Morgunblaðið - 25.05.2002, Síða 45
máli. Konur og karlar hafa í flest-
um greinum ekki leyfi til þess að
keppa saman í íþróttum og það er
því óréttlátt að stelpur og strákar
keppi hvert við annað um hver
hlýtur titilinn. Með þessu móti þá
eignumst við fleiri kvenfyrirmynd-
ir í íþróttum og þá aukast líkur á
að fleiri stelpur leggi stund á
íþróttir. Þetta skref var síðan upp-
hafið að því að ÍTK hefur stutt
myndarlega við bakið á kvenna-
íþróttum í Kópavogi. ÍTK hefur
styrkt sérstök verkefni til upp-
byggingar í kvennaíþróttum bæði
hjá Breiðablik og HK og er þessi
þróun það sem koma skal.
Hér hef ég farið yfir mikilvæg
mál sem tengjast uppbyggingu
íþrótta- og tómstundamála í Kópa-
vogi og ég vil hvetja þig til þess að
tryggja okkur brautargengi til
þess að halda uppbyggingunni
áfram. Kjóstu forystu Kópavogs –
XB.
Höfundur er formaður Íþrótta- og
tómstundaráðs.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 45
STAÐBUNDIN þjónusta hins
opinbera við íbúa sveitarfélaga er
margvísleg og sitt sýnist hverjum
um gæði hennar og þjónustufram-
boð, allt eftir því við hvaða að-
stæður hver og einn býr. Ríki og
sveitarfélög hafa komið sér upp
verkaskiptingu þessarar þjónustu
sem hefur oft tekið breytingum í
tímans rás og ekki sjálfgefið að
fólk átti sig á henni. Þannig geta
málaflokkar sem varða beint stað-
bundna þjónustu við íbúa verið á
hendi ríkisins og sveitarfélög átt í
erfiðleikum með að hafa stjórn á
þjónustustigi gagnvart íbúum sín-
um. Undanfarið hafa ríki og sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu átt í
samskiptum vegna kröfu sveitarfé-
laga um úrbætur í slíkum mála-
flokkum, svo sem löggæslu, heilsu-
gæslu, framhaldsskólum o.fl.
Aukið þjónustustig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
þrýst á ríkið um úrbætur í ýmsum
málaflokkum sem það hefur með
höndum svo sem úrbætur í þjóð-
vegagerð, uppbyggingu framhalds-
skóla og nú síðast eflingu lögregl-
unnar í Kópavogi á sviði forvarna.
Á næsta kjörtímabili hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn hug á því að end-
urbæta þjónustu heilsugæslunnar
og auka áherslu á málefni fatlaðra
og aldraðra en þau mál eru í dag
að mestu leyti í höndum ríkisins.
Til þess að skapa bænum aukið
svigrúm til athafna hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn í hyggju að ger-
ast reynslusveitarfélag á þessu
sviði á grundvelli laga um reynslu-
sveitarfélög.
Aukið samstarf heimaþjón-
ustu og heilsugæslu
Með því að færa staðbundna
þjónustu frá ríki til sveitarfélags
getur það betur mótað áherslur af
aðstæðum, aukið hagræðingu með
samstarfi þjónustuþátta og varið
skattfé íbúa af meiri skynsemi þar
sem sveitarfélagið hefur betri yf-
irsýn yfir þjónustustig
einstakra málaflokka.
Með því að færa
ákvörðunarvald
heilsugæslu til Kópa-
vogs verður hægt að
færa þjónustu hennar
nær íbúum bæjarins
sem eru nú að stórum
hluta heimilislækna-
lausir. Ennfremur
verður samstarf
heilsugæslunnar og
heimaþjónustu við
aldraða eflt með
litlum tilkostnaði.
Þannig nýtast fjár-
munir betur til að ná
nýjum markmiðum.
Eftirsóknarvert er að draga úr
stofnanadvöl aldraðra og efla getu
þeirra til sjálfsbjargar. Í reynslu-
sveitarfélögum hefur
verið sýnt fram á að
þörf fyrir hjúkrunar-
og dvalarheimilisrými
hefur dregist saman
en á móti hefur fram-
boð þjónustu gagn-
vart öldruðum aukist.
Þar af leiðandi hefur
bið eftir dvalarheim-
ilisplássi styst vegna
þess að fólki er gert
kleift að búa lengur
heima hjá sér. Upp-
stokkun á ríkjandi
verkaskiptingu við
ríkið er kostur sem
nauðsynlegt er að
skoða.
Aukin áhersla á almenna
heilsugæsluþjónustu
Sigrún
Tryggvadóttir
Kópavogur
Eftirsóknarvert er að
draga úr stofnanadvöl
aldraðra, segir Sigrún
Tryggvadóttir, og efla
getu þeirra til sjálfs-
bjargar.
Höfundur skipar 9. sæti D-listans í
Kópavogi.
Reykjavík sími 580 0500
Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
Stjúpu
tilboð
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
BL
O
17
86
4
05
/2
00
2
20 stk. 1.199 kr.
(Hreinir lit ir, stakir pottar)
30 stk. aðeins 1.199 kr.
(Blandaðir litir)
DILBERT
mbl.is