Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 9 Fullt af fallegum fatnaði fyrir útskriftina                    Frábær ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Stúdentadragtir Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Þýskur og danskur gallafatnaður Laugavegi 84, sími 551 0756 STEFÁN Thors skipulagsstjóri tel- ur að ef framkvæmd Alcoa á álveri í Reyðarfirði verður önnur en sú sem Skipulagsstofnun úrskurðaði um vegna álvers og rafskautaverk- smiðju Reyðaráls þurfi að fara fram nýtt mat á umhverfisáhrifum. Með annarri framkvæmd segist hann m.a. eiga við aðra stærð á ál- veri og framleiðsluaðferð og enga rafskautaverksmiðju. Það er ein- mitt sá þáttur sem Alcoa er að skoða sérstaklega en mun meiri mengun er af framleiðslu rafskauta en áls. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kemur til greina af hálfu Alcoa að framleiða ekki rafskaut við álverið heldur flytja þau inn, líkt og Ísal og Norðurál gera þar sem engin slík verksmiðja er starf- andi hér á landi. Michael Baltzell, aðalsamningamaður Alcoa í viðræð- unum við íslensk stjórnvöld, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að rafskautaverksmiðja væri einn af þeim stóru þáttum sem fyrirtækið væri að kanna sérstaklega. Þar þyrfti að taka tillit til þátta eins og mengunar, orkuöflunar og kostnað- ar og of snemmt væri að segja til um hvort Alcoa ætlaði að reisa slíka verksmiðju eða ekki. Öllum mögu- leikum yrði haldið opnum í könn- unarviðræðum næstu vikurnar. Baltzell sagði að í flestum tilvikum væri Alcoa með rafskautaverk- smiðjur við hlið sinna álvera en á því væru nokkrar undantekningar. Umhverfismat vegna Reyðaráls tók rúmt ár Skipulagsstofnun skilaði úrskurði sínum í ágúst í fyrra um mat á um- hverfisáhrifum fyrir allt að 420 þús- und tonna álver og 223 þúsund tonna rafskautaverksmiðju í Reyð- arfirði, rúmu ári eftir að Reyðarál lagði inn tillögur að matsáætlun. Úrskurðurinn var kærður til um- hverfisráðherra, sem síðan skilaði sínum úrskurði í mars síðastliðnum, eða 20 mánuðum eftir að mats- skýrslan var fyrst lögð fram. Athugun Skipulagsstofnunar leiddi í ljós að starfsemi rafskauta- verksmiðju myndi valda allt að fjór- um sinnum meiri útblæstri brenni- steinsdíoxíðs og tæplega 100 sinnum meiri útblæstri svokallaðra PAH-efna en starfsemi álvers ein og sér. Sú stærð af álveri sem Al- coa hyggst einnig skoða er upp á 320 þúsund tonna ársframleiðslu og yrði slíkt álver reist í einum áfanga. Reyðarál hefur verið með áform um að reisa allt að 280 þúsund tonna ál- ver í fyrsta áfanga og stækka það í öðrum áfanga upp í 420 þúsund tonn. Hefur Reyðarál lagt áherslu á að ekki sé hagkvæmt að reisa og reka álver af fyrirhugaðri stærð án rafskautaverksmiðju. Stefán Thors segir að umhverf- ismatið fyrir Reyðarál geti ekki gilt fyrir aðra framkvæmd en hann tel- ur jafnframt að ekki verði flókið að fara í gegnum nýtt matsferli ef for- sendur breytist í Reyðarfirði, ekki síst ef álverið verði minna og engin rafskautaverksmiðja til staðar. Tímafrestir vegna matsskýrslu séu þó bundnir í lög en öll vinna við um- hverfismatið ætti að verða auðveld- ari vegna þeirrar vinnu sem þegar hafi farið fram. Skipulagsstjóri um áform Alcoa um álver í Reyðarfirði Þörf á nýju mati ef framkvæmdin er önnur en í úrskurði Rafskautaverksmiðja veldur mestri mengun og óvíst er hvort Alcoa reisir slíka verksmiðju UPPLÝSINGAFULLTRÚI Norsk Hydro, Thomas Knutzen, segir að fyrirtækið hafi ennþá áhuga á að reisa álver í Reyðarfirði þrátt fyrir þann mikla áhuga sem Alcoa hafi sýnt verkefninu, nú