Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU kannanir Félagsvís- indastofnunar, Gallup, Talnakönn- unar og DV gefa til kynna mjög svipaða niðurstöðu. Samkvæmt þeim fær R-listi 51–54 prósent greiddra atkvæða, D-listi 41–45% og F-listi 3–5%. Kannanir gefa einnig til kynna að fylgi stærri fylkinga í Reykjavík sé svipað og fyrir mánuði, þrátt fyrir nokkrar sveiflur síðan þá. Þannig mældi Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands R-lista með 51,7% fylgi og D-lista 43,4% í könn- un sem hún gerði fyrir Morgun- blaðið 19.–28. apríl. Könnun stofn- unarinnar sem birt var í gær og gerð var 18.–22. maí gaf til kynna að R-listi hefði 51,6% fylgi, en D-listi 43,4%. Í könnun sem stofnunin gerði í millitíðinni, 11. maí, dró hins vegar frekar saman með stóru fylking- unum. Munurinn á fylgi þeirra tald- ist þá ekki tölfræðilega marktækur, enda innan vikmarka. Svipaða sögu má segja af könnunum Gallup, þótt munurinn á milli stóru flokkanna hafi heldur minnkað. Í lok apríl mældist R-listi með rúmlega 56% og D-listi rúmlega 39%. Könnun Gallup sem framkvæmd var 22.–23. maí og kynnt var í gærkvöldi gaf til kynna að R-listi hefði 52,1% og D-listi 42,2%. Kannanir Talnakönnunar fyrir vefsvæðið heimur.is gefa svipaða mynd. Fylgi R-listans er á bilinu 51– 54% allan maímánuð og D-lista á bilinu 41 til rúmlega 44%. Síðasta könnun Talnakönnunar fyrir kosn- ingar, sem framkvæmd var 22.–23. maí, gaf til kynna að D-listi hefði 44,4% og R-listi 51,2%. Í könnun sem DV gerði 21. apríl kom fram að Reykjavíkurlistinn hefði 42% at- kvæða, en listi Sjálfstæðisflokksins 36,2%. 15. maí hafði dregið saman með flokkunum, en þá mældist R- listi með 48% fylgi og D-listi 46,4%. Þá var munurinn á fylgi þeirra ekki tölfræðilega marktækur. Í nýjustu könnun DV, sem birtist í gær, hafði munurinn hins vegar aukist á milli stóru listanna. Þar sagðist 51,1 pró- sent myndi kjósa R-listann og 42,6 prósent D-listann. Fylgi stóru flokkanna nú er svipað og fyrir mánuði Síðustu kannanir sam- hljóma                                                                                                                  !                                         !                 Í SJÓNVARPSUMRÆÐUM leiðtoga þriggja framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar á Stöð 2 í gærkvöldi var m.a. deilt um þátttöku Orkuveitu Reykja- víkur í risarækjueldi í Ölfusi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði þátttöku í þróunarverkefnum af þessu tagi eðlilega og hluta af samfélags- skyldu fyrirtækisins. Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sagði málið hins vegar minna á þróunina í Línu.Neti. Orkuveitan sótti fyrr á þessu ári um starfsleyfi fyrir eldisstöð fyrir risarækju á Bakka í Ölfusi. Í maí árið 2000 samþykkti stjórn fyrirtækisins að leggja allt að 10 milljónir króna til til- raunaverkefnis með eldi fersk- vatnsrækju í volgu vatni, en 30 milljónir króna áttu að koma frá öðrum aðilum. Orkuveitan er mikilvæg atvinnulífinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í sjónvarpsumræðunum að Orkuveitan væri mikilvæg í at- vinnulífi allt frá Borgarfirði austur til Þorlákshafnar, þar sem fyrirtækið hefur keypt veitufyrirtæki. Orkuveitan hlyti m.a. að koma að nýsköpunar- verkefnum á ýmsum sviðum, sem lytu að því hvernig menn nýttu raforku og heitt vatn. „Hún skoðar auðvitað ýmislegt í því efni og þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem hún er að skoða en er auðvitað algjör aukageta hjá þessu fyrirtæki, sem hefur fyrst og fremst því hlutverki að gegna að framleiða heitt vatn, kalt vatn og raforku til að undirbyggja þau lífsgæði sem við búum við hérna og öfl- ugt atvinnulíf í borginni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hætta á að festast í óviðráðanlegu ferli „Það sem er í þessu máli minnir mjög á þróunina í Línu.