Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 48

Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rjúpnasalir 8 Nú eru aðeins þrjár glæsilegar íbúðir eftir í þessu fallega og vandaða fjölbýlishúsi. Aðeins sex íbúðir í húsinu. Íbúðirnar eru 4ra herbergja 120 fm og afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum, skápum og tækjum en án gólfefna. Tvennar svalir á miðhæð. Hagstætt verð eða 15,3 m. Seljandi tekur á sig afföll af húsbréfum. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Frábær staðsetning rétt við óspillta náttúru í skjóli Rjúpnahæðarinnar. Fallegt útsýni. Í húsinu eru nú þegar tilbúnar tvær sýningaríbúðir sem hægt er að skoða í dag. Sölumenn og byggingaraðili verða á staðnum. 1198 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-16 MIKIL fækkun íbúa undanfarin ár, á hinni svokölluðu landsbyggð, hefur orðið mörgum að áhyggjuefni. Straumur- inn hefur legið suður, eins og það heitir, og virðist þar ekkert lát á. Raufarhöfn er engin undantekning hvað þetta varðar og hefur íbúum hér fækkað um a.m.k. 30% á örfáum ár- um. Dauðir fiskar fljóta með straumnum var einu sinni sagt en fólkið sem flutt hefur héðan hefur fyrst og fremst flutt til að afla sér og sínum lífsvið- urværis, fylgt börnum sínum til fram- haldsnáms eða hreinlega orðið að yf- irgefa staðinn sinn vegna alvarlegra veikinda, sem herjað hafa á fjölskyld- una. Flestum ætti að vera ljóst að það er erfiðara að afla sér tekna við sjáv- arsíðuna í dag en áður var, m.a. vegna handónýtrar stefnu landstjórnarinn- ar í fiskveiðimálum, kvótinn löngu farinn og færður útvöldum. Ungum, dugmiklum og frískum sjómönnum og athafnaskáldum er gert gjörsam- lega ókleift að hefja útgerð, sem gæti í mörgum tilfellum orðið aftur sá grunnur, sem fagurt og kraftmikið samfélag manna gæti byggt á. Látum það vera í bili. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Ég hef sagt mörgum félögum mín- um að ég botni ekkert í því hvernig þeir geti búið á höfuðborgarsvæðinu, það sé svo langt til Raufarhafnar. Þeir brosa í kampinn og vita innst inni að ég hef eitthvað til míns máls. Hér eru veður löng og góð, fegurðin ræður ríkjum og menn og náttúra lifa í sátt og samlyndi. Óvíða er jafn litskrúðugt fuglalíf og hér á sléttunni og fjör- urnar fullar af góssi frá fjarlægum löndum. Ljósið úr norðrinu lýsir veginn og við teygjum okkur í neistandi stjörnur að næturlagi. Ekki svo að skilja að við svífum um eins og engl- ar á rómantísku skýi, (það er nóg af þeim fyrir sunnan), heldur hvetur þessi umgerð okkur til enn frekari andlegra og líkamlegra dáða. Að mínu mati liggur hin bjarta framtíð okkar í atgervi fólksins á staðnum og vilja þess til góðra verka. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi. En það þarf líka að hrinda þeim í fram- kvæmd. Fólkið hér á Raufarhöfn þarf að hittast og ræða framtíð sína og finna sameiginlegan flöt til að standa á til framtíðar. Gamla flokkadrætti og leiðindamas þarf að leggja til hlið- ar og muna að margar hendur vinna létt verk. Góðar hugmyndir geta tengst höfuðatvinnugreinum okkar en þær geta alveg eins tengst menn- ingu hvers konar, sérstöðu okkar menningarlega eða landfræðilega. Raufarhafnarbúar hlúa vel að skól- anum sínum í dag og vona ég að þar verði framhald á. Þó mjög svo kostn- aðarsamt sé að halda úti góðum skóla í svo fámennu byggðarlagi hef ég bjargfasta trú á því, að þeir fjármunir komi allir til baka og það með góðum vöxtum. Við stöndum á tímamótum. Mikil deyfð hefur verið ríkjandi og svart- sýnin náði um tíma tökum á mörgum félagum okkar. Nú er lag. Að taka höndum saman og hefja upp raust- irna. Tunnan er ekki hálf tóm. Hún er hálf full. Ég spái bjartri framtíð á Raufar- höfn. Ljósið í myrkrinu Bergur Þórðarson Thorberg Höfundur er myndlistarmaður. Raufarhöfn Að mínu mati liggur hin bjarta framtíð okkar í atgervi fólksins á staðn- um, segir Bergur Þórð- arson Thorberg, og vilja þess til góðra verka. PÁLL V. Daníels- son, fyrrverandi bæj- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og skoðunar- maður bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á árun- um 1990–1994, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðinu 18. apríl síðastliðinn. Þar fer hann ítarlega yfir alvarlegt ástand í fjár- málum Hafnarfjarðar- bæjar. Þar segir hann m.a. að bæjarstjórnin ráði ekki við fjármálin og lýsir áhyggjum sín- um af skuldastöðu bæj- arins og bendir á að skuldir hafi aukist um rúmlega 5 milljarða á þessu kjörtímabili og það sé ömurleg staðreynd, ekki síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem á stóran hlut í þeirri skuldasöfnun. Eitt skuldugasta sveitarfélag landsins Undirritaður, skoðunarmaður ársreikninga Hafnarfjarðarbæjar, verður að taka undir þessar áhyggj- ur Páls, því lýsing hans á stöðu mála í Hafnarfirði er raunsönn lýsing á stöðunni í dag. Ef hann hefði bætt um betur og notað aðferðir sjálf- stæðismanna í Reykjavík þegar þeir lýsa skuldastöðu Reykjavíkurborg- ar, með því að reikna inn stofnanir og fyrirtæki borgarinnar og síðan jafnvel tekið með núvirðisútreikning á samningum um einkaframkvæmd, hefði staðan orðið ennþá verri. Hafn- arfjörður væri þá ekki aðeins á vá- lista sem eitt af skuldugustu sveit- arfélögum landsins heldur einnig í gjörgæslu eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaga. Eftirlitsnefndin athugaði reikn- ingsskil sveitarfélaga fyrir árið 2000 og var Hafnarfjörður eitt af þeim sveitarfélögum sem urðu að gera grein fyrir því hvernig þróunin hefði orðið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2001 og hvernig bæjarstjórn ætlaði að bregðast við fjárhagsvanda bæjarsjóðs. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri svaraði eftirlitsnefndinni með bréfi 31. janúar 2002 og gerði grein fyrir meginmarkmiðum núver- andi meirihluta um lækkun skulda og fylgt yrði eftir markmiðum um 20% framlegð. Því miður stóðust þessi markmið ekki á árinu 2001 og var það undarleg tilviljun að eftir- litsnefndin sendi bæjarstjórn bréf um að skýringar bæjarstjóra væru fullnægjandi um leið og reikningar bæjarsjóðs voru lagðir fram sem sýndu hið gagnstæða. Bera skoðunar- menn ábyrgðina á slæmri stöðu? Páll gerir athuga- semdir við að ekkert hafi heyrist í skoðunar- mönnum Hafnarfjarð- arbæjar um þessa al- varlegu stöðu og spyr, hver er þeirra ábyrgð? Sem annar af skoðun- armönnum bæjar- reikninga vill undirrit- aður fá að bera hönd fyrir höfuð sér og benda Páli á að fylgjast með umræðum í bæjar- stjórn eða hafa samband við upplýs- ingadeild Hafnarfjarðarbæjar og lesa endurskoðunarskýrslu skoðun- armanns sem lögð var fram um leið og ársreikningar bæjarsjóðs 11. apr- íl síðastliðinn. Í þeirri skýrslu varaði undirritaður við mikilli skuldaaukn- ingu og má í skýrslunni m.a. lesa eft- irfarandi: „Samkvæmt framreiknuðum nið- urstöðum úr ársreikningum bæjar- sjóðs fyrir árin 1998–2001 hefur ver- ið ráðstafað umfram tekjur 4.096.720 þúsund kr. á þessu tímabili og hefur þessi hallarekstur verið fjármagnað- ur með erlendum lántökum að mestu. Í 5. grein reglugerðar um eft- irlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga segir: „Sveitarstjórn skal gæta þess svo sem kostur er að heildar- útgjöld sveitarfélags fari ekki fram úr heildartekjum þess.“ Ljóst er að þessi grein hefur ekki verið virt á síðustu árum, en skoðunarmaður tel- ur að þessari þróun verði að snúa við. Vaknar sú spurning hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir bæjarsjóð að selja eignir s.s. hlut Hafnarfjarðar- bæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf. eða í Orkuveitu Reykjavíkur til að bæta stöðu bæjarsjóðs.