síðast með því að framlengja könnunarviðræður við ís- lensk stjórnvöld um sjö vikur. Hann segir að Norsk Hydro muni fylgjast vel með þeim viðræðum. „Við sýnum því fullkominn skiln- ing að íslensk stjórnvöld vilji ræða við aðra samstarfsaðila. Við vitum ekki nákvæmlega hvað Alcoa hyggst fyrir en ef upp kemur áhugi á að ræða við okkur um einhvers konar samstarf þá erum við reiðubúnir til þess. Þó að við höfum ekki getað staðið við okkar tímasetningar þá teljum við enn að Ísland sé góður kostur til að framleiða ál á markaði í Evrópu og Ameríku. Aðstæður hjá okkur frá því í vetur hafa ekkert breyst hvað það varðar að við þurf- um lengri tíma en við höfðum ætlað okkur samkvæmt viljayfirlýsingunni frá síðasta ári,“ segir Knutzen. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Al- coa, sagði á fundi með blaðamönnum á fimmtudag að Alcoa ætlaði sér í fyrstu að eiga álver í Reyðarfirði 100% en útilokaði ekki að síðar kæmi samstarf við aðra fjárfesta til greina. Spurður um þennan möguleika segir Thomas Knutzen það þekkt að sam- keppnisaðilar á álmarkaði starfi saman, ekki síst í frumvinnslu áls. Ekkert samstarf sé þó milli þessara fyrirtækja í dag. „Við erum allir í samkeppni en það stöðvar okkur ekki í að eiga samstarf ef áhugi beggja er fyrir því,“ segir Knutzen. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er áhugi fyrir því að Al- coa kaupi Reyðarál, sem er í eigu Norsk Hydro og íslenskra fjárfesta í Hæfi. Áhugi er fyrir þessum við- skiptum meðal íslenskra fjárfesta en spurður um þetta segir Knutzen að- eins að Norsk Hydro vilji ekki úti- loka neitt. Ekki rætt við aðra næstu sjö vikur Finnur Ingólfsson, formaður við- ræðunefndar stjórnvalda í álvers- málum, segir það alveg ljóst að fram að 18. júlí nk. verði ekki rætt við aðra fjárfesta en Alcoa. Norsk Hydro sé því ekki inni í myndinni á meðan, eða eins og hann orðar það: „Norðmenn eru einfaldlega ekki á viðræðu- bekknum núna.“ Það hafi sömuleiðis komið skýrt fram í viðræðunum við Alcoa að fyr- irtækið ætli sér sjálft að eiga og reka álverið í Reyðarfirði, taki það ákvörðun um að ráðast í fram- kvæmdina. Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro Höfum enn áhuga á álveri í Reyðarfirði HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að enginn vafi sé á því að bandaríska álfyrirtækið Al- coa hafi mikinn áhuga á byggingu álvers í Reyðarfirði. Hins vegar hafi engar skuldbindingar verið gerðar í þessum efnum, en málið sé engu að síður lengra komið en bú- ast hefði mátt við á svo stuttum tíma. Halldór sagði að þetta hefði komið skýrt fram í samtölum hans og meðráðherra við fulltrúa Alcoa. „Ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt að ákveða að ljúka þessu á sjö vikum, sem er einstakt. Það ætti því að liggja fyrir eftir þann tíma hvort af þessu verður, en allt sem hefur komið fram er í rétta átt, þó það eigi eftir að vinna úr mörgum atriðum,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann væri von- góður um að niðurstaða viðræðn- anna yrði viðunandi fyrir Íslend- inga sagði Halldór að hann teldi að þetta álver yrði að veruleika. Það væri aðeins spurning um hvenær af því yrði og með hverjum og eins og nú stæðu sakir væri langlíkleg- ast að það yrði með Alcoa. Hins vegar lægi fyrir að áhugi Norsk Hydro væri enn fyrir hendi, en þeir hefðu ekki verið reiðubúnir til þess að gefa upp tímasetningar sem hefði verið ófullnægjandi af okkar hálfu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Lengra komið en búast hefði mátt við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.