- Neti,“ sagði Björn Bjarnason. „Það er farið af stað og síðan festast menn í einhverju ferli sem menn ráða ekki við. Við sjáum hvernig peningar hafa streymt út úr Orkuveitunni í það fyrirtæki og hættan er sú að þetta fólk, sem einu sinni hefur farið þannig með fjármuni Orkuveitunnar muni gera það í annað skipti og nú í risarækju- eldi.“ Björn kallaði nýbyggingu OR og risarækjueldið gæluverk- efni. Ingibjörg Sólrún svaraði m.a. með því að bera OR saman við Hitaveitu Suðurnesja, sem tæki þátt í margvíslegum þróunar- verkefnum og hefði miklu upp- byggingarhlutverki að gegna á Suðurnesjum. Þá sagði hún rangt að gefa í skyn að OR stæði illa. „Orkuveita Reykja- víkur er með eiginfjárstöðu upp á 60%, er með 36 milljarða í eig- in fé, er fyrirtæki sem hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna hér í borginni og á auð- vitað að sinna sinni samfélags- skyldu með því að skoða ýmis þróunarverkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnu- lífið í borginni.“ Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista Frjálslyndra og óháðra, sagðist telja að ef auka- geta væri til hjá Orkuveitunni ættu borgarbúar að njóta henn- ar í lægri gjöldum eða með því að henni yrði varið til brýnna verkefna í velferðar- og öryggis- málum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þátt- töku OR í risarækjueldi í Ölfusi Hluti af sam- félagsskyldu Minnir á þróunina í Línu.Neti, segir Björn Bjarnason KRISTÍN Blöndal, formaður leik- skólaráðs, segir að Reykjavíkurborg hlutist ekki til um hvaða gjöld einkareknir leikskólar í borginni taki fyrir þjónustu sína, eða hvaða afslætti skólarnir veita foreldrum barna sem ganga í einkarekna leik- skóla. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að foreldrar barns í einkarekn- um leikskóla hafi á tveggja ára tímabili reynt að fá viðurkennt að foreldrum barna í einkareknum leikskólum og skólum á vegum borgarinnar sé mismunað hvað greiðslur styrkja varðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, segir minnihlutann hafa lagt áherslu á að samkeppn- isstaða einkareknu leikskólanna verði jöfnuð og styrkveitingar til foreldra samræmdar. Foreldrarnir skrifuðu, frá febrúar árið 2000 til desember 2001, leik- skólaráði, borgarlögmanni, fé- lagsráðuneyti og loks umboðsmanni Alþingis vegna þessa máls og í byrj- un þessa mánaðar var fyrirkomulagi styrkveitinga til einkarekinna leik- skóla breytt. Gagnrýni foreldranna beindist að því að í þeim tilvikum sem annað foreldri væri í námi nytu þeir foreldrar sem hefðu börn sín á einkareknum leikskólum engra sérstakra styrkja umfram það sem almennt geriðst öfugt við foreldra barna í leikskólum borgarinnar. Þar nyti sami hópur um það bil 28% afsláttar frá almennri gjaldskrá. Kristín segir að styrkjafyrir- komulagið hafi verið óbreytt í fjölda ára en síðustu 8 ár hafi styrkir til einkarekinna leikskóla hækkað tals- vert. Þegar R-listinn tók við borg- inni hafi foreldrar í sambúð eða hjónabandi t.d. verið styrktir um 6 þúsund krónur á mánuði eða 66 þús- und krónur á ári. Nú séu þessir styrkir komnir upp í 400 þúsund krónur á ári. Samkomulag hafi verið gert við leikskólana um að þeir geti, innan þessara marka, veitt alla þá afslætti sem þeir kæri sig um. Þannig hafi sumir skólar gefið systkinaafslátt og aðrir styrkt for- eldra þar sem annað foreldrið er í námi. „Við hlutumst ekki til um gjöldin sem skólarnir taka af for- eldrum, við lítum á það sem sjálf- stæði þeirra að taka þessar ákvarð- anir,“ segir Kristín. Ekki skylda sveitarfélaga að styrkja einkarekna skóla Hún segir að borgarlögmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að borgin hafi sjálfsákvörðunarrétt um hve háa rekstrarstyrki hún greiði til einkarekinna leikskóla og hvort hún greiði þá yfir höfuð. Ekkert skyldi sveitarfélög til að styrkja einka- rekna leikskóla. Borgarlögmaður hafi aftur á móti litið þannig á að eðlilegt væri að sömu reglur giltu um styrkveitingar til einkarekinna leikskóla og leikskóla borgarinnar. Félagsmálaráðuneytið tók undir þessi rök í áliti sínu og taldi eðli- legra að Reykjavíkurborg beitti sér fyrir því að foreldrar þar sem annað væri í námi nytu einnig sérstakrar fyrirgreiðslu á einkareknum leik- skólum. Ráðuneytið taldi þó ekki að fyrirkomulag styrkveitinga til einkarekinna leikskóla bryti í bága við ákvæði stjórnsýslu- eða sveit- arstjórnarlaga. Kristín segir ástæðu þess hversu langan tíma það hefur tekið að fá úrslausn í málið að langan tíma hafi tekið að fara yfir þær forsendur sem liggja að baki ákvarðana um gjaldtöku, styrki og annað slíkt. Í rauninni sé ekki búið að finna út úr því enn þá, en til standi að fara í þá vinnu. Reglum um styrkveitingar hafi verið breytt 1. maí síðastliðinn meðan þessi vinna stendur yfir. Baráttumál Sjálfstæðis- flokksins allt kjörtímabilið Guðlaugur Þór segir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi barist fyrir því allt kjörtímabilið að samkeppn- isstaða einkareknu leikskólanna sé jöfnuð og að samræmis verði gætt við styrkveitingar. „Það hefur hvorki rekið né gengið og þeir [meirihlutinn] hafa fellt tillögur okkar hvað eftir annað. Því miður þurfa menn í þessu máli að fara alla leið, einstaklingurinn þarf alltaf að takast á við kerfið til að réttlætið nái fram að ganga þar sem meiri- hlutinn hefur ekki áhuga á því að bæta úr,“ segir Guðlaugur. Hann segir að m.a. hafi tillaga um að borgarendurskoðun geri sam- keppnisúttekt á þessum málum ver- ið felld, sem og tillaga um að nið- urgreiðsla til foreldra verði gerð sambærileg í leikskólum borgarinn- ar og einkareknum skólum, eftir að- stæðum foreldranna. Öllu þessu hafi verið hafnað á þeirri sérkennilegu forsendu að meirihlutinn vilji ekki miðstýra gjaldskrá einkareknu skól- anna. „Þetta er ástæðan sem er gef- in en það stenst enga skoðun.“ Kristín Blöndal, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, um einkarekna leikskóla Hlutast ekki til um hvernig styrkveit- ingum er háttað Sjálfstæðismenn segja tillögur til úrbóta hafa verið felldar EMBÆTTI yfir- dýralæknis er nú með til umsagnar umsókn Húsavíkur- bæjar á innflutningi á krókódílum frá Bandaríkjunum af tegundinni Alligator mississippiensis. Að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar að- stoðaryfirdýralæknis hefur verið óskað frekari gagna frá innflytjandanum. Fyrr verður umsögn ekki skilað til landbúnaðarráðherra, sem ætlað er að gefa leyfi fyrir inn- flutningnum. Eins og fram hef- ur komið í Morgun- blaðinu fellst Nátt- úruvernd ríkisins á innflutning krókó- dílanna, sem Húsa- víkurbær hyggst nota sem nokkurs konar lífrænar sorpkvarnir sem taki við matarúrgangi frá fiskeldi, fiskvinnslu og kjötvinnslu í bæn- um. Eitt af því sem embætti yfirdýra- læknis er að kanna er hvort sjúkdómar eða sníkjudýr geti borist til landsins með krókódílun- um. Innflutningur á krókódílum Yfirdýralæknir ósk- ar frekari gagna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.