Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S amkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbún- aðarins fyrir árið 2001 höfðu sauðfjárbændur að meðaltali 1.076 þúsund krónur í laun á árinu 2000. Þetta gera rúmlega 89 þúsund krónur á mánuði. Þetta eru ekki há laun og eðlilegt að spurt sé hvernig hægt er að framfleyta sér af svo lágum tekjum. Eðlilegasta svarið er auðvitað að það sé ekki hægt. Samt er það staðreynd að liðlega 1.600 sauðfjárbú eru rekin í landinu. Til að hægt sé að skilja hvers vegna sauðfjárrækt er yfirleitt stunduð á Íslandi þrátt fyrir þessar lágu tekjur er nauðsyn- legt að átta sig á því að þessi at- vinnugrein er í dag að stórum hluta rekin sem aukabú- grein. Bændur hafa smátt og smátt náð að aðlagast erf- iðum rekstr- arskilyrðum með því að stunda aðra vinnu samhliða sauð- fjárrækt. Þannig stunda mörg hjón sem reka sauðfjárrækt launaða vinnu utan búsins, allt árið eða hluta úr árinu. Sumir eru með annan rekstur á búun- um eins og ferðaþjónustu og all- margir eru með mjólkurfram- leiðslu samhliða rekstri fjárbús. Þá eru sumir svo vel í sveit sett- ir að hafa veiðitekjur. Allt hjálp- ar þetta mönnum að komast af, en eftir sem áður búa margir sauðfjárbændur við sára fátækt. Staðan í öðrum búgreinum er sem betur fer yfirleitt betri en í sauðfjárræktinni, að loð- dýraræktinni undanskilinni. Mjög stór og öflug bú eru rekin í alifuglarækt og svínarækt. Bú- in eru fá og velta flestra þeirra hleypur á tugum eða hundruðum milljóna á ári. Meðalsauðfjárbú veltir hins vegar rúmlega 3 millj- ónum á ári. Það er fróðlegt að bera saman rekstur kúabúa við rekstur sauð- fjárbúa. Meðalkúabú veltir í dag rúmlega 10 milljónum á ári á meðan sauðfjárbú velta um 3 milljónum eins og áður segir. Tekjur kúabænda voru á árinu 2000 um helmingi hærri en sauð- fjárbænda. Fyrir 10 árum voru meðaltekjur sauðfjárbænda 1.412 þúsund á ári, en mjólk- urframleiðenda 1.850 þúsund. Sauðfjárbú hafa verið að minnka á seinni árum á meðan kúabú hafa stækkað ár frá ári. Algjör stöðnun á sér stað í sauð- fjárrækt á meðan kúabændur hafa staðið í miklum fjárfest- ingum á undanförnum árum. Hvernig stendur á því að þessar tvær atvinnugreinar hafa þróast með svo ólíkum hætti? Á níunda áratugnum þegar verið var að koma á fót kvóta- kerfi í þessum tveimur búgrein- um var offramleiðsla í þeim báð- um. Búið var til kerfi sem hafði það að markmiði að náð yrði jafnvægi milli framleiðslu og sölu. Þetta tókst á skömmum tíma í mjólkurframleiðslunni, en segja má að það hafi aldrei tek- ist í sauðfjárræktinni. Menn settu sér markmið um að draga á tilteknum tíma úr framleiðslu kindakjöts, en þegar það hafði tekist hafði neysla á kindakjöti dregist saman þannig að bilið milli framleiðslu og sölu var enn til staðar. Þessi aðferð hefur á síðustu tveimur áratugum nokkr- um sinnum verið endurtekin en árangurinn hefur í meginatriðum verið sá sami. Þegar markmiði um niðurskurð er náð hefur markaðurinn dregist það mikið saman að bilið milli framleiðslu og sölu er áfram það sama. Í síð- asta búvörusamningi var þessi aðferð enn einu sinni viðhöfð, en þá ákvað ríkið að kaupa 45 þús- und ærgildi af bændum. Þessum