs framlags hans til nú- tímadans. „Þeir eru í raun að við- urkenna að ég sé ekki einungis að vinna í anda Balanchines í klass- ískum dansi, eins og allir bjuggust við í upphafi þegar ég fór til San Francisco, heldur að vinna mín þar á sviði nútímadans hafi einnig vegið það þungt að það hefur haft áhrif á vinnuna í þeirra eigin skóla hér í New York.“ Meðal íslenskra boðsgesta við út- skriftarathöfnina voru forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, og heitkona hans Dorrit Moussaieff og sendiherrahjónin í Washington, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Þess má einnig geta að ungur íslenskur fiðluleikari, Pál- ína Árnadóttir, útskrifaðist með framhaldsgráðu í tónlist við þessa sömu athöfn, en í fyrra lauk hún einnig meistaraprófi í fiðluleik frá sama skóla. Helgi Tómasson sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Juilliard í New York Meðfædd sköpunargáfa og tær stíll Helgi Tómasson og kona hans Marlene, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og heitkonu hans Dorrit Moussaieff í Lincoln Center í gær, þar sem Helgi var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót. New York. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Fríða Björk Ingvarsdóttir HEIÐLÓAN sigraði í árlegu Evrópufuglasöngkeppninni en úrslit hennar voru kunngerð í gær. Lóan var fulltrúi Íslands í keppninni og hlaut hún rúm- lega 3,6 stig að meðaltali en hægt var að gefa fuglunum stig frá 1 upp í 5. Blábrystingur, sem var fulltrúi Belga, varð í öðru sæti með rúmlega 3,4 stig og tjaldurinn, sem var fulltrúi Færeyinga, hreppti þriðja sæti. Kosningin fór fram á Netinu, á vefsíðu eistneska Fugla- verndarfélagsins, og tóku um 30 þúsund manns þátt í henni. Öllum gafst kostur á að kjósa en eins og í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva var einungis hægt að velja þátttak- endur annarra landa. Robert Oetjen, einn af skipu- leggjendum keppninnar, segir um þennan íslenska vorboða að þótt lóan hafi ekki sérlega fal- lega rödd og flauti frekar en syngi sé söngur hennar áhuga- verður og fjöldi fólks hafi gefið henni atkvæði sitt. Sérstök dómnefnd fjallaði einnig um söngfuglana og komst að þeirri niðurstöðu að eistneski næturgalinn syngi best af 21 fuglategund sem tók þátt í keppninni. Dómnefndin setti lóuna hins vegar í 15. sæti. Ljósmynd/Jóhann Óli Evrópufugla- söngkeppnin Heiðlóan sigraði fells ákváðu að opna félagið og dreifa eignaraðild þess,“ segir Ólafur Ragnarsson, fráfarandi formað- ur stjórnar Eddu. „Í kjölfar þeirrar ákvörðunar keypti Fjárfestingarbanki atvinnulífsins helmings- eignarhlut og í tengslum við þá breytingu hætti ég afskiptum af daglegum rekstri fyrirtækisins, varð stjórnarformaður og vann að uppbyggingu og út- víkkun starfseminnar, meðal annars með kaupum Vöku-Helgafells á útgáfufyrirtækinu Iceland Re- view og stofnun nútímalegrar dreifingarmiðstöðvar í samstarfi við Mál og menningu. Síðan tókst sam- komulag um samruna Vöku-Helgafells og Máls og menningar í nýtt miðlunar- og útgáfufyrirtæki sumarið 2000. Þetta fyrirtæki hlaut nafnið Edda og undanfarin tvö ár hef ég gegnt stjórnarformennsku í því. