Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra skoðaði sig um í Ísrael í
gær og naut þess að fá að sjá aðra
hlið á ísraelsku samfélagi eftir að
hafa rætt við alla helstu ráðamenn
í Ísrael á fyrsta degi heimsóknar
sinnar á miðvikudag.
Halldór og föruneyti hans hófu
daginn á því að hitta Dan Meridor
ráðherra á morgunverðarfundi
sem starfsmenn ráðuneytisins voru
sammála um að hefði verið fróð-
legur og óvenju skemmtilegur.
Halldór heimsótti einnig Weiz-
mann-vísindastofnunina í Rehovot,
en hún er í fremstu röð á sviði
raunvísinda. Stofnunin hefur notið
mikillar velgengni í rannsóknum í
tölvu-, læknis- og erfðafræðum og
var íslenska sendinefndin hvött til
að benda íslenskum vísindamönn-
um á að þeir gætu sótt um styrki til
rannsókna við stofnunina.
Snæddi með fulltrúum
Norðurlanda
Halldór átti síðan hádegisverð-
arfund með fulltrúum Norður-
landanna í Ísrael og sagði eftir
fundinn að það hafi verið gott að fá
tækifæri til að bera saman bækur
sínar við þá og fá það staðfest að
hann hefði nokkuð rétta tilfinn-
ingu fyrir því sem væri að gerast í
Ísrael.
Ráðherrann hitti einnig fjöl-
skyldur horfinna hermanna en að
því loknu var farið í gönguferð um
gömlu borgina í Jerúsalem þar sem
gengið var um fámennar versl-
unargötur, sem ilmuðu af kaffi og
kryddum, Krossfestingarkirkjan
og Grátmúrinn voru skoðuð auk
þess sem horft var yfir Musteris-
hæðina en hún er ekki lengur að-
gengileg frá torginu við múrinn.
„Það hefur verið afskaplega
fróðlegt að sjá að þrátt fyrir átök
og stríð þá heldur lífið áfram,“
sagði Halldór við blaðamann Morg-
unblaðsins áður en hann hélt til
kvöldverðar með íslenskum hjálp-
arstarfsmönnum í Ísrael í gær-
kvöldi. „Þá er ég afskaplega þakk-
látur fyrir að hafa fengið tækifæri
til að fara um gömlu Jerúsalem.
Það er áhrifamikið að ganga þarna
og upplifa staði sem maður lærði
um sem barn. Það er eitthvað sem
allir verða snortnir af.“
Fátt fólk á ferli
í gömlu borginni
Hann kvaðst einnig hafa orðið
snortinn af því andrúmslofti sem
var við Grátmúrinn. „Ég hef oft
séð myndir af Grátmúrnum og veit
að hann er hluti af gamla Must-
erinu en hann hefur þó ekki snert
mig neitt sérstaklega fyrr en
núna,“ sagði Halldór. „Það sem er
mér þó efst í huga eftir daginn er
að hafa fengið að sjá það sem menn
hafa verið að berjast um undan-
farna áratugi og í gegnum aldirnar
og það að ekki skuli hafa náðst
friður um það sem er svo heilagt
þremur trúarbrögðum.“
Halldór sagðist einnig hafa tekið
eftir því hvað það var fátt fólk á
ferli í gömlu borginni miðað við
það sem væri eðlilegt á þetta heil-
ögum og sögufrægum stað. „Þarna
sá maður afskaplega vel hvaða
áhrif þessi átök hafa á þessa borg,“
sagði hann. „Mér er sagt að ferða-
mönnum hafi fækkað um rúmlega
helming og maður verður greini-
lega var við það. Það er greinilegt
að ástandið hefur mikil áhrif á
efnahagslíf, ekki aðeins í Palest-
ínu, heldur líka hér í Ísrael.“
Annar dagur ferðar Halldórs Ásgrímssonar um Miðausturlönd
Lífið heldur áfram
þrátt fyrir átök og stríð
Morgunblaðið/Sigrún Birna
Í ferð sinni um Ísrael skoðaði Halldór m.a. safn til minningar um fórnarlömb helfarinnar.
Morgunblaðið/Sigrún Birna
Utanríkisráðherra heimsótti m.a. Weizmann-vísindastofnunina á ferða-
lagi sínu um Ísrael í gær.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, sagði á
ársfundi Rarik í vikunni að breyta
þyrfti lögum og reglum þannig að
orkufyrirtæki þyrftu ekki að eyða
tugum eða hundruðum milljóna
króna í mismunandi gagnlegar
rannsóknir vegna mats á umhverf-
isrannsóknum sem hugsanlega
skiptu engu máli um það hvort ráð-
ist yrði í virkjunarframkvæmd eða
ekki. Hún sagði þessar rannsóknir
komnar langt umfram eðlilegar
kröfur sem gera yrði til að komast
að raun um hvort viðkomandi
mannvirki hefði óviðunandi áhrif á
umhverfi sitt.