uppkaupum lýkur í haust. Mark- mið um jafnvægi á markaði er hins vegar enn órafjarri vegna samdráttar í sölu. Í mjólkurframleiðslunni hefur verið farin sú leið að leyfa bænd- um að eiga viðskipti með kvóta. Þetta hefur haft úrslitaáhrif á alla þróun búgreinarinnar. Þeir sem hafa vilja og getu til að stækka hafa getað keypt kvóta og aukið framleiðslum. Minni framleiðendur hafa getað selt sinni framleiðslurétt og eins hafa skuldugir bændur náð að minnka skuldir og komist þannig út úr rekstrinum sæmilega uppréttir. Þetta hefur því falið í sér mikla hagræðingu. Sauðfjárbændum hefur hins vegar verið bannað að eiga viðskipti með kvóta eða greiðslumark eins og fram- leiðslustuðningur ríkisins heitir. Möguleikar þeirra til að stækka búin hafa verið ákaflega tak- markaðir. Þeir geta að vísu auk- ið framleiðsluna ef hún er flutt úr landi, en verðið sem þar fæst er lágt og hefur verið það í mörg ár. Reynt hefur verið að halda því að bændum að miklir sölu- möguleikar séu fyrir íslenskt lambakjöt í útlöndum, en því miður bendir flest til þess að þetta sé ekki rétt. SS, sem hefur náð mestum árangri í útflutn- ingi, selur íslenskt lambakjöt í Danmörku á helmingi hærra verði en nýsjálenskt kjöt, en samt er skilaverð til bænda langt undir kostnaðarverði. Til- raunir til að selja ferskt lamba- kjöt til Bandaríkjanna hafa skil- að litlum árangri. Þeir sem stýra landbúnaðar- málum á Íslandi hafa í mörg ár neitað að horfast í augu við þá staðreynd að sauðfjárbú hér á landi eru allt of lítil. Í bæklingi sem Stéttarsamband bænda gaf út árið 1994 er að finna þessa furðulegu fullyrðingu: „Það er mikill misskilningur að búrekst- ur gangi því betur sem búin séu stærri.“ Þetta viðhorf hefur hins vegar mótað stefnuna í sauðfjárrækt í næstum tvo áratugi. Ríkisvaldið hefur hamlað á móti eðlilegri þróun í greininni. Sauð- fjárbændur fá í haust loksins að eiga viðskipti með greiðslumark. Vonandi mun þá hefjast þróun sem byrjaði í mjólkurframleiðslu fyrir tveimur áratugum. Búin eiga vonandi eftir að stækka samhliða sem þeim fækkar. Rík- ið er hins vegar búið að sóa mörgum árum í árangurslitlar tilraunir til að ná jafnvægi í framleiðslunni í stað þess að leyfa bændum sjálfum að gera það. Eru lítil bú betri en stór? Í bæklingi sem Stéttarsamband bænda gaf út árið 1994 er að finna þessa furðulegu fullyrðingu: „Það er mikill misskilningur að búrekstur gangi því betur sem búin séu stærri.“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁGÆTU íbúar í Bessastaðahreppi. Undirritaður vill koma á framfæri nokkrum atriðum, sem hjálpa mætti þeim, sem enn eiga eftir að gera upp hug sinn. Fulltrúar Sjálf- stæðisfélagsins lögðu fram í apríl metnaðar- fulla stefnuskrá sem mun verða leiðarljós okkar á komandi kjör- tímabili. Fulltrúar Á-lista hafa í málflutningi sínum hins vegar beitt ýmsum rang- færslum og sleppt ýmsu sem mun koma kjósendum í opna skjöldu nái Á-listinn meirihluta. Vel heppnað skipulag Með skipulagi í Bessastaða- hreppi hefur tekist að byggja upp sveitarfélag, sem er engu öðru líkt. Framsýnir hreppsnefndar- fulltrúar áranna 1965 til 1975 tóku þá afstöðu að hér skyldu byggð lít- il hverfi íbúða, með stórum opnum