Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 47 meistar inn. is HÖNNUN LIST www.bmvalla.is Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 Sími 585 5050 Fax 585 5051 sala@bmvalla.is Það liggur í loftinu hvernig þú vilt skipuleggja garðinn þinn. BM Vallá býður þér ókeypis ráðgjöf landslagsarkitekts til að útfæra hugmyndir þínar, hvort sem þú ert að skipuleggja nýjan garð eða gamlan. Bókaðu tíma hjá BM Vallá í síma 585 50 50. Ráðgjöfin er veitt í lystihúsinu í hjarta Fornalundar. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8 - 18 og á laugardögum frá kl.10 - 14 í allt sumar. Sumar hugmyndir þurfa að komast niður á jörðina Fúsir til framkvæmda með þér UM 12 ára skeið hafa framsóknar- og sjálfstæðismenn farið með völd í Kópavogi. Engum ætti lengur að blandast hugur um að nú þarf því samstarfi að ljúka. Það er enginn drif- kraftur í þeim lengur. Þeir lifa í fortíð- inni. Hugmyndir þeirra einkennast af sjálfumgleði, fortíðarhyggju og inn- antómum auglýsingavaðli. Nú fyrir kosningar bjóða þeir kjósendum upp á glansmyndir af sjálfum sér, blöðrur og sjónhverfingamenn. Þau 12 ár sem meirihlutinn hefur setið að völdum hafa þeir aftur og aft- ur lofað að klára að endurbyggja gamlar götur í bænum. Þeir eru ekki enn búnir. Þeir hafa margsinnis lofað að ljúka við búningsklefana við Sund- laug Kópavogs. Enn böðum við bæj- arbúar okkur í bráðabirgðaaðstöð- unni þar. Þeir hafa lofað að ganga frá skólalóðum. Þeir hafa ekki staðið við það. Þeir hafa lofað að lækka skuldir bæjarins. Allir vita hvernig staðan er þar. Þeir hafa lofað fjölskyldugarði í Fossvogsdal. Það er enn ógert. Þeir hafa lofað lystigarði í Kópavogsdal. Ekkert hefur til hans sést. Þeir hafa lofað að bæta aðstöðu siglingamanna. Það er ógert. Þeir reyndar lofa þessu einu sinni enn núna, en er ástæða til að trúa þeim? Svo lofa þeir að klára það sem byrjað er á og verður hvort sem er klárað. Framsóknar- og sjálfstæðismönn- um er ekki treystandi til að efla innra starf skólanna í Kópavogi, en það verður meginverkefnið í skólamálum næsta kjörtímabil. Þá skortir framtíð- arsýn, dug og getu til að ráða við það verkefni. Þeir grípa klisjur á lofti, éta upp eftir öðrum og skreyta sig með annarra fjöðrum. Þeir tala um að auka sjálfstæði skólanna á sama tíma og skólastjórar hafa ekki einu sinni völd til að ráða starfsfólk að skólun- um. Í blaði sínu, Vogum, höfnuðu sjálfstæðismenn í lok apríl alfarið hugmynd okkar Samfylkingarmanna um þróunarsjóð fyrir skóla. Nú er hún komin í stefnu þeirra. Þeir settu af stað nefnd um stefnumótun í tón- listarkennslu í september s.l., sem er nýbúin að skila af sér, en hefði getað verið búin að því fyrir löngu. Skólar geta því ekki nýtt sér niðurstöður hennar fyrir næsta skólaár. Þeir tala um tilraunaverkefni í tónlist í Sala- skóla og Kársnesskóla í vetur, og hengja þau við stefnu sína, en minn- ast hvergi á að þau verkefni eru al- gjörlega að frumkvæði skólanna og Tónlistarskólans. Þeir hafa hvergi komið nærri þessum verkefnum með stuðningi af neinu tagi. Þeir hafa heldur ekki lagt mat á þessi tilrauna- verkefni og hafa ekki sýnt áhuga á að draga lærdóm af þeirri reynslu sem með þeim fékkst. Gaman væri t.d. að heyra frá þeim hvernig þeir ætla að gera skólunum í Kópavogi mögulegt að sinna þessu brýna verkefni, t.d. næsta skólár. Samfylkingin er eina aflið í Kópa- vogi sem hefur lagt fram raunhæfar og ábyrgar hugmyndir í skólamálum sem og mörgum öðrum málum. Þar er engu lofað sem ekki er hægt að standa við. Þar er innistæða fyrir mál- unum og traust fólk sem mun fylgja þeim eftir af atorkusemi. Þeir sem vilja góða stjórn á málum í Kópavogi næsta kjörtímabil kjósa því Samfylk- inguna. Nýja og ábyrga forystu í Kópavogi Hafsteinn Karlsson Kópavogur Samfylkingin, segir Hafsteinn Karlsson, er traust afl. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.