Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 64
64 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
% &
&
&
'
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ er hreinn og beinn útúrsnún-
ingur hjá Birni Bjarnasyni í fréttum
á miðvikudag, að halda því fram að
starfsmenn Sjálfstæðisflokksins
tryggi lýðræðislega framkvæmd
kosninganna. Hann veit að þessi
umræða snýst um skipulagða
njósnastarfsemi Sjálfstæðisflokks-
ins og þykist því ekki skilja hvað um
er að ræða.
Starfsmenn kjördeilda eru þar til
að tryggja að kosningar fari fram að
lögum lýðveldisins og að ekki kjósi
aðrir en þeir sem kosningarétt hafa.
Til þess þurfa þeir ekki aðstoð Sjálf-
stæðisflokksins, enda um að ræða
starfsfólk undir stjórn kjörstjórnar
viðkomandi kjördæmis. Snápar
Sjálfstæðisflokksins hafa ekkert
hlutverk hér. Þeir eru í kjördeildum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fylgj-
ast með hverjir hafa kosið, svo hægt
sé að beina persónulegum pólitísk-
um þrýstingi að þeim sem ekki hafa
kosið. Reynt er t.d. að hafa áhrif á
þessa kjósendur með því að bjóða
þeim akstur á kjörstað. Mér er
spurn: Flokkast það undir mútur
eða bara hlunnindi kjósenda af
Sjálfstæðisflokknum? Telja þeir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn býður
greiða á kjördag, sig skulda flokkn-
um fyrir greiðann? Snápar stjórn-
málaflokka í kjördeildum heyra til
liðinni tíð, þegar það þóttu gildir sið-
ir að hýða börn fyrir óþekkt og að
lúta höfði vegna þjóðfélagslegrar yf-
irburðarstöðu sem þeir höfðu. Snáp-
ar þessir þykja mér ánauð á kosn-
ingafrelsi mínu. Þeir skerða rétt
minn til leynilegrar þátttöku í kosn-
ingunum. Þeir eiga að hverfa með
öllu úr kjördeildum.
Þótt þessir augljósu annmarkar
verði á kosningum hvet ég menn til
að mæta snemma á kjörstað og
kjósa eftir sannfæringu sinni. Það
má aldrei bregðast.
HAFSTEINN HJARTARSON,
formaður Vinstri grænna
í Kópavogi.
Mannréttindabrot
í kjörklefum
Frá Hafsteini Hjartarsyni:
ÁRIÐ 1949 gaf borgarstjórn
Reykjavíkur skriflegt loforð þess
efnis að land barnaheimilisins
Steinahlíðar yrði aldrei skert. Land-
ið var þá fjórir hektarar að stærð.
Þetta skriflega loforð borgarstjórn-
ar er áritað á þinglýsta eignarheim-
ild fyrir eigninni sem varðveitt er
hjá Sýslumanninum í Reykjavík.
Fyrir nokkrum árum samþykkti
borgarstjórn Reykjavíkur undir
stjórn R-listans að taka um einn
hektara af landi barnaheimilisins
Steinahlíðar. Þar með vanvirti R-
listinn hið gamla skriflega loforð
borgarstjórnar. Landið var fjórir
hektarar en er nú aðeins um þrír
hektarar. Hinn brottnumdi hektari
var síðan notaður til að flytja inn-
keyrslu frá Sæbrautinni til hliðar
um nokkra metra og að leggja
gangstíg og gera stóran hól, allt
saman framkvæmdir sem engin
þörf var á. Gangbraut hefði mátt
leggja meðfram innkeyrslu Sæ-
brautar eins og hún var, nóg var
pláss til þess utan girðingar Steina-
hlíðar.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa
að loforð yfirvalda séu virt. Færa
verður lóðarmörkin og girðinguna
aftur á sinn gamla rétta stað og
leggja veginn og gangstíginn utan
girðingar. Þá fá börnin aftur skíða-
brekkuna sem af þeim var tekin.
R-listinn hefur sýnt að hann virð-
ir ekki loforð borgarstjórnar og
heldur ekki eigin kosningaloforð frá
1994 um að hækka ekki skatta. Með
fyrstu verkum hans eftir hinn illa
fengna kosningasigur var að bæta
við holræsagjaldi og svíkja þannig
sitt eigið loforð. Þessum peningum
ber R-listanum auðvitað að skila aft-
ur til húseigenda.
CARL J. EIRÍKSSON,
Skólagerði 48, Kópavogi.
Siðleysi R-listans
Frá Carli J. Eiríkssyni:
SIGURÐUR Thoroddsen skrifar
ágæta grein í Morgunblaðið 15. maí
um verndun fyrrum lóðar Alaska í
Breiðholti.
Við það, sem hann segir um sögu
Breiðholtsbæjar, má bæta að þar bjó
Árni Helgason dómkirkjuprestur og
síðar biskup og kennari við Bessa-
staðaskóla.
Þegar búskap var hætt á bænum
hóf Jón H. Björnsson, fyrsti íslenski
landslagsarkitektinn, uppbyggingu
gróðrarstöðvar og síðan blómabúð-
ar. Þarna plantaði Jón ýmsum trjám
og runnum úr söfnunarferð sinni til
Alaska árið 1951.
Á lóðinni eru því tré og runnar
sem varla eiga sinn líka hérlendis.
Það er því sannarlega hægt að taka
undir hugmynd Sigurðar um lysti-
garð sem staðnum hæfir.
Ég vil reyndar bæta því við að þar
væri gott að byggja stóran gróður-
skála sem fatlaðir og aldraðir gætu
rölt um í vondum veðrum.
Þar mætti einnig vera innanhúss
skólagarður, fyrir ungviðið, sem ÍR
hefur sinnt svo vel hinum megin við
götuna – og alla hina. Breiðholtsbú-
ar, „Við mótmælum allir“ fjölbýlis-
húsum á staðnum.
SVEINN INDRIÐASON,
Þingaseli 9, Reykjavík.
Verndum sögustaðinn
Breiðholt
Frá Sveini Indriðasyni: