Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar,
um hvernig fjárframlögum ríkisins
til Sólheima í Grímsnesi hefur verið
varið á síðustu tveimur árum, kem-
ur m.a. fram að þjónusta við fatlaða
íbúa staðarins hafi ekki verið í sam-
ræmi við samning sem gerður var
milli félagsmálaráðuneytisins og
Sólheima 1. mars árið 1996. For-
svarsmenn Sólheima telja hins veg-
ar að samningurinn sé ekki lengur í
gildi. Þá telur Ríkisendurskoðun að
skortur á starfsfólki, einkum starfs-
fólki með fagmenntun á sviði
þroskahömlunar, komi niður á gæð-
um þeirrar þjónustu sem fötluðum
íbúum Sólheima sé veitt. Skýrsla
Ríkisendurskoðunar var birt í gær.
Í fyrrgreindum þjónustusamningi
var m.a. kveðið á um hversu há
framlög ríkisins til Sólheima skyldu
vera og hvernig þeim ætti að ráð-
stafa í meginatriðum. Voru framlög
skv. samningnum m.a. byggð á nið-
urstöðu þjónustumats vegna fatl-
aðra íbúa. Í skýrslunni er þó tekið
fram að óvissa ríki um gildi samn-
ingsins, því forsvarsmenn Sólheima
hafa m.a. talið að hann hefði ekki
verið í gildi síðustu árin, þar sem
Sólheimar hafi sagt honum upp um
mitt árið 1996. Þjónustusamningur-
inn hafi því ekki formlega verið í
gildi frá 1. janúar 1997. Félagsmála-
ráðuneytið hafi á hinn bóginn litið
svo á að framlögin til Sólheima eftir
1997 hafi grundvallast á forsendum
sem bjuggu að baki þjónustusamn-
ingnum frá 1996.
Ríkisendurskoðun segir um þetta
í skýrslunni að „í ljósi atvika og
þess hvernig samskiptum aðila hef-
ur verið háttað“ megi leiða að því
rök að samingurinn sé enn í gildi.
Til stuðnings þessu sjónarmiði
bendir Ríkisendurskoðun m.a. á að
með því að samþykkja að fram-
lengja samninginn um eitt ár hinn
30. janúar 1997 hafi stjórn Sólheima
í raun afturkallað uppsögn sína á
samningnum frá 27. júní 1996.
„Samningurinn hafi við þetta allur
tekið gildi á ný samkvæmt efni sínu.
Í samræmi við ákvæði 10. gr. hans
framlengist hann um eitt ár í senn
sé honum ekki sagt upp fyrir 1. júlí
ár hvert... Eftir að Sólheimar féllust
á að framlengja samninginn form-
lega um eitt ár hefur stofnunin ekki
sagt honum upp með skriflegum
hætti eins og áskilið er. Því megi
með vísan til nefndra ákvæða 10.
gr. líta svo á að hann sé og hafi ver-
ið í gildi allar götur frá 30. janúar
1997 a.m.k.,“ segir í skýrslunni. „Til
stuðnings þessari niðurstöðu má að
auki benda á að athafnir og at-
hafnaleysi beggja aðila samningsins
verða eftir atvikum ekki túlkuð á
aðra lund en þá að þeir hafi í raun
litið svo á að samningurinn gilti í
samskiptum þeirra á meðan ekki
væri sérstaklega samið um annað.
Eins má nefna að hvorki Sólheimar
né ráðuneytið hafa með afgerandi
hætti andmælt skyldum þeim, sem
þeir gengust undir á sinum tíma í
samningnum.“
Unnin að frumkvæði
Ríkisendurskoðunar
Sólheimar eru sjálfseignarstofn-
un þar sem um fjörutíu fatlaðir ein-
staklingar búa og stunda atvinnu.
Umrædd skýrsla Ríkisendurskoð-
unar var unnin að frumkvæði Rík-
isendurskoðunar. „Á grundvelli
þess að Sólheimar njóta framlaga
úr ríkissjóði hefur lengi staðið til af
hálfu Ríkisendurskoðunar að gera
stjórnsýsluúttekt á staðnum. Alvar-
legar ásakanir fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sólheima á hendur
stjórn Sólheima í kjölfar brottvikn-
ingar hans úr starfi seint á síðasta
ári réð því að ákveðið var að ráðast
í úttektina nú,“ segir í skýrslunni. Í
henni er, eins og áður var vikið að,
gerð grein fyrir því með hvaða
hætti framlögum ríkisins hefur ver-
ið ráðstafað og lagt mat á þá þjón-
ustu sem fötluðum íbúum Sólheima
stendur þar til boða. „Í því mati er
litið til gildandi laga og reglna um
þjónustu við fatlaða og ákvæða
þjónustusamnings sem síðar var í
gildi milli Sólheima og félagsmála-
ráðuneytisins,“ segir í skýrslunni.
Í skýrslunni segir m.a. að skv.
ákvæðum fyrrgreinds þjónustu-
samningsins hafi verið gert ráð fyr-
ir um 34 stöðugildum vegna umönn-
unar og stuðnings við fatlaða á
heimilum þeirra á Sólheimum. Hins
vegar hafi stöðugildi vegna þessa
þáttar starfseminnar í reynd verið
um helmingi færri á árunum 2000
og 2001. Í skýrslunni segir að þeim
fjármunum sem með þessu móti
hafi sparast hafi verið varið til mun
umfangsmeiri atvinnurekstrar og
uppbyggingar á Sólheimum en ríkið
hafi fallist á að greiða samkvæmt
fyrrgreindum þjónustusamningi.
„Sem dæmi má nefna að Sólheimar
kostuðu innréttingu á samveru- og
félagsmiðstöð sem jafnframt er nýtt
sem kaffihús fyrir gesti staðarins
fyrir um 10 milljónir kr.,“ segir í
skýrslunni. „Alls nemur sú fjárhæð
sem hefur ekki verið ráðstafað í
samræmi við forsendur samnings-
ins um 67 milljónum kr. á árunum
2000 og 2001.“
Húsaleiga ofreiknuð
Í skýrslunni segir að í ljósi marg-
háttaðra lögbundinna skyldna rík-
isins við fatlaða, sem fjárframlög
ríkisins til Sólheima grundvallast á,
hljóti það að vera brýnt fyrir stjórn-
völd að kanna til hlítar réttarstöðu
sína í málum af þessu tagi. „Margar
sjálfseignarstofnanir fá framlög úr
ríkissjóði skv. fjárlögum til þess að
sinna starfsemi eða verkefnum, sem
ríkinu ber að lögum að veita eða
standa undir fjárhagslega. Einkum
á þetta við á sviði heilbrigðis-,
mennta- og félagsmála. Að mati
Ríkisendurskoðunar er nauðsynlegt
að leitað verði svara við þeirri
spurningu hvort stjórnir sjálfseign-
arstofnana, sem fá framlög úr rík-
issjóði til að sinna verkefnum, sem
ríkið skal að lögum sinna eða
standa undir, séu í raun óbundnar
af því hvernig þær ráðstafa fram-
lögum ef ekki er sérstakur samn-
ingur þar um í gildi milli aðila. Í
ljósi þessa verður að telja eðlilegt
að félagsmálaráðuneytið beiti sér
fyrir lögfræðilegri athugun á rétt-
arstöðu sinni í málum af þessu tagi
og um leið hvort ríkið kunni að eiga
lögvarin réttindi í skjóli framlaga
sinna til Sólheima.“ Síðan segir:
„Jafnframt þurfa stjórnvöld, hvað
sem öðru líður, að tryggja betur en
gert hefur verið að þau skilyrði,
sem þau setja vegna fjárframlaga
til aðila er veita fötluðum þjónustu,
séu þeim ljós og að þau beri að
virða.“
Að síðustu má geta þess að í
skýrslunni er m.a. gagnrýnt hvern-
ig húsaleiga sem fötluðum íbúum
Sólheima var gert að greiða á ár-
unum 2000 og 2001 var ákvörðuð og
sagt að húsaleiga hafi á þessum ár-
um verið ofreiknuð. Stjórnendur
Sólheima bendi hins vegar á að
húsaleiga hafi ekki hækkað reglu-
lega í samræmi við vísitölu á ár-
unum fyrir árið 2000 og þess vegna
hafi þurft að hækka leiguna um-
fram vísitölu á undanförnum tveim-
ur árum. Þá er það mat Ríkisend-
urskoðunar að upphæð launa-
greiðslna til fatlaðra íbúa sé „í lægri
kantinum,“ eins og það er orðað
miðað við aðra verndaða vinnustaði.
Meðalmánaðarlaun fatlaðara íbúa
voru 5.300 kr. á mánuði á árinu
2000 og 5.600 kr. á mánuði árið
2001. Þetta er mun lægri laun en
greidd eru t.d. á vernduðum vinnu-
stað á Suðurlandi þar sem unnið er
að kertagerð, en þar eru þau um 80
þúsund kr. á mánuði. Í skýrslunni
segir að þó beri að líta til þess að
félagsmálaráðuneytið hafi ekki sett
reglur um þau lágmarkskjör sem
fatlaðir starfsmenn slíkra vinnu-
staða eigi að njóta.
Ríkisendurskoðun um fjárframlög ríkisins til Sólheima
Gagnrýnir þjónustu
Sólheima við fatlaða
Morgunblaðið/Golli
Ríkisendurskoðun skilaði í gær skýrslu um þjónustu Sólheima í Gríms-
nesi við fatlaða íbúa staðarins.
Ríkisendurskoðun gerir ýmsar athuga-
semdir við starfsemi Sólheima í Grímsnesi í
nýrri skýrslu. Framlögum ríkisins hafi ekki
verið varið í samræmi við samning ríkisins
og Sólheima, en að mati Sólheima var samn-
ingurinn ekki lengur í gildi.
Í YFIRLÝSINGU sem stjórn Sól-
heima sendi frá sér í gær segir m.a.
að enginn vafi leiki á því að öll op-
inber fjárframlög til Sólheima hafi
verið nýtt í þágu rekstrar staðarins.
„Í stjórnsýsluendurskoðun Ríkis-
endurskoðunar á Sólheimum fyrir
árin 2000 og 2001 eru engar athuga-
semdir gerðar við fjármál Sólheima.
Rekstur Sólheima hefur verið innan
fjárlaga undanfarin ár og fjármála-
stjórn er traust,“ segir í yfirlýsing-
unni. „Í reikningum Sólheima fyrir
umrædd ár er gerð ítarleg grein fyr-
ir ráðstöfun opinberra fjárveitinga,
sem án undantekninga hefur verið
varið til þjónustu við íbúa Sólheima.
Þá hefur styrktarsjóður Sólheima
varið á þriðja hundrað milljónum kr.
til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis,
atvinnuhúsnæðis og þjónustumann-
virkja að Sólheimum. Reikningar
Sólheima hafa verið afhentir Ríkis-
endurskoðun og félagsmálaráðu-
neyti, sem ekki hafa gert athuga-
semdir.“
Samningur ekki í gildi
Í yfirlýsingunni segir að helstu
álitaefni sem Ríkisendurskoðun færi
fram í skýrslu sinni séu reist á þeirri
forsendu að þjónustusamningur milli
Sólheima og félagsmálaráðuneytis-
ins, frá árinu 1996, sé í gildi. Um
þetta segir í yfirlýsingunni: „Í ítar-
legu lögfræðiáliti, sem Karl Axelsson
hæstaréttarlögmaður og Heimir Örn
Herbertsson héraðsdómslögmaður
hafa unnið fyrir Sólheima, kemur
fram með ótvíræðum og skýrum
hætti að þjónustusamningur, sem
Sólheimar og félagsmálaráðuneytið
gerðu 1. mars 1996 og sagt var upp af
hálfu Sólheima, sé ekki í gildi. Eng-
inn vafi leiki á að öll opinber fjár-
framlög til Sólheima hafa verið nýtt í
þágu reksturs staðarins.“ Síðan seg-
ir í yfirlýsingunni: „Stjórn Sólheima
hefur aldrei verið þeirrar skoðunar
að með þjónustusamningnum hafi,
meðan hann var í gildi, verið búið að
binda hendur hennar varðandi það á
hvern hátt fötluðum íbúum í byggða-
hverfinu væri þjónað. Stjórn Sól-
heima hefur litið þannig á að um væri
að ræða heildargreiðslu fyrir þjón-
ustu við fatlaða íbúa, og hefur sú af-
staða verið kunn Ríkisendurskoðun
og félagsmálaráðuneytinu í mörg ár.
