Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 34
AÐSTANDENDUR hádegistón- leika Listahátíðar í kjallarasal Ráð- húss Reykjavíkur á þriðjudaginn sýndu tónleikagestum þann óvænta sóma að hafa tiltækt tónleikaskrár- blað með einhverjum viðbótarupplýs- ingum um verk og flytjendur, þó að viðfangsefnin að þessu sinni væru í öllu léttari dúr en föstudaginn áður. Flytjandi var Dean Ferrell, meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1990-93 og síðan 1998, sem áður hefur starfað í ýmsum sinfóníuhljómsveitum og óp- eruhljómsveitum víða um heim. Í boði voru fjögur sólóverk fyrir kontrabassa. Fyrst var nokkurs kon- ar melódrama, þ.e. hljómleikur með tali. „Velkomin til Kontrabassalands- ins“ eftir Barney Childs var í e.k. rondóformi, með vaggandi rokkabillý „vamp“-mynztri á milli útskota, þar sem spilarinn spjallaði kumpánlega við hlustendur meðan á leik stóð, líkt og gestgjafi að sýna húsakynni. Því miður var þónokkuð þrusk og ónæði af óviðkomandi gestum og gangandi, svo fjærst seztu hlustendur náðu varla öllu sem sagt var. Þó mátti inn- an um greina brandara sem látnir voru flakka úr auðugum alþjóðasjóði um þetta kannski úthúðaðasta allra hljóðfæra þá músíkantar bregða á glens – „kjallarahæð fiðlufjölskyld- unnar“. Án þess að hafa séð Kontra- bassinn mátti vel ímynda sér álíka kersknikorn í því vinsæla leikriti. Af- skipt ghettótilvera bassaleikara í eilíf- um skugga hátíðnisenuþjófa kallar enda óhjákvæmilega á huggun sam- kenndar og stéttbundins gálgahúm- ors. Þríþætt „Persónulýsing kennara minna“ (þ.e. kennara einleikarans) var útsett af Ferrell. Fyrst alkunnug Gymnopedía Eriks Satie, blíðlega strokin við eigin undirleik plokkaðs bæjarabassa og náttúruflaututónství- hljóma, til lýsingar á Bertram Tur- etzky. Þá kom innhverfur Söngur fuglsins („um“ Bjørn Ianke) þar sem glissandó-flaututónar lögðu til fuglsk- vak líkt og úr fjarska, inn á milli hæg- gengra laglínuhendinga. Loks var „Excertium“, fótspilsæfing Bachs fyrir orgel (BWV 598) og tileinkuð skapgerð Davids Walters, sem kom notalega út í ört kjagandi kontra- bassaútfærslu undan þýtt stroknum þýzkum boga Deans Ferrells. Hugleiðing um Ives og Whittier eftir Bertram Turetzky hefur vænt- anlega átt við föður bandarískra mód- ernista, Charles Ives. Um seinni höf- undinn brestur undirritaðan hins vegar alla þekkingu, og hefði tón- leikaskrárblaðið gjarna mátt bæta í þá eyðu. Verkið var hægvirkt en klið- fagurt, stutt kontrabassaómum til viðbótar af segulbandi og minnti mest á gamalt púrítanskt sálmalag á hálf- um hraða við undirleik dreymandi hnúfubakasöngs í mínímalískri sí- trekun – ef þá ekki á virðulegan útfar- arsöng í fílakirkjugarði. Ef semja skyldi freudíska sálgrein- ingu fyrir hljóðfæri og leikara þess, mætti líklega taka sér síðasta verk dagsins að fyrirmynd. Failing eftir Tom Johnson – með varnaðarorðin „A very difficult piece for solo contra- bass“ í undirtitli (sem leiddi hugann að því hvað neytendavænar vörulýs- ingar eru eiginlega fáséðar utan á nú- tíma tónsmíðum) – var hin skopleg- asta samsetning, þar sem spilarinn, linnulaust og fjálglega þótt spilað væri á fullu allan tímann, lýsti aðskilj- anlegum fingurbrjótum verksins og áhyggjum þess og höfundarins í garð aumingja flytjandans, sem jafnframt talaði fyrir munn beggja. Dean