Morgunblaðið - 25.05.2002, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is
KOSIÐ verður til sveitarstjórna í
dag í 105 sveitarfélögum en þau
voru 124 í sveitarstjórnarkosning-
unum 1998. Alls eru 204.923 á kjör-
skrá, 101.837 karlar og 103.086 kon-
ur, og hefur þeim fjölgað um 5,8%
frá síðustu sveitarstjórnarkosning-
um.
Að þessu sinni eiga 17.400 kost á
að kjósa í fyrsta sinn, sem eru 8,5%
af heildarfjölda kjósenda. Flestir
eru á kjörskrá á höfuðborgarsvæð-
inu, 129.214, og af þeim 82.508 í
Reykjavík. Í Kópavogi eru 17.580 á
kjörskrá, 13.989 í Hafnarfirði og
11.245 á Akureyri. Í ellefu sveit-
arfélögum eru 50 eða færri á kjör-
skrá. Fjöldi kjósenda er mjög mis-
jafn eftir landshlutum, flestir á
höfuðborgarsvæðinu en næstflestir
á Norðurlandi eystra, 18.915. Á
Suðurlandi eru 14.760 á kjörskrá, á
Suðurnesjum 11.435, 10.061 á Vest-
urlandi, 8.391 á Austurlandi, 6.669 á
Norðurlandi vestra og 5.478 á Vest-
fjörðum.
Á kjörskrá eru 1.611 manns með
lögheimili annars staðar á Norð-
urlöndum, ríkisborgarar annarra
ríkja á Norðurlöndum sem búsettir
eru hér eru 907 og borgarar ann-
arra ríkja eru 1.554.
Kjörfundur hefst
víða klukkan 9
Kjörfundur hefst á flestum
stærri stöðunum klukkan 9 eða 10
og eru kjörstaðir opnir til kl. 22. Á
minni stöðum verða kjörstaðir opn-
aðir kl. 10 eða 12 og unnt að kjósa
fram að kvöldmat. Í Reykjavík er
kosið á ellefu stöðum. Búist er við
fyrstu tölum í Reykjavík fljótlega
upp úr klukkan 22 en aðsetur kjör-
stjórnar er í Ráðhúsinu og þar
verða atkvæðin talin.
Alls eru 182 framboðslistar í
boði. Eru boðnir fram listar í 66
sveitarfélögum og af þeim er sjálf-
kjörið í sjö sveitarfélögum. Í 39
sveitarfélögum komu engir listar
fram og verður þar óbundin kosn-
ing. Í leiðbeiningum félagsmála-
ráðuneytisins um óbundnar kosn-
ingar segir að við óbundna
kosningu séu allir kjósendur í sveit-
arfélaginu í kjöri. Við kosningu
skrifar kjósandi nöfn á kjörseðil,
nöfn aðalmanna á efri hluta seðils-
ins og nöfn varamanna á neðri hlut-
ann.
Konur skipa 41% af sætum fram-
boðslistanna og karlar 59% en karl-
ar eru í efstu sætum á 146 af list-
unum 182.
Fleiri kosið utankjörfundar en
við seinustu þingkosningar
Skv. upplýsingum Þóris Hall-
grímssonar kjörstjóra utankjör-
fundarkosningar í Reykjavík, höfðu
ríflega 8.200 manns kosið utankjör-
fundar um kvöldmatarleytið í gær.
Eru það 1.500 fleiri atkvæði en á
sama tíma fyrir seinustu alþing-
iskosningar.
Um 17.400 eiga kost á að kjósa í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningunum í dag
Yfir 204 þúsund kjósend-
ur í 105 sveitarfélögum
HRAFNAGALDUR Óðins var
frumfluttur á Íslandi á tónleikum
Listahátíðar í Reykjavík í Laug-
ardalshöll í gærkveldi fyrir fullu
húsi áhorfenda. Var flytjendum,
hljómsveitinni Sigur Rós, Hilmari
Erni Hilmarssyni, kvæðamann-
inum Steindóri Andersen,
strengjasveit og kórnum Schola
cantorum, ákaflega vel fagnað og
þeir lengi hylltir. Árni Harðarson
stjórnaði flutningi.
Morgunblaðið/Þorkell
Hrafnagaldri
Óðins vel tekið
SAUTJÁN manns, sennilega frá
Rúmeníu eða Albaníu, leituðu hælis
hér sem pólitískir flóttamenn um
miðjan dag í gær, en fólkið hefur að
öllum líkindum komið til landsins
með Norrænu að morgni fimmtu-
dagsins. Þetta er fjölmennasti hóp-
ur sem leitað hefur hælis hér á landi
sem pólitískir flóttamenn í einu lagi.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út-
lendingaeftirlitsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi, að
rannsókn málsins væri á algeru
frumstigi, en fólkið hefði gefið sig
formlega fram við Útlendingaeftir-
litið milli klukkan þrjú og fjögur í
gær og farið fram á hæli sem póli-
tískir flóttamenn. Áður hefðu sumir
verið búnir að gefa sig fram við
Rauða krossinn, lögmannsstofu og
lögreglu, auk Útlendingaeftirlitsins,
en síðan hefði niðurstaðan orðið sú
að fólkið hefði allt formlega gefið sig
fram við Útlendingaeftirlitið og ósk-
að hælis. Fólkið væri skilríkjalaust
nú og væri á öllum aldri, það yngsta
ungabarn og það elsta á áttræð-
isaldri. Fólkið hefði verið þreytt og
slæpt eftir langt ferðalag en að öðru
leyti ekki illa á sig komið og hefði
það verið vistað hjá Rauða kross-
inum meðan mál þess væri í rann-
sókn.
Georg sagði að málið væri til
rannsóknar hjá lögreglu og um
helgina myndu verða teknar frum-
skýrslur af fólkinu. Í framhaldinu
myndi Útlendingaeftirlitið rannsaka
hvort umsókn þess um hæli sem
pólitískir flóttamenn væri á rökum
reist og hvort það uppfyllti skilyrði í
þeim efnum, svo sem lög mæltu fyr-
ir um. Sú athugun gæti tekið viku
og allt upp í 3–6 mánuði eftir atvik-
um.
Georg sagði að ekki væri vitað
með vissu hvernig fólkið hefði komið
til landsins né hvaðan það kæmi, en
líklegast væri að það hefði komið til
landsins með Norrænu að morgni
fimmtudagsins og þá annað hvort
frá Hanstholm í Danmörku eða
Bergen í Noregi þaðan sem ferjan
sigldi.
17 manns leita eft-
ir pólitísku hæli
Taldir hafa
komið með
Norrænu
TÆP 70% telja lambakjöt ósvikinn
sunnudags- eða helgarmat og 62%
telja lambakjöt best til matreiðslu
og treysta því að það „bragðist allt-
af fullkomlega“ samkvæmt nýrri
neyslu- og viðhorfskönnun sem
unnin var fyrir Markaðsráð lamba-
kjöts. Tæp 40% segja lærið eftir-
lætishluta sinn af lambinu og tæp
24% velja hrygginn.
Um var að ræða vettvangskönn-
un í verslunum þar sem 30 spurn-
ingar voru lagðar fyrir 927 manns,
18 ára og eldri, í verslunum víða
um land.
Söluaukning varð á lambakjöti í
mars og apríl eftir mikinn samdrátt
undanfarna mánuði, nánar tiltekið
um 29% í mars og 22% í apríl, og
segir Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka sauðfjár-
bænda, að samdráttur í sölu fyrir
jól og eftir áramót hafi verið sá
mesti sem menn hafi séð í grein-
inni. Sala á lambakjöti dróst saman
um 43% í desember, 17,4% í janúar
og 24,2% í febrúar, að hans sögn.
70% telja
lambakjöt
ósvikinn
helgarmat
Rúm 62% telja/32–33
ÍSLENSKA karlalandsliðið í
handknattleik vann Svía 31:23 í
landsleik á móti í Belgíu í gær-
kvöldi.
Þetta er fyrsti sigur Íslend-
inga á Svíum síðan 21. desem-
ber 1988, eða í tæp 14 ár, en þá
vann Ísland 23:22 í Laugardals-
höll. Þjóðirnar hafa síðan leikið
17 landsleiki þar sem Svíar
sigruðu í 16 en einu sinni varð
jafntefli. Íslenska liðið mætir
því danska í dag.
Fyrsti sig-
ur á Svíum
í handbolta
í 14 ár
Stórsigur/B1