Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BESTA ráðið til að lífga upp á miðbæinn á Akureyri er
að efna til kosninga einu sinni í mánuði. Þessi tillaga kom
fram hjá ánægðum bæjarbúa síðdegis í gær, en þá iðaði
miðbærinn af lífi. Frambjóðendur voru á ferð og flugi og
deildu út barmmerkjum og blöðrum og veittu af miklum
rausnarskap, grillaðar pylsur, grænmeti, pönnukökur
og annað góðgæti sem kjósendur gerðu góð skil um leið
og þeir fræddust dálítið um framboðin og kosti þeirra.
Fullur bær af fólki
Jakob Björnsson, efsti maður B-listans, sveiflar sinnepinu á Ráðhústorgi í gær.
Vinstri grænir buðu gestum sínum upp á hljóð-
færaleik og grillað grænmeti í göngugötunni. Páll Tómasson útdeilir blöðrum fyrir gesti og gangandi í göngugötunni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra hefur ákveðið að skipa nefnd
sem vera á til ráðgjafar varðandi
skipulag á uppbyggingu húsnæðis-
mála Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Elsa B. Friðfinnsdóttir,
aðstoðarmaður ráðherra, verður
formaður nefndarinnar, en auk
hennar munu m.a. eiga í henni
sæti fulltrúar frá FSA og Háskól-
anum á Akureyri. Ráðherra
greindi frá þessu á ársfundi FSA,
sem haldinn var í gær.
Halldór Jónsson, forstjóri FSA,
gerði grein fyrir starfsemi liðins
árs og horfum á næstu árum.
Fram kom að heildarútgjöld vegna
rekstrar námu 2.490 milljónum
króna og hækkuðu þau um 15% frá
fyrra ári. Rekstrarafkoman var að
sögn Halldórs mun verri en upp-
hafleg starfsemisáætlun gerði ráð
fyrir, en gjöld umfram fjárveit-
ingar og sértekjur námu um 111
milljónum króna. Ástæðuna kvað
hann einkum mega rekja til auk-
innar starfsemi, verðlagshækkana
umfram forsendur fjárlaga, kostn-
aðarauka vegna hvíldarákvæða
EES-samnings og að einhverju
leyti vegna launahækkana sem
ekki fengust viðurkenndar á fjár-
lögum. Kostnaðarhækkanir á al-
mennum rekstrargjöldum, s.s. lyfj-
um, urðu miklar vegna gengis-
breytinga og taldi Halldór að ætla
mætti að hækkunin hefði numið
allt að 20%, en gert hafði verið ráð
fyrir um 4% hækkun.
Gripið var til aðhaldsaðgerða á
haustdögum þegar ljóst var að
stefndi í verulegan hallarekstur,
ráðningar voru takmarkaðar,
dregið var úr starfsemi og við-
haldsframkvæmdum frestað. Hall-
dór sagði síðasta ár hafa verið með
erfiðari rekstrarárum sjúkrahúss-
ins í seinni tíð. „Miklar verðlags-
hækkanir og gengisbreytingar
sem ekki fást bættar með fjárveit-
ingum gera þennan rekstur mjög
erfiðan. Föst fjárlög henta slíku
rekstrarumhverfi illa þar sem
sveiflur eru miklar, bæði í verðlagi
og einnig í þjónustumagni og eðli-
lega þeirri þjónustu sem veitt er.
Það er því nauðsynlegt að tekj-
urnar tengist að hluta til föstum
grunni og að hluta til þeirri starf-
semi og þeirri þjónustu sem innt
er af hendi á hverjum tíma,“ sagði
Halldór.
Fjárveiting til nýbyggingar
var óvænt lækkuð
Framkvæmdir við nýbyggingu
sjúkrahússins lágu að mestu niðri
á síðasta ári. Fjármögnun fram-
kvæmdanna hefur enn ekki verið
afgreidd, þrátt fyrir mjög ákveð-
inn vilja þar að lútandi í tengslum
við undirritun á samningi FSA og
Íslenskrar erfðagreiningar í des-
ember 2000 að sögn Halldórs.
„Nauðsynlegt er að niðurstaða fá-
ist í fjármögnun þessara fram-
kvæmda strax,“ sagði Halldór.
Nefndi hann að fjárveiting til
nýbyggingar hefði óvænt verið
lækkuð úr 35 milljónum króna í 10
milljónir sem væri heldur ekki í
samræmi við áðurnefnt samkomu-
lag.
Engar nýjar fjárveitingar voru
til sjúkrahússins við afgreiðslu
fjárlaga þessa árs og enn var flöt-
um niðurskurði upp á 25 milljónir
króna beitt. Þá voru verðlags-
hækkanir á síðasta ári ekki bættar
og sagði Halldór það í raun jafn-
gilda enn frekari flötum niður-
skurði.