„Við endurskoðun laga um mat á
umhverfisáhrifum er nauðsynlegt
að setja einhverjar skorður á kröfu-
gerð um rannsóknir og ekki síður
þarf að setja skýrari reglur um inn-
tak leyfisveitinga vegna virkjunar-
mannvirkja,“ sagði Valgerður. Hún
sagði að í dag yrðu nýjar virkjanir
ekki reistar nema að undangengnu
mati á umhverfisáhrifum.
„Kröfur sem gerðar eru til rann-
sókna vegna matsvinnunnar hafa
stóraukist og þessi rannsóknar-
kostnaður er orðinn verulega
íþyngjandi fyrir framkvæmdaraðila
þar eð sú óvissa er alltaf fyrir hendi
að ekki verði fallist á viðkomandi
framkvæmd í úrskurði stjórnvalda
um niðurstöður matsins.“
Valgerður gerði einnig upphaf
rafvæðingar landsins að umtalsefni
og sagði að á þeim tíma hefðu flest-
ir óskað þess að virkjunarmann-
virki, virkjanir og línur yrðu reist í
sinni heimabyggð og töldu þau
réttilega myndu leiða til framfara
og aukinna möguleika á bættum at-
vinnuþáttum. „Rafmagnsveitur rík-
isins önnuðust meginþunga þess
erfiða en þakkláta starfs sem raf-
væðing landsins vissulega var á sín-
um tíma og hefur í hálfa öld borið
ábyrgð á flutningi og dreifingu raf-
orku um nánast allt land. Nú hafa
hins vegar skipast veður í lofti varð-
andi ný virkjunarmannvirki frá því
sem var á árdögum rafvæðingarinn-
ar og jafnvel þeir aðilar sem einna
mest fá í sinn hlut og best hafa not-
ið nálægðar virkjana vilja ekki leng-
ur stuðla að uppbyggingu orkuiðn-
aðarins í sinni heimabyggð. Hér
kemur eflaust flestum í hug hin
mikla umræða um umhverfismál
virkjana sem áberandi hefur verið á
undanförnum misserum.“
Iðnaðarráðherra
um lög um mat á
umhverfisáhrifum
Kröfur um
rannsókn-
ir komnar
út í öfgar
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
vestra hefur dæmt karlmann í
þriggja ára fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn mágkonu sinni og dótt-
ur. Brotin voru alvarleg og ítrekuð
en stúlkurnar voru 9-12 ára þegar
þau áttu sér stað.
Maðurinn neitaði alfarið sök en
fjölskipaður héraðsdómur taldi
framburð stúlknanna trúverðugan
auk þess sem hann var studdur
framburði vitna. Var hann dæmdur
fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn
mágkonu sinni á árunum 1986 eða
1987 til ársins 1989. Hún kærði mág
sinn árið 2000 þegar hún var kölluð
til skýrslugjafar vegna meintra kyn-
ferðisbrota hans gegn 11 ára gamalli
dóttur sinni, en það mál var síðar
fellt niður. Þá voru liðin tæplega 15
ár frá því mágur hennar braut fyrst
gegn henni. Átta vitni sem komu
fyrir dóminn greindu frá því að hún
hefði sagt þeim frá þessum atburð-
um áður. Þannig sagði hún vinkonu
sinni frá því árið 1991 að mágur sinn
hefði áreitt sig kynferðislega og hún
greindi móður sinni frá þessu árið
1997. Móðir hennar og tengdamóðir
ákærða sagði að dóttur sinni hefði
liðið illa þegar hún sagði frá þessu
en virtist létta við frásögnina. Móð-
irin sagðist ekki hafa lagt að henni
að leggja fram kæru, en bar að dótt-
ir sín hefði verið hrædd um að börn
ákærða lentu í því sama og hún. Í
dómnum segir að framburður
mannsins hafi verið í andstöðu við
frásögn vitna m.a. um atriði sem
tengjast ekki sakarefninu. Í fram-
burði hans gæti einnig mikillar van-
virðingar í garð mágkonu sinnar og
er framburður hans í heild metinn
ótrúverðugur.
Dró ásakanir til baka eftir að
faðirinn sagðist fyrirfara sér
Þá var maðurinn dæmdur fyrir
kynferðisbrot sem hann framdi
gegn dóttur sinni á árunum 1991 og
1992. Fram kemur að hún greindi
móður sinni og ömmu frá kynferð-
islegum athöfnum föður síns í sinn
garð árið 1998. Áður hafði ofannefnd
mágkona hennar spurt hvort hún
hafi mátt þola slíkt af hendi föður
síns og því hefði hún játað. Dóttir
hans dró þessar ásakanir til baka
nokkru eftir að þær komu fram,
fyrst í samtali við foreldra sína og
síðar í viðtali hjá sálfræðingi. Í ljósi
þess að faðir hennar lýsti því yfir að
hann myndi fyrirfara sér vegna
ásakana hennar mat dómurinn það
svo, að þetta rýri ekki trúverðug-
leika framburðar hennar.
Auk refsingar var maðurinn
dæmdur til að greiða stúlkunum
500.000 krónur í miskabætur.
Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum
Ótrúverðugur framburður og
vanvirðing í garð kæranda