Fer- rell fór hér á kostum sem n.k. óvenju- málgefinn Victor Borge í uppistands- ham með flórgígju í stað flygils, og var honum afar hlýtt þakkað fyrir þessa hámúsíkölsku lágtíðniskemmt- un með ríkulegu lófataki viðstaddra að lokum. Hámúsíkalskt lágtíðniskaup TÓNLIST Listahátíð Ráðhús Reykjavíkur Einleiksverk fyrir kontrabassa eftir Childs, Turetzky og Johnson; útsetningar á verkum eftir Satie og Bach eftir Dean Ferrell. Dean Ferrell, kontrabassi. Þriðju- daginn 21. maí kl. 12:30. EINLEIKSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson LISTAHÁSKÓLI Íslands braut- skráir nemendur frá skólanum á há- tíðarsamkomu sem haldin verður í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14. Með brautskráningu lýkur þriðja starfsári Listaháskólans. Alls ljúka að þessu sinni 69 nemendur BA- prófi og BFA-prófi úr þremur deild- um: 43 úr myndlistardeild, 18 úr hönnunardeild og 8 úr leiklistar- deild. Auk þess útskrifast 6 nem- endur með lokapróf, diplóma, í kennslufræðum á sviði myndlistar og hönnunar. Auk ávarps rektors og fulltrúa nemenda verða á dagskránni tón- listaratriði og upplestur. Miklós Dalmay, píanóleikari, flytur verk eftir Franz Liszt og Arnar Jónsson, leikari, les úr verkum T.S. Eliot. Kristín Jóhannesdóttir, kvikmynda- leikstjóri, flytur hátíðarræðu. Kynn- ir á samkomunni er Guðjón Davíð Karlsson, leiklistarnemi. Skólaárinu lýkur í Listaháskólanum 75 nemendur útskrifast á þriðja starfsári Í RAUÐU stofu Gallerís Foldar opn- ar Olga Pálsdóttir sýningu á grafík- verkum í dag, laugardag, kl. 15 og í Ljósfold opnar Emil Þór Sigurðsson sýningu á ljósmyndum. Þetta er þriðja einkasýning Olgu og hefur yf- irskriftina Reykjavík. Auk einkasýn- inga hefur Olga tekið þátt í nokkrum samsýningum. Olga er fædd árið 1962 í Norður-Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin ár. Hún útskrifað- ist úr grafíkdeild Listaháskóla Ís- lands árið 2001. Emil Þór er lærður ljósmyndari. Hann hefur starfað sem blaðaljósmyndari, en síðan 1984 hefur hann starfað sjálfstætt í eigin fyrir- tæki, Ljósmyndastofu Reykjavíkur. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Þýskalandi og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá kl. 14-17. Sýningunum lýkur 9. júní. Grafíkverk og ljósmyndir í Fold LISTIR 34 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALDA Ármanna Sveinsdóttir opn- ar stuttsýningu, í Gallerí Reykja- vík, Skólavörðustíg 16, í dag, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er Konur í borginni og sýnir hún ol- íumálverk unnin á árinu. Viðfangsefnið er konur og eru þær að stússa með ýmislegt úr kvennamenningu, mat, ávexti, blóm og ýmsa drauma, segir í kynningu. Sýningin stendur til mán- aðamóta og er opin virka daga kl. 12-18, laugardaga frá kl. 11- 16. Verk eftir Öldu Ármönnu. Alda Ármanna og konur í borginni GRAFÍKLISTAKONAN Asta Rakauskaite frá Litháen opn- ar sýningu í sal félagsins Ís- lensk grafík, Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu, í dag, laugar- dag. Asta er fædd 1974 í Vilnius, Litháen, þar sem hún býr nú og starfar. Hún útskrifaðist með mastersgráður frá Listaháskóla Vilnius 1998 með aðaláherslu á grafík og hefur síðan haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýn- ingum bæði erlendis og heima. Listakonan hlaut Sleipnisstyrk til mánaðardvalar á Íslandi. Þau verk sem hún mun sýna eru stórar tréristur þrykktar á striga. Sýningin stendur yfir í dag og á morgun kl. 14-18 og verður listakonan á staðnum. Grafík- list frá Litháen Listamiðstöðin Straumi Ljósmyndasýningin Lífið í fókus er framlengd til 2. júní. Það er Fókus, félag áhugaljós- myndara, sem stendur fyrir sýningunni í tilefni þriggja ára afmælis félagsins. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17-21 en um helgar frá kl. 13-21. Félagsmenn kynna starfsemi sína í Straumi. Sýning framlengd RÚMENSKA sígaunahljóm- sveitin Taraf de Haïdouks spil- ar nokkur lög fyrir Kringlu- gesti kl. 17 á þriðjudag. Hljómsveitin kemur hingað til lands á Listahátíð í Reykjavík og heldur þrenna tónleika. Sígauna- tónlist í Kringlunni TILKYNNT var í gær í Helsinki að Mýrin eftir Arnald Indriðason hefði hlot- ið Glerlykilinn, Nor- rænu glæpasagna- verðlaunin í ár. Tilnefnd voru verk frá Danmörku, Nor- egi, Finnlandi og Sví- þjóð, auk Íslands, og valdi dómnefnd skip- uð fulltrúum allra landanna fimm verð- launabókina. Arnald- ur veitti verðlaunun- um viðtöku ytra í gær. Þetta er í annað skiptið sem Ísland leggur fram bók til Norrænu glæpasagnaverð- launanna en Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson var til- nefnd í fyrra. Hefur mikla þýðingu fyrir mig „Ég er auðvitað mjög ánægður með að Mýrin skuli vera valin besta glæpasaga Norðurlanda ár- ið 2001. Ég tel að þetta muni hafa mikla þýðingu fyrir bæði mig sem rithöfund og einnig fyrir íslensku spennu- söguna í framtíðinni,“ sagði Arnaldur Indr- iðason í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er staddur í Helsinki þar sem hann mun taka þátt í ráðstefnu Samtaka norrænna glæpa- sagnahöfunda. „Þetta kom mér mjög á óvart og það eykur á ánægjuna yfir úrslit- unum að þetta var í fyrsta sinn sem öll Norðurlöndin fimm hafa tilnefnt bækur í keppnina.“ Glerlykillinn er orðinn eftirsótt- ur meðal norænna spennusagna- höfunda og Arnaldur kvaðst ekki efast um að verðlaunin yrðu til að vekja enn frekari athygli á bókum hans en orðið er. „Þetta stimplar Ísland inn sem fullgildan þátttakanda í norrænni spennusagnaritun og mun vafa- laust hafa mjög jákvæð áhrif á framgang íslensku spennusögunn- ar.“ Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér fimm glæpasögur. Synir duftsins kom út árið 1997, Dauða- rósir 1998, Napóleonsskjölin 1999, Mýrin árið 2000 og Grafarþögn í fyrra. Bækur hans hafa notið mik- illa vinsælda meðal íslenskra les- enda og er þess skemmst að minnast að þegar Morgunblaðið birti á dögunum bóksölulista sinn fyrir aprílmánuð röðuðu bækur hans sér í þrjú efstu sætin yfir skáldverk. Tvær kvikmyndir í undirbúningi Bækur Arnaldar Indriðasonar eru væntanlegar í Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Þýska- landi. Hafa þekkt útgáfufyrirtæki í þessum löndum keypt útgáfu- réttinn á Mýrinni og fleiri bókum Arnaldar. Nú eru í undirbúningi tvær kvikmyndir eftir bókum Arnaldar. Baltasar Kormákur vinnur að gerð bíómyndar eftir Mýrinni og Snorri Þórisson stefnir að gerð al- þjóðlegrar stórmyndar eftir Napóleonsskjölunum. Útgefandi bóka Arnaldar er Vaka-Helgafell. Tilkynnt um Norrænu glæpasagnaverðlaunin Arnaldur Indriða- son hlutskarpastur Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.