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hvern- ig tekist hefur að auka enn fjölbreytni starfsem- innar, meðal annars með stofnun tónlistardeildar, sem þegar á fyrsta ári var orðin næststærsta tón- listarútgáfa landsins. Þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, sem síð- ar sameinaðist Íslandsbanka, keypti helmingshlut- inn í Vöku-Helgafelli var því lýst yfir að bæði bank- inn og aðrir eigendur félagsins hygðust selja sína hluti í fyllingu tímans. Þá var miðað við að fyr- irtækið yrði skráð á Verðbréfaþing Íslands innan fárra ára en aðstæður á hlutabréfamarkaði hafa síð- an gjörbreyst. Þegar sá kostur bauðst að selja EFTIR hluthafafund í Eddu – miðlun og útgáfu hf. í gær er Björgólfur Guðmundsson orðinn meirihluta- eigandi að fyrirtækinu. Hinn helsti eigandi fyrir- tækisins er Mál og menning – Heimskringla. Halldór Guðmundsson er forstjóri Eddu og mun verða það áfram eftir þessar breytingar. „Ég fagna því heilshugar,“ segir Halldór, „að það sé búið að tryggja áframhaldandi rekstur Eddu, sem fyrir ut- an ýmislegt annað er stærsta bókaútgáfa landsins. Samstarfið við nýja hluthafa leggst mjög vel í mig.“ Í fréttatilkynningu frá Eddu segir að á hluthafa- fundinum í gær hafi verið ákveðið að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna. Núverandi hlut- hafar hafi fallið frá forkaupsrétti og Björgólfur Guðmundsson hafi skráð sig fyrir hlutafjáraukning- unni. Hann hafi jafnframt gert samkomulag við Ís- landsbanka og Ólaf Ragnarsson og fjölskyldu hans um kaup á öllum eignarhlutum þeirra í félaginu. Í tengslum við þessa breytingu ganga Ólafur Ragnarsson, Guðfinna Bjarnadóttir og Ólafur Jó- hann Ólafsson úr stjórn. Á fundinum var kjörin ný stjórn og hana skipa Páll Bragi Kristjónsson, Þröst- ur Ólafsson, Ólafur B. Thors, Örnólfur Thorsson og Þór Kristjánsson. Varamenn eru Þórunn Guð- mundsdóttir og Daníel Helgason. „Þessi niðurstaða er að því er mig snertir í raun lokapunktur á ferli sem hófst fyrir tæpum fjórum árum, þegar stofnendur og eigendur Vöku-Helga- Björgólfi Guðmundssyni eignarhlut Íslandsbanka og okkar, fyrrverandi eigenda Vöku-Helgafells, var ákveðið að láta á það reyna. Niðurstaðan er nú orð- in ljós og þar með hætti ég öllum afskiptum af fyr- irtækinu eftir að bókaútgáfa hefur átt hug minn all- an í rúma tvo áratugi, eða frá því bókaútgáfan Vaka var stofnuð 1981. Ég býð nýja eigendur Eddu velkomna á þennan spennandi vettvang og óska þeim og fyrrum með- eigendum okkar frá Máli og menningu alls góðs á komandi tíð. Ég tel að nú hafi verið lagður nýr og traustari grunnur að framtíðarþróun þessa fjöl- þætta og mikilvæga miðlunar- og menningarfyr- irtækis.“ Kaupverð ekki gefið upp Spurður um fjárhæðir í sambandi við þessi við- skipti sagði Ólafur að samkomulag hefði verið milli kaupenda og seljenda um að ekkert yrði gefið upp í þeim efnum. Í fréttatilkynningu Eddu segir að sem fyrr verði aðaláherslan lögð á bókaútgáfu og bóksölu, en undir hatti fyrirtækisins starfi nú bókaforlögin Mál og menning, Vaka-Helgafell, Forlagið, Almenna bóka- félagið og Iceland Review. Að auki reki félagið sex bókaverslanir undir nafni Bókabúða Máls og menn- ingar, gefi út nokkur tímarit, starfræki tónlistar- útgáfu og fjölda bóka- og áskriftarklúbba. Björgólfur Guðmundsson eignast meirihluta í Eddu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.