“ Þá hefur skoðun- armaður gert athugasemdir við auknar skuldir Hafnarsjóðs, veru- lega óvissu í samningum um Norð- urbakka, svo eitthvað sé nefnt. Búið að ráðstafa framtíðarskatttekjum Við Páll erum sammála um að við Hafnfirðingar þurfum að taka hönd- um saman og vinna okkur út úr þeim alvarlegu fjárskuldbindingum sem búið er að fjötra bæjarfélagið í. Því miður er bæjarstjórnum gefinn of laus taumur til að ráðstafa framtíð- arskatttekjum og því auðvelt fyrir þá sem eru í meirihluta að velja fremur skammtímalausnir sem lík- legar eru til vinsælda strax, í stað ábyrgrar fjármálastjórnunar sem skilar bæjarfélaginu hagsæld til lengri tíma. Þetta er þó ekki eina ástæða aukinnar skuldsetningar bæjarfélaga, aukin verkefni sveitar- félaga á liðnum árum s.s. í skóla- og íþróttamálum á kostnað ríkisvalds- ins svo eitthvað sé nefnt, hefur ekki verið mætt með réttlátri hækkun skatttekna sveitarfélaga og þau því frekar farið út í lántökur til að mæta auknum kröfum um þjónustu. Því miður hefur Sjálfstæðisflokk- urinn haldið um stjórnartaumanna í Hafnarfirði á þessu kjörtímabili með aðstoð Framsóknarflokksins og því lítið heyrst í forystumönnum bæj- arins hvað varðar breytingar á skiptingu skatttekna á milli ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur eflaust verið fljótur að slá á hendur sinna flokks- manna sem truflað hafa góða af- komu ríkissjóðs með óþarfa kröfum um réttlátari skiptingu skatttekna. Gefum þeim frí Að lokum. Páll spyr hver er ábyrgð skoðunarmanna? Hún er mikil samkvæmt lögum um árs- reikninga sveitarfélaga og hefur undirritaður reynt að sinna þeim störfum eftir bestu samvisku. Ábyrgðin er þó endanlega hjá kjós- endum og því er mikilvægt að hafn- firskir kjósendur gefi núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna frí og feli nýjum mönnum það verkefni að breyta stefnunni, ,,til bjargar Hafnfirðing- um frá frekari tjóni og vanvirðu“ svo notuð séu orð Páls V. Daníelssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Hver ber ábyrgð á fjárhagsvandanum? Hörður Þorsteinsson Hafnarfjörður Því miður, segir Hörður Þorsteinsson, er bæj- arstjórnum gefinn of laus taumur til að ráð- stafa framtíðarskatt- tekjum. Höfundur er viðskiptafræðingur og annar skoðunarmaður Hafnarfjarð- arbæjar. OFT var sagt og skrifað fyrir fáeinum áratugum: Byltingin étur börnin sín. Þarna var vitaskuld átt við kommúnismann. Meirihluta síðustu aldar stjórnaði Sjálf- stæðisflokkurinn Reykjavíkurborg, en á síðasta sprettinum átu andstæðingar hans „börnin“. Nú er svo komið, að börnin og foreldrarnir leggja of- urkapp á að éta hvort annað. Fimm flokka listinn – R-listinn – hrósar sjálfum sér óspart fyrir unn- in afrek, en vann hann þau af hugsjón einni saman, eða var launa- og valdagræðgi með í spilinu? R-listanum tókst að lokka til sín þekktan fjölmiðlamann og fórnaði í staðinn fjöl- gáfuðum og atorku- sömum heiðursmanni, sem ekki hefur baðsett sig í fjölmiðlum. D-listinn hrósar sér óspart fyrir óunnin af- rek, m.a. afrek sem honum tókst ekki að vinna á síðustu öld – eða voru ekki innan hans áhuga- ramma þá. Það er sameiginlegt með R-lista og D-lista, að báðir hafa án hiks notað vopn sín til að bakstinga sitt besta fólk og berja það til hlýðni. Listi Frjálslyndra og óháðra, F- listi, stefnir að umhyggju, hrein- skilni og réttlæti. Þeim sem eru á móti þessu þrennu er hér með bent á að setja x við r eða d á kjördag. Éta börnin byltinguna? Lúðvíg Thorberg Höfundur er skáld. Reykjavík Listi Frjálslyndra og óháðra, F-listi, segir Lúðvíg Thorberg, stefnir að umhyggju, hreinskilni og réttlæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.