Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 23 Auðveldaðu þér leikinn – með hagstæðu bílaláni Veittur er 1% afsláttur af lán- tökugjaldi ef lántakandi greiðir í lífeyris- sparnað hjá Kaupþingi www.fr jals i . is Bílalán er án efa þægilegasta leiðin til að eignast nýjan bíl. Hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum býðst þér 100% bílalán, án útborgunar. Lánið borgar þú til baka á 96 mánuðum eða skemmri tíma. 1) Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Lánuð eru 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. m.v. jafnar afborganir án verðbóta Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Ef þú kaupir t.d. nýjan Toyota RAV 4WD, 2,0, 16v* og færð 75% til 84 mánaða er lánsupphæðin 1.694.250 kr. Meðalafborgun á mánuði er þá 26.464 kr. (1.694.250/1.000.000x15.620 = 26.464) *Verð: 2.259.000 kr. skv. verðskrá P. Sam. hf. í apríl 2002 Ef þú kaupir t.d. nýjan Toyota Corolla 1,4, 16v* og færð 100% lánuð til 96 mánaða er lánsupphæðin 1.599.000. Meðalafborgun á mánuði er þá 22.587 kr. (1.599.000/1.000.000x14.126 = 22.587) *Verð: 1.599.000 kr. skv. verðskrá P. Sam. hf. í apríl 2002 A B X / S ÍA REKSTRARTAP Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til mars 2002 var 8,5 milljónir, en árið áður 36,1 milljón. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda vegna gengishækkunar krónunnar. Eigið fé Sláturfélagsins er 1.184 milljónir og 40% eiginfjárhlut- fall. Rekstrartekjur Slátur- félags Suðurlands voru 837 milljónir á fyrstu þremur mán- uðum ársins 2002, en 689 millj- ónir á sama tíma árið áður og aukast um tæp 22%. Rekstrargjöld án afskrifta námu 811 milljónum samanbor- ið við 668 milljónir árið áður og aukast um rúm 21%. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 38 millj- ónir en 34 milljónir árið 2001. Rekstrartap var tæpar 12 millj- ónir, en 14 milljónir króna árið áður. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um tæpar 12 milljónir en neikvæðir á árinu á undan 19 milljónir. Lækkun fjármagns- gjalda skýrist fyrst og fremst af 22 milljóna gengishagnaði en gengistap var árið áður rúmar 10 milljónir. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 6 milljónir og tap fyrir skatta 6 milljónir en árið áður 34 milljónir. Skattar voru rúmar 2 milljónir. Tap af rekstri tíma- bilsins var 8,5 milljónir en 36,1 milljón árið áður. Veltufé frá rekstri var tæpar 17 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins 2002, samanborið við 12 milljónir fyrir sama tímabil árið 2001. Í lok mars 2002 voru heildar- eignir Sláturfélags Suðurlands 2.954 milljónir og höfðu hækkað um 501 milljónir frá fyrra ári. Skammtímaskuldir voru 860 milljónir, langtímaskuldir voru 910 milljónir og eigið fé 1.184 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 40% í lok mars sl. og veltufjár- hlutfall 1,3 Sláturfélagið birtir í fyrsta skipti 3 mánaða árshlut- areikning með samanburði við fyrra ár. Fylgt er sömu reikn- ingsskilaaðferðum og í fyrra. Bætt af- koma Slát- urfélagsins HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar skilaði 241 milljónar króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins, en allt árið í fyrra var 23 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Ekki liggja fyrir samanburðartölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Rekstrartekjur námu 794 millj- ónum króna á tímabilinu og hagn- aður fyrir afskriftir nam 263 millj- ónum króna, sem samsvarar 33,1% framlegð. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 39 milljónir króna og stafar það af gengismun vegna áhrifa styrkingar gengis krónunn- ar á erlend lán. Veltufé frá rekstri nam 230 milljónum króna. Heildar- eignir félagsins voru 2,3 milljarðar króna og þar af voru viðskiptakröf- ur 221 milljón króna og höfðu hækkað um 168 milljónir króna frá áramótum. Eigið fé nam 188 millj- ónum króna, en hafði verið nei- kvætt um 56 milljónir króna um áramót. Skuldir námu 2,1 milljarði króna og eiginfjárhlutfallið var rúmlega 8%. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að árið fari vel af stað og að rekstrarafkoman sé mjög viðun- andi. Afkoman byggist aðallega á veiðum og vinnslu uppsjávarfisks og félagið hafi aldrei tekið á móti jafn miklu magni af loðnu og á síð- ustu vetrarvertíð. Afurðaverð á lýsi og mjöli hafi verið mjög við- unandi. Gengishækkun krónunnar lækki framlegð félagsins en bæti fjármagnsliðina. Þá er þess getið að fyrstu þrír mánuðir ársins séu yfirleitt bestu rekstrarmánuðirnir, en samkvæmt fyrirliggjandi áætl- unum fyrir árið 2002 sé gert ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði á árinu. Ársfjórðungsuppgjör Hraðfrystistöðvar Þórshafnar 241 millj. kr. hagnaður FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir morgunverðarfundi næstkom- andi þriðjudag, 28. maí, þar sem kynntir verða möguleikar íslenskra fyrirtækja á þátttöku í verkum sem styrkt eru af Þróunarsjóði EFTA. Frá þessu er greint í fréttatilkynn- ingu frá Útflutningsráði. Per Bondesen, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs EFTA, mun kynna starfsemi þróunarsjóðs EFTA á fundinum og möguleika íslenskra fyrirtækja á verkefnum sem sjóður- inn styrkir í Grikklandi. Einkum er horft til verkefna á sviði jarðhita- vinnslu og annarra verkefna á sviði umhverfisverndar. Segir í tilkynn- ingunni að einnig kunni að vera tæki- færi á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar. Benedikt Steingrímsson, yfirverk- efnisstjóri á rannsóknasviði Orku- stofnunar, fjallar á fundinum um verkefni sem Orkustofnun hefur tek- ið þátt í í Grikklandi. Morgunverðarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 8.30–10.30 í Háteigi, Grand hóteli, Reykjavík. Þátttökugjald er 1.000 kr., morgunverður innifalinn. Nán- ari upplýsingar og skráning á vef- síðu Útflutningsráðs eða í síma 511 4000. Fundur um verk styrkt af Þróunar- sjóði EFTA HRAÐFRYSTIHÚS Eski- fjarðar hf. hefur skrifað undir samning um sölu á meirihluta í vélaverkstæði félagsins til Hamars Kópavogi. Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Hamar Austur- land, um starfsemi hins nýja verkstæðis. Eignarhlutur HE í félaginu verður 49% á móti 51% eignarhlut Hamars Kópavogi. Í framhaldi hefur HE gert fjögurra ára þjónustusamning við Hamar Austurland. Selja véla- verkstæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.