svæðum á milli. Í endurskoðuðu aðalskipulagi, sem samþykkt var 1993, var enn bætt um betur og opnu grænu svæðin aukin verulega og fyrir- hugaðri byggð þjappað meira sam- an. Þar með var lagður grunnur að algerlega óviðjafnanlegu skipulagi, þar sem íbúar eru á svipstundu komnir í snertingu við ótrúlegt náttúrufar og umhverfi. Smærri íbúðir vantar Valkostir um byggingu smærri íbúða eru skýrir. Sjálfstæðisfélag- ið vill að byggðar verði smærri íbúðir fyrir alla aldurshópa við Breiðumýri og er skipulag þess svæðis tilbúið og ganga viðræður við landeigendur vel. Þessi fyr- irhugaða byggð mun svara eftir- spurn yngri sem eldri, sem vilja búa áfram í Bessastaðahreppi. Á-listinn vill að byggð verð tvö fjölbýlishús við enda Skólatúns, með 16-18 íbúðum. Þetta er of lítið framboð og að minni hyggju alger- lega óviðunandi staðsetning, því á þessu svæði er skipulagt opið grænt svæði. Fyrir utan þá miklu aukningu bílaumferðar um fjöl- mennasta barnahverfi hreppsins, sem þetta orsakar. Leikskólinn Tillögur fulltrúa Sjálfstæðis- félagsins ganga út á að núverandi leikskóli, Krakkakot, verði stækk- aður um tvær deildir. Með stækk- uninni fær skólinn einnig sér- kennslustofu, tónlistarstofu og stærri matsal, auk þess sem rekstrareiningin verður hagkvæm- ari. Þessar hugmyndir hefur sveit- arstjórinn okkar, Gunnar Valur, kynnt starfsfólki leikskólans á vinnslustigi og fengu þær góðar undirtektir. Strax í sumar verður byggð ein deild og verða engir biðlistar í haust. Á-listi leggur til að byggður verði nýr leikskóli. Það er ekkert land frátekið undir nýjan leikskóla ef þessi hugmynd gengur eftir, því að Á-listi hafnar skipulagi við Breiðumýri, þar sem gert er ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýs leikskóla. Í tillögu Á-lista felst því engin lausn. Á-listinn hyggst brúa bilið með því að kaupa einbýlishús og aka um með börnin í rútu. Ef hug- myndir Á-lista verða að veruleika verða til biðlistar í að minnsta kosti þrjú til fjögur ár. Náttúruvænn golfvöllur Fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins styðja hugmyndir um að í Bessa- staðahreppi verði golfvöllur. Í fyrra var Hannes Þorsteinsson, líffræðingur og golf- vallarhönnuður, feng- inn til þess að frum- hanna völlinn. Tillaga Hannesar er allrar at- hygli verð og skemmtileg. Tillagan gengur út á að á norð- urnesinu verði gerður 9 holu golfvöllur og lagði Hannes sig í líma við að sneiða hjá viðkvæmum varp- stöðvum fugla. Megininntak hug- myndarinnar er varúð í umgengni við náttúruna og stór- aukin endurheimt votlendis. Með endurheimt votlendis er stefnt að því að auka fjölbreytni fuglalífs á svæðinu. Gunnar Valur Gíslason, sveitar- stjóri, og Hannes kynntu teikn- inguna og greinargerð um verk- efnið náttúrufræðingum Náttúru- verndar ríkisins og einnig að fullt samráð yrði haft við þá um verk- efnið. Í framhaldi af þessari forvinnu verkefnisins samþykkti hrepps- nefnd samhljóða (allir fulltrúar D-, Á- og H-lista) tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisfélagsins, um að leita form- lega álits Náttúruverndar á hug- myndinni. Ég geri ráð fyrir að golfvöll- urinn fari í umhverfismat, þar sem allir þættir málsins eru