Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 31
Ræður Leifur úrslitum í Hafnarfirði? Margt bendir til þess að útkoma Leifs S. Garðarssonar aðstoðarskólastjóra, sem skipar 6. sætið á lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, hafi úrslitaáhrif á afleiðingar kosninganna í dag. Ákvörðunum hans við dómgæslu á körfuknattleiksvellinum er vitaskuld ætlað að stuðla að réttlátum úrslitum. Í dag eru það hins vegar ákvarðanir kjósenda sem ráða öllu um það hvort Leifur nær kjöri sem bæjarfulltrúi.Yfirgnæfandi líkur eru á því að um leið ráðist það hvort vinstri menn taki á ný við völdum í bænum eða hvort sjálfstæðismenn veljast til áframhaldandi forystu. Skoðanakannanir benda til þess að sjálfstæðismenn fái meiri stuðning en nokkru sinni fyrr í sögu bæjarfélagsins. Fyrir það erum við þakklát. Sömu kannanir benda hins vegar einnig til þess að núverandi meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sé í hættu. Falli hann er gatan greið fyrir vinstri flokkana á nýjan leik. Við biðjum kjósendur að íhuga ákvörðun sína vel. Bæjarbúar þurfa allir að leggjast á eitt vilji þeir áframhaldandi forystu sjálfstæðismanna og einungis samhent átak tryggir að metnaðarfull markmið Leifs Garðarssonar í skólamálum verði að veruleika. Við biðjum bæjarbúa að kynna sér árangur okkar á undanförnum fjórum árum og vel ígrundaða sýn okkar á framtíðarverkefni í þágu Hafnfirðinga. 1. Magnús Gunnarsson 2. Valgerður Sigurðardóttir 3. Haraldur Þór Ólason 4. Steinunn Guðnadóttir 5. Gissur Guðmundsson 6. Leifur S. Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.