Mikill vandi á höndum
Sjúkrahúsið hefði á undanförn-
um árum staðið frammi fyrir vax-
andi þörf fyrir þjónustu og aukna
starfsemi að sögn Halldórs. „Okk-
ur er því mikill vandi á höndum að
stilla saman þá starfsemi sem
samrýmist fjárveitingum,“ sagði
hann. Aðhaldsaðgerðir eru enn í
gangi og valda skerðingu á starf-
seminni. Sagði Halldór það miður
og rýrði það möguleika sjúkra-
hússins til að standa við skyldur
sínar sem sérgreinasjúkrahús við
Norður- og Austurland og vara-
sjúkrahús alls landsins.
Heilbrigðisráðherra opnaði í lok
ársfundarins nýja heimasíðu FSA.
Liðið ár var eitt hið erfiðasta í rekstri Fjórðungssjúkrahússins
Engar framkvæmdir við ný-
byggingu og fjárveiting lækkuð
NÝJAR sýningar hafa verið opn-
aðar í Safnasafninu á Svalbarðs-
strönd.
Á jarðhæð eru einkasýningar á
viðarverkum eftir Sæmund Valdi-
marsson og Björn Guðmundsson. Í
Brúðusafni sýnir Hlíf Ásgrímsdóttir
litla innsetningu vatnslitamyndar
og ljósmyndar til minningar um
móður sína. Á annarri hæð er kyn-
slóðabilið brúað með samsýningu
pappírsverka eftir nemendur 1. og
2. bekkjar Valsárskóla á Svalbarðs-
strönd og Laufeyjar Jónsdóttur í
Sæbóli á Vatnsnesi auk útisögunar-
verka eftir Eirík Guðmundsson og
Friðrik Hansen. Þá er sýning á
krítar- og vatnslitamyndum eftir
Hrefnu Sigurðardóttur og smásýn-
ing sem ber yfirskriftina Horft um
öxl, þar sem litið er til klæðaburðar
fyrri tíma.
Allar þessar sýningar munu
standa yfir í allt sumar ásamt úti-
sýningu á höggmyndum eftir Ragn-
ar Bjarnason.
Í Hornstofu er einkasýning á út-
saumsverkum og lágmyndum eftir
Hildi Kristínu Jakobsdóttur, en
henni lýkur 14. júní næstkomandi.
Síðar í sumar verða opnaðar þrjár
einkasýningar í Hornstofu, fyrst á
verkum eftir Sigríði Ágústsdóttur,
þá á verkum eftir Guðrúnu Erlu
Geirsdóttur og loks Halldórs Ás-
geirssonar.
Menntamálaráðuneytið, Menn-
ingarborgarsjóður, Safnasjóður og
Barnamenningarsjóður styrkja sýn-
ingarnar. Safnasafnið er opið alla
daga frá kl. 10 til 18, en hægt er að
panta tíma fyrir hópa kvölds og
morgna.
Fjölbreyttar
sýningar
í Safna-
safninu
AGLOW, kristileg samtök kvenna,
halda fund í félagsmiðstöðinni Víði-
lundi mánudagskvöldið 27. maí kl.
20. Ann Merethe Jacobsen flytur
ræður kvöldsins, þá verður fjöl-
breyttur söngur og fyrirbænaþjón-
usta.
Fundur
hjá Aglow
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
áhugamanna efnir til tónleika
í Dalvíkurkirkju á sunnudag,
26. maí, kl. 14. Þeir eru hluti
af vígsluhátíð í tilefni þess að
Sparisjóður Svarfdæla gaf
Dalvíkingum nýjan flygil á
dögunum.
Efnisskráin er með óhefð-
bundnu sniði en nefna má að
flutt verða sönglög eftir Sig-
fús Einarsson og Gershwin,
m.a. Rhapsody in Blue þar
sem Helga Bryndís Magnús-
dóttir leikur einleik á flyg-
ilinn. Þrír saxófónleikarar
taka þátt í tónleikunum, Sig-
urður Flosason, Jóel Pálsson
og Ólafur Jónsson. Einsöngv-
ari er Kristín Ragnhildur Sig-
urðardóttir. Stjórnandi er
Ingvar Jónsson, sem stjórnað
hefur hljómsveitinni frá upp-
hafi, árið 1990.
Sparisjóður Svarfdæla býð-
ur Dalvíkingum og nágrönn-
um á tónleikana.
Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna
Tónleikar
í Dalvík-
urkirkju
DÚÓTÓNLEIKAR víólu og
kontrabassa verða haldnir í Akur-
eyrarkirkju á morgun, sunnudag-
inn 26. maí, og hefjast þeir kl. 16.
Flytjendur eru Guðmundur Krist-
mundsson víóluleikari og Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari. Á
efnisskránni eru létt og aðgengileg
klassísk verk eftir Bach, Bartók,
Dittersdorf, Gliere og Sperger.
Verkin verða kynnt á tónleikunum
og greint frá höfundum. Á tónleik-
unum verða einnig leikin stutt verk
á fiðlu og selló. Hluti af þessari
efnisskrá var á dagskrá Listahátíð-
ar í Reykjavík fyrr í þessum mán-
uði.
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
starfi við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri.
Víóla og
kontrabassi
♦ ♦ ♦