kannaðir til hlítar af til þess bærum sér- fræðingum. Verkefnið verður kynnt íbúum á vinnslustigi og tek- ið við ábendingum, sem nýtast við úrvinnslu. Þessi framganga málsins verður einungis ef fulltrúar Sjálfstæðis- félagsins fá brautargengi í kosn- ingum í dag. Bjartsýni í Bessastaðahreppi Í þessari kosningabaráttu hafa fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins kynnt metnaðarfulla stefnu sína. Við höfum komið víða við í hreppn- um okkar síðustu vikur og fengið afar góðar viðtökur og margar mjög góðar ábendingar frá íbúum. Þessar ábendingar verða vafa- laust margar að veruleika og ber að þakka mikinn áhuga íbúa á frá- bæru samfélagi okkar. Ágæti kjósandi í Bessastaða- hreppi, framtíðin brosir við okkur íbúunum. Stuðlaðu að enn betra sveitarfélagi með því að setja X við D í dag. Í frábæru um- hverfi á Álftanesi Guðmundur G. Gunnarsson Bessastaðahreppur Með skipulagi í Bessa- staðahreppi hefur tekist að byggja upp sveitarfé- lag, segir Guðmundur G. Gunnarsson, sem er engu öðru líkt. Höfundur er oddviti hreppsnefndar og 1. maður á lista Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps. R-LISTINN er fyrsta stjórnmála- hreyfingin hérlendis sem beinlínis stærir sig af því að hafa aukið opinberar skuldir svo skiptir milljarðatugum og því er markvisst haldið að þessar skuld- ir séu eftirsóknarverð- ar. Hér er farið út á al- veg nýjar brautir í stjórnmálum. Slíkur málflutningur kann e.t.v. að hljóma vel í eyrum þeirra sem hafa ekki enn losnað við hugsunarhátt verð- bólguáratuganna 1971–1990 þegar það borgaði sig að skulda enda var þá sparifé almenn- ings gert upptækt með valdboði og fært til skuldara í formi niður- greiddra vaxta. Þessi málflutning- ur er afar villandi þegar skulda- byrði margra fjölskyldna er ógnvænleg og húseignir þeirra eru undir hamrinum. Stjórnmálamenn ættu fremur að sýna gott fordæmi með því að lækka skuldir hins op- inbera og hvetja almenning til þess að greiða einnig niður skuldir heimilanna. Eftirsóknarverðar skuldir?  Skuldir Reykjavíkurborgar námu 17 milljörðum árið 1994 en eru nú komnar í tæpa 47 milljarða.  Að meðtöldum lífeyrisskuld- bindingum eru skuldir Reykjavíkurborgar 66 millj- arðar króna.  Hreinar skuldir borgarinnar hafa nífaldast á valdatíma R- listans og hækkað úr tæpum fjórum milljörðum króna 1994 í 34 milljarða. Haldi R-listinn áfram á sömu braut, eins og frambjóðendur hans hafa sagst ætla að gera, verða hreinar skuldir borgarinnar orðnar um 50 milljarðar króna árið 2006. Eftirsóknar- verðir vextir?  Árið 2001 námu heildarvaxtagjöld borgarinnar um fimm þúsund millj- ónum króna. Þetta er há upphæð og töluvert hærri en samanlögð framlög borgarinnar til rekstrar leikskóla og íþrótta- og æskulýðsmála. Þetta sýnir að vaxtagjöld borgarinnar eru þegar farin að draga úr getu hennar til þjónustu og fram- kvæmda. Í dag er tækifærið til að snúa af braut skuldasöfn- unar og merkja X við D í Reykjavík. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Reykjavík Er það eftirsóknarvert, spyr Kjartan Magn- ússon, að greiða fimm milljarða króna í vaxtagjöld? Fimm milljarð- ar í vaxtagjöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.