Fyrir liggja gögn sem sanna að Sól-
heimar hafa ekki varið opinberum
fjárveitingum sem ætlaðar eru í
rekstur Sólheima til nýbyggingar að
Sólheimum, þótt erlendis sé slíkt tal-
ið sjálfsagt og eðlilegt.“
Fullyrðing stenst ekki
Í yfirlýsingunni segir að Ríkisend-
urskoðun haldi því fram í skýrslu
sinni að stöðugildi í heimilisþjónustu
eigi að vera 34 en séu um helmingi
færri á Sólheimum eða 17. „Þessi
fullyrðing stenst ekki, því umræddur
þjónustusamningur byggði á sam-
komulagi milli Sólheima og félags-
málaráðuneytisins, sem undirritað
var 12. janúar 1994 um að haldið yrði
óbreyttri þjónustustarfsemi að Sól-
heimum. Hvergi í heiminum í
byggðahverfum eins og Sólheimum
eru stöðugildi í þjónustu við fatlaða
notuð sem viðmið, eins og Ríkisend-
urskoðun vill ganga út frá. Sá mæli-
kvarði sem stuðst er við er hins veg-
ar íbúaafjöldinn í byggðahverfinu,
þátttaka fatlaðra í atvinnu- og fé-
lagsstarfi og samsetning íbúa. Styrk-
ur Sólheima er að hver einasti ófatl-
aður íbúi ver ómældum tíma og axlar
mikla ábyrgð í daglegu samneyti við
fatlaða íbúa staðarins.“
Í yfirlýsingunni vitnar stjórn Sól-
heima einnig til þess að Ríkisendur-
skoðun taki dæmi í skýrslu sinni um
að fjármunum sem sparast hafa í
rekstri Sólheima hafi verið ráðstafað
til annars en samkomulag var um að
ríkið tæki þátt í. Segir í yfirlýsing-
unni að Ríkisendurskoðun vitni máli
sínu til stuðnings til þess að Sól-
heimar hafi kostað innréttingu á
samveru- og félagsmiðstöð sem jafn-
framt væri nýtt sem kaffihús fyrir
gesti staðarins fyrir um tíu milljónir
kr. Um þetta segir stjórn Sólheima:
„Í stað þess að rífa 40 ára gamalt
gróðurhús í eigu Sólheima með til-
heyrandi kostnaði var sú leið valin að
bæta aðstöðu til samveru- og fé-
lagslífs með því að lagfæra húsið.
Varið var til verksins viðhalds- og af-
gjaldsfé og rekstrarafgangi undan-
farinna ára á tveimur árum, 5 millj-
ónum kr. hvort ár. Um er að ræða
rúm 3% af opinberri fjárveitingu til
reksturs Sólheima hvort ár. Hér var
staðið eins að verki og þegar gömlu
bílaverkstæði var breytt í verslun, en
Ríkisendurskoðun gerði enga at-
hugasemd við þá framkvæmd.“
Stjórnin bætir því við að tilraun sú
sem gerð væri með rekstur kaffihúss
í fyrrgreindu húsnæði miðaði að því
að auka fjölbreytni í byggðahverfinu
og styrkja verslun sem tengdist
framleiðslustarfsemi á Sólheimum.
Að lokum má geta þess að stjórn
Sólheima leggur áherslu á að sam-
kvæmt samanburði sem gerður hafi
verið á leigu félagslegra íbúða að Sól-
heimum og öðru félagslegu húsnæði
komi fram að húsaleiga sé að jafnaði
fimm til tíu þúsund kr. lægri á mán-
uði á Sólheimum.
Stjórn Sólheima sendi frá sér yfirlýsingu um skýrslu Ríkisendurskoðunar
Öll framlög til
Sólheima nýtt
í þágu rekstrar